Loretta skrifaði:
Buongiorno volevo chiedere se e' possibile fare questo modello senza il motivo dietro ma liscio.grazie.
15.03.2025 - 10:06DROPS Design svaraði:
Buonasera Loretta, può adattare il modello come preferisce. Buon lavoro!
18.03.2025 - 20:30
M Vasseur skrifaði:
Is het mogelijk om na het rugpand de rest in stukken te breien met 2 naalden in plaats van een rondbreinaald, en naderhand alles samen te naaien .ik heb de mouwen met 2 naalden gebreid.Ik heb dit patroon eerder geprobeerd maar is toen niet gelukt.gr. Marian
11.04.2024 - 21:27DROPS Design svaraði:
Dag M Vasseur,
Daarvoor is dit patroon niet zo geschikt omdat je te veel steken op de naald hebt staan en dat past niet op rechte naalden.
15.04.2024 - 21:33
Kerstin skrifaði:
Ich verstehe diesen Abschnitt der Anleitung nicht:GLEICHZEITIG nach 1-3-5 Zunahme-Rd (= 228-252-276 M) für die Schultern und die Armausschnitte wie folgt arbeiten heißt das, das ich nach der 1.Zunahmerunde die Schultern abkette, nach der 3.Zunahmerunde den Armausschnitt und dann nach 5.Runde M aufnehme??
01.02.2022 - 15:26DROPS Design svaraði:
Liebe Kerstin, die Zunahmen werden in jede 3. Runde gestrickt; wenn Sie die 1. Größe stricken, werden die Armausschnitt stricken, wenn die Zunahmen 1 Mal gestrickt sind (= 228 M), für die 2. Größe wird es wenn die Zunahmen 3 Mal gestrickt sind (= 252 M) und in die 3. Größe wenn die Zunahmen 5 Mal gestrickt sind (= 276 Maschen). Viel Spaß beim stricken!
01.02.2022 - 16:37
Nanette skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas d'où viennent les mailles du DEVANT. Juste avant, j'ai fini avec 60m+71m sur arrêt de mailles+60m, qui constituent le bas de la veste. Dois-je remonter des mailles ou relever des mailles? Merci
25.04.2021 - 22:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Nanette, si vous avez terminé avec 60 m pour 1 devant, 71 m en attente pour le bas du dos et 60 m pour l'autre devant, vous tricotez maintenant les 60 m d'un des devants seulement, en continuant à mettre 2 m en attente de chaque côté (en haut, côté encolure comme avant, mais maintenant, côté dos également) jusqu'à ce que vous ayez tricoté 15 cm depuis que vous avez glissé les mailles du dos (mettez un marqueur au milieu de vos 60 m et laissez ce marqueur en place pour bien pouvoir mesurer à partir de ce rang). Mettez vos mailles en attente et tricotez l'autre devant de la même façon. Bon tricot!
26.04.2021 - 09:11
Nanette skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas les dimensions du patron: pour la taille S/M par exemple, au total, cela correspond à 90cm; si on ajoute les différentes parties, on obtient: 10+14+52+14+10=100cm. Ai-je fait une erreur de calcul? Et quel est la bonne dimension ? Merci
08.04.2021 - 20:19
Nicole skrifaði:
"GLEICHZEITIG am Ende jeder R je 2 M stilllegen ohne sie zuerst zu stricken. " Bedeutet dies, ich lege die vorher neu aufgenommenen Maschen am Ende jeder Runde gleich wieder still? Dann hab ich zu beiden Seiten des Strickabschnitts stillgelegte Maschen hängen? Kommt mir komisch vor...
27.01.2020 - 17:01DROPS Design svaraði:
Liebe Nicole, ja genauso sollen Sie es stricken, jetzt braucht man ein oval-Form, und das bekomment man beim stillegen Maschen am Ende jeder Reihe - siehe auch Maßskizze. Viel Spaß beim stricken!
28.01.2020 - 10:26Donna skrifaði:
How do you twist the stitches when knitting the slipped stitches from the holder? I have done short rows before but that was by wrapping the stitch.
10.10.2016 - 16:08DROPS Design svaraði:
Dear Donna, when picking up the sts, place it on the needle so that it will be twisted, ie you will be able to work it in the front loop of st whithout creating a hole on next round. Happy knitting!
10.10.2016 - 16:47Elizabeth Fletcher skrifaði:
Pattern numberDrops 14215. What size is S M L XL I ware a size 14 in cardigans but a 12 in tee shirts. That is English sizing, should I knit a S M L XL. I have completed pattern A1. The length of my back neck to waist is 18 inches, or 46 cm. Thank you for your help. Elizabeth.
20.03.2016 - 16:26DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Fletcher, you will find at the end of the pattern a measurement chart with all finished measurements for each size taken flat from side to side - in cm (convert here into inch) - Compare these to a similar garment you have and like the shape to find out the matching size. Read more about sizing here. Happy knitting!
21.03.2016 - 10:23Anne Turner skrifaði:
I am now on to the Short Rows part. I am working with the right side first - - beginning with the right side of work facing me? The pattern says break off wool then work other side whilst you have said in a previous comment work across sts to other side ??? Am I now to start left hand side from the edge - this will mean starting on the wrong side of work for the short rows ?
13.01.2016 - 16:03DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Turner, the short rows start on mid of back piece, 1st row = from RS, when short rows are done, cut the yarn and work short rows the same way on the other side of mid of back piece, starting now from WS, on mid on back piece. Happy knitting!
13.01.2016 - 17:11
Rechenpumpe skrifaði:
...Das Feld reichte nicht aus... Was passiert mit diesen als erstes still gelegten Maschen (Richtung Schulter-oben)? werden diese für den Rand mit aufgefasst? Wozu ist dann diese entstandene Lücke da? Wird diese dann später beim zusammen nähen geschlossen?! vielen Dank für die Hilfe
11.11.2015 - 20:51DROPS Design svaraði:
Siehe Antwort auf Ihre erste Frage.
11.03.2016 - 10:45
Mint Star#mintstarcardigan |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Prjónuð hringpeysa úr DROPS Nepal. Stærð S - XXXL
DROPS 142-15 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A-1. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * Prjónið 1 l sl, 1 l br *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið sl yfir br og br yfir sl. Endurtakið umf 2. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ÚTAUKNING (á við þegar mynstur A-1 hefur verið prjónað): Aukið á út um 1 l við hvert prjónamerki fyrir hverja útaukningu (þ.e.a.s. aukið út um 12 l í hverri umf) – fyrsta útaukning er gerð á undan öllum prjónamerkjum, önnur útaukning er gerð eftir öll prjónamerkin, o.s.frv til skiptis - aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn – í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring frá miðju að aftan. Prjónað er á sokkaprjóna og eftir því sem l fjölgar, á lengri og lengri hringprjóna. PEYSA: Fitjið upp 12 l með DROPS Nepal og skiptið lykkjunum niður á 4 sokkaprjóna nr 5. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu l í umf = miðja upp við hnakka. Prjónið 1 umf slétt jafnframt sem prjónaðar eru 2 l í allar l = 24 l. Prjónið 1 umf slétt án útaukninga. Í næstu umf er prjónað þannig: * Prjónið 1 l sl, 2 l sl í næstu l *, endurtakið frá *-* = 36 l. Prjónið nú eftir A-1 (= 6 mynstureiningar hringinn). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A-1 hefur verið prjónað eru 216 l á prjóni og stykkið mælist ca 20 cm frá miðju og út. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu l (= miðja upp við hnakka), og síðan 1 prjónamerki í hverja 18. l alla leiðina út (sjá örvar í mynstri til þess að sjá hvar prjónamerkin eiga að vera) = 12 prjónamerki með 17 l millibili. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar l – JAFNFRAMT í umf 3 er aukið út um 1 l við öll prjónamerki – SJÁ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu í 3. hverri umf. JAFNFRAMT þegar aukið hefur verið út 1-3-5 sinnum (= 228-252-276 l í umf) er fellt af fyrir öxl og handveg í næstu umf þannig: Fellið af fyrstu 28-30-33 l fyrir háls/öxl, setjið 1 prjónamerki (notið annan lit af prjónamerkjum en þau sem eru fyrir í stykkinu til útaukninga, þessi prjónamerki eru einungis notuð þegar kraginn er saumaður við öxl), fellið af næstu 32-35-39 l fyrir handveg, prjónið 109-123-133 l (= niður á bak), fellið af næstu 32-35-39 l fyrir handveg, setjið 1 prjónamerki og fellið af síðustu 27-29-32 l fyrir öxl/hálsmáli, klippið frá. Fitjið upp 32-35-39 l á hringprjóna nr 5, prjónið síðan þær 109-123-133 l af prjóni frá röngu og fitjið upp að lokum 32-35-39 l á hinni hliðinni = 173-193-211 l. Prjónið nú stykkið fram og til baka í sléttprjóni – setjið prjónamerki fyrir útaukningu í þær nýju l sem fitjaðar voru upp svo að það passi við þær l sem felldar voru af fyrir handveg. Haldið áfram með útaukningu við hvert prjónamerki í 3. hverri umf eins og áður – JAFNFRAMT eru settar 2 l í lok umf á þráð áður en þær eru prjónaðar. Þegar stykkið mælist ca 26-29-32 cm frá miðju og út, setjið miðju 67-71-77 l á þráð (= neðst niðri á bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Framstykkin eru prjónuð til loka hvort fyrir sig. FRAMSTYKKI: Haldið áfram í sléttprjón og útaukningu eins og áður yfir þær l sem eftir eru á prjóninum – jafnframt eru 2 l settar í lok hverrar umf inn á þráðinn í hvorri hlið (við neðri kant eru l settar inn á sama þráð og þær 67-71-77 l neðst niðri á bakstykki) þar til prjónaðir hafa verið 10-15-21 cm á framstykki. Setið þær l sem eftir eru á þráð. Prjónið hitt framstykkið á sama hátt. KANTUR: Prjónið allar l slétt frá réttu aftur inn á hringprjóna nr 5 – milli þeirra skipta þar sem l voru settar á þráð í hvorri hlið er þráðurinn tekinn upp og snúið áður en þráðurinn er settur á prjóninn (þ.e.a.s. milli annarri hverra l, þetta er gert til að koma í veg fyrir göt í skiptingunum), að auki er aukið út jafnt yfir svo að það verða 308-356-404 l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt frá röngu, jafnframt eru sett 17 prjónamerki í stykkið þannig: Prjónið 2 l, setjið 1 prjónamerki, *prjónið 19-22-25 l, setjið 1 prjónamerki *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir síðasta prjónamerki, prjónið þær. Prjónið 1 umf sl frá réttu. Næsta umf er prjónuð (frá röngu) þannig: Prjónið 1 l GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, * 2 l sl (þ.e.a.s. 1 l hvoru megin við prjónamerki er prjónuð slétt), 17-20-23 l perluprjón *, endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar, ** 2 l br (þ.e.a.s. 1 l hvoru megin við prjónamerki er prjónuð brugðin), 17-20-23 l perluprjón **, endurtakið frá **-** 7 sinnum til viðbótar, 2 l br, *** 17-20-23 l perluprjón, 2 l sl***, endurtakið frá ***-*** 3 sinnum til viðbótar, endið með 1 l með garðaprjóni. Í næstu umf frá réttu er prjónuð 1 l hvoru megin við þau 4 fyrstu og 4 síðustu prjónamerkin brugðin og 1 l hvoru megin við þau 9 prjónamerki eru prjónuð slétt – JAFNFRAMT, í þessari umf, er aukið út um 1 l hvoru megin við þau 4 síðustu og 4 fyrstu prjónamerkin - aukið út hvoru megin við þær 2 l br með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og uppslátturinn er prjónaður snúinn inn í perluprjón í næstu umf. Haldið áfram með útaukningu í 6. hverri umf til loka. Þegar kanturinn mælist 13-15-17 cm, prjónið stuttar umferðir í annarri hliðinni við miðju að aftan fyrir kraga. Prjónið (prjónið og aukið út eins og áður í perluprjóni og sléttprjóni – byrjið við miðju að aftan) þannig: Prjónið 36-38-40 l, snúið og prjónið til baka, prjónið 34-36-38 l, snúið og prjónið til baka, prjónið 32-34-36 l, snúið og prjónið til baka, haldið svona áfram með því að prjóna yfir 2 l færri alls 10-11-12 sinnum, síðan er prjónað yfir 3 l færri alls 5 sinnum, klippið frá og prjónið á sama hátt í hinni hliðinni. Í lokin er prjónuð 1 umf slétt yfir allar l, fellið laust af með sl. Ermi: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 42-44-48 l á sokkaprjóna nr 5 með Nepal. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf = miðja undir ermi. Prjónið 1 umf br og 1 umf sl. Haldið áfram í PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 12 cm, prjónið 1 umf slétt og 1 umf brugðið, haldið áfram í sléttprjóni til loka. Jafnframt þegar stykkið mælist 15 cm, aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki við miðju undir ermi. Endurtakið útaukningu með 5-4-3 cm millibili 6-8-10 sinnum til viðbótar = 56-62-70 l. Þegar stykkið mælist 49 cm, fellið af 6 l við miðju undir ermi og stykkið er prjónað til loka fram og til baka. Fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið: 2 l 2 sinnum og 1 l 5 sinnum, fellið af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 58 cm, fellið af 3 l 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær l sem eftir eru, ermin mælist ca 59 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið annan hluta kragans til helminga við öxl/háls að aftan og saumið hinn hluta kragans við hinn helminginn af öxl/háls – byrjið við prjónamerki sem sett var á milli handvegs og axlar og teygið aðeins á kraganum þegar hann er saumaður á, notið eins mikið og þarf af hæðinni á kraganum þar sem hlutarnir á kraganum eiga að leggjast saman við miðju að aftan, það sem eftir er af 2 hlutunum af kraganum eru saumaðri saman kant í kant á móti hvor öðrum – sjá ör í mynsturteikningu. Saumið ermar í. Peysan er lokuð með prjóni eða nælu. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mintstarcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 142-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.