Sévrine skrifaði:
Robe juste magnifique qui donne envie de partir en vacances!!! :)
29.01.2016 - 07:58
Gerd skrifaði:
Perfect! Romatically elegant. However, the model DOES require a slim figure.
24.01.2016 - 08:05
Jessyca Lis skrifaði:
J'adore cette robe, est ce que je pourrais avoir les explicatons? Merci!
23.01.2016 - 15:59
Grethe Kristiansen skrifaði:
Helt nydelig. Må ha den!
19.01.2016 - 21:18
Martina skrifaði:
Heel mooie jurk,kan niet wachten om deze te maken ,wel in een andere kleur,want helemaal wit staat me niet en hopelijk is ze dan ook in een grote maat 50/52
19.01.2016 - 20:01
Janne Yde skrifaði:
Smuk kjole, som man både får lyst til at strikke og bruge!
14.01.2016 - 22:37Grace Karen Krebs skrifaði:
What for a charming dress. Cannot wait to see the pattern.
12.01.2016 - 20:11
Helle skrifaði:
Det er en smuk kjole. Den vil jeg glæde mig til at strikke
27.12.2015 - 03:44
Viviana skrifaði:
Stupendo!!!
26.12.2015 - 15:36
SONIA M. MORALES skrifaði:
I would love to make this one.
26.12.2015 - 09:06
Mallorca#mallorcadress |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll úr DROPS Muskat, prjónaður ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 169-25 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. ÚTAUKNING-1: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við l með prjónamerki í (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (á við um dreifingu á úrtöku/útaukningu): Til þess að reikna út hversu oft eigi að auka út/fækka í umf, teljið fjölda lykkja í umf (t.d.154 l) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 10 l) = 15,4. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá er aukið út til skiptis í 14. og 15. hverja lykkju og 15. og 16. hver lykkja er prjónuð slétt saman (ef fækka á lykkjum), eða aukið út til skiptis í ca 15. og 16. hverja lykkju. ATH: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Fyrst er berustykkið prjónað fram og til baka í 2 stykkjum, síðan eru l settar saman og stykkið er prjónað í hring til loka. BERUSTYKKI AÐ AFTAN: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 71-71-77-81-85-91 l á hringprjóna nr 3,5 með Muskat. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og setjið 1 prjónamerki í 18.-18.-20.-22.-22.-24. l inn frá hvorri hlið (= 35-35-37-37-41-43 l á milli prjónamerkja). Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Prjónið síðan GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í fyrstu umf frá réttu er aukið út hvoru megin við 2 l með prjónamerki í – LESIÐ ÚTAUKNING-1 (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) alls 18-20-20-22-25-25 sinnum = 143-151-157-169-185-191 l á prjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið 1 umf slétt til baka frá röngu á eftir síðustu útaukningu. Stykkið mælist nú ca 8-9-9-10-11-11 cm. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 35-37-39-43-46-48 l (= band á öxl), prjónið sl yfir næstu 73-77-79-83-93-95 l (sú fyrsta af þessum l er nú þegar á hægri prjóni), fellið síðan af síðustu 35-37-39-43-46-48 l (= band á öxl), klippið frá. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Fitjið upp 3-5-9-12-14-20 nýjar l í byrjun umf, prjónið 73-77-79-83-93-95 l af prjóni og fitjið upp 3-5-9-12-14-20 nýjar l í lok umf = 79-87-97-107-121-135 l. Prjónið garðaprjón fram og til baka í 4-4-4-5-5-5 cm – JAFNFRAMT eftir 3-3-3-4-4-4 cm er fækkað um 1 l í hvorri hlið með því að prjóna 2 næst síðustu l í hvorri hlið slétt saman frá réttu = 77-85-95-105-119-133 l. Þegar garðaprjóni er lokið – passið uppá að síðasta umf sé frá röngu, geymið stykkið. BERUSTYKKI AÐ FRAMAN: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og berustykki að aftan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið lykkjur frá berustykki að framan og að aftan á sama hringprjón nr 3,5 = 154-170-190-210-238-266 l. Prjónið mynstur í hring eftir A.1 og fækkið JAFNFRAMT um 10-14-10-6-10-14 l jafnt yfir í 1. umf – LESIÐ ÚRTAKA-/ÚTAUKNING = 144-156-180-204-228-252 l og 12-13-15-17-19-21 mynstureiningar 12 l. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er mynstur prjónað í hring eftir A.2 JAFNFRAMT er fækkað um 0-4-4-4-4-4 l jafnt yfir í 1. umf = 144-152-176-200-224-248 l. Eftir A.2 er prjónað mynstur í hring eftir A.3 (ATH: Veljið mynstur fyrir rétta stærð = 18-19-22-25-28-31 mynstureining 8 l). Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 180-190-220-225-252-279 l á prjóni. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið 4 umf garðaprjón þar sem auknar eru út 12-14-8-15-12-9 l jafnt yfir í 1. umf = 192-204-228-240-264-288 l. Skiptið til baka yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið síðan mynstur í hring eftir A.4A (= 16-17-19-20-22-24 mynstureiningar 12 l). Þegar A.4A hefur verið prjónað 1-2-2-2-2-2 sinnum á hæðina er prjónað A.4B. Eftir A.4B eru 224-238-266-280-308-336 l í umf. Prjónið nú mynstur í hring eftir A.4C alls 1-3-3-3-4-4 sinnum á hæðina, prjónið síðan A.4D 1 sinni á hæðina = 256-272-304-320-352-384 l í umf. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið 4 umf garðaprjón þar sem auknar eru út 3-5-3-5-3-1 l jafnt yfir í 1. umf = 259-277-307-325-355-385 l. Skiptið til baka yfir á hringprjóna nr 3,5 og prjónið 2 umf sléttprjón. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið A.5A (= 7 l), endurtakið A.5B þar til 6 l eru eftir í umf (= 41-44-49-52-57-62 mynstureiningar 6 l) og endið á A.5C (= 6 l). Þegar A.5 hefur verið prjónað 2 sinnum á hæðina er skipti aftur yfir á hringprjóna nr 3. Prjónið 4 umf garðaprjón þar sem auknar eru út 5-11-5-11-5-11 l jafnt yfir í 1. umf = 264-288-312-336-360-396 l. Eftir garðaprjón er skipt yfir á hringprjóna nr 3,5 og mynstur prjónað í hring eftir A.6 (= 22-24-26-28-30-33 mynstureiningar 12 l). Þegar A.6 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina eru 286-312-338-364-390-429 l í umf. Endurtakið síðan A.X yfir A.6 þar til stykkið mælist ca 86-89-92-95-98-101 cm – eða að óskaðri lengd (nú eru eftir ca 4 cm til loka). Prjónið 2 umf garðaprjón og endið með mynstur eftir A.2 áður en felldar eru LAUST af allar l. Kjóllinn mælist ca 90-93-96-99-102-105 cm frá öxl og niður (mælt flatt). FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið hliðarsauma á berustykki kant í kant í ysta lykkjubogann svo að saumurinn verði flatur. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mallorcadress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 169-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.