Judy skrifaði:
When picking up the 37 stitches for the hood do you pick up the the stitches along the two front bands? Or start picking them after the band and include the stitches on the other band? Or don't pick up stitches on any of the two front bands?
26.11.2016 - 04:41DROPS Design svaraði:
Dear Judy, sts for hood are picked up over the front band sts on each side + around whole neckline. Happy knitting!
28.11.2016 - 09:04
Miriam skrifaði:
Dobry den, prosim Vas, nerozumiem navodu v casti lavy predny diel. A to od "upleteme rubovou radu a pak nahodime na konci rady (smerem k okraji predniho dilu) 7 novych ok = 37 ok. Nad temito 7 novymi oky upleteme 1 vroubek, ostatni oka plezeme jako dosud. Pokracujeme licovym zerzejem pricemz 6 ok legy a 3 oka lemu rukavu pleteme stale vroubkem." - mozete mi vysvetlit na ktoru stranu pleteniny pridam 7 ok a ako tych 7 ok dalej pletiem - akym vzorom? Nejak mi to nesedi. :-)
12.10.2016 - 18:32Henriette Sørensen skrifaði:
Hi, I'm going to knit this model in a few days, and I'm curios as to how the baby actually gets into the suit. The drawning doesn't seem to show it. Where and how do the baby enter?
31.05.2016 - 14:07DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Sørensen, there are front band edges on each front pieces with buttons/buttonholes to close the bunting bag. Happy knnitting!
31.05.2016 - 15:10Heather Halom skrifaði:
Sorry can you just tell me if the measurements are for the length of the bunting not the width, thank you.
11.03.2016 - 17:13DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Halom, you will find all measurements in the measurement chart: bottom width (from 31 to 44 cm - see size), and total height (from 58-92 cm). Happy crocheting!
11.03.2016 - 17:21Heather Halom skrifaði:
Are the dimensions given for the length and if so does it include the hood or only form neck down. Thanks
10.03.2016 - 13:47DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Halom, you will find all finished measurements for each size at the bottom of the pattern, taken flat from side to side (without hood). Happy knitting!
10.03.2016 - 14:41Hrefna skrifaði:
Hello,if I would like to knit this one with a finer yarn,do I then pick a one size up pattern?
26.08.2015 - 11:01
Minni skrifaði:
Kuvan hihat on tehty jollain muulla tekniikalla kuin mitä ohjeessa lukee. Olipa harmillisia huomata se vasta tekovaiheessa!
26.08.2015 - 07:08Karen Barnham skrifaði:
Can anyone help., what happens to the extra 7 stitches cast on when knittinin the sleeve and front? I asumed they were for the back of the neck, really confused ! Otherwise I have loved the pattern x
13.06.2015 - 00:15DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Barnham, when you have worked both front piece, you slip all sts onto same needla and work front band sts from right front piece with front band sts from left front piece tog (= slip 6 band sts from right front piece on a cable needle in front of piece, * K 1 st from cable needle tog with 1 st from left band *, repeat from *-* 6 times = 6 sts dec). Happy knitting!
13.06.2015 - 10:38
Nathy302 skrifaði:
Graag zo'n patroon in zomer breiwol...licht katoen ofzo evt een model met gaten voor 5-punt-gordel zodat die ook in autostoel kan gebruikt worden
05.05.2015 - 14:16DROPS Design svaraði:
Hoi Nathy. Ik zal het doorgeven, maar ik kan helaas niet zeggen of zo een model later in een collectie zal komen. Maar je kan vervangen door 2 draden Paris in plaats van 1 draad Eskimo en misschien zelf gaten toevoegen voor de gordel?
06.05.2015 - 17:35
Kathy Silva skrifaði:
This pattern is very difficult to follow because of the translation. I cannot get the original pattern. Please help
20.03.2015 - 11:44DROPS Design svaraði:
Dear Mr Sivla, you are welcome to ask your question here and can get further assistance from your DROPS store. Happy knitting!
20.03.2015 - 13:36
The First Noel#thefirstnoelbuntingbag |
|
![]() |
![]() |
Prjónaður barnabílstóls poki fyrir börn úr DROPS Snow. Stykkið er prjónað með hettu og dúsk. Stærð 1 mán - 4 ára. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1052 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann) svo ekki myndist gat. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að gera gat að framan og að aftan fyrir belti í bílstól. Gerið fyrra gatið á bakstykki þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm (eða eftir þá lengd sem þarf) með því að fella af miðju 4 l á prjóni. Í næstu umf eru fitjaðar upp 4 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af og haldið áfram eins og áður. Endurtakið á framstykki þegar stykkið mælist frá öxl 42-47-52 (58-59) cm. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af þriðju l frá l frá miðju að framan og fitjið upp 1 nýja l yfir þá l sem felld var af í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar kantur að framan mælist: STÆRÐ 1/3 mán: 1, 6, 10, 14 og 19 cm. STÆRÐ 6/9 mán: 1, 5, 10, 15 og 20 cm. STÆRÐ 12/18 mán: 1, 6, 11, 16 og 21 cm. STÆRÐ 2 ára: 1, 7, 12, 17 og 22 cm. STÆRÐ 3/4 ára: 1, 6, 10, 14, 18 og 23 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- POKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður sem eitt stykki– byrjað er neðst niðri á bakstykki, fitjaðar eru upp l fyrir ermi, fellt af fyrir hálsmáli og endað neðst niðri á framstykki. Til þess að fá pláss fyrir allar l eru stykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna. Einnig er hægt að gera GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL – sjá útskýringu að ofan – ef óskað er eftir. BAKSTYKKI: Fitjið upp 36-40-44 (46-50) l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 8 með litnum jólarauður. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan! Haldið áfram í sléttprjón þar til stykkið mælist 37-45-52 (62-67) cm – JAFNFRAMT í síðustu umf er fækkað um 4 l jafnt yfir = 32-36-40 (42-46) l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið 6 umf garðaprjón yfir allar l, haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 46-54-61 (71-76) cm eru fitjaðar upp nýjar l á hvorri hlið fyrir ermi. Fitjið upp l í lok hverrar umf: 4 l 1 sinni, 5 l 1-1-1 (2-2) sinnum og 9-10-12 (12-16) l 1 sinni = 68-74-82 (94-106) l. Nýjar l eru prjónaðar í sléttprjóni. ATH! Eftir síðustu útaukningu eiga 3 síðustu l í hvorri hlið (= neðst á ermum) að vera prjónaðar áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 54-63-71 (82-88) cm haldið áfram þannig: 3 l garðaprjón 19-22-25 (31-37) l sléttprjón, 24-24-26 (26-26) l garðaprjón (= aftan við hnakka), 19-22-25 (31-37) l sléttprjón, 3 l garðaprjón. Þegar prjónaðar hafa verið 6 umf garðaprjón yfir l að aftan við hnakka eru felldar af miðju 12-12-14 (14-14) l fyrir hálsmáli og hvor hlið er prjónuð fyrir sig. Setjið l frá hægri hlið á þráð. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 28-31-34 (40-46) l. Prjónið áfram í sléttprjóni og 6 l garðaprjóni við hálsmál og 3 l garðaprjón neðst á ermi. Þegar stykkið mælist 58-67-75 (86-92) cm setjið 1 prjónamerki = miðja ofan á öxl – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú áfram eins og áður. Þegar stykkið mælist 1-1-2 (2-2) cm aukið út um 1 l við hálsmál í næstu umf frá réttu innan við 6 l garðaprjón – SJÁ ÚTAUKNING. Prjónið 1 umf til baka frá röngu og endurtakið útaukningu í næstu umf frá réttu. Prjónið 1 umf til baka frá röngu, í lok á þessari umf eru fitjaðar upp 7-7-8 (8-8) nýjar l við miðju að framan = 37-40-44 (50-56) l. Prjónið 2 umf garðaprjón yfir 7-7-8 (8-8) nýjar l – hinar l eru prjónaðar eins og áður. Haldið nú áfram í sléttprjóni með 6 l garðaprjón við miðju að framan (= kantur að framan) og 3 l garðaprjón neðst á ermi. Þegar stykkið mælist 8-9-10 (11-12) cm fækkið lykkjum fyrir ermar í hlið í byrjun umf þannig: 9-10-12 (12-16) l 1 sinni, 5 l 1-1-1 (2-2) sinnum og 4 l 1 sinni = 19-21-23 (24-26) l. Haldið áfram með sléttprjón og 6 l á kanti að framan þar til stykkið mælist ca 18-19-20 (21-22) cm (brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerki á öxl og passið að prjónaðar séu jafn margar umf í sléttprjóni á bakstykki og á framstykki) – stillið af að næsta umf sé prjónuðu frá réttu. Prjónið 6 umf garðaprjón yfir allar l. Prjónið 2 umf þar sem haldið er áfram í sléttprjón og kantlykkjur að framan í garðaprjóni – JAFNFRAMT í 1. umf er aukið út um 2 l jafnt yfir (aukið ekki yfir kant að framan) 21-23-25 (26-28) l. Setjið l á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka l af þræði á prjóninn (= 28-31-34 (40-46) l) og prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, nema gagnstætt. MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Setjið síðan l af vinstra framstykki á sama prjón = 42-46-50 (52-56) l. Í næstu umf (= rétta) eru felldar af kantlykkjur að framan þannig: Prjónið sléttprjón yfir 15-17-19 (20-22) fyrstu l á hægra framstykki, setjið 6 kantlykkjur að framan á hægra framstykki á hjálparprjón fyrir framan stykkið * prjónið 1 l af hjálparprjóni slétt saman með 1 l af vinstri framkanti *, endurtakið frá *-* 6 sinnum = 6 l færri, prjónið síðan sléttprjón út umf = 36-40-44 (46-50) l. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar l. Þegar stykkið mælist ca 55-64-72 (83-89) cm (brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerki á öxl og passið uppá að framstykki og bakstykki séu jafn löng fyrir utan 3 neðstu rendurnar í garðaprjóni á bakstykki). Prjónið 6 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið LAUST af. FRÁGANGUR: Brjótið stykkið saman tvöfalt við öxl og saumið sauma undir ermum og hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið uppfitjunarkantinn við affellingarkantinn neðst niðri á pokanum – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið tölur í vinstra framstykki. HETTA: Prjónið upp 37-39-41 (45-47) l með jólarauður á hringprjóna nr 8 í kringum hálsmál (byrjið við miðju að framan og prjónið upp í ysta lykkjubogann frá réttu). Prjónið garðaprjón fram og til baka þar til hettan mælist 18-20-22 (24-26) cm. Fellið LAUST af. Saumið saman hettuna kant í kant efst uppi. DÚSKAR OG SNÚRA: Gerið 2 litla dúska með litnum natur að þvermáli ca 6 cm og 1 stóran dúsk að þvermáli 8 cm. Dúskarnir mega ekki vera of þéttir. Klippið 1 þráð ca 1 m, leggið þráðinn saman tvöfaldan og tvinnið hann saman. Saumið snúruna við 1 lítinn dúsk, saumið hinn endann á snúrunni við kantinn að framan með því að þræða fyrst í gegnum kantinn að framan. Gerið alveg eins en saumið niður á gagnstæðan kant að framan. Festið stóra dúskinn efst á hettuna. Brotið er uppá ermar eftir þörfum. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #thefirstnoelbuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1052
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.