Nicky skrifaði:
Can this pattern be adapted to fit a child size EU 31?
05.03.2021 - 12:38DROPS Design svaraði:
Dear Nicky, you will find our patterns for felted slippers for children here, this might help you to adapt this pattern for the desired size. Happy knitting!
05.03.2021 - 13:15
Helmi skrifaði:
Is there instructions for felted mittens with drops snow yarn
18.02.2021 - 20:00DROPS Design svaraði:
Dear Helmi, please find all our patterns for felted mittens here. Happy knitting!
19.02.2021 - 12:13
Cinzia skrifaði:
Scusate, per queste pantofole si devono usare ferri a doppia punta?
29.10.2020 - 15:03DROPS Design svaraði:
Buongiorno Cinzia, per questo modello può utilizzare i ferri dritti. Buon lavoro!
31.10.2020 - 14:11
Cindy skrifaði:
I opskriften står der arbejde strikkes i glatstrik til færdig mål. Men jeg kan simpelthen ikke finde de færdige mål? Er det mig der misforstår noget i opskriften?
16.10.2020 - 17:23
Mari skrifaði:
Hei! Jeg skulle gjerne visst hvor mange cm tøffelen skal måle før toving i de respektive størrelsene. Altså fra hæl til tå. Jeg skal nemlig prøve å lage en str. større, og trenger det for sammenlikningens skyld.
09.03.2020 - 18:47DROPS Design svaraði:
Hej Mari, du kan bruge målene til de store størrelser her: House Elves God fornøjelse!
10.03.2020 - 10:55
Nima Francine Guenin skrifaði:
Hallo, ich habe ein Paar gestrickt und gefilzt. Die Maschenprobe stimmte. Nach dem Filzen ist der Hausschuh eher ein grosses 42, ich brauche jedoch ein 40-41...habe die Angaben 40/42 gestrickt. Frage: kann ich den Hauschuh noch ein zweites Mal filzen oder riskiere ich da, dass er zu klein wird? Vielen Dank im voraus Nima
20.12.2019 - 13:22DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Guenin, hier lesen Sie mehr über Filzen - gerne wird Ihnen Ihr DROPS Laden noch weiterhelfen - auch telefonisch oder per E-Mail. Viel Spaß beim stricken!
20.12.2019 - 16:25
Annette Westerberg skrifaði:
Hej! Jag undrar om det står rätt antal maskor i början då man stickar ihop maskor. Tycker inte jag får det att stämma vilket påverkar resten av mönstret. Det hoppar från 34 till 36 till 32 till 34 även om man ska sticka ihop två m för varje gång. Ska jag låta bli att titta på antalet maskor och bara följa det som står i texten? Kommer det då att stämma på slutet? Tack på förhand. MVh Annette
14.10.2019 - 21:17DROPS Design svaraði:
Hej Annette, du börjar med 38, minskar 1 i varje sida = 36, minskar 1 i varje sida igen = 34, sedan minskas det 4 maskor jämt fördelat. ... Lycka till :)
16.10.2019 - 15:12
Jan skrifaði:
How many stitches are cast on
06.11.2018 - 19:08DROPS Design svaraði:
Dear Jan! You have to cast on 38-42-44-44 sts, choose the number according to your size (ex. in size 35/37 you have to cast on 38 sts). Happy knitting!
06.11.2018 - 21:04Linda Haverkamp skrifaði:
Pattern states: "Then work in stocking st until finished measurements." What is the finished measurement before continuing with the ankle elevation?
03.11.2018 - 19:59DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Haverkamp, you work now in stocking stitch until the slipper has been completed, ie to the end of the slipper. Happy knitting!
05.11.2018 - 09:12
Aksoy skrifaði:
Kann man die Hausschuhe nicht wie "normale" Socken stricken und dann filzen.?
17.03.2018 - 14:00DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Aksoy, dafür haben wir keine Erfahrung, am besten folgen Sie die Anleitung dieser Hausschuhen wie sie erklärt wurde. Leider können wir keine individuellen Umrechnungen vornehmen, wenden Sie sich mit diesem Wunsch bitte an den Laden, in dem Sie die Wolle kaufen. Vielen Dank für Ihr Verständnis.
19.03.2018 - 09:31
Twist & Shout#twistandshoutslippers |
|
|
|
Prjónaðar og þæfðar tátiljur með kögri úr DROPS Snow. Stærð 35-44.
DROPS 166-29 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- UPPHÆKKUN Á ÖKKLA / LEGG: Frá réttu: * Prjónið 6-6-7-7 l, snúið við – LESIÐ LEIÐBEININGAR og prjónið 6-6-7-7 l til baka. Prjónið 10-10-12-12 l, snúið við og prjónið 10-10-12-12 l til baka. Prjónið 6-6-7-7 l, snúið við og prjónið 6-6-7-7 l til baka *. Prjónið 1 umf yfir allar l, endurtakið frá *-* á gagnstæðri hlið með byrjun frá röngu. Prjónið síðan 1 umf til baka frá röngu yfir allar l. LEIÐBEININGAR: Í hvert skipti sem snúið er við mitt í umf þá er fyrsta l tekin óprjónuð. Herðið á þræði og prjónið áfram eins og áður. Það kemur til með að myndast gat í stykkinu en það hverfur við þæfingu. LEIÐBEININGAR UM KÖGUR: Svo að kögrið hangi fallega verður að bleyta það aðeins, hrista það til og þurrka áður en það er hnýtt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Byrjað er efst á fæti og endað á tá. TÁTILJA: Fitjið upp 38-42-44-44 l á prjóna nr 9 með Snow. Prjónið 1 umf sl frá röngu (1. umf = frá röngu), 7 umf sléttprjón, 1 umf sl frá röngu (það eru heklaðar lykkjur í þessari umf síðar). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan stykkið í sléttprjóni til loka. Prjónið þannig (næsta umf = frá réttu): 2 l slétt saman, 34-38-40-40 l sl, 2 l slétt saman = 36-40-42-42 l. Næsta umf er prjónuð þannig (= frá röngu): 2 l br saman, 32-36-38-38 l br, 2 l br saman = 34-38-40-40 l. Næsta umf er prjónuð þannig (= frá réttu): Prjónið UPPHÆKKUN Á ÖKKLA yfir síðustu l á hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan! Prjónið 6 umf sléttprjón yfir allar l, JAFNFRAMT í 1. umf er fækkað um 4-4-4-2 l jafnt yfir = 30-34-36-38. AUKIÐ ÚT FYRIR HÆL ÞANNIG: Frá réttu: * Prjónið 10-10-11-12 l, snúið við og prjónið 9-9-10-11 l til baka, prjónið 2 l í síðustu l í umf. Prjónið 6-6-7-7 l, snúið við og prjónið 5-5-6-6 l til baka, prjónið 2 l í síðustu l í umf. Prjónið 1 umf yfir allar l *, endurtakið frá *-* í gagnstæðri hlið, með byrjun frá röngu. Endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar í hvorri hlið (= alls 3 sinnum á hvorri hlið) = 42-46-48-50 l. FÆKKIÐ LYKKJUM AF FYRIR HÆL ÞANNIG: Frá réttu: * Prjónið 10-10-11-12 l, snúið við og prjónið 8-8-9-10 l til baka, prjónið 2 síðustu l saman. Prjónið 6-6-7-7 l, snúið við og prjónið 4-4-5-5 l til baka, prjónið 2 síðustu l saman. Prjónið 1 umf yfir allar l *, endurtakið frá *-* í gangstæðri hlið, með byrjun frá röngu. Endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar í hvorri hlið (= alls 3 sinnum á hvorri hlið) = 30-34-36-38 l. PRJÓNIÐ NÚ FÓT ÞANNIG: Setjið 1 prjónamerki í síðustu l í annarri hliðinni, STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN. Fækkið nú lykkjum frá réttu ofan á fæti þannig: Prjónið 8-8-9-10 l, prjónið næstu 2 l slétt saman, prjónið þar til 10-10-11-12 l eru eftir, prjónið næstu 2 l slétt saman, prjónið út umf, endurtakið úrtöku í hverri umf frá réttu alls 3-3-4-4 sinnum = 24-28-28-30 l. Prjónið sléttprjón án úrtöku þar til stykkið mælist ca 18-21-25-29 cm, mælt frá prjónamerki. FÆKKIÐ LYKKJUM FYRIR TÁ ÞANNIG: Fækkið um 3-4-4-4 l jafnt yfir í næstu umf frá réttu, endurtakið úrtöku í hverri umf frá réttu alls 4-4-4-4 sinnum = 12-12-12-14 l á prjóni. Í næstu umf frá réttu eru allar l prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6-6-6-7 l. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. LYKKJUR: Heklið lykkjur til að festa kögrið í. Heklið í br l (þ.e.a.s. 9. umf frá uppfitjunarkanti). Heklið með heklunál nr 7 með Snow frá réttu þannig: Heklið 1 fl í fyrstu l, * 2 ll (= lykkja), hoppið yfir 1 l, 1 fl í næstu br l *, endurtakið frá *-* út umf. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið saman við miðju undir fæti og upp að uppfitjunarkanti, saumið kant í kant yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið aðra tátilju á sama hátt. ÞÆFING: Klippið annan sokkinn af nylon sokkabuxunum í tvennt (á lengdina). Þræðið sokknum upp og niður í gegnum lykkjurnar svo að þær þæfist ekki saman, hnýtið síðan endana saman á sokknum. Setjið stykkið í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með litlu frotte handklæði ca 50 x 70 cm. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar ATH: Ekki nota stutt þvottakerfi. Eftir þvott er stykkið formað til á meðan það er enn vott. EFTIR ÞÆFINGU: Ef stykkið hefur þæfst of lítið og er of stórt: Þvoðu stykkið einu sinni enn í þvottavél á meðan það er enn vott. Ef stykkið hefur þæfst of mikið og er of lítið: Togið stykkið út í rétta stærð á meðan það er enn vott, ef stykkið er of þurrt, bleytið það fyrst. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík. KÖGUR: Setjið 1 kögur í hverja lykkju eftir þæfingu – LESIÐ LEIÐBEININGAR UM KÖGUR. 1 kögur = Klippið 2 þræði ca 20 cm. Leggið þræðina saman tvöfalda þannig að það myndist lykkja, þræðið lykkjurnar í gegnum lykkjurnar á tátiljunni og dragið endana í gegnum lykkjurnar á kögri. Klippið kögrið til þannig að það verði ca 7 cm langt. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #twistandshoutslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 166-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.