Ute Ortland skrifaði:
Hallo, jetzt komme ich gar nicht mehr weiter. Habe den unteren Rand linkes Rückenteil gestrickt und das Seitenteil damit verbunden. Jetzt gerade aus weiter Stricken bis eine Masche vor der Vorderteil-Spitze? Ich bin dann aber auf der Rückreihe in grau. Das Video hilft mir da leider auch nicht weiter, weil ich den wichtigen Teil nicht erkennen kann. Wird die Arbeit nochmal gedreht? Ich habe mit der 8. Reihe aufgehört und stricke in Größe M. Vielen Dank für Ihre Hilfe
04.08.2020 - 20:36DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ortland, stricken Sie jetzt die Rückreihe und dann stricken Sie die 1. Reihe = Hinreihe für das linke Vorderteil = bis zur Spitze vom Quadrat, dann bis die Seite, dh Sie wiederholen jetzt (von der Seite durch das Vorderteil bis die andere Seite) die 8 Reihen (1. Reihe =Hinreihe) wie unter linkes Vorderteil beschrieben werden. Viel Spaß beim stricken!
05.08.2020 - 07:55
Jette Etly Binder skrifaði:
Er det muligt, at lave en billedeserie/bideo, der viser, hvordan man kommer videre, når de 2 dominoruder er lavet? Jeg forstårdet simpelthen ikke. Jeg har læst tidligere dansk svar... Men min hjerne kan ikke greje det.
26.04.2020 - 09:16DROPS Design svaraði:
Hej Jette, Her ser du hvordan man gør, følg maskeantallet fra opskriften.
How to knit the bottom edge on DROPS 173-15 from Garnstudio Drops design on Vimeo.
28.04.2020 - 13:49
Vivien Ohnemus skrifaði:
Habe Dominos und unterer Rand endlich gemeistert und will jetzt die Passe anfangen. Rechtes Rückenteil Gr M. Es heißt: 70 M auf der einen Seite des Domimoquadrats aufnehmen, 2 M an der Spitze und 70 M auf der anderen Seite. Für mich ist die Spitze dort wo man angefangen hat das Quadrat zu Stricken, oder? Also fange ich mit Maschenaufnehmen unten in der Taille an. Aber wenn ich mit verkürzten Reihe in der Taille anfange ist dort die Breite. Da stimmt was nicht! Wo fange ich an?
16.04.2020 - 10:32DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ohnemus, stimmt, Sie fassen insgesamt 142 M (= 70 M + 2 + 70) und stricken eine Rückreihe mit Zunahmen = 84 M beidseitig (= 160 M insgesamt), dann stricken Sie nur die eine Seite von dem Quadart, die die ersten 84 M mit verkürzten Reihen und Zunahme an der Seite. Viel Spaß beim stricken!
16.04.2020 - 11:11
Josefine skrifaði:
Jeg er i tvivl omkring aflukning til ærmegab. Når der står man skal lukke 4 masker af i hver side, 2 gange, betyder det så 8 masker i alt (4 i hver side), eller 16 masker i alt (4 i hver side to gange)?
29.02.2020 - 21:25DROPS Design svaraði:
Hei Josefine. Du skal felle 4 masker 2 ganger på begynnelsen av hver pinne (= 16 masker), deretter 2 masker 3 ganger (=12 masker), så 1 maske 2 ganger ( = 4 masker). God Fornøyelse!
02.03.2020 - 14:29
ANA EMILIA GARCIA ALVAREZ skrifaði:
TENGO DOS PREGUNTAS SIN CONTESTAR IGUAL NO LAS HICE CORRECTAMENTE
26.11.2019 - 11:19
ANA EMILIA GARCIA ALVAREZ skrifaði:
TADAVIA NO RECIVI LA RESPUESTA A LA PRIMERA PREGUNTA YA NO ME HACE FALTA YA ENCONTRE EL VIDEO PERO AHORA NO SE EMPEZAR LA PARTE DE ARRIBA NO SE AQUE PUNTA DE DOMINO SE REFIERE A LA DE ARRIBA DEL CENTRO DE LA ESPALDA O LA DE DEBAJO DE LA SISA
25.11.2019 - 10:45DROPS Design svaraði:
Hola Ana. En primer lugar, para que recibamos correctamente la pregunta tienes que marcar el botón "questions" al enviar la pregunta. Para la parte de arriba, se recogen los puntos comenzando en la punta del cuadrado en un lateral hacia arriba hasta la punta superior en el centro de la espalda y hacia abajo por el otro lado.
30.11.2019 - 23:07
ANA EMILIA GARCIA ALVAREZ skrifaði:
NO ENTIENDO COMO HAY QUE EMPEZAR LA PARTE DE ABAJO APARTIR DEL PUNTO DOMINO SE HACE TODO A LA VEZ NO HAY UN VIDEO QUE NO EXPLIQUE
11.11.2019 - 10:19
Barbara skrifaði:
Für große Damen wunderschönes Modell, habe Weste und Pullover gestrickt. Leider für kleine Damen wie mich nicht tragbar, sieht unmöglich aus, trage Gr. XL bei einer Körpergröße von 153 cm.
07.11.2019 - 12:45
Barbara skrifaði:
Für kleine Körpergrößen ist die Anleitung leider NICHT geeignet. Wie kann ich das Dominoquadrat und die Seiten umrechnen, bin 153 cm groß und trage Größe XL. Danke.
07.11.2019 - 12:43DROPS Design svaraði:
Liebe Barbara, leider können wir jeder Anleitung nach jedem individuellen Frage anpassen und einzelne Modelle auf individuellen Wunsch hin umrechnen. Wenn sie Hilfe damit brauchen, wenden Sie sich bitte an dem Laden wo Sie die Wolle gekauft haben, dort hilft man Ihnen gerne weiter. Viel Spaß beim stricken!
07.11.2019 - 12:48
Yvonne skrifaði:
I have just finished LEFT BACK PIECE BOTTOM EDGE in M size, I started with 75 stitches and now have 54 stitches at the end before starting LEFT FRONT PIECE BOTTOM EDGE. Is this the correct amount of stitches I should have left??
30.04.2019 - 16:37DROPS Design svaraði:
Dear Yvonne, in size m the left back piece bottom edge starts with 16 sts, you then repeat row 1 to 8 until all sts from domino until the marker have been worked togheter with the sts from the edge, increasing every time you work row 1 and working 2 sts from domino every time you work row 2 and 8. Happy knitting!
02.05.2019 - 08:50
Tauriel#taurielsweater |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Fabel með dominoferningum, garðaprjóni og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 173-4 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. RENDUR: * Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, með litnum sandfok. Prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár *, endurtakið frá *-* til loka. Fyrsta umf með nýja litnum er alltaf frá réttu. DOMINOFERNINGUR: Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkja. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl að l með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl (l með prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sl út umf (= 2 l fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umf 1 og 2, þ.e.a.s. aukið út um 2 l í miðju á ferningi í hverri umf frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermi): Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 l fleiri), 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa l), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 l fleiri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umf. MYNSTUR (á við um ermi): Prjónið * 6 umf garðaprjón með litnum sandfok, prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, síðan eru prjónaðar rendur þannig: Prjónið * 2 umf garðaprjón í litnum sandfok, 2 umf garðaprjón í litnum grár *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum. Stykkið er nú prjónað með litnum grár til loka. Snúið stykkinu þannig að rangan snúi út og prjónið síðan áfram í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru prjónaðir 2 dominoferningar – sjá ferning í mynsturteikningu, síðan er prjónaður 1 kantur að l á dominoferningi (þ.e.a.s. neðri kantur á peysu) með stuttum umf – sjá stjörnu í mynsturteikningu. Kanturinn er prjónaður frá miðju að aftan, að miðju að framan, aftur að miðju að aftan. Að lokum er berustykki prjónað á peysuna yfir dominoferninginn – sjá kross í mynsturteikningu. BAKSTYKKI: DOMINOFERNINGUR: Fitjið upp 5 l á hringprjóna nr 3,5 með litnum grár. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Skiptið um lit yfir í litinn sandfok og prjónið DOMINOFERNINGUR – sjá útskýringu að ofan, fram og til baka og RENDUR – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið Dominoferning og rendur þar til stykkið mælist 38-42-46-50-56-62 cm þar sem það er breiðast = ca 124-136-148-164-180-200 umf garðaprjón, passið að síðasta garðaprjónið sé með litnum sandfok og ca 64-70-76-84-92-102 l hvoru megin við l með prjónamerki í (= alls ca 129-141-153-169-185-205 l í umf). Prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár og aukið út eins og áður (þ.e.a.s. 1 l hvoru megin við l með prjónamerki) og aukið út um 4 l jafnt yfir hvoru megin við miðjulykkju í umf frá réttu (= alls 10 l fleiri í umf frá réttu) = ca 69-75-81-89-97-107 l hvoru megin við l með prjónamerki í (= alls ca 139-151-163-179-195-215 l í umf). Setjið l á þráð og prjónið framstykki dominoferningur. FRAMSTYKKI: DOMINOFERNINGUR: Fitjið upp og prjónið eins og bakstykki dominoferningur. Setjið til baka l frá bakstykki dominoferningur á prjóna saman við l af framstykki dominoferningur. Setjið 1 prjónamerki á milli skiptinga á milli þeirra (= 2 prjónamerki) = ca 278-302-326-358-390-430 l alls. NEÐRIKANTUR: Stykkið er prjónað saman með l frá miðju að aftan (þ.e.a.s. hornið á dominoferningi) og út að hlið, niður að horni fyrir miðju að framan, upp að hlið og niður að miðju að aftan. Fitjið upp 16-16-12-12-12-12 l á hringprjóna nr 3,5 með grár. Prjónið stuttar umf og rendur þannig: VINSTRA BAKSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman við l frá horni við miðju að aftan og út að prjónamerki á hlið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sl út umf (= 1 l fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið næstu l saman við fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri frá dominoferningi). Skiptið yfir í litinn sandfok. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið eins og umf 1. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sl þar til 5 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sl þar til 3 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið næstu l saman við fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri frá dominoferningi). Skiptið yfir í litinn grár. Endurtakið umf 1 til 8 þar til allar l frá horni á dominoferningi út að hlið þar til prjónamerki hefur verið prjónað saman með kanti. VINSTRA FRAMSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman með l frá hlið og niður að horni á dominoferningi á framstykki þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l snúnar slétt saman, 2 l snúnar slétt saman, prjónið sl út umf (= 1 l færri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er efir á prjóni, prjónið næstu l saman við fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri af dominoferningi). Skiptið yfir í litinn sandfok. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið eins og umf 1. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sl þar til 5 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sl þar til 3 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið næstu l saman við fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri frá dominoferningi). Skiptið yfir í litinn grár. Endurtakið umf 1 til 8 niður að horni fyrir miðju að framan. ATH: Í síðustu endurtekningu af 8. eða 2. umf eru settar fyrstu 3 l frá dominoferningi til baka á prjóninn (= 4 l slétt saman = 3 l færri frá dominoferningi). HÆGRA FRAMSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman við l frá horni á framstykki dominoferningur og út að prjónamerki í hlið eins og á vinstra bakstykki neðrikantur. HÆGRA BAKSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman við l frá hlið og niður að horni á dominoferningi á framstykki eins og á vinstra framstykki neðrikantur. Passið uppá að síðasta röndin sé með litnum sandfok. Fellið af. BAKSTYKKI: Prjónið nú berustykki á bakstykki með litnum grár þannig: HÆGRA BAKSTYKKI: Takið upp 64-70-76-84-92-102 l með grár frá réttu á prjóna nr 3,5 í annarri hliðinni á dominoferningnum, takið upp 2 l í hornið á dominoferningnum, takið upp 64-70-76-84-92-102 l niður meðfram hinni hliðinni á dominoferningnum = 130-142-154-170-186-206 l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og aukið út um 15-13-13-11-13-9 l jafnt yfir hvoru megin við hornið (= alls 30-26-26-22-26-18 l fleiri) = 80-84-90-96-106-112 l á hvorri hlið (= alls 160-168-180-192-212-224 l). Prjónið síðan yfir fyrstu 80-84-90-96-106-112 l (þ.e.a.s. í hægri hlið á stykki séð frá réttu þannig: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR, STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI OG JAFNFRAMT AUKIÐ ÚT Í HLIÐ ÞANNIG: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið fyrstu 2 l slétt saman, snúið við (= 1 l). UMFERÐ 2 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. UMFERÐ 3 (= frá réttu): Prjónið 1 l sl, setjið 1 prjónamerki, prjónið næstu 2 l frá dominoferningnum slétt saman, snúið stykkinu (= 2 l). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu! UMFERÐ 4 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. UMFERÐ 5 (= frá réttu): Prjónið 2 l sl, prjónið næstu 2 l slétt saman, snúið við (= 3 l). UMFERÐ 6 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. UMFERÐ 7 (= frá réttu): Prjónið 3 l sl, prjónið næstu 2 l slétt saman, snúið við (= 4 l). UMFERÐ 8 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. Haldið svona áfram með stuttar umferðir, þ.e.a.s. að prjónað er yfir 2 l fleiri í hverri umf frá réttu, en prjónið 2 l slétt saman, þ.e.a.s. að 2 l fækka í 1 l. Haldið svona áfram þar til prjónað hefur verið yfir allar l upp að horni á dominoferningi. STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI: Þetta á einungis yfir stærðir L-XL-XXL-XXXL: Þegar stykkið mælist 0-0-2-2-2-2 cm prjónið 0-0-1-1-1-1 stutt rönd í garðaprjóni og prjónið til baka = 2 umf = 1 stutt rönd í garðaprjóni) yfir l sem nú þegar hefur verið prjónað yfir, prjónið stutta rönd í garðaprjóni með 0-0-5-4-3-2 cm millibili alls 0-0-4-6-8-11 sinnum. ÚTAUKNING Í HLIÐ: Þegar berustykkið mælist 1 cm er aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í byrjun næstu umf frá réttu. Aukið svona út með 1½-1-1- ½-½-½ cm millibili alls 9-12-14-17-19-22 sinnum = 10-13-15-18-20-23 l á undan prjónamerki. Þegar berustykkið mælist 15-14-15-14-15-17 cm (mælt meðfram hlið) fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf frá réttu þannig: Fellið af 3 l alls 1-1-2-2-2-3 sinnum, 2 l alls 1-2-2-3-4-4 sinnum, 1 l alls 4-5-4-5-5-5 sinnum (þ.e.a.s. það er eftir 1 l á undan prjónamerki). Stykkið mælist ca 19-21-23-25-28-31 cm mælt frá hlið á dominoferningi og upp. Þegar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka eru alls 40-42-45-48-53-56 l á prjóni. Setjið l á þráð og prjónið vinstra bakstykki. VINSTRA BAKSTYKKI: = 80-84-90-96-106-112 l. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR, STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI OG JAFNFRAMT AUKIÐ ÚT Í HLIÐ ÞANNIG: STUTTAR UMFERÐIR: UMFERÐ 1 (= frá röngu): Prjónið fyrstu 2 l frá dominoferningi, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman (= 1 l). UMFERÐ 3 (= frá röngu): Prjónið 1 l sl, setjið 1 prjónamerki, prjónið næstu 2 l frá dominoferningnum, snúið stykkinu (= 3 l). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu! UMFERÐ 4 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman, 1 l sl (= 2 l). UMFERÐ 5 (= frá röngu): Prjónið 2 l sl, prjónið næstu 2 l frá dominoferningi, snúið stykkinu (= 4 l). UMFERÐ 6 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman, prjónið sl út umf. UMFERÐ 7 (= frá röngu): Prjónið sl, prjónið næstu 2 l frá dominoferningi, snúið stykkinu (= 4 l). UMFERÐ 8 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman, prjónið sl út umf. Haldið svona áfram með stuttar umferðir, þ.e.a.s. prjónið yfir 2 l fleiri frá dominoferningi í hverri umf frá röngu og fækkið um 1 l í byrjun hverrar umf frá réttu, þ.e.a.s. 2 l fækka í 1 l. Haldið svona áfram þar til prjónað hefur verið yfir allar l upp að horni á dominoferningi. STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI: Þetta á einungis við stærð L-XL-XXL-XXXL: Þegar stykkið mælist 0-0-2-2-2-2 cm prjónið 0-0-1-1-1-1 stutt rönd í garðaprjóni (þ.e.a.s. prjónið frá röngu fram þar sem snúið var síðast við, snúið við og prjónið til baka = 2 umf = 1 stutt rönd í garðaprjóni) yfir l sem þegar hefur verið prjónað yfir, prjónið stutta rönd í garðaprjóni með 0-0-5-4-3-2 cm millibili alls 0-0-4-6-8-11 sinnum. ÚTAUKNING Í HLIÐ: Þegar berustykkið mælist 1 cm er aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í lok næstu umf frá réttu. Aukið svona út með 1½-1-1- ½-½-½ cm millibili alls 9-12-14-17-19-22 sinnum = 10-13-15-18-20-23 l á undan prjónamerki. Þegar berustykki mælist 15-14-15-14-15-17 cm (mælt meðfram hlið) fellið af fyrir handvegi í byrjun hverrar umf frá röngu þannig: Fellið af 3 l alls 1-1-2-2-2-3 sinnum, 2 l alls 1-2-2-3-4-4 sinnum, 1 l alls 4-5-4-5-5-5 sinnum (þ.e.a.s. það er eftir 1 l á eftir prjónamerki). Stykkið mælist ca 19-21-23-25-28-31 cm mælt frá hlið á dominoferningi og upp. Þegar stuttar umferðir hafa verið prjónaðar til loka eru alls 40-42-45-48-53-56 l á prjóni. BAKSTYKKI: Setjið til baka l af hægra og vinstra bakstykki á sama prjón = 80-84-90-96-106-112 l. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 13-11-11-9-8-8 cm frá horni á dominoferningnum (nú eru eftir ca 2 cm til loka) fellið af miðju 34-34-38-38-40-40 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig = 23-25-26-29-33-36 l eftir á öxl. Í næstu umf frá hálsi er fækkað um 1 l = 22-24-25-28-32-35 l. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 15-13-13-11-10-10 cm frá horni á dominoferningi. Fellið af. Stykkið mælist alls ca 60-62-64-66-71-77 cm. Prjónið hina öxlina alveg eins. FRAMSTYKKI: HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið eins og vinstra bakstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið eins og hægra bakstykki. FRAMSTYKKI: Setjið til baka l af hægra og vinstra framstykki á sama prjón = 80-84-90-96-106-112 l. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 8-6-4-2-1-1 cm frá horni á dominoferningi eru felldar laust af miðju 20 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig = 30-32-35-38-43-46 l eftir á öxl. Fækkið síðan l í hverri umf frá hálsi með því að fækka um 1 l innan við 3 kantlykkju í hverri umf frá réttu alls 8-8-10-10-11-11 sinnum = 22-24-25-28-32-35 l eftir á öxl. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist alls 7-7-8-8-9-9 cm frá þeim 20 l sem felldar voru af fyrir hálsmáli, fellið af. Stykkið mælist alls ca 60-62-64-66-71-77 cm. Prjónið hina öxlina alveg eins. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 46-48-50-54-56-58 l á sokkaprjóna nr 3,5 með litnum sandfok. Prjónið MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 14-12-10-8-3 cm, setjið 1 prjónamerki í byrjun umf, aukið út með 1 l hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING! Aukið svona út með 1½ cm millibili alls 21-22-23-24-25-26 sinnum = 88-92-96-102-106-110 l. Þegar stykkið mælist 48-47-46-45-43-42 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla). Prjónið síðan fram og til baka og fellið af fyrir ermakúpu í byrjun umf í hvorri hlið á stykki þannig: Fellið af 4 l 2 sinnum, 2 l 3 sinnum og 1 l 2 sinnum, síðan eru felldar af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 56-56-56-56-55-54 cm, fellið síðan af 3 l 1 sinni á hvorri hlið á stykki. Fellið af þær l sem eftir eru. Prjónið aðra ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Allur frágangur er gerður með litnum grár. Saumið saman neðri kant við miðju að aftan yst í lykkjubogana. Saumið axlasauma. Saumið ermar í með rönguna út, þ.e.a.s. sléttprjóni er snúið inn. Saumið hliðarsauma niður við neðrikant yst í lykkjubogana. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #taurielsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 173-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.