Christine Dieterich skrifaði:
Warum fehlt Diagramm A.2? Danke!
05.08.2016 - 11:14DROPS Design svaraði:
Liebe Christine, bei dieser Anleitung gibt es kein Diagramm A.2
08.08.2016 - 09:26
Cathy Gagnon skrifaði:
À quel moment est-ce que l'on relit le tricot avec une maille coulée? On dirait que c'est les instructions pour le cardignan.
25.07.2016 - 17:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gagnon, le top se crochète en rond (= en tours) dès le début. Fermez la chaînette de base par 1 mc dans la 1ère ml et continuez comme indiqué. Bon crochet!
26.07.2016 - 10:04
Marion skrifaði:
Bonjour, à quel moment faut-il crocheter le diagramme A1? J'ai beau relire les explications, je ne trouve pas. Merci pour votre aide. Marion
18.07.2016 - 23:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Marion, il semble effectivement que A.1 ne soit utilisé que pour le gilet et pas pour le pull. L'information a été transmise à nos stylistes, une correction sera probablement faite plus tard. Merci pour votre patience. Bon crochet!
19.07.2016 - 09:54
Nancy skrifaði:
I am confused with the decrease directions. Where it says 'On next round inc for RAGLAN - see explanation above!' Is that round with or without the next INC for the fronts and backs and sleeves? My other question is: the directions start you with A2 chart, however, it then states 'When A.1 and A.2 have been worked 1 time vertically, repeat A1a over A1 etc... When do you start A1?
15.07.2016 - 04:32DROPS Design svaraði:
Dear Nancy, we have forwarded question about A.1 to our Design team, it looks like A.1 is not worked in the jumper, pattern will be edited online asap - When it says "on next round inc for raglan", start inc 2 sts for raglan before/after the markers on back and front pieces (inc first every round in all sizes), but you will inc on sleeve only in the 4 largest size. See how to inc under "Raglan" but depending on your size you will inc differently on body/sleeve. Happy crocheting!
15.07.2016 - 10:07
Paola Pellegrini skrifaði:
Dalle spiegazioni non e' chiaro dove comincia lo schema A1, anche guardando la foto non si vede dove sta quel motivo. cordiali saluti
11.07.2016 - 16:57DROPS Design svaraði:
Buongiorno Paola. Molto probabilmente è un errore. Abbiamo già avvisato il settore design e siamo in attesa di una conferma. Il testo verrà corretto on line. Grazie e buon lavoro!
11.07.2016 - 17:01
Paola Pellegrini skrifaði:
Hei, jeg er ikke forstått hvor A1 blir heklet, og kan ikke se A1 mønster i genser bildet.
11.07.2016 - 11:16DROPS Design svaraði:
Hei Paula. Jo, det er mönstret ved raglan paa baerestk (se överst paa toppen paa bildet)
12.07.2016 - 17:06
Marja Noort skrifaði:
Wanneer begint A1er bij te komen en bedoelt u voor de meerderingen 2 stk op zowel voor- als achterpand, dus 4 stk totaal per toer 7 x?
09.07.2016 - 16:30DROPS Design svaraði:
Hoi Marja. Je meerdert 2 stk voor/na elke A.1 op zowel voor- als het achterpand. Dus dat is 4 stk op het voorpand en 4 stk op het achterpand. Daarna meerder je 1 stk = 2 stk op het voorpand en 2 stk op het achterpand
11.07.2016 - 13:52Ana skrifaði:
Hola, quería saber si vais a traducir este patrón al español, gracias.
07.07.2016 - 16:45DROPS Design svaraði:
Hola Ana. El patrón está publicado en español. Aquí está el línk: https://www.garnstudio.com/pattern.php?id=7577&cid=23
12.07.2016 - 22:48Ann Fomina skrifaði:
Hi. The manual is missing the moment when it begins knitting according to the scheme A.1
07.07.2016 - 11:25
Warm Apricot |
||||||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||||||
Heklaður toppur úr DROPS Safran með gatamynstri og laskalínu. Heklaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS Extra 0-1287 |
||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. HEKLLEIÐBEININGAR: Í hverri umf með st er fyrsta st skipt út fyrir 3 ll, umf endar með 1 kl í 3. ll frá byrjun umf. Í hverri umf með fl er fyrstu fl skipt út fyrir 1 ll, umf endar með 1 kl í 1. ll frá byrjun umf. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: Aukið út um 1 st með því að hekla 2 st í sama st. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Heklið þar til 3 st eru eftir á undan merki, heklið 2 st í næsta st (= 1 st fleiri), heklið 1 st í hvern af næstu 4 st (merkið er staðsett mitt á milli þessa l), heklið 2 st í næsta st (= 1 st fleiri). LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu hvoru megin við A.1. Aukið út um 2 st á UNDAN A.1 þannig: Heklið þar til 2 st eru eftir á undan A.1, heklið 2 st í hvorn af næstu 2 st (= 2 l fleiri). Aukið út um 2 s á EFTIR A.1 þannig: Heklið 2 st í hvorn af fyrstu 2 st á eftir A.1 (= 2 st fleiri). Aukið út um 1 st á UNDAN A.1 þannig: Heklið þar til 1 st er eftir á undan A.1, heklið 2 st í næsta st (= 1 st fleiri). Aukið út um 1 st á EFTIR A.1 þannig: Heklið 2 st í fyrsta st á eftir A.1 (= 1 st fleiri). Aukið er mismunandi út á fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er frá í mynstri. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Heklið þar til 4 st eru eftir á undan merkiþræði, heklið næstu 2 st saman þannig: Heklið 1 st í næsta st, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið 1 st í næsta st, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar l á heklunálinni – nú hefur fækkað um 1 st, heklið 1 st í hvern af næstu 4 st (merkþráðurinn er staðsettur mitt á milli þessa lykkja), heklið næstu 2 st saman (= 1 st færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Heklið 160-165-170-175-180-185 loftlykkjur með heklunál 3,5 með DROPS Safran og tengið loftlykkjurnar í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið næstu umferð þannig: * heklið 1 stuðul í hverja af fyrstu/næstu 4 lykkjum, hoppið yfir næstu lykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn =128-132-136-140-144-148 st. Heklið nú næstu umf þannig: Heklið 1 st í hvern af fyrstu 18-19-20-21-22-23 st JAFNFRAMT er aukið út um 4-5-5-6-7-8 st jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 – (= hálft bakstykki), A.1 yfir næstu 11 st, 2 st í næsta st, 1 st í hvern af næstu 4 st, 2 st í næsta st, A.1 yfir næstu 11 st (= ermi), 1 st í hvern af næstu 36-38-40-42-44-46 st JAFNFRAMT er aukið út um 8-10-10-12-14-16 st jafnt yfir (= framstykki), A.1 yfir næstu 11 st, 2 st í næsta st, 1 st í hvern af næstu 4 st, 2 st í næsta st, A.1 yfir næstu 11 st (= ermi), 1 st í hvern af síðustu 18-19-20-21-22-23 st JAFNFRAMT er aukið út um 4-5-5-6-7-8 st jafnt yfir. Á framstykki og á bakstykki eru nú 44-48-50-54-58-62 st og á ermi eru A.1, 8 st og A.1. Í næstu umf er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. AUKIÐ ÚT Á FRAMSTYKKI OG Á BAKSTYKKI ÞANNIG: Aukið út um 2 st í hverri umf alls 3-4-7-9-13-16 sinnum, síðan 1 st í hverri umf alls 12-12-10-9-6-5 sinnum. AUKIÐ ÚT Á ERMUM ÞANNIG: Aukið út um 2 st í hverri umf alls 0-0-1-3-4-4 sinnum, síðan 1 st í hverri umf alls 15-16-16-15-15-17 sinnum. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.1a yfir A.1. Eftir alla útaukningu eru 80-88-98-108-122-136 stuðlar á framstykki og á bakstykki, á ermi er A.1, 38-40-44-50-54-58 st og A.1. Stykkið mælist ca 14-15-16-17-18-19 cm. Næsta umf er hekluð þannig: Heklið 1 st í hvern af fyrstu 40-44-49-54-61-68 st, heklið 8 ll (= undir ermi), setjið 1 merkiþráð mitt á milli nýrra loftlykkja, hoppið yfir: A.1a og 38-40-44-50-54-58 st og A.1a (= ermi), heklið 1 st í hvern af næstu 80-88-98-108-122-136 st, 8 ll (= undir ermi), setjið 1 merkiþráð mitt á milli nýrra loftlykkja, hoppið yfir: A.1a og 38-40-44-50-54-58 st og A.1a (= ermi), heklið 1 st í hvern af næstu 40-44-49-54-61-68 st = 160-176-196-216-244-272 st og 16 ll. Setjið 1 merki í stykkið, HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Látið merkiþræðina fylgja áfram með í stykkinu, merkið situr kyrrt í stykkinu. Haldið áfram með 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm (mælt frá merki. Stykkið mælist alls ca 46-48-50-52-54-56 cm frá kanti í hálsmáli. Heklið 1 kant í kringum toppinn þannig: Heklið * 1 fl í fyrsta/næsta st, 4 ll, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-* í kringum allan toppinn. Klippið frá og festið enda. FRAM- OG BAKSTYKKI: Heklið 1 st í hvern st, 1 st í hvera ll og A.1a eins og áður. Nú eru 88-96-106-116-130-144 st á milli merkiþráða á bakstykki. Þegar stykkið mælist 3 cm (mælt frá merki) fækkið um 1 st hvoru megin við hvorn merkiþráð í hlið (= 4 l færri) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 4-4-3½-4½-4½-4½ cm millibili 3-3-4-3-3-4 sinnum til viðbótar = alls 160-176-192-216-244-268 st. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm (mælt frá merki) aukið út um 1 st hvoru megin við hvorn merkiþráð (= 4 st fleiri) – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Endurtakið útaukningu með 1½ cm millibili 6-6-7-6-6-7 sinnum til viðbótar = 188-204-224-244-272-300 st. Haldið áfram með 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm (mælt frá merki). Stykkið mælist alls ca 46-48-50-52-54-56 cm frá kanti í hálsmáli. Heklið 1 kant í kringum toppinn þannig: Heklið * 1 fl í fyrsta/næsta st, 4 ll, hoppið yfir ca 1 cm * , endurtakið frá *-* endurtakið í kringum allan toppinn. Klippið frá og festið enda. KANTUR Á ERMI: Ermin er hekluð í hring, ofan frá og niður. Byrjið á að hekla fyrir miðju undir ermi þannig: Heklið 1 fl í 5. ll af 8 ll sem heklaðar voru í handveg á fram- og bakstykki. Heklið 3 ll (= 1 st). Heklið síðan með 1 st í hverja af næstu 3 ll, A.1a eins og áður, 1 st í hvern af næstu 38-40-44-50-54-58 st, A.1a eins og áður, 1 st í hverja af 4 ll undir ermi, endið með 1 kl í 3. ll í byrjun umf. Heklið 1 st í hvern st og A.1a þar til hekluð hefur verið 1 heil mynstureining af A.1a til loka. Heklið síðan 1 st í hvern st, heklið A.1b yfir A.1a = 68-70-74-80-84-88 st. Í næstu umf er heklaður 1 st í hvern st JAFNFRAMT er fækkað um 12 st jafnt yfir = 56-58-62-68-72-76 st. Heklið 1 st í hvern st þar til kantur á ermi mælist ca 4 cm. Heklið * 1 fl í fyrsta/næsta st, 4 ll, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-* í kringum alla ermina. Klippið frá og festið enda. Heklið kant á sama hátt í kringum hina ermina. HÁLSMÁL: Byrjið við miðju að framan. Heklið 1 ll, * 1 fl í fyrsta/næsta st, 4 ll, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-* umf í kringum allt hálsmálið, endið með 1 kl í fyrstu ll, passið vel uppá að kanturinn verði ekki of stífur. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1287
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.