DROPS Deutsch skrifaði:
Der Erklärung zum Diagramm finden Sie am Schluss der Anleitung.
21.04.2010 - 09:08
Beatrix Wüthrich skrifaði:
Das Diagramm ist leider nicht übersetzt. Haben Sie eine Übersichtseite wo die Zeichen alle beschrieben sind - Es werden wohl überall die gleichen Zeichen verwendet, oder? Besten Dank.
20.04.2010 - 13:55
DROPS Design skrifaði:
Sounds very stylish! In black only use appr 500-550 gr for Medium. Use circs 32". Good luck!
05.09.2008 - 16:47
Sarah skrifaði:
Hi - what length circular needles should I use? Thanks!
05.09.2008 - 11:55
Sarah skrifaði:
Hi - I want to knit this in black. Can you translate the pattern into one color? Thanks!
05.09.2008 - 11:35
DROPS design skrifaði:
Det stämmer att du inte får en jämn effekt som vid slätstickning utan man ser maskbågarna från föregående varv och det blir som en melerad övergång mellan färgerna. Kan vara svårt att se på bilden kanske, men så är det.. och det ser fint ut i verkligheten :-)
07.06.2006 - 11:20
Mia skrifaði:
Vid rätstickning blir det inte jämna fält som vid slätstickning. När jag byter färg varje varv blir det en extra mönstereffekt. Som till exempel lila-senap blir lila-senap-lila-senap på två varv. Ska det vara så?
04.06.2006 - 17:57
Lena skrifaði:
Om du stickar enligt diagram M.1-M.7 så uppstår zic-zac-effekten.
15.05.2006 - 09:28
kicki skrifaði:
jag fattar inte. hur goers zickzack-moenstret? tacksam f. hjaelp. mvh, kicki.
13.05.2006 - 09:05
Beach Mermaid |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll með öldumynstri og efri hluta í garðaprjóni úr DROPS Muskat.
DROPS 68-23 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna): * 1 umf sl, 1 umf br *, endurtakið frá *-* MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu – M.1 til M.7 og A.1a og A.1b. Mynsturteikningin sýnir mynstur séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (á við um berustykki að aftan): Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkað er um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. ÚRTAKA-2 (á við um berustykki að framan): Öll úrtaka er gerð frá réttu. Lykkjum er fækkað þannig: Prjónið 1 l sl, 3 l slétt saman, prjónið síðan lykkjurnar slétt fram að lykkju með prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn á undan þeirri lykkju, prjónið l slétt og sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið áfram slétt þar til 4 l eru eftir, þær eru prjónaðar þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, 1 lykkja slétt. Allar l eru prjónaðar slétt til baka, nema uppslátturinn sem er prjónaður snúinn slétt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kjóllinn er prjónaður í hring á hringprjón, neðan frá og upp. KJÓLL: Fitjið laust upp 252-288-324 l á hringprjón nr 4 með litnum rauðbrúnn DROPS Muskat. Prjónið 2 umf garðaprjón í M.1. Skiptið yfir á hringprjón nr 3,5 og prjónið áfram M.1 litaskiptum eftir A.1a og A.1b upp úr. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 28 cm byrjar úrtaka. Fækkað er um 14-16-18 l í hverri úrtöku umferð, þ.e.a.s. fækkað er um 2 l í annarri hverri mynstureiningu að auki við úrtöku umferð. Þetta er gert svona að öldumynstrið minnki. Prjónið 1. úrtöku = 238-272-306 l, haldið áfram með M.2. Þegar stykkið mælist 33 cm er prjónuð 2. úrtaka = 224-256-288 l, Haldið áfram með M.3. Þegar stykkið mælist 38 cm er prjónuð 3. úrtaka = 210-240-270 l, Haldið áfram með M.4. Þegar stykkið mælist 42 cm er prjónuð 4. úrtaka = 196-224-252 l, Haldið áfram með M.5. Þegar stykkið mælist 47 cm er prjónuð 5. úrtaka = 182-208-234 l, Haldið áfram með M.6. Þegar stykkið mælist 53 cm er prjónuð 6. úrtaka = 168-192-216 l, Haldið áfram með M.7. Þegar stykkið mælist 65-66-67 cm er skipt yfir á hringprjón nr 3 og prjónið til loka með litnum rauðbrúnn í garðaprjóni. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið garðaprjón fram og til baka frá annarri hliðinni í 11-12-12 cm. Næsta umf er prjónuð þannig: Fellið af 3 l fyrir handveg, 86-98-110 l = framstykki, fellið af 7 l fyrir handveg, 68-80-92 l = bakstykki, fellið af 4 l fyrir handveg. Fram- og bakstykki eru nú prjónað til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 68-80-92 l. Fellið nú af fyrir handveg í hvorri hlið í annarri hverri umf – sjá ÚRTAKA-1 – Fellið af 1 l alls 7-10-14 sinnum = 54-60-64 l, fellið af. FRAMSTYKKI: = 86-98-110 l. Setjið 43-49-55 l í annarri hliðinni á þráð og hvort brjóststykki eru prjónað áfram hvort fyrir sig. 1. Brjóststykki: Setjið 1 prjónamerki í miðju á þeim 43-49-55 l sem eftir eru á prjóni. Prjónið garðaprjón fram og til baka – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað og aukið út þannig að stykkið verður þríhyrningslaga – sjá ÚRTAKA-2 að ofan. Með því að fækka lykkjum svona er fækkað um 2 lykkjur í hverri umf. Fækkið lykkjum í annarri hverri umf alls 16-19-22 sinnum = 11-11-11 l eftir á prjóni. Haldið áfram að prjóna garðaprjón yfir þessar 11 l fyrir band / hlýra. Fellið af þegar bandið / hlýrinn mælist ca 30 cm – mátið kjólinn til þess að lengdin á bandinu / hlýra verði rétt. 2. Brjóststykki: Setjið 43-49-55 l af þræði á prjóninn og prjónið á sama hátt og 1. Brjóststykki. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma á berustykki – saumið yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið böndin á öxlum / hlýra við bakstykki. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 68-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.