Seonad Wright skrifaði:
I am really looking forward to starting this
28.06.2020 - 21:36
Sandrene Johnson skrifaði:
How do i get to print this pattern what must I do
14.06.2020 - 00:11DROPS Design svaraði:
Dear Sandrene, there is a button which says print, located under the materials. Happy knitting!
14.06.2020 - 22:52
Emma skrifaði:
Hej, vad betyder stl i cl? Antar att stl står. för storlek med vad betyder cl? Verkar vara något underliga mått då på vanliga kläder är 86 12-18mån men på lista ser jag att det står 74-80 i cl ska motsvara12-18mån??? Hälsningsr emma
23.04.2020 - 22:52DROPS Design svaraði:
Hej Det ska stå cm där, det är nu rättat på den svenska översättningen. Om du har svårt att veta vilken storlek du ska göra kan du alltid se på måttskissen längst ner för att se hur stor åkpåsen kommer att bli. Mvh DROPS Design
24.04.2020 - 09:30
Grace skrifaði:
Jet holder på å strikker oppskriften som pose til bilsete, men klarer ikke å forstå om det skal lages hull til setebeltet på begge forstykkene eller bare på høyre side.? Så forstår jeg heller ikke hvordan jeg evt skal måle 47 cm fra skulderen for å lage hullet til beltet. Dette må jo måles fra venstre side som jeg allerede har strikket ferdig, eller måljeger rekke opp igjen .? Dette burde vært bedre beskrevet i oppskriften syns jeg.
03.04.2020 - 23:52DROPS Design svaraði:
Du strikker kjøreposen i et stykke. Du starter med bakstykket, fell av til det første hullet til setebelte på bakstykket når arbeidet måler ca 16-20-23 (28-33) cm. Nå strikkes det videre oppover, det legges ut til ermene, erme strikkes ferdig, det felles til ermene, strikk til riktig mål og fell til hals, nå settes maskene i høyre side på 1 tråd og venstre forstykke strikkes. Her settes det et merke du skal måle fra når du skal lage hull til setebelte på forstykket. Det 2. hullet til setebeltet lages når venstre og høyre forstykket er satt sammen og arbeidet målt fra skulderen er 42-47-52 (58-59) cm. God Fornøyelsen!
17.04.2020 - 12:06
Sarah skrifaði:
När rändern med rätstickning är gjorda på framstyckena så ska båda framstyckena sättas på samma sticka. Innebär det att man stickar ihop dessa stycken från och med där? Jag har ju bara hunnit göra 3 knapphål fram till dess och det blir ju väldigt kort öppning eftersom arbetet endast mäter ca 22 cm. Ska man sticka slätstickning på varje framstycke, var för sig tills alla knapphål är gjorda? Detta framgår inte i beskrivningen.
22.04.2019 - 22:22DROPS Design svaraði:
Hej, jo höger och vänster framst stickas ihop, men du hinner göra alla knapphål innan dess (sista knapphål görs då framkanten mäter 19-20-21-22-23 cm.
23.04.2019 - 14:28
Marie-Josée Bédard skrifaði:
J'aimerais trouver un nid d'ange facile à faire et le patron gratuit
11.02.2019 - 00:55DROPS Design svaraði:
Chere Marie-Josee, cliquez sur ce lien: https://www.garnstudio.com/search.php?action=search&w=nid+d%27ange&mt=0&c=0&k=0&y=0&yg=0&lang=fr. Bon tricot!
11.02.2019 - 06:53
Jackie Weatherall skrifaði:
Do you add the 7 stitches at the end of rowr or after the band
31.05.2018 - 19:18DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Weatherall, on left front piece, you cast on 7 sts at the end of a row from WS (= towards mid front) = after the 6 sts in garter st. Happy knitting!
01.06.2018 - 09:08
Loredana skrifaði:
Buongiorno, che tecnica posso utilizzare per cucire i fianchi? Grazie Loredana
06.10.2017 - 10:25DROPS Design svaraði:
Buongiorno Loredana. Può cucire i fianchi seguendo le indicazioni del video che le alleghiamo. Buon lavoro!
06.10.2017 - 10:41
Loredana skrifaði:
Buongiorno! Vorrei realizzare questo modello....l'unico dubbio mi viene dal filato utilizzato. Non rilascia troppi peletti? Eventualmente come sostituirlo? Grazie Loredana
16.08.2017 - 10:43DROPS Design svaraði:
Buongiorno Loredana. Può usare un altro filato del gruppo filato E oppure un filato del gruppo filato C messo doppio. Può per esempio valutare di usare Big Merino messa doppia. Verifichi sempre di ottenere lo stesso campione indicato nel modello. Buon lavoro!
16.08.2017 - 11:18
Nancy skrifaði:
Beste, Bij de linkervoorpand worden 8 nieuwe steken opgezet. Worden die steken later als de 6 ribbelsteken van de voorbies gebreid
22.12.2016 - 10:53DROPS Design svaraði:
Hoi Nancy. Ja, klopt.
22.12.2016 - 14:25
The First Noel#thefirstnoelbuntingbag |
|
![]() |
![]() |
Prjónaður barnabílstóls poki fyrir börn úr DROPS Snow. Stykkið er prjónað með hettu og dúsk. Stærð 1 mán - 4 ára. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1052 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann) svo ekki myndist gat. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að gera gat að framan og að aftan fyrir belti í bílstól. Gerið fyrra gatið á bakstykki þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm (eða eftir þá lengd sem þarf) með því að fella af miðju 4 l á prjóni. Í næstu umf eru fitjaðar upp 4 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af og haldið áfram eins og áður. Endurtakið á framstykki þegar stykkið mælist frá öxl 42-47-52 (58-59) cm. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af þriðju l frá l frá miðju að framan og fitjið upp 1 nýja l yfir þá l sem felld var af í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar kantur að framan mælist: STÆRÐ 1/3 mán: 1, 6, 10, 14 og 19 cm. STÆRÐ 6/9 mán: 1, 5, 10, 15 og 20 cm. STÆRÐ 12/18 mán: 1, 6, 11, 16 og 21 cm. STÆRÐ 2 ára: 1, 7, 12, 17 og 22 cm. STÆRÐ 3/4 ára: 1, 6, 10, 14, 18 og 23 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- POKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður sem eitt stykki– byrjað er neðst niðri á bakstykki, fitjaðar eru upp l fyrir ermi, fellt af fyrir hálsmáli og endað neðst niðri á framstykki. Til þess að fá pláss fyrir allar l eru stykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna. Einnig er hægt að gera GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL – sjá útskýringu að ofan – ef óskað er eftir. BAKSTYKKI: Fitjið upp 36-40-44 (46-50) l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 8 með litnum jólarauður. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan! Haldið áfram í sléttprjón þar til stykkið mælist 37-45-52 (62-67) cm – JAFNFRAMT í síðustu umf er fækkað um 4 l jafnt yfir = 32-36-40 (42-46) l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið 6 umf garðaprjón yfir allar l, haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 46-54-61 (71-76) cm eru fitjaðar upp nýjar l á hvorri hlið fyrir ermi. Fitjið upp l í lok hverrar umf: 4 l 1 sinni, 5 l 1-1-1 (2-2) sinnum og 9-10-12 (12-16) l 1 sinni = 68-74-82 (94-106) l. Nýjar l eru prjónaðar í sléttprjóni. ATH! Eftir síðustu útaukningu eiga 3 síðustu l í hvorri hlið (= neðst á ermum) að vera prjónaðar áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 54-63-71 (82-88) cm haldið áfram þannig: 3 l garðaprjón 19-22-25 (31-37) l sléttprjón, 24-24-26 (26-26) l garðaprjón (= aftan við hnakka), 19-22-25 (31-37) l sléttprjón, 3 l garðaprjón. Þegar prjónaðar hafa verið 6 umf garðaprjón yfir l að aftan við hnakka eru felldar af miðju 12-12-14 (14-14) l fyrir hálsmáli og hvor hlið er prjónuð fyrir sig. Setjið l frá hægri hlið á þráð. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 28-31-34 (40-46) l. Prjónið áfram í sléttprjóni og 6 l garðaprjóni við hálsmál og 3 l garðaprjón neðst á ermi. Þegar stykkið mælist 58-67-75 (86-92) cm setjið 1 prjónamerki = miðja ofan á öxl – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú áfram eins og áður. Þegar stykkið mælist 1-1-2 (2-2) cm aukið út um 1 l við hálsmál í næstu umf frá réttu innan við 6 l garðaprjón – SJÁ ÚTAUKNING. Prjónið 1 umf til baka frá röngu og endurtakið útaukningu í næstu umf frá réttu. Prjónið 1 umf til baka frá röngu, í lok á þessari umf eru fitjaðar upp 7-7-8 (8-8) nýjar l við miðju að framan = 37-40-44 (50-56) l. Prjónið 2 umf garðaprjón yfir 7-7-8 (8-8) nýjar l – hinar l eru prjónaðar eins og áður. Haldið nú áfram í sléttprjóni með 6 l garðaprjón við miðju að framan (= kantur að framan) og 3 l garðaprjón neðst á ermi. Þegar stykkið mælist 8-9-10 (11-12) cm fækkið lykkjum fyrir ermar í hlið í byrjun umf þannig: 9-10-12 (12-16) l 1 sinni, 5 l 1-1-1 (2-2) sinnum og 4 l 1 sinni = 19-21-23 (24-26) l. Haldið áfram með sléttprjón og 6 l á kanti að framan þar til stykkið mælist ca 18-19-20 (21-22) cm (brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerki á öxl og passið að prjónaðar séu jafn margar umf í sléttprjóni á bakstykki og á framstykki) – stillið af að næsta umf sé prjónuðu frá réttu. Prjónið 6 umf garðaprjón yfir allar l. Prjónið 2 umf þar sem haldið er áfram í sléttprjón og kantlykkjur að framan í garðaprjóni – JAFNFRAMT í 1. umf er aukið út um 2 l jafnt yfir (aukið ekki yfir kant að framan) 21-23-25 (26-28) l. Setjið l á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka l af þræði á prjóninn (= 28-31-34 (40-46) l) og prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, nema gagnstætt. MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Setjið síðan l af vinstra framstykki á sama prjón = 42-46-50 (52-56) l. Í næstu umf (= rétta) eru felldar af kantlykkjur að framan þannig: Prjónið sléttprjón yfir 15-17-19 (20-22) fyrstu l á hægra framstykki, setjið 6 kantlykkjur að framan á hægra framstykki á hjálparprjón fyrir framan stykkið * prjónið 1 l af hjálparprjóni slétt saman með 1 l af vinstri framkanti *, endurtakið frá *-* 6 sinnum = 6 l færri, prjónið síðan sléttprjón út umf = 36-40-44 (46-50) l. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar l. Þegar stykkið mælist ca 55-64-72 (83-89) cm (brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerki á öxl og passið uppá að framstykki og bakstykki séu jafn löng fyrir utan 3 neðstu rendurnar í garðaprjóni á bakstykki). Prjónið 6 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið LAUST af. FRÁGANGUR: Brjótið stykkið saman tvöfalt við öxl og saumið sauma undir ermum og hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið uppfitjunarkantinn við affellingarkantinn neðst niðri á pokanum – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið tölur í vinstra framstykki. HETTA: Prjónið upp 37-39-41 (45-47) l með jólarauður á hringprjóna nr 8 í kringum hálsmál (byrjið við miðju að framan og prjónið upp í ysta lykkjubogann frá réttu). Prjónið garðaprjón fram og til baka þar til hettan mælist 18-20-22 (24-26) cm. Fellið LAUST af. Saumið saman hettuna kant í kant efst uppi. DÚSKAR OG SNÚRA: Gerið 2 litla dúska með litnum natur að þvermáli ca 6 cm og 1 stóran dúsk að þvermáli 8 cm. Dúskarnir mega ekki vera of þéttir. Klippið 1 þráð ca 1 m, leggið þráðinn saman tvöfaldan og tvinnið hann saman. Saumið snúruna við 1 lítinn dúsk, saumið hinn endann á snúrunni við kantinn að framan með því að þræða fyrst í gegnum kantinn að framan. Gerið alveg eins en saumið niður á gagnstæðan kant að framan. Festið stóra dúskinn efst á hettuna. Brotið er uppá ermar eftir þörfum. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #thefirstnoelbuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1052
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.