Ute skrifaði:
Was eine tolle Farbkombination!!!
08.06.2010 - 18:52
Ghita skrifaði:
Flot hæklearbejde, som man kan hygge sig med til vinter.
08.06.2010 - 17:58
Angelique skrifaði:
Just stunning!
08.06.2010 - 11:56
Sylvie BG skrifaði:
Très très beau ! Bravo pour l'assortiment de couleurs !
08.06.2010 - 10:48
Gun-Britt Fredriksson skrifaði:
Ser fram emot denna.
07.06.2010 - 10:41
Kerstin skrifaði:
Mycket vacker filt eller sjal. Gudomlig!
06.06.2010 - 20:28Christine skrifaði:
J'aodre les couleurs et le motif !
06.06.2010 - 20:03
Claupe skrifaði:
Ich liebe granny-decken!! diese hier hat superschöne farben, das garn ist ja auch super!! her mit dem muster!!
06.06.2010 - 19:23Petra skrifaði:
Leuk, hiermee kan ik voorlopig mee aan de slag.
06.06.2010 - 17:53
Renate skrifaði:
Sehr schön und farbenfroh, eine tolle Arbeit.
06.06.2010 - 15:51
Bohemian Oasis#bohemianoasisblanket |
|
|
|
Heklað teppi úr DROPS Delight og DROPS Fabel.
DROPS 124-1 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Vegna mismunandi litunar á garninu verða ferningarnir ekki alveg eins. Þetta gefur teppinu einstakt útlit og ekkert teppi verður alveg eins. TEPPI: Ein dokka af Delight gefur ca 10 heklaða ferninga. Heklið alls 77 ferninga með Delight. Teppið á ljósmynd er heklað með 10 ferningum í litum nr 08, 09 og 11 og 47 ferninga með lit nr 10. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í ferningum sem síðar eru heklaðir saman. Í lokin er heklaður kantur í kringum allt teppið. HEKLAÐUR FERNINGUR: Heklið 6 loftlykkjur með heklunál nr 5 með Delight og tengið í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), heklið 15 stuðla um hringinn og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar = 16 stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 5 loftlykkjur (= 1 stuðull + 2 loftlykkjur), * 1 stuðull í næsta stuðul, 2 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar = 16 stuðlar með 2 loftlykkjum á milli hverra. UMFERÐ 3: Heklið 1 keðjulykkju um fyrsta loftlykkju boga, 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 2 stuðlar um sama loftlykkju boga, * 1 loftlykkjur, 3 stuðular um næsta loftlykkju boga *, endurtakið frá *-* umferðir hringinn og endið á 1 loftlykkju og 1 keðjulykkja í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. UMFERÐ 4: Heklið 1 keðjulykkju í hvorn af fyrstu 2 stuðlum, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkju (frá fyrri umferð), * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju, 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, en endið á 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun umferð (í stað um næstu loftlykkju). UMFERÐ 5: Heklið 1 keðjulykkju um fyrstu 3 loftlykkju boga, 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 2 stuðlar um sama loftlykkju boga, heklið nú 5 stuðla + 2 loftlykkjur + 5 stuðlar um hvern 6 loftlykkju boga (= horn) og 3 stuðlar um hvern 3 loftlykkju boga umferðina hringinn, endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Staðsetjið ferninga með 7 ferninga á breidd og 11 ferninga á hæð. Heklið ferningana saman með Fabel – ferningarnir eru fyrst heklaðir saman á hæðina síðan á breiddina þannig: Leggið 2 ferninga saman með röngu á móti röngu og heklið þá saman frá réttu þannig: Heklið 1 fastalykkju um hornið á fyrsta ferningi, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja um hornið á seinni ferningi, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í næstu lykkju á fyrsta ferning, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í næstu lykkju á seinni ferningi, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í næstu lykkju á fyrsta ferning, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í næstu lykkju á seinni ferning o.s.frv. Endið þegar búið er að hekla 1 fastalykkju í síðasta hornið á báðum ferningunum, klippið frá og festið enda. ATH! Passið uppá að skiptingarnar verði fallegar á milli ferninga þegar þeir eru heklaðir saman á hæðina. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í kringum allt teppið með heklunál nr 5 með Fabel – byrjið í einu horni og heklið frá réttu þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkja, heklið nú 1 fastalykkju í hverja lykkju umferðina hringinn (þ.e.a.s. 1 fastalykkja í hvern stuðul, 1 fastalykkja í hvert horn á sjálfum ferningnum, 2 fastalykkjur í hverja skiptingu á milli ferninga og 2 fastalykkjur í hvert horn á sjálfu teppinu), endið á 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun umferðar. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur, (= 1 stuðull), heklið nú 1 stuðul í hverja fastalykkju umferðina hringinn, en heklið 2 stuðla í hvora af 2 fastalykkjum í hverju horni á teppinu = 4 stuðlar í hornum. Endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), heklið nú 1 stuðul í hvern stuðul, en heklið 2 stuðla í hvern af 4 stuðlum í hvert horn á teppinu = 8 stuðlar í hvert horn. Endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. UMFERÐ 4: Heklið 3 loftlykkjur, * hoppið yfir 3 stuðla, 1 fastalykkja í næsta stuðul, hoppið yfir 3 stuðla, 10 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umf hringinn – passið uppá að það verði bogi í hverju horni. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bohemianoasisblanket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 7 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 124-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.