Stephanie skrifaði:
I am confused on what to do to start the sleeves. The instructions start out with a count, but I'm not sure what they are counting. My sleeve opening is more than 50 st.
28.09.2014 - 03:03DROPS Design svaraði:
Dear Stephanie, in size 2 years, you have skipped 50 sts for each sleeve at the end of yoke, you start then sleeve with ch 4 (underarm), 1 st in each of the 50 sts, finish with 6 ch. Work then 1st row as follows: 1 dc in 4th ch from hook, 1 dc in the next 2 ch, 1 dc in each of the 50 sts from sleeve, 1 dc in each of the 4 ch from beg of previous row = 58 sts. Happy knitting!
29.09.2014 - 09:32
Salme skrifaði:
Hei! Miten tuo lisäys tapahtuu? Siis 2p+2kjs+2p? En saa millään laskuopilla silmukkamäärä täsmäämään!
20.09.2014 - 22:19DROPS Design svaraði:
Työssä on 82-86-90-90 (90-94) ks ennen lisäyksiä. Lisäät 3 p jokaisen merkkilangan kohdalla, eli työhön lisätään yht. 12 s = 94-98-102-102 (102-106) p.
23.09.2014 - 16:29
Hannah skrifaði:
I was only wondering how many skeins it would take to make this for a newborn? It doesn't say on the pattern how many balls of yarn I'll need.
09.07.2014 - 18:49DROPS Design svaraði:
Dear Hannah, you will find the total amount of yarn needed at the right side of the picture, in grams, ie in size 0/1 month 150 g Baby Alpaca Silkc powder/50 g the ball = 3 balls colour powder + 1 ball off-white. Happy crocheting!
10.07.2014 - 08:50
Mia Christensen skrifaði:
FORHØJNING BAG I NAKKEN: For bedre pasform hækles der en lille forhøjning bag i nakken. Sæt 1 mærketråd i m i hvert “hjørne” i halsen, dvs i starten af hver raglanlinje. Jeg forstår ikke hvilken hjørner mærkerne skal være. Og hvad betyder raglanlinje??? Hilsen mia
20.05.2014 - 12:46DROPS Design svaraði:
Hej Mia. Da du startede paa jakken satte du 4 maerketraade i arbejdet, hvor du saa efterfölgende tog ud til raglan (der er en nu skraa linie ved hver raglanudtagning = raglanlinie). Du skal nu saette dine maerker nu ved de fire raglanudtagninger/linier.
21.05.2014 - 17:14
Little Lady Rose#littleladyrosecardigan |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Hekluð jakkapeysa fyrir börn með laskalínu og sólfjaðrakanti, hekluð ofan frá og niður úr DROPS BabyAlpaca Silk. Stærð 0–4 ára
DROPS Baby 25-12 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umf með fl er 1. fl skipt út fyrir 1 ll, umf endar á 1 fl í 3. ll frá byrjun fyrri umf. Í byrjun á hverri umf með st er 1. st skipt út fyrir 3 ll, umf endar á 1 st í ll frá byrjun fyrri umf. UMFERÐ MEÐ ÁFERÐ: * 1 umf fl (heklað frá röngu), 1 umf st (heklað frá réttu) *, endurtakið frá *-* (1 umf fl + 1 umf st = 1 umferð með áferð). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 fl/st með því að hekla 2 fl/st í sömu lykkju. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Heklið 1 fl/st, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið síðan næstu fl/st, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar l á heklunálinni – nú hefur fækkað um 1 fl/st. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 (A.2 á við um útaukningu í kraga). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður. Heklað er fram og til baka frá miðju að framan. BERUSTYKKI: Heklið 83-87-91-91 (91-95) ll (meðtalin 1 ll til að snúa við með) með heklunál nr 3,5 með litnum púður. Heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, heklið síðan 1 fl í hverja ll út umf = 82-86-90-90 (90-94) fl í umf (meðtaldar 5 kantlykkjur að við miðju að framan í hvorri hlið). Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið fyrir laskalínu þannig (byrjið við miðju að framan – ATH: EKKI er heklað þegar prjónamerki eru sett í stykkið): Hoppið yfir 15-16-17-17 (17-18) fl (= vinstra framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu fl, hoppið yfir 14 fl (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu fl, hoppið yfir 20-22-24-24 (24-26) fl (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu fl, hoppið yfir 14 fl (= ermi) og setjið síðasta prjónamerkið í næstu fl (nú eru 15-16-17-17 (17-18) fl á hægra framstykki eftir síðasta prjónamerki). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN HEKLAÐ ER ÁFRAM! Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið næstu umf frá réttu þannig: Heklið 1 st í hverja fl, en í hverri fl með prjónamerki er heklað 2 st + 2 ll + 2 st = 94-98-102-102 (102-106) st í umf. Heklið síðan UMFERÐ MEÐ ÁFERÐ – sjá útskýringu að ofan (heklið fram og til baka með 1 fl/st í hverja l frá fyrri umf, en í öllum umf með fl frá röngu eru heklaðar 2 ll yfir þær 2 ll frá fyrri umf í laskalínu. Í umf með st er heklað 2 st + 2 ll + 2 st í kringum báða ll-bogana). JAFNFRAMT í hverri umf frá réttu (þ.e.a.s. í hverri umf með st) er aukið út fyrir laskalínu þannig: Heklið 2 st + 2 ll + 2 st um hvern ll-boga í hverja laskalínu (= 16 st fleiri í umf – ATH: Heklið um báða ll-bogana). Endurtakið útaukningu í hverri umf frá réttu, 3-4-5-6 (7-8) sinnum til viðbótar (= alls 4-5-6-7 (8-9) sinnum) = 158-178-198-214 (230-250) l í umf. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er hekluð 1 umf með fl frá röngu eins og áður. Næsta umf er hekluð frá réttu þannig: Heklið 1 st í hverja af fyrstu 25-28-31-33 (35-38) fl (= vinstra framstykki), hoppið yfir næstu 34-38-42-46 (50-54) fl (= ermi), heklið 6-6-6-6 (8-8) ll, heklið 1 st í hverja af 40-46-52-56 (60-66) fl (= bakstykki), hoppið yfir næstu 34-38-42-46 (50-54) fl (= ermi), heklið 6-6-6-6 (8-8) ll og heklið 1 st í hverja af síðustu 25-28-31-33 (35-38) fl (= hægra framstykki). Heklið síðan fram- og bakstykki og ermar áfram hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Heklið 1. umf frá röngu – heklið 1 fl í hvern st frá fyrri umf og 1 fl í hverja af þeim 6-6-6-6 (8-8) ll undir hvorum handveg = 102-114-126-134 (146-158) fl í umf. Setjið 1 prjónamerki 28-31-34-36 (39-42) l inn frá hvorri hlið (= 46-52-58-62 (68-74) l á bakstykki). Haldið áfram fram og til baka með UMFERÐ MEÐ ÁFERÐ. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist ca 2-2-2-3 (2-3) cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með ca 1-1½-1½-1½ (1½-1½) cm millibili, 10-10-10-10 (13-13) sinnum til viðbótar (= alls 11-11-11-11 (14-14) sinnum) = 146-158-170-178 (202-214) l. Þegar stykkið mælist ca 15-17-18-20 (22-24) cm frá handvegi – stillið af að útaukningu sé lokið, heklið nú 1 umf fl frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 2-2-2-0 (0-0) fl jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 148-160-172-178 (202-214) fl. Klippið frá. Skiptið yfir í litinn natur og heklið 1 umf fl frá röngu með 1 fl í hverja fl frá fyrri umf. Heklið síðan sólfjaðramynstur eftir mynsturteikningu A.1, þ.e.a.s. heklað er þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): 1 ll, 1 fl í fyrstu l, * 3 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* út umf = 49-53-57-59 (67-71 ll- bogar), snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Heklið 3 ll (jafngilda 1 st), 3 st + 2 ll + 3 st um fyrsta ll-bogann, * 1 st um næsta ll-boga, 3 st + 2 ll + 3 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* út umf og endið á 1 st í fyrstu fl frá byrjun fyrri umf = 25-27-29-30 (34-36) st-hópar með 1 st á milli hverra st-hópa, snúið við. UMFERÐ 3 (= rétta): Heklið 3 ll (jafngilda 1 st), 3 st + 2 ll + 3 st um ll-bogann mitt í fyrsta st-hópinn, * 1 st í næsta st, 3 st + 2 ll + 3 st um ll-bogann mitt í næsta st-hóp *, endurtakið frá *-* út umf og endið á 1 st í 3. ll frá byrjun fyrri umf = 25-27-29-30 (34-36) st-hópar með 1 st á milli hverra st-hópa. Klippið frá og festið enda. ERMI: = 34-38-42-46 (50-54) l. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT. Heklið 1. umferð frá réttu með litnum púður þannig: Heklið 3-3-3-3 (4-4) ll, heklið 1 st í hverja l og heklið 3-3—3 (4-4) ll. Snúið stykkinu, heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, heklið 1 fl í hverja af 1-1-1-1 (2-2) næstu ll, 1 fl í hvern st frá fyrri umferð og 1 fl í hverja af 3-3-3-3 (4-4) ll frá byrjun á fyrri umferð = 40-44-48-52 (58-62) l í umf. Heklið nú UMFERÐ MEÐ ÁFERÐ fram og til baka eins og áður með st frá réttu og fl frá röngu. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 2-2-3-3 (3-3) cm frá prjónamerki er fækkað um 1 l í hvorri hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 8-5-3-3 (2½-2½) cm millibili, 1-2-4-5 (7-8) sinnum til viðbótar (= alls 2-3-5-6 (8-9) sinnum í hvorri hlið) = 36-38-38-40 (42-44) l. Þegar ermin mælist ca 13-14-16-19 (23-26) cm frá prjónamerki – endið eftir 1 umf fl frá röngu, klippið frá. Skiptið yfir í litinn natur. Heklið 1 umf fl frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 4-2-2-6 (4-2) fl jafnt yfir = 40-40-40-46 (46-46) fl. Heklið nú sólfjaðramynstur eftir mynsturteikningu A.1 með byrjun frá réttu, á sama hátt og neðst niðri á peysu. Eftir 1. umf eru 13-13-13-15 (15-15) ll-bogar í umf og eftir 2. umf eru 7-7-7-8 (8-8) st-hópar með 1 st á milli hverra st-hópa. Heklið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið sauma undir ermum kant í kant yst í lykkjubogann. Saumið saman op við handveg. Saumið tölur í vinstra framstykki. Efsta tala á að vera staðsett ca 1 cm frá hálsmáli og það eiga að vera ca 5-7 cm á milli talna. Tölum er hneppt í gegnum st í mynstri með áferð. UPPHÆKKUN AFTAN VIÐ HNAKKA: Til þess að flíkin passi betur er hekluð upphækkun aftan við hnakka. Setjið 1 prjónamerki í l í hvert "horn" í hálsmáli, þ.e.a.s. í byrjun á hverri laskalínu. Heklið með heklunál nr 3,5 með litnum púður þannig: Byrjið á 11. l frá miðju að framan, heklið 1 fl í hverja l þar til 1 l er eftir á undan l með prjónamerki, heklið 1 hst í næstu l, 1 st í l með prjónamerki og 1 hst í næstu l, heklið síðan 1 fl í hverja l þar til 1 l er eftir á undan næstu l með prjónamerki, 1 hst í næstu l, 1 st í l með prjónamerki og 1 hst í næstu l. Haldið svona áfram þar til 10 l eru eftir við miðju að framan í annarri hliðinni. Snúið við og heklið 1 fl í hverja fl, en við hvert prjónamerki eru heklaðar 3 fl saman, þ.e.a.s. heklið 1 fl í hst, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina í lokin og að draga þráðinn í gegn, heklið 1 fl í st með prjónamerki, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina í lokin og að draga þráðinn í gegn, heklið 1 fl í næsta hst, en nú er þræðinum brugðið yfir heklunálina og þráðurinn dreginn í gegnum allar 4 l á heklunálinni (= 2 fl færri). Klippið frá. KRAGI: Heklið með heklunál nr 3,5 með litnum púður þannig: Byrjið í 4. ll frá miðju að framan og heklið 1 fl í hverja fl í kringum hálsmál þar til 3 fl eru eftir í umf JAFNFRAMT sem 5. og 6. hver l eru heklaðar saman – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = ca 57-60-64-64 (64-67) fl eftir. Passið uppá að prjónamerkin við hverja laskalínu fylgja með í stykkinu en færið prjónamerkin inn að ermi í hvorri hlið þannig að öll prjónamerkin séu staðsett á milli 2 l. Heklið síðan umferð með áferð fram og til baka eins og á fram- og bakstykki með 1 l í hverja l. JAFNFRAMT eftir 3-3-3-4 (4-4) cm er aukið út í 2 næstu umf eins og útskýrt er í A.2. Eftir síðustu útaukningu mælist kraginn ca 5-5-5-6 (6-6) cm. Klippið frá og festið enda. HEKLAÐUR KANTUR MEÐFRAM MIÐJU AÐ FRAMAN: Heklið með litnum natur þannig: Byrjið frá röngu neðst niðri á vinstra framstykki og heklið 1 umf fl upp meðfram miðju að framan og síðan yfir 3 l efst uppi við hálsmál áður en kraginn byrjar – heklið ca 2 fl um hverja st-umferð og 1 fl í hverja fl-umferð. Snúið við og heklið til baka þannig: * 3 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* út umf þar til komið er neðst niðri á kant að framan. Klippið frá og festið enda og endurtakið meðfram hægra framstykki með byrjun frá röngu efst uppi við hálsmál. HEKLAÐUR KANTUR Í KRINGUM KRAGA: Heklið með litnum natur þannig: Byrjið frá réttu þar sem kraginn byrjar eftir 3 l efst uppi við hálsmál og heklið 1 umf fl í kringum allan kragann þar sem kraginn endar á undan 3 l efst uppi við hálsmál í hinni hliðinni. Snúið við og heklið til baka þannig: * 3 ll, hoppið yfir ca 2 l, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* - ATH: Stillið af að fjöldi ll-boga sé deilanlegur með 2 + 1. Snúið við og heklið kant að lokum með sólfjöðrum frá réttu þannig: Heklið kl að miðju á fyrsta ll-boganum, 3 ll (jafngilda 1 st), * 3 st + 2 ll + 3 st í næsta ll-boga, 1 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* út umf. Klippið frá og festið enda. SLAUFA: Heklið 11 ll með heklunál nr 3,5 með litnum natur. Fyrsta umf er hekluð þannig: Heklið 1 st í 4. ll frá heklunálinni, 1 st í hverja af 7 næstu ll = 9 st í umf. Snúið við og heklið UMFERÐ MEÐ ÁFERÐ fram og til baka þar til stykkið mælist ca 10 cm – endið eftir 1 umf með fl. Klippið frá og festið enda. Saumið saman skammhliðar og myndið hring og snúið smá þræði í kringum miðjuna á slaufunni þannig að hún dragist fallega saman fyrir miðju. Saumið slaufuna niður efst í hægra framstykki. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #littleladyrosecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 25-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.