Hvernig á að prjóna hjálmhúfu

Hvernig á að prjóna hjálmhúfu

Veistu um barn sem vantar nýja, fallega og hlýja húfu? Prjónaðu þá vinsælustu húfuna okkar fyrir börn úr hönnuninni okkar sem er hjálmhúfa, Baby Aviator Hat (DROPS Baby 14-16) og fáðu aðstoð í leiðinni skref-fyrir-skref.

Þú finnur einnig myndband neðst á síðunni til aðstoðar. Ef þú ert enn með einhverjar spurningar, þá getur þú beðið okkur um aðstoð neðst á síðunni!

Stærð: 1/3 - (6/9 - 12/18 mán - 2 - 3/4 ára)
Stærð í cm: 50/56 - (62/68- 74/80 - 86/92-98/104)

Efni: DROPS Alpaca frá Garnstudio (garnflokkur A)
100-100-100 (150-150) gr litur nr 6205, ljós blár

DROPS prjónar og sokkaprjónar nr 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 52 umferðir með garðaprjóni verði 10 x 10 cm.

Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Nú byrjum við!

Við prjónum minnstu stærðina 1/3 mán, (aðrar stærðir eru í sviga).

Allt stykkið er prjónað í garðaprjóni (allar umferðir eru prjónaðar slétt).

1) Fitjið upp 33 (38-42-46-50) lykkjur á prjón 2,5 mm.

2) Prjónið 1. umferð slétt (= rétta) þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 útaukning). Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir.

3) Síðustu 4 lykkjur eru prjónaðar þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt.

4) Prjónið allar lykkjur slétt (frá röngu), en þegar 3 lykkjur eru eftir (uppsláttur + 2 lykkjur), prjónið uppsláttinn snúinn slétt, þ.e.a.s. prjónið í aftari hluta á lykkjunni í stað fremri hluta á lykkjunni (til að koma í veg fyrir göt), prjónið síðustu 2 lykkjur slétt.

5) Endurtakið þessar 2 umferðir þar til stykkið mælist 5½ (6-6½-7-8 cm). Myndin að neðan sýnir formið á stykkinu frá réttu.

6) Eftir þetta er felld af 1 lykkja í hægri hlið og aukið út um 1 lykkju í vinstri hlið þannig: Úrtaka: Frá réttu, prjónið 1 lykkju slétt, takið 1 lykkju laust óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (1 lykkja færri). Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir.

7) Útaukning: Frá réttu, nú eru 2 lykkjur eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt, snúið stykkinu.

8) Frá röngu: Prjónið slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt.

9) Endurtakið þessar 2 umferðir þar til stykkið mælist (6-6½ -7-8) cm.

10) Nú aukum við aftur út í hægri hlið (séð frá réttu), en í þetta skipti þá aukum við út í 4. hverri umferð og höldum áfram með úrtöku í vinstri hlið í 2. hverri umferð þar til stykkið mælist 15½ (16½-17½ -18-19) cm frá uppfitjunarkanti. Setjið prjónamerki í hvora hlið á stykki.

11) Nú er helmingur af stykkinu tilbúinn og seinni helmingurinn er nú prjónaður gagnstætt við fyrri helming. Þ.e.a.s. haldið áfram þannig: Fellið af 1 lykkju í hægri hlið (séð frá réttu) í 4. hverri umferð og aukið út um 1 lykkju í vinstri hlið í 2. hverri umferð þar til stykkið mælist 20 (21-22-22-22) cm.

12) Aukið út um 1 lykkju í hægri hlið (séð frá réttu) í 2. hverri umferð og fellið af 1 lykkju í vinstri hlið í 2. hverri umferð þar til stykkið mælist 25½ (27-28½-29-30) cm.

13) Fellið af 1 lykkju í hægri hlið í annarri hverri umferð og aukið út um 1 lykkju í vinstri hlið í annarri hverri umferð til loka = 31 (33-35-36-38) cm.

14) Fellið af.

Bakhlið á húfunni = sá hluti á stykkinu sem er með 2 heil horn og 2 hálf horn. Miðjuhornið af 3 heilu hornunum á gagnstæðri hlið á stykkinu sem liggur niður á enni.

15) Nú á að sauma saman «hornin» að aftan.
Frágangur:
Saumið saman húfuna kant í kant með smáu spori þannig: Saumið saman að aftan með því að sauma fyrsta hálfa hornið saman við fyrri hluta af fyrsta heila horninu.

16) Saumið nú hinn helminginn af fyrsta heila horninu saman við fyrsta helminginn af seinni hálfa horninu.

17) Síðan er hinn helmingur heila hornsins saumaður saman með síðasta hálfa horninu.

18) Að lokum er húfan saumuð saman við miðju að aftan.

Nú er húfan tilbúin.

19) Prjónið nú 2 snúrur í húfuna í snúruprjóni. Fitjið upp 4 lykkjur á prjón 2,5 mm.

20) Prjónið snúruprjón þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, setjið þráðinn fyrir framan stykkið (að þér).

21) Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið.

22) Setjið þráðinn aftur aftan við stykkið (frá þér).

23) Endurtakið punkt 20.-22. og prjónið út umferðina.

Snúið stykkinu og endurtakið punkt 20.-23.
Nú myndast hringlaga snúra. Fellið af þegar snúran mælist ca 16 (18-20-22-24) cm. Prjónið 1 snúru til viðbótar á sama hátt.

24) Saumið snúru neðst í hvort horn í hvorri hlið.

Tilbúið!

Sjá mynstur hér!

Kennslumyndband

Þú getur einnig skoðað þetta myndband:

Athugasemdir (23)

Gert Vanderheyden wrote:

Misschien een ideetje ? Mijn kleinkinderen en schoondochter hebben zo'n muts om onder hun fietshelm te dragen. Net dun genoeg om niet te hinderen en dik genoeg om de wind tegen te houden. Zeer leuk en hip met een veelkleurendraad ( sokkenwol)

29.01.2024 - 11:10:

Lisbeth wrote:

Tak for svaret. Det må betyde at indtagninger i højre side sker ved maske løs af.. ..og i venstre side ved at strikke to masker sammen?

28.08.2023 - 09:34:

DROPS Design answered:

Hei Lisbeth. Ja, det kan du også si. Ta gjerne en titt på hjelpevideoen til denne oppskriften: Hvordan strikkes Djævlehuen sidelæns – DROPS Baby 14-16 mvh DROPS Design

04.09.2023 - 08:08:

Lisbeth wrote:

Hvorfor er der to slags indtagninger? Under 6) tages ind ved at tage løs af og trække en maske over. Senere i opskriften strikkes 2 sammen. Hvad gælder når der bare står at man skal tage ind?

27.08.2023 - 00:33:

DROPS Design answered:

Hei Lisbeth Når en oppskrift har 2 ulike forklaringen på hvordan felle 1 maske, er det gjerne fordi maskene skal vende hver sin vei. Slik at slutt resultatet blir penest. mvh DROPS Design

28.08.2023 - 08:04:

Alexandra wrote:

Which type of "okning" do you recommend? The pattern does not specify it. Tusen takk!

16.04.2023 - 20:25:

DROPS Design answered:

Dear Alexandra, increase with a yarn over (see photo 2 for example) - and work yarn over into back loop on next row to avoid a hole (see Step 4). Happy knitting!

17.04.2023 - 10:14:

Charlotte Sten Andersen wrote:

Her lige sendt en besked. Strander ved punkt 10 - savner maske antal ved ind-og udtagning. Begge halvdele bliver ikke ens!

11.09.2022 - 17:06:

Lotte wrote:

Har strikket den søde lille hjelm masser af gange (jeg er årgang 1937). Lige nu strander jeg efter punkt 10 - som Rikke. Begge halvdele bliver ikke ens! Husker osse tidligere, at jeg savner maskeantal ved skæv ind- og udtagning! Prøver mig igennem med færre indtagninger. Lidt ærgerligt! Med venlig strikke hilsen Lotte

11.09.2022 - 17:01:

DROPS Design answered:

Hei Lotte. Om du ser på bilde 13, så er ikke den midterst tuppen (høyre side) like "stor" som den første og siste tupp (disse er like). Slik at følger du oppskriften så skal det bli riktig, slik som denne luen er skrevet. mvh DROPS Design

12.09.2022 - 07:05:

Camilla wrote:

Jeg forstår ikke dette. Når jeg kommer til punkt 10. Jeg øker med en maske på 1.pinne, så feller jeg av på pinne 2. så pinne 3.strikkes rett. Men når jeg da kommer til pinne 4. igjen er jo dette egentlig den pinnen jeg skal felle???

11.12.2021 - 18:47:

Rikke wrote:

Hej jeg er gået i stå ved punkt 10. Kan det være rigtigt, at man ved at tage 1maske ud i højre side på hver 4. Pind og 1 maske ind på hver 2. Pind, så ender med at have en del mindre masker på pinden? Jeg syntes ikke det ser ud som om dit arbejde på billederne, bliver smallere ind mod midten af huen. Mvh Rikke

06.12.2021 - 08:44:

DROPS Design answered:

Hei Rikke. Det blir noen færre masker når pkt . 10 er ferdig, men når du strikker etter pkt. 11 økes det flere masker enn det felles og maskeantallet blir det samme igjen. mvh DROPS Design

07.12.2021 - 08:32:

Mia Christensen wrote:

Hej Vedr. Punkt 10 - når man på retsiden har udtaget 1 maske, skal man så gøre yderligere på pinden ved de sidste 4 masker i lighed med første gang man tog 1 maske ud i højre side jf opskriften start? På forhånd tusind tak - er simpelthen gået i stå vedr punkt 10. Mvh Mia

30.09.2021 - 17:15:

DROPS Design answered:

Hei Mia. Du øker fra høyre pinne (fra retten) med 1 kast, på hver 4. pinne, mens det på venstre side felles på hver 2. pinne. mvh DROP Deisgn

18.10.2021 - 07:51:

Conny Sch Andersen wrote:

Jeg mangler opskrift på det lille halstørklæde.

27.09.2021 - 12:36:

DROPS Design answered:

Hei Conny. Oppskriften skal ligge under oppskriften til luen og over oppskriften til vantene. Står med store bokstaver: HALSTØRKLÆDE. mvh DROPS Design

28.09.2021 - 07:36:

Sarah Staalhøj wrote:

Tak for guiden! Jeg har på fornemmelsen at jeg strikker for stramt... hvor bredt skal det nederste stykke være i cm?

22.02.2021 - 11:20:

DROPS Design answered:

Hei Sarah. Det kommer an på hvilken størrelse du strikker / hvor mange masker du har lagt opp. Du kan også sjekke strikkefastheten, 26 masker ska være 10 cm. mvh DROPS design

03.03.2021 - 09:04:

Camilla wrote:

Måske er jeg lidt til den tunge side, men hvorfor står der at man skal bruge strømpepinde? Hvor skal de benyttes??

19.02.2021 - 11:05:

DROPS Design answered:

Hei Camilla. Under denne oppskriften er det både lue, skjerf og votter. På luen er det enklere å bruke strømpep. når det skal strikkes en snor / tubestrikk og når det skal strikkes votter må man bruke strømpep. mvh DROPS design

03.03.2021 - 08:07:

Sara wrote:

Vad menas med vart fjärde varv? Räknas räta som ett varv och aviga som ett varv eller är det vart fjärde räta?

25.01.2021 - 00:36:

DROPS Design answered:

Hei Sara. Ja, fra retten = 1 pinne/varv, fra vrangen = 1 pinne/varv. Så når du har strikket 1 pinne fra retten og 1 pinne fra vrange har du strikket 2 pinner /varv. mvh DROPS design

25.01.2021 - 08:58:

Maria Bergmann wrote:

Thank you so much for this beautiful and well explained pattern. I\\\'ve chosen the smallest one for a newborn baby.

18.01.2021 - 18:39:

Sandra wrote:

Er der en fejl i den største størrelse? I trin 10 skal man kun strikke 3 cm i den største størrelse, hvorimod man skal strikke 4 cm i den mindste? Jeg kan ikke få det til at gå op at den første hele spids i venstre side (på retsiden) måler ca. 9 cm når første halvdel af den er strikket, men at man kun skal strikke den anden halvdel på 3 cm. Spidsen skulle jo gerne gå lige langt ned i hver side så man kan sy det ordentligt sammen til sidst?

07.01.2021 - 15:29:

DROPS Design answered:

Hej Sandra, i trin 10 er du kommet til midten af huen, husk at spidsen i højre side på billedet = midt i panden :)

28.01.2021 - 07:44:

Teresa wrote:

Potrei vedere il passaggio della sciarpa aviatore con i disegni grazie

01.09.2020 - 15:38:

DROPS Design answered:

Buongiorno Teresa, al momento non è previsto un tutorial sulla sciarpa, ma se ha bisogno di aiuto può chiederlo nella pagina del modello e le risponderemo al più presto. Buon lavoro!

02.09.2020 - 10:07:

Grethe wrote:

Når der står hver 4 pind og hveranden pind e det er ved panden skal der så tages ud på en vrang side

20.07.2020 - 15:40:

Marisa Rego wrote:

Adorei as explicações! Obrigada!

15.07.2020 - 23:24:

Krista wrote:

Ved panden står der hv 4 pind og hv 2 pind?? Skal vrang side også tælles med?

16.10.2019 - 02:52:

Marie-christine wrote:

Coincidence.. j'ai retrouvé une photo de moi datant de mes 3 ans en ..(l'autre siècle..) et je portais le même bonnet !! et ma mère avait ajouté un chauffe épaule en laine angora pour ma tenue de petite fille ; on peut dire que si la mode se démode, la mode redevient aussi à la mode, plus que jamais car elle est ? indémodable pas vrai ?

21.08.2019 - 09:48:

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.