Julie Ploog skrifaði:
Where can i find the up dated raglan part of the pattern
14.04.2018 - 07:54DROPS Design svaraði:
Dear Julie, with every pattern you can find the corrections if you click the link, which you can find between the instructions and the diagrams. In this case, however, the updates were done on line, the pattern was reworded, certain points rephrased. You can refresh and print the pattern directly from the page. Happy Knitting!
15.04.2018 - 14:46Danielle Tremblay skrifaði:
Thank you for the quick response!
13.03.2018 - 12:09Danielle Tremblay skrifaði:
Hi, after A1 has been completed and i start with the fisrt round, and i add the raglans at each markers, the design in the front of the sweater is not align (K14) ? .. to align the stitches of the design do I have to add 2 stitches (k14) at alternate row. Thank you I truly enjoy everything you offer to make!
12.03.2018 - 17:56DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Tremblay, in size S there are 45 sts between markers for the front piece, you work: K14, A.2 (= 17 sts), K14 = 14+17+14 = 45 sts. Happy knitting!
13.03.2018 - 09:08
Ann Helen Reiten skrifaði:
Hei, jeg strever med å få mønsteret riktig. Det blir helt riktig på venstre side og ser helt håpløst ut på høyre side. Jeg tenker nå på A2. Hullene oppfører seg helt annerledes på høyre side. Hva gjør jeg feil?
27.04.2016 - 13:56DROPS Design svaraði:
Hej Det är lite svårt att veta vad som blir fel när jag inte ser ditt arbete. Se gärna bland våra videor om det kan finnas någon som kan hjälpa dig eller om du kan ta med ditt arbete till en av våra återförsäljare som kan se på det. Mvh DROPS Design
29.04.2016 - 09:47Jackie skrifaði:
Hello. May i know what is the measurement foe size S and size M please.. thank you.
24.03.2016 - 03:19DROPS Design svaraði:
Dear Jackie, you will find at the end of the pattern a measurement chart with all finished measurements in each size - in cm, taken flat from side to side. Compare these to a similar garment you have and like the shape to find out the matching size. Read more here. Happy knitting!
24.03.2016 - 09:18
Truus Ruys skrifaði:
Ik denk dat er iets is misgegaan met de vertaling. Bij 2e alinea van de pas staat dat je de meerderingen moet breien volgens A3 (43 steken van het achterpand). Kan het zijn dat dit uit ander patroon is overgenomen? Bij de Duitse versie zie ik deze opmerking niet
12.02.2016 - 20:36DROPS Design svaraði:
Hoi Truus. Je hebt gelijk. Er was iets fout gegaan in de vertaling. Ik heb vergeleken met het originele Noorse patroon en aangepast. Bedankt voor het melden.
10.03.2016 - 14:16
Martine R skrifaði:
Enfin terminé...mais j'ai du tout recalculer car j'avais bien avancé avant votre nouvelle version J'ai ajouté deux motifs sur le coté car c'est plutôt une tunique il est içi:mon blog: pour toutes les aiguilles .canalblog
16.06.2015 - 16:36
Martine R skrifaði:
J'ai l'habitude de tricoter des top-downs mais les explications de celui-çi (en XXXL) sont fausses & alambiquées, j'ai dù refaire & tout recompter...dommage car le modèle est très seyant...
06.06.2015 - 12:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Martine R, les explications du raglan et de l'empiècement ont récemment été modifiées pour plus de clarté. Bon tricot!
06.06.2015 - 15:29
Kody Doisy skrifaði:
Un enorme merci pour votre reponse et pour votre gentillesse pour vos services et vos modeles . J'ai Re imprime les explications car justement je bloquai a nouveau pour le raglan . Bonne soiree a vous et encore merci . J'espere finir ce modele . MERCI
01.06.2015 - 19:21
Katarina skrifaði:
Man behöver inte använda markörer alls vid raglan: bara man följer dom 3 mittersta maskorna mellan hålen och lägger nya omslag kring dessa, så blir det rätt!
01.06.2015 - 13:44
Serene Spring |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Belle með gatamynstri og laskalínu. Prjónað ofan frá og niður. Stærð S-XXXL.
DROPS Extra 0-1104 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 – A.3. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju á undan merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á unda merki, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Fækkið um 1 lykkju á eftir merki þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. LASKALÍNA: Mismunandi er aukið út eftir stærðum þannig: STÆRÐ S-M: Aukið út 1 lykkju hvoru megin við hvert merki (= 8 lykkjur fleiri) þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja slétt (= lykkja með merki), 1 lykkja snúin slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð, það á að myndast gat, endurtakið útaukningu í annarri hverri umferð 17-19 sinnum til viðbótar. STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Aukið út 2 lykkjur hvoru megin við hvert merki (= alls 16 lykkjur fleiri) þannig: sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja slétt (= lykkja með merki), 1 lykkja snúin slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (fyrsti og síðasti uppslátturinn er prjónað snúið slétt í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt, en 2 miðju uppslættirnir eiga að mynda göt), endurtakið útaukningu í annarri hverri umferð 1-1-1-3 sinnum til viðbótar. Síðan er aukið út þannig: Aukið út 1 lykkju hvoru megin við hvert merki (= alls 8 lykkjur fleiri) þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja slétt (= lykkja með merki), 1 lykkja snúin slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga að myndast göt, endurtakið útaukningu í annarri hverri umferð alls 19-20-22-21 sinnum. ÚTAUKNING: Byrjið 1 lykkju á undan merki og aukið út þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (merkið situr mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: ---------------------------------------------------------- TOPPUR: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. BERUSTYKKI. Fitjið upp 134-134-140-144-144-148 lykkjur á hringprjón 3,5 með Belle. Prjónið A.1 (= 2 lykkjur) yfir allar lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, skiptið yfir á hringprjón 4. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt og aukið út 16-20-14-22-42-46 lykkjur jafnt yfir = 150-154-154-166-186-194 lykkjur. Í næstu umferð eru sett 4 merki í stykkið, 1 merki í miðjulykkju á hverri laskalínu þannig: Setjið 1. merki í síðustu lykkju frá fyrri umferð, prjónið 45-47-49-55-65-71 lykkjur slétt (= framstykki), prjónið 1 lykkju og setjið 2. merki í þessa lykkju, prjónið 28-28-26-26-26-24 lykkjur slétt (= ermi), prjónið 1 lykkju og setjið 3. merki í þessa lykkju, prjónið 45-47-49-55-65-71 lykkja slétt (= bakstykki), prjónið 1 lykkju og setjið 4. merki í þessa lykkju, prjónið 28-28-26-26-26-24 lykkjur slétt (= ermi). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Síðan er prjónað þannig – JAFNFRAMT sem aukið er út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan: Prjónið 14-15-16-19-24-27 lykkjur slétt, A.2 (= 17 lykkjur), prjónið sléttar lykkjur þar til 1-1-2-2-2-2 lykkjur eru eftir á undan 2. merki, prjónið LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, prjónið sléttar lykkjur þar til 1-1-2-2-2-2 lykkjur eru eftir á undan 3. merki, prjónið laskalínu, prjónið sléttar lykkjur þar til 1-1-2-2-2-2 lykkjur eru eftir á undan 4. merki, prjónið laskalínu, prjónið sléttar lykkjur þar til 1-1-2-2-2-2 lykkjur eru eftir á undan 1. merki, prjónið laskalínu. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað sléttprjón yfir þessar lykkjur. Eftir alla útaukningu eru 294-314-338-358-394-426 lykkjur á prjóni. Stykkið mælist ca 14-15-16-17-18-19 cm. Haldið áfram í sléttprjóni og prjónið þannig: Prjónið fyrstu 81-87-95-103-117-129 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 66-70-74-76-80-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 lykkjur undir ermi (setjið eitt merki mitt á milli nýrra lykkja), prjónið næstu 81-87-95-103-117-129 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 66-70-74-76-80-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 lykkjur undir ermi (setjið eitt merki mitt á milli nýrra lykkja) = 174-186-202-222-250-274 lykkjur eftir á prjóni. Setjið 1 merki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 3 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við hvert merki í hliðum (= 4 lykkjur færri) – lesið ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 2½-4-4-4-4-4 cm millibili 5-3-3-3-3-3 sinnum til viðbótar = 150-170-186-206-234-258 lykkjur. Þegar stykkið mælist 20 cm í ölum stærðum er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert merki í hliðum (= 4 lykkjur fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 2-4-4-4-4-4 cm millibili 5-3-3-3-3-3 sinnum til viðbótar = 174-186-202-222-250-274 lykkjur. Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið A.3 (= 2 lykkjur) yfir allar lykkjur. Fellið af. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Setjið til baka lykkjur af þræði yfir á sokkaprjóna 4 og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 lykkjur undir ermi = 72-76-80-84-88-92 lykkjur. Prjónið sléttprjón í 2 cm, í næstu umferð er fækkað um 8 lykkjur jafnt yfir = 64-68-72-76-80-84 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið A.3 yfir allar lykkjur. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1104
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.