Mc skrifaði:
Bonsoir, Je suis en pleine réalisation de ce modèle. Lorsque vous parlez des "marqueurs", avant les augmentations, à 22 cm de hauteur, s'agit-il des 4 marqueurs qui ont été posés avant les diminutions ? Ou faut-il poser de nouveaux marqueurs ? Je vous remercie
30.12.2015 - 19:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Mc, il s'agit bien des mêmes marqueurs. Bon tricot!
02.01.2016 - 15:42
Marjan Loznik skrifaði:
Als ik de mouwen op een rondbrei naald zou willen breien, welke lengte heb ik dan nodig?
21.12.2015 - 15:52DROPS Design svaraði:
Hoi Marjan. Je kan 40 cm of gebruik de magic loop methode (zie video hieronder) en je kan alle maten gebruiken:
21.12.2015 - 15:56
Ann De Troyer skrifaði:
Is er een eenvoudige manier om de patronen om te zetten van rondbreinaalden naar 2 breinaalden. Ik brei echt niet graag met rondbreinaalden. De modellen zijn zo mooi maar dat weerhoud me ervan om ze te breien. Alvast bedankt voor uw antwoord, met vriendelijke groeten Ann
12.08.2015 - 20:46DROPS Design svaraði:
Hoi Ann. We hebben een uitleg geplaatst in onze Handwerkschool, klik hier
24.08.2015 - 14:13
Rosie skrifaði:
Inspired colour combination. I can't wait to knit this one!
17.06.2015 - 10:19
Chantret Annie skrifaði:
Jolie petite veste que je porterai volontiers avec un chemisier clair qui fera ressortir les couleurs
16.06.2015 - 11:07
Mimi skrifaði:
Modèle sympa
09.06.2015 - 06:49
Patricia skrifaði:
Mooie kleuren een favoriet
03.06.2015 - 10:53
Margit Lindblom skrifaði:
Verkligt snygg kofta i snygga färger!
29.05.2015 - 21:56
Ilse skrifaði:
Leuk met die kleuren, simpel om te maken met een heel leuk effect.
27.05.2015 - 20:49
Mamminic skrifaði:
Un très joli modèle qui va nous permettre de nous mettre au tricot comme en Finlande!
27.05.2015 - 18:18
Frosty Morning Cardigan#frostymorningcardigan |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Prjónuð aðsniðin peysa með röndum úr DROPS Delight og DROPS Alpaca með gatamynstri, laskalínu og hringlaga berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 165-45 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.5. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. RENDUR: * Prjónið 2 umf með Alpaca, prjónið 2 umf með Delight *, endurtakið frá *-* uppúr. AÐSNIÐ: Fækkið lykkjum við 4 prjónamerkin. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum þegar 2 l eru eftir á undan 1. og 3. prjónamerki þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum á eftir 2. og 4. prjónamerki þannig: 2 l slétt saman. ÚTAUKNING-1: Aukið út við 4 prjónamerkin (= aðsnið). Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn á undan 1. og 3. prjónamerki og á eftir 2. og 4. prjónamerki. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2: Aukið út undir ermum þannig: Prjónið þar til 1 l er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn sl (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Fellið af fyrir laskalínu hvoru megin við A.3 í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fellið af á eftir A.3 þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fellið af 2 l á undan A.3 þannig: 2 l slétt saman. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af þriðju og fjórðu l frá kanti og fitjið upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ: S: 2, 9, 16, 23, 30, 37, 43, 49 og 55 cm. STÆRÐ M: 2, 9, 16, 23, 30, 37, 44, 51 og 57 cm. STÆRÐ L: 3, 10, 17, 24, 31, 38, 45, 52 og 59 cm. STÆRÐ XL: 3, 11, 19, 26, 33, 40, 47, 54 og 61 cm. STÆRÐ XXL: 3, 11, 19, 27, 35, 42, 49, 56 og 63 cm. STÆRÐ XXXL: 3, 11, 19, 27, 35, 43, 51, 58 og 65 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 223-241-262-286-310-337 l (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 2,5 með Alpaca. Prjónið stroff þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýring að ofan, 1 l br, * 1 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 7 l eru eftir, 1 l sl, 1 l br, 5 l kantlykkjur í garðaprjóni. MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið mælist 3 cm eru prjónaðar 2 umf sléttprjón innan við kantlykkjur að framan í hvorri hlið. Prjónið nú mynstur þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 þar til 6 l eru eftir, JAFNFRAMT er fækkað um 12-10-11-11-11-10 l jafnt yfir í 1. umf í mynstri, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 211-231-251-275-299-327 l. ATH: Í 7. umf í mynstri er síðasta l prjónuð á undan kanti að framan slétt! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka áhæðina er skipt yfir á hringprjóna nr 3 og prjónað er áfram í sléttprjóni og RENDUR – sjá útskýringu að ofan, innan við 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8-8-8-8-10-10 cm setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig: 1. prjónamerkið er sett á eftir fyrstu 31-32-34-35-35-36 l, 2. prjónamerkið er sett eftir næstu 48-56-62-72-84-96 l, 3. prjónamerkið er sett eftir næstu 53-55-59-61-61-63 l og 4. prjónamerkið er sett eftir næstu 48-56-62-72-84-96 l (nú eru 31-32-34-35-35-36 l eftir í umf eftir síðasta prjónamerki).Í næstu umf frá réttu er fellt af fyrir AÐSNIÐ – sjá skýringu að ofan (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu) 6-6-6-6-5-5 sinnum til viðbótar = 183-203-223-247-275-303 l. Þegar stykkið mælist 22 cm í öllum stærðum eru aukið út á undan 1. og 3. prjónamerki og á eftir 2. og 4. prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING-1 (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu í 4.-4.-6.-6.-8.-8. hverri umf, 6-6-6-6-5-5 sinnum til viðbótar = 211-231-251-275-299-327 l. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 38-39-39-40-41-43 cm – stillið af að næsta umf sé síðasta umf með Delight! Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 50-55-60-65-71-78 l (= vinstra framstykki), fellið af 10-10-10-12-12-12 l fyrir handveg, prjónið 91-101-111-121-133-147 l sléttprjón (= bakstykki), fellið af 10-10-10-12-12-12 l fyrir handveg og prjónið síðustu 50-55-60-65-71-78 l (= hægra framstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 57-57-60-60-63-66 l á sokkaprjóna nr 2,5 með Alpaca og prjónið stroff þannig: * 1 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til stroffið mælist 3 cm. Prjónið nú áfram 2 umf sléttprjón, JAFNFRAMT í 1. umf er fækkað um 1-1-2-0-1-2 l jafnt yfir = 56-56-58-60-62-64 l. Prjónið nú mynstur eftir mysnturteikningu A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er skipt yfir á sokkaprjóna nr 3. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf (= mitt undir ermi). Haldið síðan áfram í sléttprjóni og rendur, JAFNFRAMT í næstu umf er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING-2! Endurtakið útaukningu í 9.-7.-7.-6.-6.-5. hverri umf alls 12-14-14-16-16-17 sinnum = 80-84-86-92-94-98 l. Þegar stykkið mælist 41-39-39-38-38-38 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) – stillið af að næsta umf er síðasta umf með Delight. Í næstu umf eru felldar af miðju 10-10-10-12-12-12 l undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 5-5-5-6-6-6 l hvoru megin við prjónamerki) = 70-74-76-80-82-86 l. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjóna og fram- og bakstykki. Byrjið frá réttu og haldið áfram með rendur (þ.e.a.s. 2 fyrstu umf eru prjónaðar með Alpaca), sléttprjón og kantlykkjur í garðaprjóni eins og áður þannig: Prjónið l frá hægra framstykki, prjónið síðan l frá fyrri ermi og setjið 1 prjónamerki í fyrstu og síðustu l á ermi, prjónið l frá bakstykki, prjónið l af hinni erminni og setjið 1 prjónamerki í fyrstu l og síðustu l á ermi og prjónið l frá vinstra framstykki = 331-359-383-411-439-475 l og 4 prjónamerki í stykki. Prjónið nú A.3 í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (ör í mynstri á að passa við l með prjónamerki í) og fellið af fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, (= 8 l færri). Endurtakið úrtöku í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu) 5-6-7-7-8-8 sinnum til viðbótar = 283-303-319-347-367-403 l. Eftir síðustu úrtöku er prjónuð 1 umf br frá röngu (kantur að framan heldur áfram í garðaprjóni), JAFNFRAMT er fækkað um 20-26-28-32-36-40 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 263-277-291-315-331-363 l. Nú er prjónað og lykkjum fækkað eftir A.4 innan við 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið (veljið mynstur fyrir rétta stærð). ATH: Í síðustu l á undan kanti að framan (séð frá réttu) prjónið sléttprjón! Í næst síðustu umf í mynstri er fækkað um 4-6-8-28-30-44 l jafnt yfir = 187-195-203-211-221-231 l. Haldið nú áfram með Alpaca til loka. Prjónið nú A.5 innan við 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið (ATH: Veljið mynstur fyrir rétta stærð). (Síðasta l á undan kantlykkju að framan er prjónuð í sléttprjóni). Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina er skipt yfir á hringprjóna nr 2,5. Prjónið nú A.1 innan við 5 kantlykkjur að framan. Í 1. umf í mynstri er fækkað um 30-28-36-34-44-44 l jafnt yfir = 157-167-167-177-177-187 l. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónuð upphækkun í hnakka í garðaprjóni þannig: Byrjið frá réttu og prjónið sl þar til 20-20-22-22-24-26 eru eftir á prjóni. Snúið við, prjónið sl til baka þar til 20-20-22-22-24-26 l eru eftir í hinni hliðinni. Snúið við, prjónið sl þar til 36-36-40-40-44-48 l eru eftir á prjóni. Snúið við, prjónið sl til baka þar til 36-36-40-40-44-48 l eru eftir í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl út umf. Haldið áfram með 2 umf sléttprjón innan við kantlykkjur að framan, JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður út til 157-166-166-178-178-187 l. Prjónið nú stroff þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, 1 l br * 1 l sl, 2 l br *, endurtakið *-* þar til 7 l eru eftir, 1 l sl, 1 l br, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 2 cm er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. Peysan mælist ca 56-59-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #frostymorningcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 165-45
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.