Paola Baldi skrifaði:
È molto elegante e diverso come struttura dalla maggioranza degli scialli. Lo farò presto.
22.02.2024 - 23:41
Anastasia skrifaði:
What does this mean "K 2 sts in first st"? Can't fancy how to do it
05.09.2019 - 17:03DROPS Design svaraði:
Dear Anastasia, this is kind of increasing: you will knit one st twice - knit the stitch through the front loop, do not slip the stitch from needle, but knit it through the back loop as well. From 1 stitch you will after that have 2 sts. Happy knitting!
05.09.2019 - 17:59
Dea skrifaði:
Ancora una domanda, dice "SUGGERIMENTO PER GLI AUMENTI-2: Aumentare nei punti di passaggio tra il dir e rov. Aumentare 1 m facendo 1 gettato, sul f successivo lavorare i gettati a ritorto per evitare buchi - NOTA: lavorare gli aumenti a rov (visto dal diritto del lavoro). " Quando dice di lavorare a ritorto il gettato (sul RL) intende adiritto? Dice che sul DL questi aumenti verranno lavorati a rovescio, quindi avremo 3 rov e 1 dir, guardando il lavoro dal diritto? Giusto?
25.05.2017 - 19:16DROPS Design svaraði:
Buonasera Dea. Sì è corretto. Lavora le maglie aumentate a diritto ritorto sul rovescio del lavoro. Alla fine degli aumenti, le coste sono 3 maglie rovescio, 1 maglia diritto visto sul diritto del lavoro. Buon lavoro!
25.05.2017 - 22:10
Dea skrifaði:
Buongiorno, nella spiegazione c'è scritto "Lavorare il f successivo come segue dal rovescio del lavoro: 1 m di vivagno a M LEGACCIO – leggere la spiegazione sopra - ecc..." ...dove si trova? Grazie.
24.05.2017 - 15:25DROPS Design svaraði:
Buongiorno Dea, effettivamente manca questa spiegazione all'inizio delle istruzioni del modello: lo segnaliamo al settore design. Grazie per la segnalazione. Buon lavoro!
24.05.2017 - 15:44
Beck skrifaði:
Das Srickmuster Diagramm kann leider nicht ausgedruckt werden.
22.09.2016 - 12:35
Denise M skrifaði:
I can't wait to try this pattern; such a lovely wrap to snuggle into on a chilly evening.
05.06.2016 - 00:37
Dea skrifaði:
Adorabile
03.06.2016 - 21:04
Lavender Leaves#lavenderleavesscarf |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS Merino Extra Fine með gatamynstri og kanti í stroffprjóni.
DROPS 171-55 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1: Til þess að reikna út hversu oft eigi að auka út í umf, teljið fjölda lykkja í umf, mínus kanta að framan (t.d. 493 l) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 129 l) = 3,8. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá er aukið út á eftir ca 4. hverja l ÚTAUKNING-2: Aukið er út í skiptingunum á milli sl l og br l. Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat – ATH: Útauknar lykkjur eru prjónaðar brugðið (séð frá réttu). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er efst og prjónað niður á við/út (þegar lykkjum fjölgar þá mælum við með því að skipta lykkjunum niður á 2 st hringprjóna). SJAL: Fitjið upp 97 l á hringprjóna nr 3,5 með Merino Extra Fine og prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið sl yfir allar l. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 2 l í fyrstu l, 2 l, sláið 1 sinni uppá prjóninn, setjið 1 prjónamerki (= A), prjónið A.1A (= 5 l), prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1B yfir næstu 80 l (= 8 mynstureiningar 10 l), A.1C (= 6 l), setjið 1 prjónamerki (= B), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l sl, prjónið 2 l í síðustu l = 101 l. UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið 2 l í fyrstu l, prjónið br fram að prjónamerki B, haldið áfram með mynstur fram að prjónamerki A, prjónið br þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið 2 l í síðustu l = 103 l. UMFERÐ 4 (= rétta): Prjónið 2 l í fyrstu l, prjónið sl fram að prjónamerki A, sláið 1 sinni uppá prjóninn, haldið svona áfram með mynstur fram að prjónamerki B, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið 2 l í síðustu l = 107 l. UMFERÐ 5 (= ranga): Prjónið 2 l í fyrstu l, prjónið br fram að prjónamerki B, haldið áfram með mynstur fram að prjónamerki A, prjónið br þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið 2 l í síðustu l = 109 l. Haldið svona áfram með mynstur með 2 l í síðustu l í hverri umf og uppslætti við prjónamerki í hverri umf frá réttu (þ.e.a.s. endurtakið umf 4 og 5). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað alls 5 sinnum á hæðina er A.1 prjónað einu sinni til viðbótar, en endið þegar síðasta umf í mynstri er eftir (stykkið mælist nú ca 36 cm fyrir miðju). Prjónið 1 umf br frá röngu (útaukning heldur áfram eins og áður) = 493 l á prjóni. Skiptið yfir á 2 st hringprjóna nr 3 og prjónið stroff eins og útskýrt er frá að neðan. STROFF: Prjónið 1 umf sl frá réttu þar sem aukið er út um 129 l jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING-1 = 622 l. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 1 l br *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir á prjóni, endið með 2 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur (frá réttu verður 2 l br, 1 l sl með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið). Eftir 3 cm er aukið út í annarri hverri 2 l br (séð frá réttu) til 3 l br – LESIÐ ÚTAUKNING-2 = 725 l. Þegar stroffið mælist 5 cm er aukið út í þeim 2 l br sem eftir eru til 3 l br = 829 l. Þegar stroffið mælist 7 cm er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. HEKLAÐUR KANTUR: Byrjið frá réttu efst í öðru horninu á sjali og heklið með heklunál nr 3 þannig: 1 fl í fyrstu l, * 1 ll, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* fram til og að fyrstu l á eftir fyrsta uppslætti í gatamynstri, ** 3 ll, hoppið yfir 4 l, 1 st í næstu l (þ.e.a.s. í botninn á “bylgjunni”), 3 ll, hoppið yfir 4 l, 1 fl í næstu l (þ.e.a.s. efst í “bylgjunni”) **, endurtakið frá **-** meðfram öllum kantinum með gatamynstri, síðan er endurtekið frá *-* að horni í gagnstæðri hlið. Klippið frá og festið enda. FORMUN: Bleytið sjalið og leggið það flatt að réttu formi eftir máli. Látið sjalið þorna. Endurtakið í hvert skipti sem sjalið er þvegið. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lavenderleavesscarf eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 171-55
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.