Viktoría skrifaði:
JAFNFRAMT er fækkað um 1 l innan við 3 l – LESIÐ ÚRTAKA 1 – þannig: Fækkið um 1 l í hvorri hlið í umf (þ.e.a.s. frá réttu og frá röngu) alls 4-4-6-6-8-10 sinnum í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) 1-2-3-4-4-5 sinnum alls = 48-52-54-58-62-64 l. Eru þetta tvö skref? Fækka frá réttu OG röngu 4 sinnum og svo bara frá réttu? Skil ekkert hvað er verið að meina hérna
12.10.2025 - 17:39DROPS Design svaraði:
Blessuð Viktoría. Þetta eru tvö skref. Búið er að umorða þessa setningu. Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið í hverri umferð (þ.e.a.s. frá réttu og frá röngu) alls 4-4-6-6-8-10 sinnum, fækkið lykkjum síðan í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) 1-2-3-4-4-5 sinnum alls = 48-52-54-58-62-64 lykkjur. Gangi þér vel.
14.10.2025 - 12:33
Kathryn Mathews skrifaði:
What is the DROPS ANGULAR BUFFELHORN BUTTON NO 538 Is it supposed to say Buffalo Horn?
01.10.2025 - 21:41DROPS Design svaraði:
Hi Kathryn, Yes it should be Buffalo Horn. Regards, Drops Team.
02.10.2025 - 06:15
Sharon Hunt- Edward skrifaði:
Have figured out the answered my is question in my earlier email. Hope I get a reply to this question. When working the left side with the buttonhole it mentioned only 1 increase. Am I supposed to follow the instructions for the other increases per instruction for the back 5,5 cm to times I believe it said. Thank you for your response.
30.09.2025 - 12:31DROPS Design svaraði:
Dear Sharon, yes, you increase on each side as in the back. That means that you repeat the increases every number of cm as you did in the back piece. Happy knitting!
05.10.2025 - 23:37
Sharon Hunt-Edwards skrifaði:
Not sure I understand this: Work in seed st with 1 edge st in garter st in the side - AT THE SAME TIME cast on new sts towards mid front at the end of every row from WS as follows: Cast on 4 sts 3 times, 2 sts 2 times - work the inc sts in seed st. When I calculate I got 14 not 11. thanks for your help.
30.09.2025 - 09:52DROPS Design svaraði:
Dear Sharon, you cast on 12+4 = 16 sts. Then you work over all stitches and the first 11 stitches next to the mid-front are worked in moss stitch and the rest in stocking stitch. Happy knitting!
05.10.2025 - 23:34
Connie skrifaði:
Hello I want to make the vest longer to reach the waist, how do i do that Thank you.
18.02.2023 - 15:15
Ckrage skrifaði:
Der er som om det ikke passer med forstykket, idet der ikke er angivet at der skal lave 3perlestrik +kantmaske med glat strik, og det kan ikke passe at det skal være 11 m perlestri med det sammen det må gradvist blive 11 m
05.02.2023 - 21:22DROPS Design svaraði:
Hei Ckrage. Kantmasken på forstykkene strikkes kun i siden mot bakstykket. Man legger opp de fleste nye maskene innen man har strikket 3 cm og når man legger opp de siste maskene vil de 11 perlestrikkmaskene i front forskyve seg. På prøvelappen jeg har strikket og på bildet, kan det se ut som om man har strikket en kant med perlestrikk før de 11 perlestrikk maskene i front, men det er bare plagget som trekker seg noe oppover. mvh DROPS Design
06.02.2023 - 14:20
Sophie skrifaði:
Känner mig besvärlig, men...det finns ju ingen kantmaska om man lägger upp nya maskor fem ggr. Instruktionsvideon visar endast uppläggning en gång, inte upprepade ggr som till en sneddad kant. Tusen tack för tips och råd!!
23.12.2022 - 07:27DROPS Design svaraði:
Hej Sophie, åh du mener de nye masker du tager ud på forstykket. Jo men de bliver mere jævnt når du fortsætter med det perlestrikkede. Det kommer til at se ud som på billedet :)
23.12.2022 - 09:39
Sophie skrifaði:
Det blir verkligen inte snyggt när jag lägger upp nya maskor vartannat varv. Det blir som en trappstege. Kan man få till en jämn kant eller är det oundvikligt att det blir såhär? På bilden ser det ju jämnt och fint ut.
20.12.2022 - 17:06DROPS Design svaraði:
Hej Sophie, hvis du tager ud indenfor kantmasken, så bliver det jævnt :)
21.12.2022 - 14:43
Caitlin skrifaði:
I’m confused by how to proceed on the armholes on the front pieces. The directions say to bind off as on the back piece, but the back decreased for the armholes, not bound off.
06.09.2020 - 22:20DROPS Design svaraði:
Dear Caitlin,on back piece you first cast off 6-9 sts (see size) then decrease on each side for armhole - on front piece, you will cast off the first 6-9 sts from WS (right front piece) /from RS (left front piece) and decrease on the side for armhole inside 3 sts in seed st as on back piece. Happy knitting!
07.09.2020 - 09:48
Christine Petterssson skrifaði:
Det stämmer inte med bilden.
17.11.2018 - 06:47
Tennessee#tennesseevest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti úr DROPS Nepal. Stærð S - XXXL
DROPS 143-39 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. PERLUPRJÓN: Prjónið sl yfir br og br yfir sl. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið er út um 1 l innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 1 l er eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan, svo ekki myndist gat). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA 1 (á við um handveg): Fækkið lykkjum fyrir handveg innan við 3 síðustu l í perluprjóni í hvorri hlið. Fækkið lykkjum frá réttu í byrjun umf þannig: Prjónið 3 l í perluprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. Fækkið lykkjum frá réttu í lok umf þannig: Prjónið þar til 5 l eru eftir á prjóni, prjónið næstu 2 l slétt saman, 3 l í perluprjóni. Fækkið lykkjum frá röngu í byrjun umf þannig: Prjónið 3 l í perluprjóni, prjónið næstu 2 l snúnar br saman. Fækkið lykkjum frá röngu í lok umf þannig: Prjónið þar til 5 l eru eftir á prjóni, prjónið næstu 2 l br saman, 3 l í perluprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA 2 (á við um framstykki): Fækkið um 1 l fyrir hálsmáli í hverri umf frá réttu – með því að prjóna síðustu 2 l saman í perluprjóni við miðju að framan (stillið af þannig að næsta l er prjónuð brugðið, svo næsta l verði prjónuð slétt) – alls 8 sinnum = 3 l í perluprjóni eftir við miðju að framan. Prjónið nú 1 l á undan 3 síðustu l í perluprjóni í 4. hverri umf þannig: Fækkið lykkjum frá réttu á hægra framstykki þannig: Prjónið 3 l í perluprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna, prjónið slétt út umferðina. Fækkið lykkjum frá réttu á vinstra framstykki þannig: Prjónið þar til 5 l eru eftir á prjóni, prjónið næstu 2 l slétt saman, prjónið 3 l í perluprjóni. HNAPPAGAT: Fellt er af frá réttu fyrir 1 hnappagati í hægra framstykki. 1 hnappagat = prjónið 3. og 4. l frá miðju að framan slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 64-70-78-86-96-106 l (meðtalin er 1 kantlykkja hvoru megin) á prjóna nr 5 með DROPS Nepal. UMFERÐ 1 (= rétta) prjónið þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 l sl, 1 l br*, endurtakið frá *-*, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið nú PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 3 cm er prjónað áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4-4-4-5-5-5 cm er aukið út um 1 l hvoru megin – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu 2 sinnum til viðbótar með 4½-5-5-5-5-5½ cm millibili (alls 3 sinnum) = 70-76-84-92-102-112 m. Haldið áfram þar til stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm (síðasta umf = ranga). Í byrjun næstu 2 umf er prjónað perluprjón yfir síðustu 9-9-9-10-11-12 l í hvorri hlið. Í byrjun á næstu 2 umf eru felldar af fyrstu 6-6-6-7-8-9 l fyrir handveg í hvorri hlið = 3 l perluprjón í hvorri hlið. Haldið áfram með síðustu 3 l í hvorri hlið í perluprjóni – JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju innan við 3 lykkjur – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA 1 – þannig: Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið í hverri umferð (þ.e.a.s. frá réttu og frá röngu) alls 4-4-6-6-8-10 sinnum, fækkið lykkjum síðan í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) 1-2-3-4-4-5 sinnum alls = 48-52-54-58-62-64 lykkjur. Þegar úrtöku er lokið er haldið áfram í perluprjón yfir 3 síðustu lykkjur til loka (= kantur að framan við handveg). Þegar stykkið mælist 30-32-34-36-38-40 cm er prjónað perluprjón yfir miðju 24-26-26-28-28-30 l til loka. Þegar stykkið mælist 32-34-36-38-40-42 cm eru felldar af miðju 18-20-20-22-22-24 l við hálsmál = 15-16-17-18-20-20 l eftir á öxl (3 l perluprjón eftir við hálsmál í hvorri hlið), og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram í sléttprjón og 3 l í perluprjón í hvorri hlið (handvegur og hálsmál) þar til stykkið mælist 34-36-38-42-42-44 cm, fellið laust af allar l. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 21-24-28-32-37-42 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hlið) á prjóna nr 5 með DROPS Nepal. UMFERÐ 1(= rétta) er prjónuð þannig: * Prjónið 1 l sl, 1 l br * , endurtakið frá *-*, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið perluprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið – JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar l við miðju að framan í lok hverrar umf frá röngu þannig: Fitjið upp 4 l 3 sinnum, 2 l 2 sinnum – nýju l eru prjónaðar jafnóðum í perluprjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3 cm er prjónað frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 11 lykkjur í umf í perluprjóni (= kantur við miðju að framan), prjónið sl út umf. Prjónið nú sléttprjón – en síðustu 11 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í perluprjóni – þ.e.a.s. kantur með 11 lykkjur í perluprjóni færist til þar sem fitjaðar eru upp nýjar l við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 4-4-4-5-5-5 cm er aukið út um 1 l í hlið eins og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-10-11-11-12-12 cm frá uppfitjunarkanti er fellt af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 12-12-13-13-14-14 cm er felld 1 l fyrir hálsmáli frá réttu – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA 2. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 8 sinnum (í kanti að framan), síðan er lykkjum fækkað í 4. hverri umf alls 6-7-7-8-8-9 sinnum (innan við 3 síðustu l í perluprjóni). Þegar úrtöku fyrir hálsmáli er lokið er haldið áfram í perluprjón yfir 3 síðustu l til loka (= kantur við miðju að framan). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm er prjónað perluprjón yfir 9-9-9-10-11-12 l við handveg eins og á bakstykki og fellt er af fyrir handveg á sama hátt og á bakstykki. Þegar úrtöku er lokið eru 15-16-17-18-20-20 l eftir á öxl. Haldið áfram með 3 l í perluprjóni í hvorri hlið (handvegur og hálsmál) þar til stykkið mælist 34-36-38-40-42-44 cm. Fellið laust af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd og án hnappagata. FRÁGANGUR: Saumið axlir saman. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #tennesseevest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 143-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.