Chris skrifaði:
Bonjour, Comment convertir un TOP DOWN en un BAS en HAUT comme pour ce modèle que je convoite ? Merci d'avance Chris
22.08.2022 - 16:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Chris, vous pouvez le lire à l'envers, autrement dit: montez le nombre de mailles rabattues en bas, et augmenter au lieu de diminuer + diminuer au lieu d'augmenter - il sera toutefois peut-être plus simple de suivre les explications telles quelles, une leçon et une vidéo sont là pour vous guider dans la technique si besoin. Bon tricot!
22.08.2022 - 16:29
Alberte Olivia Bank skrifaði:
Hej. Jeg tænkte på om man kunne lave en lille højhals på istedet for den runde åbne hals - i en 2 r, 2 v rib så den matcher ærmerne - i givet fald, hvad vil så være det anbefalede antal masker - det samme (ribben trækker jo arbejdet lidt sammen)?
28.02.2022 - 12:22DROPS Design svaraði:
Hej Alberte, du kan evt bruge samme hals som DROPS 217-22 eller 228-6 eller 227-35 og justere maskeantallet efter halsen og fortsætte med denne model :)
02.03.2022 - 12:08
Ida Eikaas skrifaði:
Hei, Går det an å strikke denne oppskriften nedenfra og opp i stedet for omvendt? Og hva skulle jeg i så fall være særlig obs på? På forhånd tusen takk!
19.10.2021 - 13:06DROPS Design svaraði:
Hej Ida, tror det vil være for kompliceret at vende diagrammerne... Men se vores video hvor let det er at strikke ovenfra og ned :)
21.10.2021 - 09:21
Helene skrifaði:
Merci pour votre explication. Comme je ne trouve d’aiguilles circulaires de 40 cm dans ma ville. Je vais appliquer le magic loop que je ne connaissais pas. Super site!
17.08.2020 - 11:55
Helene skrifaði:
Je ne comprends pas comment tricoter en rond 100 mailles avec l’aiguille circulaire. Le fil est trop long pour faire un tour Merci pour votre éclairage
15.08.2020 - 21:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Hélène, utilisez une petite aiguille circulaire de 40 cm ou bien utilisez la longue aiguille de 80 cm et la technique dite du magic loop. Bon tricot!
17.08.2020 - 08:31
Lisa skrifaði:
Hej, jag blev lite förbryllad av hur många varv som stickas totalt innan man ska sätta av maskor för ärmhålen. Tänker jag rätt att det är 25 varv för storlek S?
07.01.2020 - 21:08DROPS Design svaraði:
Hej Lisa, följ även måttet som står i beskrivningen (och måttskissen) så du får rätt mått i din storlek :)
15.01.2020 - 16:03
Lisa skrifaði:
Hej, jag ställde en fråga angående ökningen på F&B respektive ärmar men förstod tyvärr inte svaret. Ställer därför frågan igen och hoppas på ett förtydligande: FRAM- OCH BAKST: Öka på varje v totalt 0-6-5-12-10-16 ggr, sedan på vartannat v totalt 18 ggr i alla stl och till slut på vart 4:e v totalt 6-6-7-6-8-8 ggr. ÄRMARNA: Öka på vartannat v totalt 14-19-27-30-33-32 ggr och sedan på vart 4:e v totalt 8-7-4-3-3-5 ggr.
10.04.2019 - 10:44DROPS Design svaraði:
Hei Lisa. Det økes på begge sider av de 4 merkene, men ikke alltid på de samme omgangene. Hver gang du øker på for/bakdel økes 2 masker på fordel og 2 masker på bakdel. Hver gang du øker på ermene økes 2 masker på hvert erme. På for/ bakdel øker du hver 2. omg totalt 18 ganger. Samtidig øker du hver 2. omg på ermene totalt 14 ganger. Dvs: de første 14 gangene du øker, økes det på både ermene og for/ bakdel. Videre økes det hver 4. omg på ermene (dette skal gjøres 8 ganger), mens du fortsetter å øke hver 2. omg på for/bakdel. Når du har økt 18 ganger på for/bakdel går du over til å også øke hver 4. omg her (dette skal gjøres 6 ganger). God fornøyelse
10.04.2019 - 14:43
Lisa skrifaði:
Hej, jag undrar över beskrivningen: FRAM- OCH BAKST: Öka på varje v totalt 0-6-5-12-10-16 ggr, sedan på vartannat v totalt 18 ggr i alla stl och till slut på vart 4:e v totalt 6-6-7-6-8-8 ggr. ÄRMARNA: Öka på vartannat v totalt 14-19-27-30-33-32 ggr och sedan på vart 4:e v totalt 8-7-4-3-3-5 ggr. Första ökningen på F&B i S ökas noll och sedan 18 maskor fördelat på fram- och bakdel? Alltså tex 9 maskor för framdel och 9 maskor för bakdel?
09.04.2019 - 23:06DROPS Design svaraði:
Hei Lisa. Du øker ved hver raglan på for- og bakstykket hver 2. omgang totalt 18 ganger. Dvs, 18 omganger der du øker 2 masker på forstykket og 2 masker på bakstykket (1 maske i hver side). Etter de 18 økingene er det altså 36 masker økt på forstykket og 36 masker økt på bakstykket. Videre øker du hver 4. omgang 6 ganger (12 masker økt på forstykket og 12 masker økt på bakstykket). Det samme gjelder på ermet: du øker ved hvert merke (i hver side av ermet) på hver 2. omgang 14 ganger. Altså 2 masker økt på hvert erme hver økning. God fornøyelse
10.04.2019 - 07:37
Amelia skrifaði:
When it says divide the piece in the middle and finish back and front separately, does it mean that from that point it is knitted back and forth and then front and back are joined together in the round for the rib? I am confused because I don’t see front and back assembly instructions. Thank you!
14.07.2018 - 01:09DROPS Design svaraði:
Hi Amelia, The piece is divided into front and back pieces so that you end up with a split in both sides. If you do not wish to have this split, you can continue in the round. Happy knitting!
14.07.2018 - 11:28
Scoobie skrifaði:
Ich kenne die Methode des Abkettens mit zwei Fäden nicht und bin leider weder bei Ihren Anleitungen noch bei der Internetsuche fündig geworden. Gibt es ein Synonym dazu, oder könnten Sie es noch einmal erklären? Liebe Grüße aus Norddeutschland
16.03.2018 - 12:08DROPS Design svaraði:
Liebe Scoobie, einfach der Faden von innen der Knäuel und der Faden von aussen der Knäuel zusammen nehmen und die Maschen wie normaleweise aber mit diesen beiden Fäden abketten. Viel Spaß beim stricken!
16.03.2018 - 14:15
Misty Harbor#mistyharborsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Kid-Silk prjónuð ofan frá og niður með laskalínu og áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 171-24 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu hvoru megin við A.2 í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Aukið út um 1 l með því að slá1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Útauknu l eru prjónaðar í sléttprjóni þar til þær ganga upp í mynstri A.1 á fram- og bakstykki og þær eru prjónaðar í mynstri A.3 á ermum. ATH: Aukið er út mismunandi á fram- og bakstykki og ermum eins og kemur fram í útskýringum og í einhverjum umf þá er einungis aukið út í fram- og bakstykki en ekki í ermum. TILFÆRSLA Í A.2 (á við um fram- og bakstykki eftir handveg): A.2 á að færast til frá hlið undir ermi að miðju framan/miðja aftan. Í hægri hlið á fram-/bakstykki er þetta gert þannig: Prjónið eins og áður fram að A.2, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið a.2 eins og áður, en þegar síðasta l í A.2 er eftir er þessi l tekin eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 l sl og steypið óprjónuðu l yfir. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat – nýjar l eru prjónaðar jafnóðum inn í A.3. Í vinstri hlið á fram-/bakstykki er þetta gert þannig: Prjónið eins og áður þar til 1 l er eftir á undan A.2, prjónið næstu l slétt saman með fyrstu l í A.2, prjónið A.2 eins og áður, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið þær l sem eftir eru eins og áður. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat – nýjar l eru prjónaðar jafnóðum inn í A.3. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Aukið út um 1 l með því að slá1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í A.3. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 2 l mitt undir ermi þannig: Byrjið 2 l á undan A.2, prjónið 2 l slétt saman, prjónið A.2 (= 8 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna og er prjónað ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 100-100-100-100-124-124 l á hringprjóna nr 3 með Kid-Silk. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umf slétt þar sem aukið er út um 20 l jafnt yfir í öllum stærðum = 120-120-120-120-144-144 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Næsta umf er prjónuð þannig: A.2 (= 8 l í laskalínu), A.3 yfir næstu 8 lykkjur (= hægri ermi), A.2 (= 8 l í laskalínu), A.1 yfir næstu 36-36-36-36-48-48 l (= 6-6-6-6-8-8 mynstureiningar 6 l á framstykki), A.2 (= 8 l í laskalínu), A.3 yfir næstu 8 lykkjur (= vinstri ermi), A.2 (= 8 l í laskalínu) og A.1 yfir síðustu 36-36-36-36-48-48 l (= 6-6-6-6-8-8 mynstureiningar 6 l á bakstykki). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í næstu umf byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. ATH: Aukið er út mismunandi á fram- og bakstykki og ermum þannig: FRAM- OG BAKSTYKKI: Aukið út í hverri umf alls 0-6-5-12-10-16 sinnum, síðan í annarri hverri umf alls 18 sinnum í öllum stærðum og að lokum í 4. hverri umf alls 6-6-7-6-8-8 sinnum. ERMAR: Aukið út í annarri hverri umf alls 14-19-27-30-33-32 sinnum og síðan í 4. hverri umf alls 8-7-4-3-3-5 sinnum. Eftir alla útaukningu eru 304-344-364-396-432-460 l í umf. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið 4 l (= ½ mynstureining A.2), setjið næstu 60-68-78-82-88-90 l á þráð (= hægri ermi), fitjið upp 12-12-14-14-16 l undir ermi, prjónið næstu 92-104-104-116-128-140 l (= framstykki), setjið næstu 60-68-78-82-88-90 l á þráð (= vinstri ermi), fitjið upp 12-12-14-14-16 l undir ermi og prjónið næstu 88-100-100-112-124-136 l (= bakstykki). Klippið frá. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 208-232-236-260-284-312 l í umf (byrjun umf = mitt á milli 12-12-14-14-16 nýju l undir ermi á hægri hlið á stykki). Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Næsta umf er prjónuð þannig: 2 l garðaprjón, 0-0-1-1-1-2 l mynstur eftir mynsturteikningu A.3, haldið áfram með A.2 yfir næstu 8 l, haldið áfram með A.1 yfir næstu 84-96-96-108-120-132 l framan á peysunni, haldið áfram með A.2 yfir næstu 8 l, prjónið 0-0-1-1-1-2 l mynstur eftir mynsturteikningu A.3, 4 l garðaprjón (setjið 1 prjónamerki mitt í þessar 4 l = miðja í vinstri hlið), 0-0-1-1-1-2 l mynstur eftir mynsturteikningu A.3, haldið áfram með A.2 yfir næstu 8 l, haldið áfram með A.1 yfir næstu 84-96-96-108-120-132 l aftan á peysu, haldið áfram með A.2 yfir næstu 8 l, prjónið 0-0-1-1-1-2 l mynstur eftir mynsturteikningu A.3 og endið með 2 l garðaprjón. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í næstu umf byrjar TILFÆRSLA Í A.2 – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram með tilfærslu í annarri hverri umf alls 24-24-24-24-30-30 sinnum – ATH: Þegar A.2 færist til þá kemur heildartala lykkjufjölda að vera sá sami, en það koma til með að vera færri l í A.1 við miðju að framan og fyrir miðju að aftan og fleiri l í A.3 í hliðum. Lykkjur í A.1 sem ekki ganga jafnt upp í mynstri þegar það er fært til eru prjónaðar í sléttprjóni þar til þær ganga aftur upp í mynstri. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6 cm frá prjónamerki er aukið út um 1 l hvoru megin við 4 l garðaprjón í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING. Aukið svona út með 6 cm millibili alls 3 sinnum = 220-244-248-272-296-324 l. Eftir síðustu tilfærsluna þá eiga að vera 6-8-8-10-10-12 mynstureiningar með A.1 fyrir miðju að framan/miðja að aftan (þ.e.a.s. 36-48-48-60-60-72 l með A.1). Mynstrið heldur áfram án tilfærslna. Þegar stykkið mælist 22-22-23-24-24-24 cm frá prjónamerki (peysan mælist ca 44-46-48-50-52-54 cm frá öxl) skiptist stykkið upp mitt í 4 l garðaprjón í hvorri hlið og framstykki og bakstykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 110-122-124-136-148-162 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 2 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 30-30-31-30-30-30 cm frá prjónamerki (peysan mælist ca 52-54-56-56-58-60 cm frá öxl). Prjónið 1 umf br frá röngu þar sem aukið er út um 8-8-6-6-6-8 l jafnt yfir = 118-130-130-142-154-170 l – ATH: Þær 2 kantlykkjur í hvorri hlið halda áfram í garðaprjóni og A.2 heldur áfram með sl yfir sl og br yfir br (þ.e.a.s. ekki er aukið út yfir A.2 eða l í garðaprjóni). Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðarpjóni, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 4 l eru eftir í umf og endið með 2 l sl og 2 kantlykkjum í garðaprjóni (passið uppá að stroffið gangi jafnt upp með stroffi í A.2). Haldið svona áfram með stroff, en í næstu umf frá réttu eru allar 2 l br auknar út til 3 l br (aukið út um 1 l með því að slá uppá prjóninn í skiptingunni á milli sl og br, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat) = 146-161-161-176-191-211 l. Þegar stroffið mælist 4-4-4-6-6-6 cm fellið laust af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sl yfir sl og br yfir br (til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði ekki of stífur er fellt af með 2 þráðum Kid-Silk). Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. FRAMSTYKKI: = 110-122-124-136-148-162 l. Prjónið á sama hátt og bakstykki. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á stutta hringprjóna/sokkaprjóna. Setjið næstu 60-68-78-82-88-90 l af þræði eða hjálparprjóni á stutta hringprjóna nr 3,5 og fitjið að auki upp 12-12-14-14-14-16 nýjar l mitt undir ermi = 72-80-92-96-102-106 l í umf. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með A.3 hringinn, en nú er A.2 einungis prjónað yfir miðju 8 l undir ermi. Þegar ermin mælist 1½ cm fækkið um 1 l hvoru megin við A.2 – LESIÐ ÚRTAKA (= 2 l færri). Fækkið l alls 13-16-21-22-23-24 sinnum í stærð S: Í 7. hverri umf, í stærð M: Til skiptis í 5. og 6. hverri umf, í stærð L + XL: Í 4. hverri umf, í stærð XXL: Til skiptis í 3. og 4. hverri umf og í stærð XXXL: Í 3. hverri umf = 46-48-50-52-56-58 l. Þegar ermin mælist 32-31-31-31-28-27 cm prjónið 1 umf slétt þar sem aukið er út um 14-16-18-16-16-14 l jafnt yfir = 60-64-68-68-72-72 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið stroff hringinn yfir allar l (= 2 l sl, 2 l br, en passið uppá að stroffið haldi áfram yfir A.2 mitt undir ermi). Þegar stroffið mælist 8 cm eru allar 2 l br auknar út til 3 l br (aukið út eins og á hægra framstykki) = 75-80-85-85-90-90 l. Þegar stroffið mælist 12 cm (eða að óskaðri lengd, ermin mælist nú ca 44-43-43-43-40-39 cm), fellið af með sl yfir sl og br yfir br (til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði ekki of stífur er fellt af með 2 þráðum Kid-Silk). FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mistyharborsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 171-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.