Cristin Byman skrifaði:
Får inte mönstret att stämma efter första minskning A3
24.02.2022 - 13:42DROPS Design svaraði:
Hei Cristin. Hvilken størrelse strikker du (diagram for S+M+L eller diagram for Xl+XXL+XXXL)? Mulig det ikke stemmer i den str. du strikker i når du ser på selve diagrammet, men om du har det maskeantallet det står i oppskriften skal det være riktig. mvh DROPS Design
28.02.2022 - 14:10
Gunbritt Johansson skrifaði:
Stickar "September Jacket"Lima modell nr li-027 kofta fram och tillbaka på rundsticka. Mönster A.1 = vita maskor var 4e v. Det vita garnet är då på "fel" sida av arbetet. Klipper jag av det blir det ju mycket trådar att fästa och kanske inte så snyggt. Eller ska jag låta det vita garnet följa med på nästkommande aviga varv? M.v.h Gunbritt Johansson
06.12.2020 - 16:26DROPS Design svaraði:
Hej Gunbritt, vi skal høre med design, om du ikke vil klippe tråden, skulle du kunne flytte lusene til hver 5.pind. God fornøjelse!
15.12.2020 - 14:16
Hanne Elena Rørbech skrifaði:
Vil gerne have en udprintet opskrift af denne sendt med garnet jeg bestiller. O.K ?
04.11.2016 - 23:30
Hanne Elena Rørbech skrifaði:
Vil gerne have en udprintet opskrift af denne sendt med garnet jeg bestiller. O.K ?
02.11.2016 - 10:14
Susanna skrifaði:
In der Anleitung steht, dass beim Rumpf nach 8 cm vier Maschen abgenommen werden sollen. Ist das Maß inklusive des Bündchens oder gemessen ab Bündchen? Vielen Dank!
25.01.2016 - 21:06DROPS Design svaraði:
Es ist die Gesamtlänge gemeint, ab dem Anschlag.
29.01.2016 - 10:58
Dähn, Heike skrifaði:
Da die "Läuse" nur in jeder 5. Reihe vorkommen, ist das immer eine Hinreihe. Wie bekomme ich den weißen Faden da wieder an den Anfang? Muss ich da jedesmal abschneiden und so viele Fäden verstechen? Ich fänd es besser, wenn die "Läuse" einmal in einer Hin- und beim nächsten Mal in der Rückreihe vorkämen. Kann jemand helfen, der so etwas schon einmal gestrickt hat?
13.07.2015 - 17:16DROPS Design svaraði:
Ja, Sie müssen den Faden eigentlich jedes Mal neu ansetzen. Alternativ könnten Sie den Faden über die Rück-R mitführen (d.h. immer mal wieder nach ein paar M mit dem Arbeitsfaden verkreuzen) und dann bis zur nächsten "Läuse-R" innerhalb der Blende nach oben mitführen.
20.07.2015 - 12:03
Anne Marie De Brauwere skrifaði:
Beste Bij de teltekening van het bovenstuk de aubergine bloem ( 4de tekening van onderaan te tellen) springt de tekening drie hokjes naar links. De onderste tekening echter begint onmiddellijk bij het eerste hokje. Moet ik dan eerst vier hokjes naar links tellen vanaf de zes voorbiessteken? Ook het volgende motief begint drie hokjes meer naar links. Moet ik dan weerom drie steken verder beginnen? Dank voor uw hulp! vriendelijke groeten A De brauwere
13.03.2015 - 09:12DROPS Design svaraði:
Hoi Anne Marie. Je begint onderaan het patroon voor jouw maat. Door de minderingen voor de pas bij A, B, C enzovoort (Lees in PAS) worden er minder steken per herhaling van het patroon, daarom zijn er ook minder hokjes op de teltekening. Lees hier hoe je onze teltekeningen moet lezen
13.03.2015 - 15:40
Stina skrifaði:
Er der ikke en uoverensstemmelse mellem billedet og diagram A.3? Linje 16-18 står i diagrammet til at skulle strikkes i natur og lyng men er på billedet i natur og rubinrød.
19.01.2015 - 22:28DROPS Design svaraði:
Hej Stina, Jeg tror du har ret, det skal vi få rettet i diagrammerne. Tak for hjælpen! :)
02.02.2015 - 14:55
Agneta skrifaði:
När man stickar mönster A1 ska man ta och klippa av det vita garnet för varje mönstervarv?
05.01.2015 - 20:47DROPS Design svaraði:
Hej Agneta. Nej, det er ikke nödvendigt hver gang. Du strikker jo flere varv med vit, og er der kun et par pinde imellem de vita, saa ville jeg före traaden med. Med laengere afstand vil jeg klippe traaden.
06.01.2015 - 16:42
Mund skrifaði:
Hallo, nach dem Bündchen vom Rupfteil werden laut Anleitung 59 Maschen (in Größe XL) in einer Reihe abgenommen. Habe ich das richtig verstanden? Warum ist das so?
19.11.2013 - 12:17DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Mund, wenn man am Bündchen mit höherer Maschenzahl strickt, wird es locker und zieht sich nicht zusammen. Wenn Ihnen das nicht gefällt, können Sie gerne das Bündchen schon mit geringerer Maschenzahl stricken.
19.11.2013 - 22:56
September Jacket#septemberjacket |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Lima með norrænu mynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 150-14 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚRTAKA-1 (á við um fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á undan prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ÚRTAKA-2 (á við um úrtöku á berustykki): Til þess að reikna út hversu oft þarf að fækka í umf, er heildarfjöldi l í umf talinn (t.d. 289 l), mínus kantur að framan (t.d. 12 l) og restinni deilt með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 27) = 10,2. Þ.e.a.s. með þessu dæmi eru prjónaðar saman 9. og 10. hver l (lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan). ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 l með því að taka upp l frá fyrri umf, prjónið l slétt. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 5, 12, 19, 26, 33, 40, 47 og 54 cm. STÆRÐ M: 5, 13, 20, 28, 35, 42, 49 og 56 cm. STÆRÐ L: 5, 13, 20, 28, 35, 43, 50 og 58 cm. STÆRÐ XL: 5, 13, 21, 29, 37, 45, 53 og 60 cm. STÆRÐ XXL: 5, 13, 21, 29, 37, 45, 53 og 62 cm. STÆRÐ XXXL: 5, 13, 21, 29, 37, 46, 55 og 64 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 226-242-262-294-322-350 l (meðtaldar 6 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3 með litnum grár. Prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu: Prjónið 6 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 2 l br endurtakið frá *-* þar til 8 l eru eftir á prjóni og endið á 2 sl og 6 kantlykkjum að framan í GARÐAPRJÓN. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist ca 4 cm – passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá röngu. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið 1 umf br frá röngu JAFNFRAMT er fækkað um 45-49-51-59-63-67 l jafnt yfir (lykkjum er fækkað er með því að prjóna 2 l br saman og lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan) = 181-193-211-235-259-283 l. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 48-51-56-62-68-74 l inn frá hvorri hlið (= 85-91-99-111-123-135 l á milli prjónamerkja á bakstykki). Næsta umf er prjónuð frá réttu. Prjónið 6 kantlykkjur að framan, prjónið mynstur eftir A.1 þar til 7 l eru eftir á prjóni. Prjónið 1. l í A.1 (þannig að mynstrið verði alveg eins í báðum hliðum við miðju að framan) og endið á 6 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA-1 (= 4 l færri - ATH: Þær l sem ekki ganga upp í mynstur þegar úrtaka er í gangi eru prjónaðar með litnum grár). Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 16 cm = 173-185-203-227-251-275 l. Þegar stykkið mælist 22 cm aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri – ATH: Þær l sem ekki ganga upp í mynstri við útaukningu eru prjónaðar með grár). Endurtakið útaukningu með 3-3-3-3½-3½-4 cm millibili, 3-4-4-4-4-4 sinnum til viðbótar (= alls 4-5-5-5-5-5 útaukningar) = 189-205-223-247-271-295 l. Þegar stykkið mælist ca 36-37-38-39-40-41 cm – stillið af að næsta umf sé frá réttu með "doppum", fellið af miðju 12 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 6 l hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 77-85-93-105-117-129 l eftir á bakstykki og 44-48-53-59-65-71 l á hvoru framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 64-64-68-68-76-76 l á sokkaprjóna nr 3 með litnum rúbínrauður. Prjónið 1 umf slétt. Prjóni nú stroff 2 l sl, 2 l br í 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið 1 umf slétt með litnum rúbínrauður JAFNFRAMT er fækkað um 16-16-16-16-20-20 l jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf (= miðja undir ermi) og prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.2. Eftir A.2 er haldið áfram í sléttprjóni og litnum grár. Þegar stykkið mælist 7-8-10-10-12-10 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 3-2½-2½-2-2-2 cm millibili, 12-14-13-15-14-16 sinnum til viðbótar (= alls 13-15-14-16-15-17 útaukningar) = 74-78-80-84-86-90 l. Þegar stykkið mælist 45-45-45-44-44-44 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið af 12 l fyrir miðju undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 6 l hvoru megin við prjónamerki) = 62-66-68-72-74-78 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón eins og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir ermum = 289-313-335-367-395-427 l. Prjónið 1 umf br frá röngu (kantlykkjur að framan í garðaprjóni) JAFNFRAMT er fækkað um 4-4-6-6-6-6 l jafnt yfir LESIÐ ÚRTAKA-2 = 285-309-329-361-389-421 l Prjónið 0-1-2-0-1-2 cm sléttprjón með litnum grár. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.3 (veldu mynstur fyrir þína stærð) þar til 7 l eru eftir á prjóni, prjónið 1. l í A.3 (þannig að mynstrið verði eins báðum megin við miðju að framan) og endið á 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umf merktri með ör A í mynstri er fækkað um 12-20-24-24-36-36 l jafnt yfir frá réttu (lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan) = 273-289-305-337-353-385 l. Haldið áfram með mynstur. Í umf merktri með ör B í mynstri er fækkað um 26-27-28-36-37-39 l jafnt yfir = 247-262-277-301-316-346 l. Haldið áfram með mynstur. Í umf merktri með ör C í mynstri er fækkað um 30-33-36-39-45 l jafnt yfir = 217-22-241-265-277-301. Haldið áfram með mynstur. Í umf merktri með ör D í mynstri er fækkað um 32-36-40-48-44-52 l jafnt yfir = 185-193-201-217-233-249 l. Haldið áfram með mynstur. Í umf merktri með ör E í mynstri er fækkað um 32-36-40-48-60-60 l jafnt yfir = 153-157-161-169-173-189 l. Haldið áfram með mynstur. Í umf merktri með ör F í mynstri (= síðasta umf og ranga), fækkið um 35-35-35-39-39-47 l jafnt yfir = 118-122-126-130-134-142 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og litnum rúbínrauður og prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 8 l eru eftir á prjóni, endið á 2 l sl og 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff. JAFNFRAMT eftir 2 umf með stroff er prjónuð upphækkun aftan í hnakka með stuttum umferðum þannig: Prjónið stroff (og kant að framan) eins og áður þar til 20-20-22-22-24-24 l eru eftir, snúið við og prjóni stroff til baka þar til 20-20-22-22-24-24 l eru eftir í annarri hliðinni. Snúið við og prjónið stroff þar til 28-28-30-30-32-32 l eru eftir, snúið við og prjónið stroff til baka þar til 28-28-30-30-32-32 l eru eftir í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið stroff þar til 36-36-38-38-40-40 l eru eftir, snúið við og prjónið stroff til baka þar til 36-36-38-38-40-40 l eru eftir í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið stroff (og kant að framan) út umf. Haldið nú áfram með stroff fram og til baka yfir allar l eins og áður þar til stroffið mælist ca 3 cm þar sem það er minnst við miðju að framan. Fellið nú laust af með sl yfir sl og br yfir br. Berustykkið mælist nú ca 20-21-22-23-24-25 cm og öll peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #septemberjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 150-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.