Gräf Andrea skrifaði:
Das sieht ja super aus. Freue mich schon wenn es endlich die Anleitung gibt und ich los legen kann.
17.01.2016 - 09:27
Janne Yde skrifaði:
Luftig og sommerlig med fint mønster
14.01.2016 - 22:20
Dagmar skrifaði:
Genau mein Geschmack
12.01.2016 - 17:56
Dagmar skrifaði:
Sehr ein wunderschönes Teil...Ein Muster have für diesen Sommer
12.01.2016 - 17:48
Estela skrifaði:
Todos los estilos son muy lindos
06.01.2016 - 07:55
Esther skrifaði:
Sencillamente espectacular. Estoy deseando tejerlo!!!
23.12.2015 - 19:08
Wilma Van Oostenbrugge skrifaði:
Prachtig motief
14.12.2015 - 10:58
Carina Lindgren Selgeryd skrifaði:
Vilket vackert linne med en Alinjeformad stil!
13.12.2015 - 13:16
Anja skrifaði:
Ich liebe Strickware mit viel Muster. Sieht an diesem Shirt toll aus.
12.12.2015 - 23:18
Helen Sjödin skrifaði:
Fin!
12.12.2015 - 10:53
Erica Singlet#ericasinglet |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Cotton Light með gatamynstri og A-formi. Stærð S - XXXL.
DROPS 169-20 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið l innan við 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 2 kantlykkjum þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á undan 2 kantlykkjum þannig: Byrjið 2 l á undan kantlykkjum, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ÚRTAKA-2 (á við um handveg): Fækki um 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 2 kantlykkjum þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum á undan 2 kantlykkjum þannig: Byrjið 2 l á undan kantlykkjum og prjónið 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í 2 stykkjum. BAKSTYKKI: Fitjið upp 111-117-129-141-147-159 l á prjóna nr 4 með Cotton Light. Fyrsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 þar til 3 l eru eftir á prjóni, prjónið 1. l í A.1 og endið á 2 kantlykkjum í garðaprjóni – ATH: Í 7. umf í A.1 er síðasta l prjónuð á undan kantlykkju slétt (frá réttu). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er næsta umf prjónuð frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.2A yfir næstu 18-21-27-33-36-42 l (= 6-7-9-11-12-14 mynstureiningar 3 l), prjónið A.3 (= 11 l), setjið 1 prjónamerki (= prjónamerki A), prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.4 yfir næstu 48 l (= 6 mynstureiningar 8 l), prjónið 1. l í A.4, setjið 1 prjónamerki (= prjónamerki B – nú eru 49 l á milli prjónamerkja), prjónið A.3 (= 11 l), prjónið mynstur eftir A.2B yfir næstu 18-21-27-33-36-42 l og endið á 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATH: A.2 og A.3 heldur nú áfram utanverðu við prjónamerki A og B upp að handveg. Á milli prjónamerkja A og B er prjónað gatastroff og lykkjufjöldi á milli prjónamerkja kemur til með að breytast. LESIÐ ALLAN NÆSTA KAFLA ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! MYNSTUR (á við um lykkjur á milli prjónamerkja A og B): Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað mynstur eftir mynsturteikningu A.5 þannig (l á undan prjónamerki A og á eftir prjónamerki B halda áfram eins og áður: Prjónið A.5A (= 12 l), endurtakið A.5B yfir næstu 24 l (= 2 mynstureiningar 12 l) og endið á A.5C (= 13 l). Þegar A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað mynstur eftir mynsturteikningu A.4 aftur alveg eins og síðast. Prjónið síðan A.1 JAFNFRAMT í síðustu umf frá réttu er fækkað um 4 l jafnt yfir í stærð S + M + L + XL og aukið út um 2 l jafnt yfir í stærð XXL + XXXL (á milli prjónamerkja A og B) = 45-45-45-45-51-51 l á milli prjónamerkja. Í næstu umf frá réttu er prjónað A.6 þannig: Prjónið A.6A (= 4 l), endurtakið A.6B yfir næstu 36-36-36-36-42-42 l (= 6-6-6-6-7-7 mynstureiningar 6 l) og endið á A.6C (= 5 l). Eftir A.6 er aftur prjónað A.1 JAFNFRAMT í síðustu umf frá réttu er fækkað um 4-4-4-4-2-2 l jafnt yfir = 41-41-41-41-49-49 l á milli prjónamerkja. Eftir A.1 er aftur prjónað A.4 JAFNFRAMT í síðustu umf frá réttu er aukið út um 2 l í stærð XXL + XXXL = 41-41-41-41-51-51 l á milli prjónamerkja. Prjónið síðan A.7 þannig: Prjónið A.7A (= 5 l), endurtakið A.7B yfir næstu 30-30-30-30-40-40 l (= 3-3-3-3-4-4 mynstureiningar 10 l) og endið á A.7C (= 6 l). Í síðustu umf frá réttu í A.7 er fækkað um 2 l jafnt yfir í stærð XXL + XXXL (ekki er l fækkað í öðrum stærðum) = 41-41-41-41-49-49 l. Eftir A.7 er endurtekið til skiptis A.4 og A.1 upp að úrtöku fyrir hálsmáli. ÚRTAKA Í HLIÐUM: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6 cm er fækkað um 1 l í hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA-1. Endurtaki úrtöku með 6-6-6-4-4-4 cm millibili alls 6-6-6-9-9-9 sinnum – ATH: Þær l sem ekki ganga jafnt upp í mynstri út að hlið þegar úrtaka stendur yfir eru prjónaðar í sléttprjóni. Eftir úrtöku í hliðum eru 12-15-21-24-27-33 l í A.2 í hvorri hlið. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 39-40-41-42-43-44 cm prjónið 4 umf garðaprjón yfir síðustu 14-17-23-26-29-35 l í hvorri hlið (þ.e.a.s. yfir allar l að utanverðu á A.3 í hvorri hlið – aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Fellið af síðustu 4-6-6-8-10-14 l í byrjun á 2 næstu umf fyrir handveg. Haldið áfram með mynstur á milli prjónamerkis A og B eins og útskýrt var frá að ofan, haldið áfram með A.3 að utanverðu við prjónamerki A og B eins og áður og prjónið garðaprjón yfir síðustu 10-11-17-18-19-21 l í hvorri hlið. JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í hvorri hlið í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) þannig – LESIÐ ÚRTAKA-2: Fækkið um 1 l alls 7-8-12-13-16-18 sinnum. HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist ca 50-50-54-54-54-54 cm – stillið af eftir heilli mynstureiningu af A.1 eða A.4, fellið af miðju 31-31-31-31-37-37 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með A.3 eins og áður með 5-5-5-5-6-6 kantlykkjum í garðaprjóni við hálsmál og 3-3-5-5-3-3 kantlykkjur í garðaprjóni við handveg. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm og fellið af. Endurtakið á hinni öxlinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið hliðarsauma – saumið kant í kant með 1 spori í hverja l svo að saumurinn verði flatur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ericasinglet eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 169-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.