Susanne skrifaði:
Wunderschön!
12.06.2016 - 13:45
Weegs skrifaði:
I LOVE the look of the shoulders! Have been wanting to make a saddle sleeved sweater, but am wary, having never done one before. With this I could get the look, but with the ease of raglan shoulders! Beautiful!
10.06.2016 - 03:06
Ellis skrifaði:
Sry but I do not like the raglan together whith the cabled sleev3. Why does the designer not use the cable to form a sadle-shoulder -eventualy whith the contiguous sleeve cap- would be much more beautyfull.
08.06.2016 - 20:47
Annwe skrifaði:
Like this kind of cardigans, the sleeves make the nice look - again, one favourite! A lot of nice patterns this season!🐝🐝
07.06.2016 - 10:29
Andrée-Anne Mercier skrifaði:
Love what seems to be awareness ribbons on the sleeves! Perfect knit to support a friend fighting breast cancer!
03.06.2016 - 18:25
Hege Wiig Hindenes skrifaði:
Om denne ikke kommer med ønsker jeg gjerne å få tilsendt oppskriften, har prøvd på lignende men finner ikke oppskrift :)
03.06.2016 - 12:30
Irish Plaits#irishplaitssweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Merino Extra Fine með köðlum á ermum, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 173-2 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 (sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð) og A.2. LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu á undan prjónamerki og 2 l sl. Aukið er út fyrir laskalínu á eftir prjónamerki og 2 l sl. Aukið út um 1 l með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo að ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Prjónið þar til 4 l eru eftir á undan A.2a/A.2b, prjónið 2 l slétt saman, 2 l sl, prjónið A.2a/A.2b, prjónið 2 l sl, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hversu oft eigi að auka út í umf, teljið fjölda lykkja í umf (t.d. 105 l) og deilið þessum l með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 11 l) = 9,5. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá er aukið út um 1 l á undan ca 9. og 10. hverri l. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan A.2b, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l sl, A.2b, 2 l sl, sláið uppá prjóninn. Endurtakið útaukningu í hinni hliðinni (= 4 l fleiri í umf). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýju l slétt. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að affellingarkanturinn verði ekki of stífur þá er fellt af með ½ nr grófari prjónum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður. Byrjun umf = miðja að aftan. BERUSTYKKI: Fitjið upp 105-109-113-120-124-130 l á hringprjóna nr 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið síðan þannig: Prjónið 1 umf slétt þar sem aukið er út um 11-15-27-32-32-38 l jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 = 116-124-140-152-156-168 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4. Prjónið nú upphækkun aftan við hnakka, fram og til baka í sléttprjóni þannig: Prjónið 22-24-30-33-34-35 l, snúið við og prjónið 44-48-60-66-68-70 l til baka, snúið við og prjónið 49-53-65-71-73-75 l, snúið við og prjónið 54-58-70-76-78-80 l til baka. Haldið áfram fram og til baka yfir 5 l fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónaðar hafa verið alls 8 umf með upphækkun, snúið við og prjónið til baka að miðju að aftan. Prjónið nú áfram hringinn með mynstri frá miðju að aftan þannig: Prjónið sl yfir fyrstu 16-18-20-23-24-25 l (= hálft bakstykki), setjið eitt prjónamerki, 2 l sl, prjónið A.1a (veljið mynstur fyrir rétta stærð) yfir næstu 22-22-26-26-26-30 l, 2 l sl (= ermi), setjið eitt prjónamerki, prjónið sl yfir næstu 32-36-40-46-48-50 l (= framstykki), setjið eitt prjónamerki, 2 l sl, prjónið A.1a (veljið mynstur fyrir rétta stærð) yfir næstu 22-22-26-26-26-30 l, 2 l sl (= ermi), setjið eitt prjónamerki, prjónið sl yfir næstu 16-18-20-23-24-25 l (= hálft bakstykki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur. Þegar 2 umf í A.1a hafa verið prjónaðar til loka er endurtekið A.1b yfir A.1a, JAFNFRAMT í 1. umf í A.1b byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, hvoru megin við hvert prjónamerki. ATH: Aukið er út mismunandi á fram- og bakstykki og á ermum: LASKALÍNA Á FRAM- OG BAKSTYKKI: Aukið svona út í hverri umf 0-0-0-2-2-6 sinnum og í annarri hverri umf 24-26-28-28-32-32 sinnum. Nýjar l eru prjónaðar slétt. LASKALÍNA Á ERMUM: Aukið svona út í annarri hverri umf 16-24-25-27-25-23 sinnum og í 4. hverri umf 4-1-1-1-4-6 sinnum. Í stærð S-XXL prjónið nýjar útauknar l jafnóðum inn í mynstur A.1b þar til nóg pláss er fyrir allt mynstrið (= 30 l). Prjónið síðan nýjar útauknar l slétt. Í stærð XXXL eru allar nýjar l prjónaðar slétt. Þegar öll útaukning hefur verið gerð eru 292-328-356-384-408-436 l í umf. Stykkið mælist 22-24-26-27-30-32 cm frá öxl. Prjónið nú næstu umf þannig: Prjónið fyrstu 40-44-48-53-58-63 l, setjið næstu 66-76-82-86-88-92 l á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 l undir ermi, prjónið næstu 80-88-96-106-116-126 l, setjið næstu 66-76-82-86-88-92 l á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 l undir ermi, prjónið næstu 40-44-48-53-58-63 l á prjóni. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 176-192-212-232-256-280 l fyrir fram- og bakstykki. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið 38-42-47-52-58-64 l sl, prjónið A.2a (= 12 l), prjónið 76-84-94-104-116-128 l sl, prjónið A.2a, prjónið 38-42-47-52-58-64 l sl. Þegar A.2a hefur verið prjónað til loka á hæðina er A.2b endurtekið á hæðina yfir A.2a. Þegar stykkið mælist 4 cm er l fækkað hvoru megin við hverja mynstureiningu A.2a – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið l svona í 6.-6.-4.-4.-6.-6. hverri umf alls 4-4-5-5-4-4 sinnum = 160-176-192-212-240-264 l. Þegar stykkið mælist 13 cm í öllum stærðum er aukið út um 1 l hvoru megin við A.2b – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í annarri hverri umf alls 23 sinnum í öllum stærðum = 252-268-284-304-332-356. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 34-34-34-35-34-34 cm – stillið af þannig að ein heil mynstureining A.2b hefur verið prjónuð til loka á hæðina. Aukið nú l jafnt yfir með byrjun frá miðju að aftan þannig: Prjónið sl yfir fyrstu 57-61-65-70-77-83 l þar sem auknar eru út 9-7-8-8-9-8 l jafnt yfir, prjónið sl yfir sl og br yfir br yfir næstu 12 l, prjónið sl yfir næstu 114-122-130-140-154-166 l þar sem auknar eru út 18-15-17-17-18-16 l jafnt yfir, prjónið sl yfir sl og br yfir br yfir næstu 12 l, prjónið sl yfir næstu 57-61-65-70-77-83 l þar sem auknar eru út 9-8-9-9-9-8 l jafnt yfir = 288-298-318-338-368-388 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5 og prjónið sl fram að fyrstu mynstureiningu A.2b. Prjónið nú stroff þannig: * Prjónið sl yfir sl og br yfir br yfir fyrstu 12 l, prjónið (2 l sl, 3 l br) yfir næstu 130-135-145-155-170-180 l, prjónið sl yfir næstu 2 l *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Þegar stroffið mælist 2 cm er aukið út um 1 l br í hverri einingu með 3 l br = 344-356-380-404-440-464 l. Haldið síðan áfram með stroff þar til stroffið mælist alls 4 cm. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br – lesið LEIÐBEININGAR AFFELLING! Klippið frá og festið enda. ERMI: Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið til baka 66-76-82-86-88-92 l af þræði á sokkaprjóna nr 4 og takið upp 1 l í hverja af 8-8-10-10-12-14 nýju l sem fitjaðar voru upp undir ermi = 74-84-92-96-100-106 l. Setjið eitt prjónamerki mitt á milli þessa nýju l (= 4-4-5-5-6-7 nýjar l hvoru megin við prjónamerkin). Haldið síðan áfram hringinn með mynstur A.1b yfir 30 l mitt á ermi og prjónið A.2a (= 12 l) mitt undir ermi (þ.e.a.s. það eru 6 l af mynstri A.2a hvoru megin við prjónamerki). Aðrar l eru prjónaðar slétt. Þegar A.2a hefur verið prjónað til loka á hæðina er A.2b endurtekið á hæðina yfir A.2a. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við A.2b undir ermi – munið eftir úrtaka! Fækkið l svona í 7.-5.-4.-4.-4.-3. hverri umf alls 14-18-21-22-23-25 sinnum = 46-48-50-52-54-56 l. Þegar A.1b hefur verið prjónað alls 6 sinnum á hæðina (meðtalið mynstur á berustykki) er haldið áfram með A.1c (- sjá mynstur fyrir rétta stærð). Þegar allt A.1c hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br yfir þessar l. Þegar stykkið mælist 44-42-42-42-40-40 cm – stillið af að A.2b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið nú stroff með byrjun frá 12 l í A.2b mitt undir ermi: Prjónið sl yfir sl og br yfir br yfir fyrstu 12 l (= A.2b), 0-0-0-1-1-2 l br, 2-3-4-3-4-3 l sl, 0-0-0-1-1-2 l br, prjónið sl yfir sl og br yfir br yfir næstu 30 l, prjónið 0-0-0-1-1-2 l br, 2-3-4-3-4-3 l sl, 0-0-0-1-1-2 l br. Þegar stroffið mælist 3 cm er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. Klippið frá og festið enda. Prjónið aðra ermi á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #irishplaitssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 173-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.