Drops Design skrifaði:
Ja det stemmer, omslaget er den maske du tager ud!
09.03.2009 - 15:56
Neel skrifaði:
...mm, jeg tror stadig ikke helt jeg fortår hvad omslaget betyder. Er det bare de masker man tager ud?
09.03.2009 - 15:51
Drops Design skrifaði:
1.p (= retsiden): 2 r, slå om (= 1 udtagning).... omslaget er altså lige inden de 2 sidste m fra vrangen. God fornøjelse!
09.03.2009 - 13:45
Neel skrifaði:
Hej, jeg skal bare lige forstå - "omslaget" som skal strikkes drejet ret, er det bare den yderste række masker / den første maske på vrang-pinden?
09.03.2009 - 12:38
Drops Design skrifaði:
Jo men stykket skal se således ud fra retsiden inden du syr den sammen: Højre side har 3 hele spidser. Den midterste af de 3 hele spidser (= den buttede spids) går ned i panden foran. Venstre side = Baghovedet på huen har 2 hele spidser og 2 halve spidser.
23.02.2009 - 14:55
Sara skrifaði:
Jeg ønsker også et billede af arbejdet før monteringen. Jeg er ikke sikker på at jeg har gjort det rigtigt. Jeg forstår ikke helt med 4. pind og 2. pind. Strikker man tre pinde ret, derefter på 4.p tager man en maske ud højre side og strikker resten ret. Strik 1 p. på 2.p luk 1 m sammen i venstre side, strik 3 p. på 4.p øges 1 maske osv. Skal det forståes sådan?
21.02.2009 - 23:18
Else skrifaði:
Hjelp... Monteringen skjønte ikke jeg.
12.02.2009 - 11:18
Bella skrifaði:
Hei igjen. Er det mulighet til å legge inn et bilde av arbeide sitt, sånn at noen kan sjekke om det ser riktig ut? Jeg har litt problemer med denne lue oppskriften og er usikker på om jeg har gjort det riktig. Håper dere kan hjelpe meg.
13.11.2008 - 21:59
Drops Design skrifaði:
Helt riktig! Ta en løs fra venstre pinne strikk en rett og løft den løse m over den du har strikked. Lykke til ;)
12.11.2008 - 10:46
Bella skrifaði:
I lue oppskriften står det: "Rettsiden: 1 r, ta 1 m løs av p, 1 r, trekk den løse m over," Jeg forstår ikke helt denne fellingen. Kan dere forklare det bedre? Skal man bare ta en maske løs av venstre pinne, strikke neste maske og så ta den løse masken rett på den høyre pinnen? Hilsen en litt forvirret nybegynner strikker.
11.11.2008 - 20:43
Baby Aviator Hat#babyaviatorhat |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð hjálmhúfa fyrir börn, trefill og vettlingar úr DROPS Alpaca. Stærð 1 mán - 4 ára.
DROPS Baby 14-16 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á sokkaprjóna): * 1 umferð slétt, 1 umferð brugðið *, endurtakið frá *-* SNÚRUPRJÓN: * Prjónið 1 lykkju slétt, setjið þráðinn fyrir framan stykkið (að þér), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, setjið þráðinn fyrir aftan stykkið (frá þér) *, endurtakið frá *-* í öllum umferðum. Nú myndast hringlaga snúra. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka og saumað saman í lokin. HÚFA: Fitjið upp 33-38-42 (46-50) lykkjur á prjón nr 2,5 með Alpaca. Prjónið GARÐAPRJÓN prjónað fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, jafnframt er aukið út um 1 lykkju í hægri hlið og fækkað um 1 lykkju í vinstri hlið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 útaukning), prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir og prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt, þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan). Endurtakið þessar 2 umferðir þar til stykkið mælist 5½-6-6½ (7-8) cm. Fellið nú af 1 lykkju í hægri hlið og aukið út um 1 lykkju í vinstri hlið þannig: Rétta: Prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt. Ranga: Prjónið slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Endurtakið þessar 2 umferðir þar til prjónaðir hafa verið til viðbótar 5½-6-6½ (7-8) cm. Haldið nú áfram að auka út um 1 lykkju á hægri hlið í 4. hverri umferð og fækkið um 1 lykkju í vinstri hlið í annarri hverri umferð þar til stykkið mælist 15½-16½-17½ (18-19) cm frá uppfitjunarkanti. Setjið prjónamerki í hvora hlið á stykkinu. Haldið áfram þannig: Fækkið um 1 lykkju í hægri hlið í 4. hverri umferð og aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið í annarri hverri umferð þar til stykkið mælist 20-21-22 (22-22) cm. Fækkið um 1 lykkju í vinstri hlið í annarri hverri umferð og aukið út um 1 lykkju í hægri hlið í annarri hverri umferð þar til stykkið mælist 25½ -27-28½ (29-30) cm. Fækkið nú um 1 lykkju í hægri hlið í annarri hverri umferð og aukið út um 1 lykkju í vinstri hlið í annarri hverri umferð til loka = 31-33-35 (36-38) cm. Fellið af. FRÁGANGUR: Bakhlið á húfunni = sá hluti á stykkinu sem er með 2 heil horn og 2 hálf horn. Miðjuhornið af 3 heilu hornunum í gagnstæðri hlið á stykkinu sem liggur niður á enni. Saumið saman húfuna kant í kant með smáu spori þannig: Saumið saman að aftan með því að sauma fyrsta hálfa hornið saman við fyrri hluta af fyrsta heila horninu. Saumið nú hinn helminginn af fyrsta heila horninu saman við fyrsta helminginn af seinni hálfa horninu. Síðan er hinn helmingur heila hornsins saumaður saman með síðasta hálfa horninu. Að lokum er húfan saumið saman við miðju að aftan. SNÚRA: Fitjið upp 4 lykkjur á prjón nr 2,5 með Alpaca. Prjónið SNÚRUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Fellið af þegar snúran mælist ca 16-18-20 (22-24) cm. Prjónið aðra snúru alveg eins. Saumið snúrurnar neðst í hvort horn í hvorri hlið. ------------------------------------------------------- TREFILL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. TREFILL: Fitjið upp 4 lykkjur á prjón nr 2,5 með Alpaca og prjónið GARÐAPRJÓN prjónað fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, jafnframt er aukið út í hvorri hlið þannig: Hægri hlið: Prjónið 2 lykkjur í fyrstu lykkju. Vinstri hlið: Prjónið 2 lykkjur í næst síðustu lykkju. Aukið út í annarri hverri umf 10-11-12 (13-14) sinnum = 24-26-28 (30-32) lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 8-9-10 (11-12) cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: * prjónið 1 lykkju slétt, setjið 1 lykkju á nælu (eða hjálparprjón) fyrir aftan stykkið *, endurtakið frá *-* út umferðina. Nú eru 12-13-14 (15-16) lykkjur á prjóni og 12-13-14 (15-16) lykkjur á nælu. Prjónið garðaprjón yfir lykkjur á prjóni í 4-4-4 (5-5) cm og setjið þær síðan á aðra nælu. Setjið lykkjur frá fyrri nælu á prjóninn og prjónið garðaprjón yfir þessar lykkjur að sömu lengd. Prjónið aftur saman bæði stykkin með því að prjóna til skiptis 1 lykkju frá prjóni og 1 lykkju frá nælu þar til allar lykkjur eru komnar aftur á prjóninn = 24-26-28 (30-32) lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist alls 40-42-46 (50-54) cm. Prjónið nú garðaprjón jafnframt sem lykkjum er fækkað í hvorri hlið með því að prjóna 2 næst ystu lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni. Fellið þær af. Trefillinn mælist nú ca 44-47-51 (55-60) cm. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að fingurtoppi. VETTLINGAR: Þrjár stærstu stærðirnar eru prjónaðar með þumalfingur, tvær minni stærðirnar eru án þumalfingurs. Fitji upp 34-36-38 (40-42) lykkjur með Alpaca á sokkaprjóna nr 2,5. Skiptið lykkjum niður á prjónana. Prjónið 12 umferðir GARÐAPRJÓN prjónað í hring – sjá útskýringu að ofan – jafnframt í síðustu umferð lykkjum fækkað jafnt yfir að 28-30-32 (34-36) lykkjum. Prjónið 3-3-3 (4-4) cm stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Haldið áfram í garðaprjóni – í 1. umferð er aukið út jafnt yfir að 30-33-36 (39-42) lykkjum – setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT. Þrjár stærstu stærðirnar: Þegar stykkið mælist 1 (2-3) cm eru síðustu 5 (5-6) lykkjur í umferð settar á þráð fyrir þumalfingur. Fitjið upp 5 (5-6) nýjar lykkjur yfir þær í næstu umferð. Allar stærðir: Þegar stykkið mælist 6-7-8 (9-10) cm er lykkjum fækkað í næstu umferð frá réttu þannig: * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman *, endurtakið frá *-* út umferðina = 20-22-24 (26-28) lykkjur. * Prjónið 1 umferð brugðið, prjónið síðan allar lykkjur saman 2 og 2 *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Klippið frá og dragið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. ÞUMALFINGUR: Setjið l af þræði aftur á sokkaprjóninn og prjónið upp 6 (6-7) lykkjur meðfram kanti yfir þær = 11 (11-13) lykkjur alls. Prjónið garðaprjón í 3 (4-5) cm, prjónið síðan lykkjur saman 2 og 2. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. SNÚRA: Fitjið upp 4 lykkjur á prjón nr 2,5 með Alpaca. Prjónið SNÚRUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til snúran passar við lengd barnsins frá úlnlið til úlnliðs = ca 62-67-74 (86-96) cm. Fellið af. Saumið snúru endana í hvorn vettling, andspænis þeirri hlið þar sem þumalfingurinn er. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #babyaviatorhat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 14-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.