Suzanne Bugter skrifaði:
Met dank voor de reactie. Het vest blijft een uitdaging maar nogmaals geniet ik iedere keer weer van de prachtige site dropsdesign. met vriendelijke groet suzanne bugter
25.02.2016 - 18:08
Suzanne Bugter skrifaði:
Allereerst compliment voor de mooie patronen. Maar helaas (ben toch redelijk ervaren)constateren dat de beschrijvingen niet duidelijk of soms niet kloppen. gelukkig heb ik een zeer plezierige winkel in Rijssen die bereid zijn te helpen maar dat jan toch niet de bedoeling zijn. Dit gehaakt vest is het patroon onduidelijk. misschien een rede om er eens naar te kijken. met vriendelijke groet suzanne
21.02.2016 - 10:01DROPS Design svaraði:
Hoi Suzanne. Wij doen ons best om alle patronen zo goed mogelijk te beschrijven voor alle gebruikers. Maar het kan zijn dat wij onze patronen beschrijven op een ander manier dan wat je gewend ben. Je bent natuurlijk altijd welkom om te vragen hier als er iets is dat je niet begrijpt. Als je denkt een fout te hebben gevonden, dan geef het graag door en dan zullen wij natuurlijk het patroon bekijken en aanpassen als nodig.
23.02.2016 - 16:15
Ellen skrifaði:
Ik snap A4 niet . Staat niet in het patroon. Wat betekent dit
11.02.2016 - 17:43DROPS Design svaraði:
Hoi Ellen. Telpatroon A.4 vind je onderaan. En wanneer je haakt A.4 staat 4 keer in de tekst in het gedeelte beginnend met: Haak 1 toer met 1 stk in elk stk en meerder: ....plaats 1e markeerder, A.4 over de eerste 4 stk, plaats 2e markeerder, A.2 over de volgende 12 stk (= 2 keer in de breedte), plaats 3e markeerder, A.4 over de volgende 4 stk, plaats 4e markeerder, haak A.2 over de volgende 36-36-42-42-48-54 stk (= 6-6-7-7-8-9 keer in de breedte), plaats 5e markeerder, A.4 over de volgende 4 stk, plaats 6e markeerder, A.2 over de volgende 12 stk (= 2 keer in de breedte), plaats 7e markeerder, A.4 over de volgende 4 stk, plaats 8e markeerder...
12.02.2016 - 10:19
Irene skrifaði:
Na het meerderen in toer 6 kom ik niet verder dan 135 steken voor maat M, in het patroon staat dat je er 191 moet hebben...klopt dat wel? Volgens mij meerder je maar 12 st.
06.02.2016 - 09:22DROPS Design svaraði:
Hoi Irene. Kijk op de teltekeningen. Je begint met 123 st en 8 markeerders in het werk. Haak A.1, A.2, A.4 enzovoort zoals beschreven. Bij het haken van A.4 meerder je gaandeweg heel veel st en A.4 wordt 4 keer op de toer herhaald. Dus 123 st, meerderen in A.4 = 56 st en in toer 6 meerder je daarbij 12 st = 123+56+12 = 191 st.
11.02.2016 - 15:37
Irene Rasmussen skrifaði:
Jeg mangler række 4 og 5 til str. xl. 169-16 hilsen Irene
02.02.2016 - 16:46
Maartje skrifaði:
Mooi vestje
13.01.2016 - 12:38
Jana skrifaði:
Univerzální na léto, na tričko na ramínka
12.01.2016 - 17:49
Diana Kerkhoven skrifaði:
Dit is ook al zo' n lief modelletje
11.12.2015 - 08:57
Seashore Bliss Cardigan#seashoreblisscardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa úr DROPS Cotton Light með gatamynstri og hringlaga berustykki. Hekluð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 169-16 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.9. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. Mynsturteikning A.9 sýnir hvernig hver umf er hekluð saman þegar heklað er í hring. HEKLLEIÐBEININGAR: Þegar heklað er fram og til baka: Í byrjun á hverri umf með st, er fyrsta st skipt út fyrir 3 ll. Í byrjun á hverri umf með fl, er fyrstu fl skipt út fyrir 1 ll. Þegar heklað er í hring: Í byrjun á hverri umf með st, er fyrsta st skipt út fyrir 3 ll, umf endar á 1 kl í 3. ll í byrjun umf. Í byrjun á hverri umf með fl, er fyrstu fl skipt út fyrir 1 ll, umf endar á 1 kl í 1. ll í byrjun umf. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 st með því að hekla 2 st í sama st. ÚRTAKA: Fækkið um 1 st með því að hekla næstu 2 st saman þannig: Heklið 1 st en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið síðan næsta st, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 l á heklunálinni. LEIÐBEININGAR FYRIR HANDVEG: Stærð S, M och XL: Í síðustu mynstureiningu af A.2 á undan prjónamerki 1 og prjónamerki 3 (= byrjun á handveg) er síðustu loftlykkju í mynsturteikningu skipt út fyrir stuðul í lykkju að neðan. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka, ofan frá og niður. ATH: Mikilvægt er að halda heklfestunni á hæðina svo að lengdin á berustykkinu passi. BERUSTYKKI: Heklið 123-123-134-134-138-140 ll með heklunál nr 4 með Cotton Light. Heklið 1 st í 4. ll frá heklunálinni (= 2 st) – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR, 1 st í hverja af næstu 0-0-4-4-1-3 ll, * hoppið yfir 1 ll, 1 st í hverja af næstu 6 ll *, endurtakið frá *-* = 104-104-114-114-117-119 st. Heklið 1 umf með 1 st í hvern st og aukið út 19-19-21-21-30-40 st jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING = 123-123-135-135-147-159 st. Heklið næstu umf og setjið 8 prjónamerki í stykkið þannig: Heklið A.1 (= 5-5-8-8-5-8 l), endurtakið A.2 yfir næstu 18-18-18-18-24-24 st (= 3-3-3-3-4-4 sinnum á breiddina), setjið 1. prjónamerki, A.4 yfir fyrstu 4 st, setjið 2. prjónamerki, A.2 yfir næstu 12 st (= 2 sinnum á breiddina), setjið 3. prjónamerki, A.4 yfir næstu 4 st, setjið 4. prjónamerki, heklið A.2 yfir næstu 36-36-42-42-48-54 st (= 6-6-7-7-8-9 sinnum á breiddina), setjið 5. prjónamerki, A.4 yfir næstu 4 st, setjið 6. prjónamerki, A.2 yfir næstu 12 st (= 2 sinnum á breiddina), setjið 7. prjónamerki, A.4 yfir næstu 4 st, setjið 8. prjónamerki, A.2 yfir næstu 18-18-18-18-24-24 st (= 3-3-3-3-4-4 sinnum á breiddina), endið með A.3 (= 6-6-9-9-6-9 st). ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! STÆRÐ XXL-XXXL: Í umf 5 (umf með st frá réttu) í A.2 er aukið jafnt út þannig: Á milli 2. og 3. prjónamerkis og 6. og 7. prjónamerkis: Aukið út 6-6 st. Nú hefur verið aukið út um 12-12 st alls í umf (= 18-18 st á milli 2. og 3. prjónamerkis og 6. og 7. prjónamerkis). A.2 er þá endurtekið 3-3 sinnum á milli 2. og 3. prjónamerkis og á milli 6. og 7. prjónamerkis). A.2 er þá endurtekið 3-3 sinnum á milli 2. og 3. prjónamerkis og á milli 6. og 7. prjónamerkis. ALLAR STÆRÐIR: Í umf 6 (umf með st frá röngu) í A.2 er aukið út jafnt yfir þannig: Á undan 8. prjónamerki: Aukið út um 0-3-3-3-6-6 st (= 24-27-30-30-36-39 st á undan 8. prjónamerki). Á milli 7. og 6. prjónamerkis og 3. og 2. prjónamerkis: Aukið út um 0-0-6-6-6-6 st (= 12-12-18-18-24-24 st á milli þessa merkja). Á milli 5. og 4. prjónamerkis: Aukið út um 0-6-6-6-12-12 st (= 36-42-48-48-60-66 st á milli þessa merkja). Á eftir 1. prjónamerkið: Aukið út um 0-3-3-3-6-6 st (= 23-26-29-29-35-38 st á eftir 1. prjónamerki). Þá eru alls 179-191-215-215-251-263 st í umf. Næsta umf er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 5-5-8-8-5-8 st eins og áður, A.5 yfir næstu 0-3-3-3-0-0 st, endurtakið A.2 yfir næstu 18-18-18-18-30-30 st (= 3-3-3-3-5-5 sinnum á breiddina), A.4 eins og áður, endurtakið A.2 yfir næstu 12-12-18-18-24-24 st (= 2-2-3-3-4-4 sinnum á breiddina), A.4 eins og áður, endurtakið A.2 yfir næstu 36-42-48-48-60-66 st (= 6-7-8-8-10-11 sinnum á breiddina), A.4 eins og áður, endurtakið A.2 yfir næstu 12-12-18-18-24-24 st (= 2-2-3-3-4-4 sinum á breiddina), A.4 eins og áður, endurtakið A.2 yfir næstu 18-18-18-18-30-30 st eins og áður (= 3-3-3-3-5-5 sinnum á breiddina), A.5 yfir næstu 0-3-3-3-0-0 st, endið á A.3 yfir síðustu 6-6-9-9-6-9 st eins og áður. STÆRÐ XL-XXL-XXXL: Í umf 8 (umf með st frá röngu) í A.2 er aukið út jafnt yfir þannig: Á undan 8. prjónamerki: Aukið út um 3-3-3 st (= 33-39-42 st á undan 8. prjónamerki). Á milli 4. og 5. prjónamerkis: Aukið út um 6-6-6 st (= 54-66-72 st á milli 4. og 5. prjónamerkis). Á eftir 1. prjónamerki: Aukið út um 3-3-3 st (= 32-38-41 st á eftir 1. prjónamerki). Næsta umf er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 8-5-8 st eins og áður, A.5 yfir næstu 0-3-3 st, endurtakið A.2 yfir næstu 24-30-30 st eins og áður (= 4-5-5 sinnum á breiddina), A.4 eins og áður, endurtakið A.2 yfir næstu 18-24-24 st (= 3-4-4 sinnum á breiddina), A.4 eins og áður, endurtakið A.2 yfir næstu 54-66-72 st (= 9-11-12 sinnum á breiddina), A.4 eins og áður, endurtakið A.2 yfir næstu 18-24-24 st (= 3-4-4 sinnum á breiddina), A.4 eins og áður, endurtakið A.2 yfir næstu 24-30-30 st eins og áður (= 4-5-5 sinnum á breiddina), A.5 yfir næstu 0-3-3 st, endið á A.3 yfir fyrstu 9-6-9 st eins og áður. ALLAR STÆRÐIR: Í síðustu umf í A.4 (= frá röngu) setjið 1 nýtt prjónamerki mitt í hvert mynstur A.4 (þ.e.a.s. 18 st hvoru megin við prjónamerki í A.4 = 4 prjónamerki). Takið frá eldri prjónamerki (= 4 prjónamerki eftir í stykki). Lykkjur á milli prjónamerkja merkja ermar (= 48-48-54-54-60-60 st á hvorri ermi). Þegar A.4 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 251-263-287-299-335-347 st í umf. Berustykkið er nú tilbúið í stærð S. STÆRÐ M-L-XL-XXL-XXXL: Heklið næstu umf frá réttu þannig: Heklið A.6 yfir fyrstu 8-5-8-8-5 st, haldið áfram með A.2 yfir næstu 18-24-24-30-36 st (= 3-4-4-5-6 sinnum á breiddina), * A.7 yfir næstu 36 st (= 2 sinnum á breiddina, prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa endurtekninga), A.2 yfir næstu 12-18-18-24-24 st (= 2-3-3-4-4 sinnum á breiddina), A.7 yfir næstu 36 st (= 2 sinnum á breiddina, prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa endurtekninga) *, A.2 yfir næstu 42-48-54-66-72 st eins og áður, endurtakið frá *-*, A.2 yfir næstu 18-24-24-30-36 st (= 3-4-4-5-6 sinnum á breiddina), endið á A.8 yfir síðustu 9-6-9-9-6 st. Heklið 1-2-3-4-4 umf af A.7. ALLAR STÆRÐIR: Stykkið mælist nú 17-18-19-20-21-21 cm á hæðina. FRAM- OG BAKSTYKKI: STÆRÐ M-XL: Heklið frá röngu þannig: Heklið A.8 eins og áður, endurtakið A.2a (sjá ör hvar mynstrið byrjar eftir stærðum) alls 6-7 sinnum á breiddina fram að 1. Prjónamerki (= hægra framstykki), heklið 8-10 ll, hoppið yfir l á milli 1. og 2. prjónamerkis (= ermi), heklið A.2a alls 13-15 sinnum á breiddina fram að næsta prjónamerki (= bakstykki), heklið 8-10 ll, hoppið yfir l á milli 3. og 4. prjónamerkis (= ermi), heklið A.2a alls 6-7 sinnum á breiddina, endið á A.6. Setjið 1 prjónamerki í stykkið, HÉÐAN ER NÚ MÆLT! STÆRÐ S-L-XXL-XXXL: Heklið frá réttu þannig: Heklið A.6, endurtakið A.2a (sjá ör hvar mynstrið byrjar eftir stærðum) alls 6-7-8-9 sinnum á breiddina fram að 1. prjónamerki (= vinstra framstykki), heklið 8-8-10-10 ll, hoppið yfir l á milli 1. og 2. prjónamerkis (= ermi), heklið A.2a alls 12-14-17-18 sinnum á breiddina fram að 3. prjónamerki (= bakstykki), heklið 8-8-10-10 ll, hoppið yfir l á milli 3. og 4. prjónamerkis (= ermi), heklið A.2a alls 6-7-8-9 sinnum á breiddina, endið á A.8. Setjið 1 prjónamerki í stykkið, HÉÐAN ER NÚ MÆLT! STÆRÐ S-M-L-XL: Heklið A.6/A.2a/A.8 eins og áður, þær 8-8-8-10 l undir hvorri ermi eru heklaðar eins og 1. l í A.6. Í síðustu umf í A.6 og A.8 (umf með st) er fækkað um 4-4-4-2 st jafnt yfir alla umf – LESIÐ ÚRTAKA = 167-179-191-209 st. Þegar A.6 og A.8 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina, heklið næstu umf frá röngu þannig: Heklið A.3a yfir fyrstu 6-6-9-9 st, endurtakið A.2a alls 26-28-29-32 sinnum á breiddina, endið á A.1a yfir síðustu 5-5-8-8 st. STÆRÐ XXL-XXXL: Heklið frá röngu: A.3a yfir fyrstu 69 st, endurtakið A.2a alls 37-38 sinnum JAFNFRAMT er fækkað um 2-2 st jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA, endið á A.1a yfir síðustu 5-8 st = 233-245 st. ALLAR STÆRÐIR: Endurtakið A.1a til A.3a á hæðina. Þegar stykkið mælist 12 cm, passið uppá að næsta umf sé með st, fækkið um 6 st jafnt yfir = 161-173-185-203-227-239 st. A.2a er nú endurtekið 25-27-28-31-36-37 sinnum á breiddina. STÆRÐ XL-XXL-XXXL: Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 16 cm frá prjónamerki = 197-221-233 st. A.2a er nú endurtekið 30-35-36 sinnum á breiddina. ALLAR STÆRÐIR: Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm frá prjónamerki, passið að næsta umf sé með st, aukið út um 6 st jafnt yfir. Endurtakið útaukningu með 3½-3½-2½-2-2-2 cm millibili 3-3-4-6-6-6 sinnum til viðbótar = 185-197-215-239-263-275 st. A.2a er endurtekið 1 sinni til viðbótar fyrir hvert skipti sem aukið er út. Þegar allar útaukningarnar hafa verið gerðar er endurtekið A.2a 29-31-33-37-42-43 sinnum á breiddina. Heklið þar til stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm frá prjónamerki, passið uppá að endað sé fallega miðað við mynstur. Klippið frá og festið enda. ERMI: STÆRÐ S: Stykkið er heklað í hring. Byrjið á að hekla mitt undir handveg þannig: Heklið 1 kl í 4. ll af þeim 8 ll sem heklaðar voru við handveg á fram- og bakstykki. Heklið 1 ll (= 1 fl). Heklið síðan 1 fl í hverja af næstu 4 ll, heklið A.7 yfir næstu 18 st, heklið A.2a (passið uppá mynstur miðað við A.7) alls 2 sinnum á breiddina, heklið A.7 yfir næstu 18 st, endið á 1 fl í hverja og eina af síðustu 3 ll. Þær 8 l undir ermi eru heklaðar eins og 1. l í A.7. Þegar A.7 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 56 st í síðustu umf. STÆRÐ M-XL-XXL-XXXL: Stykkið er heklað í hring. Byrjið á að hekla mitt undir ermi þannig: Heklið 1 kl í 4. ll af þeim 8-10-10-10 ll sem voru heklaðar í handveg á fram- og bakstykki. Heklið 3 ll (= 1 st). Heklið nú 1 st í hverja af næstu 4-6-6-6 ll, heklið A.7 eins og áður, heklið A.2a (passið uppá mynstur miðað við A.7) alls 2-3-4-4 sinnum á breiddina eins og áður, heklið A.7, endið á 1 st í hvern og einn af síðustu 3 ll. Þær 8-10-10-10 l undir ermi eru heklaðar eins og 1. l í A.7. Þegar A.7 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 56-64-70-70 st í síðustu umf. STÆRÐ L: Stykkið er heklað í hring. Byrjið á að hekla mitt undir ermi þannig: Heklið 1 kl í 4. ll af þeim 8 ll sem heklaðar voru í handveg á fram- og bakstykki. Heklið 1 ll (= 1 fl). Síðan er hekluð 1 fl í hverja af næstu 4 ll, heklið A.7 eins og áður, heklið A.2a (passið uppá mynstur miðað við A.7) alls 3 sinnum á breiddina eins og áður, heklið A.7, endið á 1 fl í hverja og eina af síðustu 3 ll. Þær 8 l undir ermi eru heklaðar eins og 1. l í A.7. Þegar A.7 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 62 st í síðustu umf. ALLAR STÆRÐIR: = 56-56-62-64-70-70 st. Endurtakið A.2a alls 9-9-10-10-11-11 á breiddina JAFNFRAMT í fyrstu umf með st er fækkað um 2-2-2-4-4-4 st jafnt yfir = 54-54-60-60-66-66 st. Þegar stykkið mælist 10 cm, passið að næsta umf sé með st, fækkið um 6 st jafnt yfir = 48-48-54-54-60-60 st. A.2a er endurtekið þá 8-8-9-9-10-10 sinnum á breiddina. Þegar stykkið mælist 23 cm, passið uppá að endað sé fallega miðað við mynstur, klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. HÁLSMÁL: Heklið kant í kringum hálsmál. Byrjið fyrir miðju að framan. Heklið * 1 fl í fyrsta st, 3 ll, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-* í kringum allt hálsmálið. Passið uppá að hálsmálið verði ekki of stíft, passið einnig uppá að endað sé með 1 fl í síðasta st í umf. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki – efsta talan á að sauma 2 cm frá kant í hálsmáli, hinar tölurnar eru settar með ca 8-9-9-8-8-9 cm millibili. Tölum er hneppt á milli 2 st á hægra framstykki. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seashoreblisscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 169-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.