Ann-Kristin Håkansson skrifaði:
Hej. Stickar halsduken. Hur gör jag när man ska sticka 2m i första m? Omslag eller?
21.09.2015 - 11:34DROPS Design svaraði:
Hej, Se videoen hur du stickar 2 m i én m.
DROPS Knitting Tutorial: How to Increase – knit front back (KFB) from Garnstudio Drops design on Vimeo.
21.09.2015 - 15:53
Ren skrifaði:
Would you have dimensions for finished size of hat? It seems to be a bit small. I've used larger needles. I thought the largest size would measure at least 17inches to fit toddler. Can you use DK wool to knit this pattern?
23.06.2015 - 04:17DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Ren, you will find the related sizes to this pattern at the right side of the picture - remember to check and keep the correct tension (= 26 sts x 52 rows in garter st = 10 x 10 cm) to get the correct dimensions. DROPS Alpaca is a 5 ply yarn (sport) - see also here. Happy knitting!
23.06.2015 - 10:10
Lisa Jensen skrifaði:
Efter at have strikket 3cm. Rib på vanterne så der at der tages ud til 30masker Kan det passe at der kun skal tages ud fra 28masker til 30masker . Det lyder ikke rigtigt. V.H. Lisa
03.05.2015 - 16:22DROPS Design svaraði:
Hej Lisa. Det er korrekt, du kan roligt strikke som der staar.
04.05.2015 - 16:05
Annika skrifaði:
Hej! På mössan står det att man ska öka och minska på varje varv i början. Mot slutet ska man öka och minska på vartannat varv. Då får väl mössa inte samma vinkel i början och slutet, är det meningen? Ska inte mössa var spegelvänd?? Mvh/Annika
29.04.2015 - 14:04DROPS Design svaraði:
Hej Annika, Nej du ökar och minskar även på vartannat varv i början på mössan. Vi beskriver de 2 førsta varven! Lycka till!
13.05.2015 - 12:22
Emma S Nielsen skrifaði:
Hej jeg vil egl gerne strikke denne hue i ”Drops Merino Extra Fine” (400 gr f.nr 01, natur . 20 m x 26 p glatstrik på 10 x 10 cm), som jeg har strikket et superlækkert babytæppe med. Kan jeg tilpasse opskriften til dette garn??? Mvh Emma
21.01.2015 - 09:32DROPS Design svaraði:
Hej Emma. Merino Extra Fine er noget tykkere end Alpaca og du skulle saa tilpasse hele opskriften, saa kan du bedre bruge BabyDROPS 18-1. Det er samme slags opskrift, men skrevet til Merino Extra Fine - saa behöver du ikke rette opskriften til. God fornöjelse.
21.01.2015 - 15:35
Lone skrifaði:
Jeg kan ikke skrive opskriften ud. Trykker jeg på "Udskriv opskrift" fremkommer der et billede med deals. Dette gælder faktisk alle de opskrifter jeg har prøvet?
19.01.2015 - 11:11DROPS Design svaraði:
Hej Lone. Tryk paa "Skriv opskriften ud" linket överst til höjre ved Deals reklamen. Saa kommer du videre til printversionen af mönstret. God fornöjelse.
19.01.2015 - 13:21
Bianka skrifaði:
Hallo, kann ich bei der Mütze die erste und letzte M, nur einmal rechts stricken, also als Randmasche? Danke Bianka
05.01.2015 - 23:53DROPS Design svaraði:
Der Rand wird etwa sgleichmäßiger, wenn Sie 2 M re am Rand stricken, da Sie innerhalb dieser M zunehmen/abnehmen und er bildet damit die Kante, die Sie auf dem Foto sehen. Sie können an einem Probestück ausprobieren, ob Sie mit dem Ergebnis zufrieden sind, wenn Sie nur eine Rand-M stricken.
08.01.2015 - 22:52
Lisbeth skrifaði:
SUPER - der var lige opskriften på det halstørklæde jeg vil strikke :-)
13.12.2014 - 17:43
Gré Z. skrifaði:
Als je bij het sjaaltje het tweede smalle stukje vanaf de veiligheidsspeld gaat breien, moet je dan een nieuwe draad erbij nemen? b.v.d. voor het antwoord.
09.12.2014 - 23:20DROPS Design svaraði:
Hoi Gré. Ja, je kan beginnen met een nieuwe draad - of de draad van het eerste stukje afknippen en dan beginnen op het tweede stukje.
10.12.2014 - 12:05
Gré Z. skrifaði:
Worden de wantjes gebreid met een ronde naald (zoals vermeld in het patroon) of met (vier) sokkenbreinaaldjes (zoals vermeld bij de materiaalopgave)?
05.12.2014 - 14:05DROPS Design svaraði:
Hoi Gre. De wantjes worden gebreid op breinaalden zonder knop (sokkenbreinaalden). Bij het patroon wordt er bedoeld ribbelst in de rondte gebreid. Ik zal het aanpassen zodat het duidelijk is.
05.12.2014 - 15:19
Baby Aviator Hat#babyaviatorhat |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð hjálmhúfa fyrir börn, trefill og vettlingar úr DROPS Alpaca. Stærð 1 mán - 4 ára.
DROPS Baby 14-16 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á sokkaprjóna): * 1 umferð slétt, 1 umferð brugðið *, endurtakið frá *-* SNÚRUPRJÓN: * Prjónið 1 lykkju slétt, setjið þráðinn fyrir framan stykkið (að þér), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, setjið þráðinn fyrir aftan stykkið (frá þér) *, endurtakið frá *-* í öllum umferðum. Nú myndast hringlaga snúra. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka og saumað saman í lokin. HÚFA: Fitjið upp 33-38-42 (46-50) lykkjur á prjón nr 2,5 með Alpaca. Prjónið GARÐAPRJÓN prjónað fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, jafnframt er aukið út um 1 lykkju í hægri hlið og fækkað um 1 lykkju í vinstri hlið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 útaukning), prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir og prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt, þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan). Endurtakið þessar 2 umferðir þar til stykkið mælist 5½-6-6½ (7-8) cm. Fellið nú af 1 lykkju í hægri hlið og aukið út um 1 lykkju í vinstri hlið þannig: Rétta: Prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt. Ranga: Prjónið slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Endurtakið þessar 2 umferðir þar til prjónaðir hafa verið til viðbótar 5½-6-6½ (7-8) cm. Haldið nú áfram að auka út um 1 lykkju á hægri hlið í 4. hverri umferð og fækkið um 1 lykkju í vinstri hlið í annarri hverri umferð þar til stykkið mælist 15½-16½-17½ (18-19) cm frá uppfitjunarkanti. Setjið prjónamerki í hvora hlið á stykkinu. Haldið áfram þannig: Fækkið um 1 lykkju í hægri hlið í 4. hverri umferð og aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið í annarri hverri umferð þar til stykkið mælist 20-21-22 (22-22) cm. Fækkið um 1 lykkju í vinstri hlið í annarri hverri umferð og aukið út um 1 lykkju í hægri hlið í annarri hverri umferð þar til stykkið mælist 25½ -27-28½ (29-30) cm. Fækkið nú um 1 lykkju í hægri hlið í annarri hverri umferð og aukið út um 1 lykkju í vinstri hlið í annarri hverri umferð til loka = 31-33-35 (36-38) cm. Fellið af. FRÁGANGUR: Bakhlið á húfunni = sá hluti á stykkinu sem er með 2 heil horn og 2 hálf horn. Miðjuhornið af 3 heilu hornunum í gagnstæðri hlið á stykkinu sem liggur niður á enni. Saumið saman húfuna kant í kant með smáu spori þannig: Saumið saman að aftan með því að sauma fyrsta hálfa hornið saman við fyrri hluta af fyrsta heila horninu. Saumið nú hinn helminginn af fyrsta heila horninu saman við fyrsta helminginn af seinni hálfa horninu. Síðan er hinn helmingur heila hornsins saumaður saman með síðasta hálfa horninu. Að lokum er húfan saumið saman við miðju að aftan. SNÚRA: Fitjið upp 4 lykkjur á prjón nr 2,5 með Alpaca. Prjónið SNÚRUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Fellið af þegar snúran mælist ca 16-18-20 (22-24) cm. Prjónið aðra snúru alveg eins. Saumið snúrurnar neðst í hvort horn í hvorri hlið. ------------------------------------------------------- TREFILL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. TREFILL: Fitjið upp 4 lykkjur á prjón nr 2,5 með Alpaca og prjónið GARÐAPRJÓN prjónað fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, jafnframt er aukið út í hvorri hlið þannig: Hægri hlið: Prjónið 2 lykkjur í fyrstu lykkju. Vinstri hlið: Prjónið 2 lykkjur í næst síðustu lykkju. Aukið út í annarri hverri umf 10-11-12 (13-14) sinnum = 24-26-28 (30-32) lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 8-9-10 (11-12) cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: * prjónið 1 lykkju slétt, setjið 1 lykkju á nælu (eða hjálparprjón) fyrir aftan stykkið *, endurtakið frá *-* út umferðina. Nú eru 12-13-14 (15-16) lykkjur á prjóni og 12-13-14 (15-16) lykkjur á nælu. Prjónið garðaprjón yfir lykkjur á prjóni í 4-4-4 (5-5) cm og setjið þær síðan á aðra nælu. Setjið lykkjur frá fyrri nælu á prjóninn og prjónið garðaprjón yfir þessar lykkjur að sömu lengd. Prjónið aftur saman bæði stykkin með því að prjóna til skiptis 1 lykkju frá prjóni og 1 lykkju frá nælu þar til allar lykkjur eru komnar aftur á prjóninn = 24-26-28 (30-32) lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist alls 40-42-46 (50-54) cm. Prjónið nú garðaprjón jafnframt sem lykkjum er fækkað í hvorri hlið með því að prjóna 2 næst ystu lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni. Fellið þær af. Trefillinn mælist nú ca 44-47-51 (55-60) cm. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að fingurtoppi. VETTLINGAR: Þrjár stærstu stærðirnar eru prjónaðar með þumalfingur, tvær minni stærðirnar eru án þumalfingurs. Fitji upp 34-36-38 (40-42) lykkjur með Alpaca á sokkaprjóna nr 2,5. Skiptið lykkjum niður á prjónana. Prjónið 12 umferðir GARÐAPRJÓN prjónað í hring – sjá útskýringu að ofan – jafnframt í síðustu umferð lykkjum fækkað jafnt yfir að 28-30-32 (34-36) lykkjum. Prjónið 3-3-3 (4-4) cm stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Haldið áfram í garðaprjóni – í 1. umferð er aukið út jafnt yfir að 30-33-36 (39-42) lykkjum – setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT. Þrjár stærstu stærðirnar: Þegar stykkið mælist 1 (2-3) cm eru síðustu 5 (5-6) lykkjur í umferð settar á þráð fyrir þumalfingur. Fitjið upp 5 (5-6) nýjar lykkjur yfir þær í næstu umferð. Allar stærðir: Þegar stykkið mælist 6-7-8 (9-10) cm er lykkjum fækkað í næstu umferð frá réttu þannig: * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman *, endurtakið frá *-* út umferðina = 20-22-24 (26-28) lykkjur. * Prjónið 1 umferð brugðið, prjónið síðan allar lykkjur saman 2 og 2 *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Klippið frá og dragið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. ÞUMALFINGUR: Setjið l af þræði aftur á sokkaprjóninn og prjónið upp 6 (6-7) lykkjur meðfram kanti yfir þær = 11 (11-13) lykkjur alls. Prjónið garðaprjón í 3 (4-5) cm, prjónið síðan lykkjur saman 2 og 2. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. SNÚRA: Fitjið upp 4 lykkjur á prjón nr 2,5 með Alpaca. Prjónið SNÚRUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til snúran passar við lengd barnsins frá úlnlið til úlnliðs = ca 62-67-74 (86-96) cm. Fellið af. Saumið snúru endana í hvorn vettling, andspænis þeirri hlið þar sem þumalfingurinn er. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #babyaviatorhat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 14-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.