Cheryl skrifaði:
Typo in pattern directions: " NOTE: The sts that do not the pattern when..." What is missing in "...do not the pattern...."?
04.09.2014 - 06:22DROPS Design svaraði:
Dear Cheryl, when you bind off the sts, you cannot work the pattern over the same number of repeats as before, work in stocking st the sts that cannot be worked anymore in pattern. Happy knitting!
04.09.2014 - 08:14
Lucia skrifaði:
Come mai devo usare i ferri circolari se ci sono un davanti e un dietro?
30.11.2013 - 13:07DROPS Design svaraði:
Buongiorno. E' tradizione di alcuni paesi lavorare più frequentemente con i ferri circolari. In questo caso il modello è lavorato avanti e indietro sui ferri e il numero delle m non è altissimo. Può tranquillamente lavorare sui ferri dritti se si trova meglio. Buon lavoro!
30.11.2013 - 14:52
Lucia skrifaði:
Come mai si usano i ferri circolari?
30.11.2013 - 13:06DROPS Design svaraði:
Buongiorno. E' tradizione di alcuni paesi lavorare più frequentemente con i ferri circolari. In questo caso il modello è lavorato avanti e indietro sui ferri e il numero delle m non è altissimo. Può tranquillamente lavorare sui ferri dritti se si trova meglio. Buon lavoro!
30.11.2013 - 14:53
Kati Hahn skrifaði:
Stricke ich gerade,in 2 Fäden Alpaka orange und orange Mix,traumhaft. Das wird ein schickes Teil :)
20.11.2013 - 08:05
Renata skrifaði:
Moc fajn,už ho mám!
25.10.2013 - 19:51
MOMO skrifaði:
J'ai pris un grand plaisir à le tricoter et le résultat est superbe. Soyeux et décontracté !!!!
24.08.2013 - 17:11
Jannet Phares skrifaði:
I'd name this "Tabard on the Green".
26.06.2013 - 22:23
Åsa skrifaði:
Seriously? It really couldn't flatter anybody...
19.06.2013 - 17:12
Vanhée skrifaði:
Alors comme toujours j'ai fait une copie du modèle pour le faire
18.06.2013 - 15:24
Daniela skrifaði:
Molto molto carino... sembra anche semplice da copiare
17.06.2013 - 14:52
Sherwood#sherwoodponcho |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónað poncho úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk með öldumynstri og lausum kraga í garðaprjóni. Stærð S - XXXL
DROPS 149-36 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR: Til þess að koma í veg fyrir að garðaprjón dragist saman í hliðum eru prjónaðar stuttar umferðir með jöfnu millibili yfir síðustu l í garðaprjóni í hvorri hlið þannig: * Byrjið frá réttu og prjónið sl yfir síðustu 16-20-22-16-20-26 l, snúið við, herðið á þræði og prjónið sl til baka. Snúið við og prjónið eins og áður yfir allar l, snúið við, prjónið sl yfir síðustu 16-20-22-16-20-26 l, snúið við, herðið á þræði og prjónið sl til baka *, endurtakið frá *-* eftir ca 5. hvern cm. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hvorri hlið á framstykki þannig: Prjónið fjórðu og fimmtu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið eins og áður þar til 5 l eru eftir, sláið uppá prjóninn, prjónið 2 l slétt saman og prjónið síðustu 3 l á prjóni eins og áður. Fellið af fyrir hnappagötum í hvorri hlið þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 8 og 14 cm. STÆRÐ M: 9 og 15 cm. STÆRÐ L: 10 og 16 cm. STÆRÐ XL: 8, 14 og 20 cm. STÆRÐ XXL: 9, 15 og 21 cm. STÆRÐ XXXL: 10, 16 og 22 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PONCHO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið LAUST upp 101-109-113-124-132-144 l á hringprjóna nr 6 með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 5 cm er næsta umf prjónuð frá réttu þannig: 16-20-22-16-20-26 l sl, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 yfir næstu 69-69-69-92-92-92 l (= 3-3-3-4-4-4 mynstureiningar) og endið á 16-20-22-16-20-26 l sl. Haldið svona áfram með mynstur. LESIÐ LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm fellið af miðju 27-27-29-30-34-34 l af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið nú um 1 l í næstu umf frá hálsmáli = 36-40-41-46-48-54 l eftir á öxl – ATH: Þær l sem ekki ganga upp í mynstri þegar úrtaka er gerð í hálsmáli eru prjónaðar slétt, en í þeirri umf þar sem prjónað er sl frá röngu, er prjónað yfir allar l – passið einnig uppá að það sé slegið jafn oft uppá prjóninn og fækkað er í mynstri þannig að lykkjufjöldinn verði réttur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm og fellið LAUST af. Endurtakið á sama hátt í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki en þegar stykkið mælist 8-9-10-8-9-10 cm er fellt af fyrir HNAPPAGAT í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 46-48-49-51-52-54 cm eru miðju 17-17-19-20-24-24 l settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið nú af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umf frá hálsi þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2 sinnum = 36-40-41-46-48-54 l eftir á öxl – ATH: Þær l sem ekki ganga upp í mynstri þegar úrtaka er gerð í hálsmáli eru prjónaðar slétt, en í þeirri umf þar sem prjónað er sl frá röngu, er prjónað yfir allar l – passið einnig uppá að það sé slegið jafn oft uppá prjóninn og fækkað er í mynstri þannig að lykkjufjöldinn verði réttur. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm fellið LAUST af. Endurtakið á sama hátt í hinni hliðinni. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma innan við affellingarkantinn – passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. HÁLSMÁL: Prjónið upp ca 64 til 84 l í kringum hálsmál (meðtaldar l af þræði að framan), á hringprjóna nr 5 með 1 þræði af hvorri tegund. Prjónið 1 umf br, 1 umf sl og 1 umf br áður en fellt er LAUST af með sl. ------------------------------------------------------- LAUS KRAGI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. LAUS KRAGI: Fitjið upp 105-110-115-120-125 l á hringprjóna nr 6 með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 30-31-32-33-34-35 cm fellið LAUST af. FRÁGANGUR: Saumið kragann saman og myndið hring – saumið yst í lykkjubogann með 1 spori í hverja l. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sherwoodponcho eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 149-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.