Angelika Hörer-Müller skrifaði:
Müsste es in der Zeichenerklärung anstatt "1 M auf eine Hilfsnadel vor die Arbeit legen, 2 M re, 1 M li von der Hilfsnadel, 1 Umschlag" heissen: " 1 M auf eine Hilfsnadel hinter die Arbeit legen, ... Wenn die M vor die Arbeit gelegt wird ist das Muster unterbrochen.
17.09.2012 - 00:07DROPS Design svaraði:
Hallo Angelika, Sie haben völlig Recht, da ist ein Fehler in der Legende. Wir korrigieren dies sofort. Herzlichen Dank für Ihren Hinweis!
17.09.2012 - 10:10
Ruth Kowalski skrifaði:
This such a beautiful sweater. I don't see how much yarn is needed to create this pattern and what the sizes mean. Please assist.
28.07.2012 - 15:40DROPS Design svaraði:
There are 3 sizes, measures on finished garment shown in chart, all measures in cm. Depending on size you will need: 700-800-950 g, i.e 14-16-19 skeins.
24.08.2012 - 23:39Dalder Monika skrifaði:
Wie komme ich zu dieser Anleitung - das Modell ist einfach ein Traum
09.07.2012 - 13:29
Anemone skrifaði:
Wunderschön, I must have, unbedingt!
09.07.2012 - 11:23
Elisabeth skrifaði:
Fin speciel
07.07.2012 - 16:11
Simona skrifaði:
Bello e molto originale.
06.07.2012 - 17:50Patricia skrifaði:
Can't wait for this pattern,such a useful design.
04.07.2012 - 09:29
Egne skrifaði:
Ilus
27.06.2012 - 13:06
Inger skrifaði:
Nydelig!
27.06.2012 - 10:34
Martine skrifaði:
Magnifique,le type de gilet que j'aimerai porter cet hiver
25.06.2012 - 17:49
Mint Star#mintstarcardigan |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Prjónuð hringpeysa úr DROPS Nepal. Stærð S - XXXL
DROPS 142-15 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A-1. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * Prjónið 1 l sl, 1 l br *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið sl yfir br og br yfir sl. Endurtakið umf 2. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ÚTAUKNING (á við þegar mynstur A-1 hefur verið prjónað): Aukið á út um 1 l við hvert prjónamerki fyrir hverja útaukningu (þ.e.a.s. aukið út um 12 l í hverri umf) – fyrsta útaukning er gerð á undan öllum prjónamerkjum, önnur útaukning er gerð eftir öll prjónamerkin, o.s.frv til skiptis - aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn – í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring frá miðju að aftan. Prjónað er á sokkaprjóna og eftir því sem l fjölgar, á lengri og lengri hringprjóna. PEYSA: Fitjið upp 12 l með DROPS Nepal og skiptið lykkjunum niður á 4 sokkaprjóna nr 5. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu l í umf = miðja upp við hnakka. Prjónið 1 umf slétt jafnframt sem prjónaðar eru 2 l í allar l = 24 l. Prjónið 1 umf slétt án útaukninga. Í næstu umf er prjónað þannig: * Prjónið 1 l sl, 2 l sl í næstu l *, endurtakið frá *-* = 36 l. Prjónið nú eftir A-1 (= 6 mynstureiningar hringinn). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A-1 hefur verið prjónað eru 216 l á prjóni og stykkið mælist ca 20 cm frá miðju og út. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu l (= miðja upp við hnakka), og síðan 1 prjónamerki í hverja 18. l alla leiðina út (sjá örvar í mynstri til þess að sjá hvar prjónamerkin eiga að vera) = 12 prjónamerki með 17 l millibili. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar l – JAFNFRAMT í umf 3 er aukið út um 1 l við öll prjónamerki – SJÁ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu í 3. hverri umf. JAFNFRAMT þegar aukið hefur verið út 1-3-5 sinnum (= 228-252-276 l í umf) er fellt af fyrir öxl og handveg í næstu umf þannig: Fellið af fyrstu 28-30-33 l fyrir háls/öxl, setjið 1 prjónamerki (notið annan lit af prjónamerkjum en þau sem eru fyrir í stykkinu til útaukninga, þessi prjónamerki eru einungis notuð þegar kraginn er saumaður við öxl), fellið af næstu 32-35-39 l fyrir handveg, prjónið 109-123-133 l (= niður á bak), fellið af næstu 32-35-39 l fyrir handveg, setjið 1 prjónamerki og fellið af síðustu 27-29-32 l fyrir öxl/hálsmáli, klippið frá. Fitjið upp 32-35-39 l á hringprjóna nr 5, prjónið síðan þær 109-123-133 l af prjóni frá röngu og fitjið upp að lokum 32-35-39 l á hinni hliðinni = 173-193-211 l. Prjónið nú stykkið fram og til baka í sléttprjóni – setjið prjónamerki fyrir útaukningu í þær nýju l sem fitjaðar voru upp svo að það passi við þær l sem felldar voru af fyrir handveg. Haldið áfram með útaukningu við hvert prjónamerki í 3. hverri umf eins og áður – JAFNFRAMT eru settar 2 l í lok umf á þráð áður en þær eru prjónaðar. Þegar stykkið mælist ca 26-29-32 cm frá miðju og út, setjið miðju 67-71-77 l á þráð (= neðst niðri á bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Framstykkin eru prjónuð til loka hvort fyrir sig. FRAMSTYKKI: Haldið áfram í sléttprjón og útaukningu eins og áður yfir þær l sem eftir eru á prjóninum – jafnframt eru 2 l settar í lok hverrar umf inn á þráðinn í hvorri hlið (við neðri kant eru l settar inn á sama þráð og þær 67-71-77 l neðst niðri á bakstykki) þar til prjónaðir hafa verið 10-15-21 cm á framstykki. Setið þær l sem eftir eru á þráð. Prjónið hitt framstykkið á sama hátt. KANTUR: Prjónið allar l slétt frá réttu aftur inn á hringprjóna nr 5 – milli þeirra skipta þar sem l voru settar á þráð í hvorri hlið er þráðurinn tekinn upp og snúið áður en þráðurinn er settur á prjóninn (þ.e.a.s. milli annarri hverra l, þetta er gert til að koma í veg fyrir göt í skiptingunum), að auki er aukið út jafnt yfir svo að það verða 308-356-404 l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt frá röngu, jafnframt eru sett 17 prjónamerki í stykkið þannig: Prjónið 2 l, setjið 1 prjónamerki, *prjónið 19-22-25 l, setjið 1 prjónamerki *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir síðasta prjónamerki, prjónið þær. Prjónið 1 umf sl frá réttu. Næsta umf er prjónuð (frá röngu) þannig: Prjónið 1 l GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, * 2 l sl (þ.e.a.s. 1 l hvoru megin við prjónamerki er prjónuð slétt), 17-20-23 l perluprjón *, endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar, ** 2 l br (þ.e.a.s. 1 l hvoru megin við prjónamerki er prjónuð brugðin), 17-20-23 l perluprjón **, endurtakið frá **-** 7 sinnum til viðbótar, 2 l br, *** 17-20-23 l perluprjón, 2 l sl***, endurtakið frá ***-*** 3 sinnum til viðbótar, endið með 1 l með garðaprjóni. Í næstu umf frá réttu er prjónuð 1 l hvoru megin við þau 4 fyrstu og 4 síðustu prjónamerkin brugðin og 1 l hvoru megin við þau 9 prjónamerki eru prjónuð slétt – JAFNFRAMT, í þessari umf, er aukið út um 1 l hvoru megin við þau 4 síðustu og 4 fyrstu prjónamerkin - aukið út hvoru megin við þær 2 l br með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og uppslátturinn er prjónaður snúinn inn í perluprjón í næstu umf. Haldið áfram með útaukningu í 6. hverri umf til loka. Þegar kanturinn mælist 13-15-17 cm, prjónið stuttar umferðir í annarri hliðinni við miðju að aftan fyrir kraga. Prjónið (prjónið og aukið út eins og áður í perluprjóni og sléttprjóni – byrjið við miðju að aftan) þannig: Prjónið 36-38-40 l, snúið og prjónið til baka, prjónið 34-36-38 l, snúið og prjónið til baka, prjónið 32-34-36 l, snúið og prjónið til baka, haldið svona áfram með því að prjóna yfir 2 l færri alls 10-11-12 sinnum, síðan er prjónað yfir 3 l færri alls 5 sinnum, klippið frá og prjónið á sama hátt í hinni hliðinni. Í lokin er prjónuð 1 umf slétt yfir allar l, fellið laust af með sl. Ermi: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 42-44-48 l á sokkaprjóna nr 5 með Nepal. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf = miðja undir ermi. Prjónið 1 umf br og 1 umf sl. Haldið áfram í PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 12 cm, prjónið 1 umf slétt og 1 umf brugðið, haldið áfram í sléttprjóni til loka. Jafnframt þegar stykkið mælist 15 cm, aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki við miðju undir ermi. Endurtakið útaukningu með 5-4-3 cm millibili 6-8-10 sinnum til viðbótar = 56-62-70 l. Þegar stykkið mælist 49 cm, fellið af 6 l við miðju undir ermi og stykkið er prjónað til loka fram og til baka. Fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið: 2 l 2 sinnum og 1 l 5 sinnum, fellið af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 58 cm, fellið af 3 l 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær l sem eftir eru, ermin mælist ca 59 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið annan hluta kragans til helminga við öxl/háls að aftan og saumið hinn hluta kragans við hinn helminginn af öxl/háls – byrjið við prjónamerki sem sett var á milli handvegs og axlar og teygið aðeins á kraganum þegar hann er saumaður á, notið eins mikið og þarf af hæðinni á kraganum þar sem hlutarnir á kraganum eiga að leggjast saman við miðju að aftan, það sem eftir er af 2 hlutunum af kraganum eru saumaðri saman kant í kant á móti hvor öðrum – sjá ör í mynsturteikningu. Saumið ermar í. Peysan er lokuð með prjóni eða nælu. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mintstarcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 142-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.