Katrín skrifaði:
Engar uppskriftir um hvernig á að gera heklið
13.04.2025 - 15:44DROPS Design svaraði:
Blessuð Katrín. Ofarlega á síðunni eru dálkar þar sem stendur MYNDBÖND og KENNSLA sem aðstoða þig við að hekla þennan páskaunga. Gangi þér vel.
14.04.2025 - 10:45
Kate Vestergaard skrifaði:
Jeg er noget usikker på monteringen af vingerne. Jeg kan ikke helt gennemskue, hvor og hvordan de skal sidde på kroppen?
26.03.2022 - 21:54DROPS Design svaraði:
Hej Kate, vingerne sidder i ca samme højde som øjne og næb - se gerne videoen nederst i opskriften :)
30.03.2022 - 14:29
Nancy Fritingee skrifaði:
When do you put stuffing in?
07.12.2021 - 19:31DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Fritingee, fill the chicken after you have worked round 24. Happy crocheting!
08.12.2021 - 07:50
Anna Sarjanen skrifaði:
Jag är textilslöjdslärare får jag skriva ut och använda detta mönster till mina elever?
27.06.2021 - 14:42DROPS Design svaraði:
Hei Anna. Det kan du. Under alle våre oppskrifter står det mer om COPYRIGHT du kan lese mer om dersom du ønsker det. mvh DROPS DESIGN
28.06.2021 - 15:55
Katja skrifaði:
Hallo, können Sie bitte ein Foto von unten und hinten ergänzen. Vielen Dank
01.02.2021 - 21:09DROPS Design svaraði:
Liebe Katja, jetzt können Sie einige zusätliche Fotos sehen. Viel Spaß beim häkeln!
10.02.2021 - 16:05
Anne-Beate Dokken skrifaði:
Takk for hjelpen. Er det mulig og få litt hjelp til hvor man skal plassere f.eks vinger ( i cm. ) Det er ikke så lett og se på bilde.
28.04.2019 - 18:28
Anne-Beate Dokken skrifaði:
Jeg lurte på om det er mulig å lage en video hvordan nebbe er heklet. Kan hekle men hadde problemer her. Takk for hjelpen.🐣
14.04.2019 - 15:56DROPS Design svaraði:
Hei Anne-Beate. Ditt ønske er videreformidlet til vår videoavdeling. Hilsen DROPS
23.04.2019 - 13:12
Daiara Godoy skrifaði:
Fiz este pintinho ficou muito lindo obrigado drops design
14.04.2019 - 02:03
Lorraine skrifaði:
J'ai du mal à réaliser le bec , mon losange ne ressemble pas à un losange. Pourriez-vous m'aider ?
23.01.2019 - 19:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Lorraine, veillez à bien augmenter et diminuer comme indiqué pour le bec, vous devriez obtenir la bonne forme. N'hésitez pas à montrer votre ouvrage à votre magasin - même en photo par mail, il leur sera plus facile de visualiser ce que vous avez fait et de vous aider. Bon crochet!
24.01.2019 - 09:42
Mátyás Eszter skrifaði:
A magyar fordítás több helyen hibás. Például a 7. és a 9.sor leírása. Mindenképp nézz rá egy másik nyelvű leírásra is (pl.angol), ha meg akarod horgolni. Kedves Eszter, köszönjük, hogy felhívta a figyelmünket a hibákra, amik javításra kerültek.
12.04.2017 - 00:49
Chicken Little#dropschickenlittle |
|
![]() |
![]() |
Heklaður páskaungi úr DROPS Paris. Þema: Páskar.
DROPS Extra 0-769 |
|
------------------------------------------------------ UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GALDRAHRINGUR: Þegar stykkið er heklað í hring er byrjað með þessari aðferð til þess að sleppa við göt í miðjunni (í stað þess að gera loftlykkjuhring): Haldið í endann á þræðinum og snúið þræðinum einu sinni í hring utan um vinstri vísifingur til þess að úr verði hringur. Haldið í hringinn með vinstri þumli og löngutöng, þráðurinn liggur yfir vinstri vísifingur. Heklunálinni er stungið inn í hringinn, þræðinum er brugðið um hana og dreginn upp úr hringnum, heklið 1 ll, heklið nú fl utan um galdrahringinn. Þegar sá fjöldi fl er kominn sem þú óskar eftir, dragið í endann á þræðinum svo að hægt sé að draga hringinn saman. Festið endann á bakhlið. Haldið áfram að hekla í hring. HEKLAÐ Í HRING: Eftir síðustu fl í umf, haldið áfram að næstu umf með 1 fastalykkju í næstu fastalykkju (= fyrsta flastalykkja frá fyrri umferð). ATH: Merkið byrjun umf með prjónamerki á milli síðustu fl í umf og fyrstu fl í næstu umf, látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. 2 FASTALYKKJUR HEKLAÐAR SAMAN: * Stingið heklunálinni í næstu lykkju, sækið þráðinn *, endurtakið frá *-* einu sinni til viðbótar, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PÁSKAUNGI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjað er efst á höfðinu með því að gera GALDRAHRINGUR – sjá útskýringu að ofan – með heklunál nr 4 með litnum vanillugulur Paris. PÁSKAUNGI: UMFERÐ 1: Heklið 6 fastalykkjur um hringinn – LESIÐ HEKLAÐ Í HRING. UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fl. UMFERÐ 3: * Heklið 1 fl í næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl. UMFERÐ 4: * Heklið 1 fl í næstu 2 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl. UMFERÐ 5: * Heklið 1 fl í næstu 3 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 30 fl. UMFERÐ 6: Heklið 1 fl í hverja fl = 30 fl. UMFERÐ 7: * Heklið 1 fl í næstu 4 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 36 fl. UMFERÐ 8: Heklið 1 fl í hverja fl = 36 fl. UMFERÐ 9: * Heklið 1 fl í næstu 5 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 42 fl. UMFERÐ 10-17: Heklið 1 fl í hverja fl = 42 fl. UMFERÐ 18: * Heklið 1 fl í næstu 19 fl, heklið nú 2 FASTALYKKJUR HEKLAÐAR SAMAN * - sjá útskýringu að ofan, endurtakið frá *-* einu sinni til viðbótar = 40 fl. UMFERÐ 19: * 1 fl í næstu 3 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 32 fl. UMFERÐ 20: Heklið 1 fl í hverja fl = 32 fl. UMFERÐ 21: * Heklið 1 fl í næstu 2 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl. UMFERÐ 22: Heklið 1 fl í hverja fl = 24 fl. UMFERÐ 23: * 1 fl í næstu 1 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 16 fl. UMFERÐ 24: Heklið 1 fl í hverja fl = 16 fl. Fyllið ungann með vatti. UMFERÐ 25: Heklið allar fl saman 2 og 2 = 8 fl, endið með 1 keðjulykkju í næstu fl. Klippið frá og dragið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að, festið vel. VÆNGUR: Byrjið á GALDRAHRINGUR – sjá útskýringu að ofan með litnum vanillugulur á heklunál nr 4. UMFERÐ 1: Heklið 4 fl um hringinn. UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 8 fl. UMFERÐ 3: * 1 fl í næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 fl. UMFERÐ 4: * 1 fl í næstu 2 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 16 fl. UMFERÐ 5-7: Heklið 1 fl í hverja fl = 16 fl í umf. UMFERÐ 8: * Heklið 1 fl í næstu 2 fl, heklið nú 2 næstu fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 fl. UMFERÐ 9: Heklið 1 fl í hverja fl, endið með 1 keðjulykkju í næstu fl = 12 fl. Klippið frá og haldið eftir 20 cm fyrir frágang. Heklið annan væng á sama hátt. GOGGUR: Heklið með heklunál nr 3 með litnum appelsínugulur þannig: UMFERÐ 1: Heklið 2 ll, heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, snúið við = 1 fl. UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, 2 fl í fl, snúið við = 2 fl. UMFERÐ 3: Heklið 1 ll, 2 fl í hverja fl, snúið við = 4 fl. UMFERÐ 4: Heklið 1 ll, 2 fl í 1. fl, 1 fl í næstu 2 fl, 2 fl í síðustu fl, snúið við = 6 fl. UMFERÐ 5: Heklið 1 ll, hoppið yfir 1. fl, 1 fl í næstu 4 fl, snúið við = 4 fl. UMFERÐ 6: Heklið 1 ll, hoppið yfir 1. fl, 1 fl í næstu 2 fl, snúið við = 2 fl. UMFERÐ 7: Heklið 1 ll, hoppið yfir 1. fl, 1 fl í síðustu fl = 1 fl. Klippið frá og haldið eftir 20 cm fyrir frágang. FÓTUR: Heklið með heklunál nr 3 með litnum appelsínugulur þannig: Heklið 10 ll, heklið 1 kl í 5. ll frá heklunálinni, * 4 ll, 1 kl í sömu ll *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Heklið nú 1 kl í hverja ll í ll-röðinni (= heklið til baka að byrjun. Klippið frá og haldið eftir 20 cm fyrir frágang. Heklið annan fót á sama hátt. KAMBUR: Heklið með heklunál nr 3 með litnum rauður þannig: Heklið 10 ll, 1 kl í 7. ll frá heklunálinni, * 5 ll, 1 kl í næstu ll * , endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, endið með 6 ll, 1 kl í síðustu ll. Klippið frá og haldið eftir 20 cm fyrir frágang. FRÁGANGUR: Hafið vængina flata og saumið þá fasta í hvora hlið með smáu spori. Saumið kambinn efst á höfuðið. Brjótið gogginn saman fyrir miðju og saumið framan á höfuðið. Saumið út augu með litnum svartur. Saumið fætur á búkinn. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropschickenlittle eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 7 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-769
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.