Solveig skrifaði:
Str small.Ved å strikke diagram A1 halveres antall masker og da kommer jeg ikke opp 150 masker etter å ha strikket diagram 1?
22.07.2025 - 12:00
Fia skrifaði:
Jag har satt mina 4 markörer som jag ska. Men nu när jag ska börja med ökningarna till raglan samtidigt med A2, så får jag det inte till att stämma. Jag får inte A2 på mitten. Jag stickar en L. Kan ni vara snäll att hjälpa mig att förstå vad som blir fel?
20.07.2025 - 19:54DROPS Design svaraði:
Hei Fia. Oppskriften er blitt oversent til Design avd. slik at de kan ta en dobbeltsjekk, men det er mulig det mangler en korrigering når man starter med raglanøkningen. At man skal starte med halve raglanøkningen til 1. merke og så strikk 14 masker. Se evnt på kjolen i DROPS 160-1, den har samme begynnelsen som DROPS Extra 0-1104 og fått en korrigering. mvh DROPS Design
31.07.2025 - 13:33
Sofia skrifaði:
Str small: «SAMTIDIG som øker til raglan strikk 14 masker rett» Er de 14 masker innbefattet økningene? ( inkl kastene?)
06.07.2025 - 17:37DROPS Design svaraði:
Hei Sofia. Økningene til raglan kommer utenom de 14 maskene. Altså, øk, strikk 14 masker, A.2 osv. mvh DROPS Design
31.07.2025 - 08:03
Hilly skrifaði:
Er staat onderaan het patroon dat het gecorrigeerd is, maar vind ik deze correctie.
17.07.2024 - 17:14DROPS Design svaraði:
Dag Hilly,
De correctie is al doorgevoerd in het online patroon. Ik weet niet precies waar de correctie zit. Mocht je het patroon hebben afgedrukt vóór de correctiedatum, dan zit de correctie nog niet in de afdruk.
18.07.2024 - 13:21
Ingrid skrifaði:
Beste, Er staat een deeltje uitleg in een Scandinavische taal….kan dat vertaalt worden naar Nederlands aub? Dankjewel!
19.05.2024 - 08:07
Daniela Grechová skrifaði:
Dobrý deň, velmi sa mi tento svetrik páči. Rada by som si ho uplietla. Ďakujem za možnosť si tento návod stiahnuť aby som vedela ako na neho.
23.04.2024 - 11:53
Stella Lecis skrifaði:
Non capisco dal diagramma cosa rappresenta il pallino nero. Di fianco al simbolo c'è scritto "1 metro eq", cosa vuol dire? Grazie per l'attenzione e attendo risposta. Cordialmente
09.04.2024 - 18:04DROPS Design svaraði:
Buonasera Stella, nella legenda del diagramma il pallino nero è indicato come 1 maglia rovescio. Buon lavoro!
09.04.2024 - 19:25
Nat skrifaði:
Pour faire les jours du diagramme 3, il ne faut pas tricoter les jetés aux rangs pairs ou il faut les tricoter mais pas en torse?
30.07.2023 - 09:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Nat, les jetés de tous les diagrammes A.1, A.2 et A.3 vont se tricoter à l'endroit au tour suivant, ils doivent former des trous pour le point ajouré. Bon tricot!
31.07.2023 - 10:49
Margit Roos skrifaði:
I opskriften Serene Spring sættes 4 mærker mhp raglanudtagning. 1. mærke sættes på sidste maske i forrige omg, og første udtagning starter efter denne midtermaske, dvs i 2. halvdel af instruksen til raglanudtagning. Hvis det er korrekt forstået, hvor i beskrivelsen til raglanudtagning startes så ved 2.- 3.- 4. og 1. mærke. Hvordan kan opskriften forstås, så alle 8 udtagninger/4 mærker ser ens ud?
11.07.2023 - 14:43
Margit Roos skrifaði:
I opskriften Serene Spring sættes 4 mærker mhp raglanudtagning. 1. mærke sættes på sidste maske i forrige omg, og første udtagning starter efter denne midtermaske, dvs i 2. halvdel af instruksen til raglanudtagning. Hvis det er korrekt forstået, hvor i beskrivelsen til raglanudtagning startes så ved 2.- 3.- 4. og 1. mærke. Hvordan kan opskriften forstås, så alle 8 udtagninger/4 mærker ser ens ud?
10.07.2023 - 10:19DROPS Design svaraði:
Hei Margit. Det økes ulikt til raglan i de forskjellige størrelsene, hvilken størrelse strikker du? Du strikker 1 omgang der du setter de 4 merkene, på neste omgang starter du raglanøkningene. mvh DROPS Design
24.07.2023 - 13:48
Serene Spring |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Belle með gatamynstri og laskalínu. Prjónað ofan frá og niður. Stærð S-XXXL.
DROPS Extra 0-1104 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 – A.3. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju á undan merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á unda merki, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Fækkið um 1 lykkju á eftir merki þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. LASKALÍNA: Mismunandi er aukið út eftir stærðum þannig: STÆRÐ S-M: Aukið út 1 lykkju hvoru megin við hvert merki (= 8 lykkjur fleiri) þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja slétt (= lykkja með merki), 1 lykkja snúin slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð, það á að myndast gat, endurtakið útaukningu í annarri hverri umferð 17-19 sinnum til viðbótar. STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Aukið út 2 lykkjur hvoru megin við hvert merki (= alls 16 lykkjur fleiri) þannig: sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja slétt (= lykkja með merki), 1 lykkja snúin slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (fyrsti og síðasti uppslátturinn er prjónað snúið slétt í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt, en 2 miðju uppslættirnir eiga að mynda göt), endurtakið útaukningu í annarri hverri umferð 1-1-1-3 sinnum til viðbótar. Síðan er aukið út þannig: Aukið út 1 lykkju hvoru megin við hvert merki (= alls 8 lykkjur fleiri) þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja slétt (= lykkja með merki), 1 lykkja snúin slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga að myndast göt, endurtakið útaukningu í annarri hverri umferð alls 19-20-22-21 sinnum. ÚTAUKNING: Byrjið 1 lykkju á undan merki og aukið út þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (merkið situr mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: ---------------------------------------------------------- TOPPUR: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. BERUSTYKKI. Fitjið upp 134-134-140-144-144-148 lykkjur á hringprjón 3,5 með Belle. Prjónið A.1 (= 2 lykkjur) yfir allar lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, skiptið yfir á hringprjón 4. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt og aukið út 16-20-14-22-42-46 lykkjur jafnt yfir = 150-154-154-166-186-194 lykkjur. Í næstu umferð eru sett 4 merki í stykkið, 1 merki í miðjulykkju á hverri laskalínu þannig: Setjið 1. merki í síðustu lykkju frá fyrri umferð, prjónið 45-47-49-55-65-71 lykkjur slétt (= framstykki), prjónið 1 lykkju og setjið 2. merki í þessa lykkju, prjónið 28-28-26-26-26-24 lykkjur slétt (= ermi), prjónið 1 lykkju og setjið 3. merki í þessa lykkju, prjónið 45-47-49-55-65-71 lykkja slétt (= bakstykki), prjónið 1 lykkju og setjið 4. merki í þessa lykkju, prjónið 28-28-26-26-26-24 lykkjur slétt (= ermi). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Síðan er prjónað þannig – JAFNFRAMT sem aukið er út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan: Prjónið 14-15-16-19-24-27 lykkjur slétt, A.2 (= 17 lykkjur), prjónið sléttar lykkjur þar til 1-1-2-2-2-2 lykkjur eru eftir á undan 2. merki, prjónið LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, prjónið sléttar lykkjur þar til 1-1-2-2-2-2 lykkjur eru eftir á undan 3. merki, prjónið laskalínu, prjónið sléttar lykkjur þar til 1-1-2-2-2-2 lykkjur eru eftir á undan 4. merki, prjónið laskalínu, prjónið sléttar lykkjur þar til 1-1-2-2-2-2 lykkjur eru eftir á undan 1. merki, prjónið laskalínu. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað sléttprjón yfir þessar lykkjur. Eftir alla útaukningu eru 294-314-338-358-394-426 lykkjur á prjóni. Stykkið mælist ca 14-15-16-17-18-19 cm. Haldið áfram í sléttprjóni og prjónið þannig: Prjónið fyrstu 81-87-95-103-117-129 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 66-70-74-76-80-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 lykkjur undir ermi (setjið eitt merki mitt á milli nýrra lykkja), prjónið næstu 81-87-95-103-117-129 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 66-70-74-76-80-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 lykkjur undir ermi (setjið eitt merki mitt á milli nýrra lykkja) = 174-186-202-222-250-274 lykkjur eftir á prjóni. Setjið 1 merki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 3 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við hvert merki í hliðum (= 4 lykkjur færri) – lesið ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 2½-4-4-4-4-4 cm millibili 5-3-3-3-3-3 sinnum til viðbótar = 150-170-186-206-234-258 lykkjur. Þegar stykkið mælist 20 cm í ölum stærðum er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert merki í hliðum (= 4 lykkjur fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 2-4-4-4-4-4 cm millibili 5-3-3-3-3-3 sinnum til viðbótar = 174-186-202-222-250-274 lykkjur. Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið A.3 (= 2 lykkjur) yfir allar lykkjur. Fellið af. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Setjið til baka lykkjur af þræði yfir á sokkaprjóna 4 og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 lykkjur undir ermi = 72-76-80-84-88-92 lykkjur. Prjónið sléttprjón í 2 cm, í næstu umferð er fækkað um 8 lykkjur jafnt yfir = 64-68-72-76-80-84 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið A.3 yfir allar lykkjur. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1104
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.