Diana Pearson skrifaði:
Really like the back and the front of this design - very classy and fitted. Think it would look a lot better with set-in sleeves rather than the drop shoulders which seem to predominate in this collection.
31.05.2013 - 23:57Josephine skrifaði:
I love the cable edging and the beautiful shaped back. I don't like the dropped shoulder and would knit it with a set in sleeve.
31.05.2013 - 21:47
Eleonora skrifaði:
Originalissimo questo gioco di curve e geometrie
31.05.2013 - 17:45Alison skrifaði:
Lovely design with fitted back. Very elegant!
31.05.2013 - 14:59
Marjan skrifaði:
Super!
31.05.2013 - 14:15
Edith skrifaði:
Très joli !
31.05.2013 - 12:26
Heidi skrifaði:
VAKKER!
31.05.2013 - 11:10
Lassus skrifaði:
Un seul mot magnifique
31.05.2013 - 10:29Nakiloe skrifaði:
Can I vote twice for this one? ^^ I love it
31.05.2013 - 09:43
Andrea skrifaði:
Nádherné,super
31.05.2013 - 09:13
Ruby Turns#rubyturnscardigan |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa í garðaprjóni, úr DROPS Alpaca með bogalaga kanti að framan með kaðli. Stærð S - XXXL.
DROPS 151-3 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikningin sýnir umf í mynstri frá réttu. STUTTAR UMFERÐIR-1 HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónaðar eru stuttar umferðir til að ná fram bogalaga formi á framstykki. Stuttu umferðirnar (1 mynstureining) eru prjónaðar í garðaprjóni og kaðlamynstri þannig – (1. umf = rétta): UMFERÐ 1-2: Prjónið A.1 (= 12 l) + 1 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka (þ.e.a.s. 1 l garðaprjón og A.1 yfir 12 síðustu l). UMFERÐ 3-4: Prjónið A.1 + 2 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka (munið eftir A.1 yfir síðustu 12 l). UMFERÐ 5-6: Prjónið A.1 + 4 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 7-8: Prjónið A.1 + 6 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka. Haldið áfram að prjóna A.1 + 2 l garðaprjón fleiri í hvert skipti þar til 3 l eru eftir á prjóni, prjónið síðan næstu umf frá réttu þannig: Prjónið A.1, * 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir á prjóni og endið á 3 l sl, snúið við og prjónið til baka (uppslátturinn er prjónaður slétt þannig að það myndist gat). 1 mynstureining = alls 44-50-54-60-66-74 umf. STUTTAR UMFERÐIR-2 HÆGRA FRAMSTYKKI: (1. umf = rétta). UMFERÐ 1-2: Prjónið A.1 (= 12 l), snúið við og prjónið A.1 til baka. UMFERÐ 3-4: Prjónið A.1 + 3-9-3-11-5-1 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka (munið eftir A.1 yfir 12 síðustu l). UMFERÐ 5-6. Prjónið A.1 + 7-13-8-15-10-7 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 7-8: Prjónið A.1 +11-17-13-19-15-13 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 9-10: Prjónið A.1 + 15-21-18-23-20-19 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka. Haldið áfram að prjóna A.1 + 4-4-5-4-5-6 l garðaprjón fleiri í hvert skipti þar til prjónað hefur verið fram og til baka yfir allar l á prjóni. 1 mynstureining = alls 24-24-24-28-28-28 umf. STUTTAR UMFERÐIR-1 VINSTRA FRAMSTYKKI: Stuttar umferðir (1-mynstureining) eru prjónaðar í garðaprjóni og kaðlamynstri þannig – ATH: 1. umf = ranga, þ.e.a.s. 1. umf í A.2 er lesin frá vinstri til hægri: UMFERÐ 1-2: Prjónið A.2 (= 12 l) + 1 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka (þ.e.a.s. 1 l garðaprjón og A.2 yfir 12 síðustu l). UMFERÐ 3-4: Prjónið A.2 + 2 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka (munið eftir A.2 yfir síðustu 12 l). UMFERÐ 5-6: Prjónið A.2 + 4 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 7-8: Prjónið A.2 + 6 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka. Haldið áfram að prjóna A.2 + 2 l garðaprjón fleiri í hvert skipti þar til 3 l eru eftir á prjóni, prjónið síðan næstu umf frá réttu þannig: Prjónið A.2, * 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir á prjóni og endið á 3 l sl, snúið við og prjónið til baka (uppslátturinn er prjónaður slétt þannig að það myndist gat). 1 mynstureining = alls 44-50-54-60-66-74 umf. STUTTAR UMFERÐIR-2 VINSTRA FRAMSTYKKI: (1. umf = ranga). UMFERÐ 1-2: Prjónið A.2 (= 12 l), snúið við og prjónið A.2 til baka. UMFERÐ 3-4: Prjónið A.2 + 3-9-3-11-5-1 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka (munið eftir A.2 yfir 12 síðustu l). UMFERÐ 5-6. Prjónið A.2 + 7-13-8-15-10-7 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 7-8: Prjónið A.2 +11-17-13-19-15-13 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka. UMFERÐ 9-10: Prjónið A.2 + 15-21-18-23-20-19 l garðaprjón, snúið við og prjónið til baka. Haldið áfram að prjóna A.2 + 4-4-5-4-5-6 l garðaprjón fleiri í hvert skipti þar til prjónað hefur verið fram og til baka yfir allar l á prjóni. 1 mynstureining = alls 24-24-24-28-28-28 umf. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið um 1 l eftir A.1 þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið um 1 l á undan A.2/A.3 þannig: Prjónið 2 l slétt saman. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 55-61-65-71-77-85 l á hringprjóna nr 3 með Alpaca. Prjónið STUTTAR UMFERÐIR-1 HÆGRA FRAMSTYKKI – sjá útskýringu að ofan. Prjónið alls 3 mynstureiningar með STUTTAR UMFERÐIR-1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu mynstureiningu er prjónuð 1 mynstureining með STUTTAR UMFERÐIR-2 HÆGRA FRAMSTYKKI. Setjið 1 prjónamerki eftir síðustu mynstureiningu. Boginn er nú prjónaður og haldið er áfram fram og til baka yfir allar l í garðaprjóni og A.1 yfir síðustu 12 l við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 9-8-7-6-5-4 cm frá prjónamerki er fækkað um 1 l fyrir hálsmáli innan við A.1 við miðju að framan – LESIÐ ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu), 3-4-4-4-4-5 sinnum til viðbótar (= alls 4-5-5-5-5-6 sinnum) og síðan í 6. hverri umf alls 8-8-8-9-9-9 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-9-8-6-5-3 cm frá prjónamerki eru fitjaðar upp nýjar l í lok hverrar umf í hlið fyrir ermi þannig. Fitjið upp 3-2-2-2-1-1 l alls 3 sinnum og síðan 13-14-11-7-8-4 l 1 sinni. Eftir allar útaukningar og úrtökur eru 65-68-69-70-74-77 l eftir á prjóni. Haldið áfram í garðaprjóni og A.1 við miðju að framan þar til stykkið mælist 29-29-29-28-28-27 cm frá prjónamerki. Í næstu umf frá réttu eru 8 fyrstu l sl prjónaðar í kaðli slétt saman 2 og 2 = 61-64-65-66-70-73 l eftir á prjóni. Fellið laust af í næstu umf. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. prjónið STUTTAR UMFERÐIR-1 VINSTRA FRAMSTYKKI – sjá útskýringu að ofan, síðan STUTTAR UMFERÐIR-2 VINSTRA FRAMSTYKKI – sjá útskýringu að ofan. Prjónið A.2 í stað A.1. Efst á öxl er fækkað um 8 síðustu l sl í kaðli (í stað 8 fyrstu). BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað í 2 stykkjum þannig að það verður klauf / op við miðju að aftan, síðan eru stykkin sett saman og prjónað er áfram yfir allar l. VINSTRA BAKSTYKKI: Fitjið upp 53-61-65-69-77-81 l á hringprjóna nr 3 með Alpaca. Prjónið 1 umf br frá röngu. Prjónið nú stroff þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, * 2 l sl, 2 l garðaprjón *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir á prjóni og endið á 2 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 2 l br, * 2 l garðaprjón, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 14 l eru eftir á prjóni, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Endurtakið umf 1 og 2 þar til stykkið mælist 3 cm. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.1 (= 12 l – það verða 2 l garðaprjón í röð í byrjun umf) JAFNFRAMT er fækkað um 1 l í mynstureiningu A.1 í sléttprjóni (2 síðustu l br í A.1 koma beint yfir 2 l br í stroffi), síðan er prjónað garðaprjón yfir 39-47-51-55-63-67 l sem eftir eru JAFNFRAMT er fækkað um 0-3-3-1-3-0 l jafnt yfir þessar l = 52-57-61-67-73-80 l á prjóni. Haldið svona áfram með mynstur með A.1 og garðaprjón þar til stykkið mælist 8-8-8-10-10-10 cm. Geymið stykkið og prjónið hægra bakstykki. HÆGRA BAKSTYKKI: Fitjið upp eins og vinstra bakstykki. Prjónið 1 umf br frá röngu. Prjónið nú stroff þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 l sl, 2 l garðaprjón *, endurtakið frá *-* þar til 16 l eru á prjóni og endið á 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkju í garðaprjóni, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, * 2 l garðaprjón, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir á prjóni og endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Endurtakið umf 1 og 2 þar til stykkið mælist 3 cm. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 39-47-51-55-63-67 l í garðaprjóni (meðtalin 1 kantlykkja) JAFNFRAMT er fækkað um 0-3-3-1-3-0 l jafnt yfir þessar l, síðan er prjónað A.3 JAFNFRAMT er fækkað um 1 l í mynstureiningunni í sléttprjóni í kaðli (þannig að mynstrið passi yfir stroff), endið síðan á 1 kantlykkju í garðaprjóni (það koma til með að vera 2 l garðaprjón fleiri í röð í lok umf) = 52-57-61-67-73-80 l á prjóni. Haldið svona áfram með mynstur með A.3 og garðaprjóni þar til stykkið mælist 8-8-8-10-10-10 cm – endið eftir sömu umf í mynstri og á vinstra bakstykki. Setjið nú l frá hægra bakstykki saman við l frá vinstra bakstykki þannig að kaðlarnir séu á móti hverjum öðrum við miðju að aftan og prjónið fram og til baka yfir allar 104-114-122-134-146-160 l þannig (séð frá réttu): 39-44-48-54-60-67 l garðaprjón, prjónið A.3 (= 12 l), prjónið 2 l garðaprjón, prjónið A.1 (= 12 l) og endið á 39-44-48-54-60-67 l garðaprjón. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 1 l hvoru megin með því að prjóna 2 l í næst síðustu l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 8-8-6-6-6-6 cm millibili, 2-2-3-3-3-3 sinnum til viðbótar (= alls 3-3-4-4-4-4 sinnum )= 110-120-130-142-154-168 l. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm eru fitjaðar upp nýjar l í lok hverrar umf í hvorri hlið fyrir ermar þannig: Fitjið upp 3-2-2-2-1-1 l alls 3 sinnum og síðan 13-14-11-7-8-4 l 1 sinni = 154-160-164-168-176-182 l á prjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm – stillið af að næsta umf sé frá réttu, byrjið á tilfærslu á A.1 og A.3, þannig að kaðlarnir byrja að vísa út og það verða fleiri l í garðaprjóni á milli kaðlana. Þetta er gert þannig: Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við A.1 og A.3. Prjónið garðaprjón þar til 2 l eru eftir á undan fyrsta prjónamerki (þ.e.a.s. á undan A.3), fellið af 1 l – LESIÐ ÚRTAKA, prjónið A.3 og aukið út um 1 l á eftir öðru prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING, prjónið garðaprjón fram að þriðja prjónamerki (þ.e.a.s. á undan A.1), aukið út um 1 l, prjónið A.1 og fækkið um 1 l á eftir síðasta prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA, prjónið nú garðaprjón yfir þær l sem eftir eru. Endurtakið tilfærsluna í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu), 3 sinnum til viðbótar (= alls 4 sinnum) og síðan í 8. hverri umf alls 7-7-8-9-9-9 sinnum. Eftir síðustu tilfærslu eru 24-24-26-28-28-28 l garðaprjón á milli 2. og 3. Prjónamerkis við miðju að aftan og alls 26-26-28-30-30-30 l garðaprjón á milli 2 kaðla við miðju að aftan. Þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm eru felldar af miðju 20-20-22-24-24-24 l fyrir hálsmál og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið nú af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umf frá hálsmáli þannig: Fellið af 1 l 2 sinnum = 65-68-69-70-74-77 l eftir á prjóni. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm – passið uppá að fram- og bakstykki séu jafn löng, prjónið næstu umf frá réttu og 8 og 9 l í kaðli er prjónuð sl saman 2 og 2 = 61-64-65-66-70-73 l eftir á prjóni. Fellið laust af í næstu umf. Endurtakið á sama hátt í hinni hliðinni á hálsmáli. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 11 l á hringprjóna nr 3 með Alpaca. Prjónið 1 umf br frá röngu en þegar 5 l eru eftir á prjóni eru 2 l prjónaðar í hverja af næstu 4 lykkjum áður en endað er á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Næsta umf er prjónuð frá réttu: Prjónið A.1 (= 12 l) og endið á 3 l garðaprjón. Haldið áfram með mynstur fram og til baka þar til stykkið mælist 24-24-25-25-26-26 cm. Í næstu umf frá réttu eru prjónaðar fyrstu 8 l sl í kaðli saman 2 og 2 = 11 l eftir á prjóni, fellið laust af og klippið frá. Prjónið upp frá réttu 1 l í hverja rönd í garðaprjóni meðfram hlið með 3 l garðaprjón í lokin (prjónið upp innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni). Í næstu umf (= ranga) er fækkað/aukið út jafnt yfir til 60-60-62-62-64-64 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið). Prjónið 6 umf garðaprjón fram og til baka á prjóni, prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 8-8-10-8-12-9 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið með því að prjóna 2 l í næst síðustu l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu í hvorri hlið með 3-2½-2-2-1½-1½ cm millibili, 11-13-15-17-18-21 sinnum til viðbótar (= alls 12-14-16-18-19-22 útaukningar í hvorri hlið) = 84-88-94-98-102-108 l. Fellið af þegar stykkið mælist 44-44-44-44-43-43 cm. Prjónið aðra ermi á sama hátt, en prjónið kantinn með köðlum neðst niðri á ermi gagnstætt þ.e.a.s. eftir uppfit er prjónuð 1 umf br frá röngu jafnframt eru prjónaðar 2 l í aðra, þriðju, fjórðu og fimmtu l í byrjun umf (í stað lok umf). Næsta umf er prjónuð frá réttu: Prjónið 3 l garðaprjón og síðan A.3. Prjónið nú eins og fyrri ermi. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermasauma innan við 1 kantlykkju. Saumið sauma undir ermi og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rubyturnscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 151-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.