Blue Coast#bluecoastsweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Hekluð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er heklað ofan frá og niður með stuðlum, laskalínu og stuttum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 259-34 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Munið að mynsturteikningin er lesin frá hægri til vinstri frá réttu og frá vinstri til hægri frá röngu. LOFTLYKKJUR: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. HEKLLEIÐBEININGAR: Hver umferð byrjar með 3 loftlykkjum, þessar loftlykkjur koma í stað fyrsta stuðuls. Í lok umferðar er hekluð 1 keðjulykkja í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, áður en stykkinu er snúið þannig að næsta umferð er hekluð frá hinni hliðinni á stykki. Umferðin er hekluð til skiptis frá réttu og frá röngu. 2 STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN: Til að loka gati, er heklað um hvern loftlykkjuboga þannig (á við um berustykki) eða í ystu loftlykkju (á við um ermi): * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni um loftlykkjubogann / í loftlykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum fyrstu 2 lykkjur á heklunálinni *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, það eru 3 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Lykkjum er fækkað í byrjun og lok umferðar þannig: Heklið fyrsta stuðul eins og áður (þ.e.a.s. 3 loftlykkjur sem koma í stað fyrsta stuðul), heklið næstu 2 stuðla saman þannig: * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum fyrstu 2 lykkjur á heklunálinni *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, það eru 3 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni (= 1 lykkja færri). Heklið eins og áður þar til 3 stuðlar eru eftir í umferð, fækkið um 1 stuðul til viðbótar á sama hátt og heklið 1 stuðul í síðasta stuðul í umferð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Öll peysan er hekluð í hring, en heklað er til skiptis frá réttu og röngu til að sleppa við saum fyrir miðju að aftan og fyrir miðju undir ermi. Fyrst er berustykkið heklað í hring frá miðju að aftan og heklað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið heklað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er heklað til loka niður á við, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermarnar heklaðar. Í lokin er heklaður kantur í kringum hálsmál. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. BERUSTYKKI: Notið DROPS Cotton Merino og heklunál 4,5 og heklið 80-84-88-92-96-100 LOFTLYKKJUR – lesið leiðbeiningar að ofan. Allt stykkið er heklað í stuðlum til skiptis frá réttu og röngu - lesið MYNSTUR, HEKLLEIÐBEININGAR. Fyrsta umferð er hekluð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í hverja af fyrstu 11-12-12-13-14-15 loftlykkjur (= hálft bakstykki), A.1 í næstu loftlykkju (= laskalína), 1 stuðull í hverja af næstu 16-16-18-18-18-18 loftlykkjur (= ermi), A.2 í næstu loftlykkju (= laskalína), 1 stuðull í hverja af næstu 22-24-24-26-28-30 loftlykkjur (= framstykki), A.1 í næstu loftlykkju (= laskalína), 1 stuðull í hverja af næstu 16-16-18-18-18-18 loftlykkjur (= ermi), A.2 í næstu loftlykkju (= laskalína), 1 stuðull í hverja af næstu 11-12-12-13-14-15 loftlykkjur (= hálft bakstykki). Á eftir fyrstu umferð eru 84-88-92-96-100-104 stuðlar og 4 loftlykkjubogar í umferð. Haldið áfram hringinn til skiptis frá réttu og frá röngu þar til A.1 og A.2 hefur verið heklað til loka á hæðina – munið eftir að umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun á sömu umferð áður en stykkinu er snúið við þannig að berustykkið lokist. Það eru 140-144-148-152-156-160 stuðlar og 4 loftlykkjubogar í umferð, lykkjurnar skiptast niður á milli loftlykkjuboga þannig: 32-32-34-34-34-34 stuðlar fyrir hvora ermi og 38-40-40-42-44-46 stuðlar fyrir bæði framstykki og bakstykki. Munið eftir að fylgja uppgefinni heklfestu. Nú er heklað með A.3 yfir A.1 og A.4 yfir A.2 alls 9-10-11-12-13-15 sinnum á hæðina og heklaðar eru alls 14-15-16-17-18-20 umferðir frá byrjun á stykki. Það eru 248-264-280-296-312-340 stuðlar og 4 loftlykkjubogar í umferð, lykkjur skiptast niður á milli loftlykkjuboga þannig: 50-52-56-58-60-64 stuðlar fyrir hvora ermi og 74-80-84-90-96-106 stuðlar fyrir bæði framstykki og bakstykki. Heklið 1 umferð með 1 stuðul í hvern stuðul, en til að loka gatinu þá er heklað um hvern loftlykkjuboga 2 STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN – lesið leiðbeiningar að ofan = 252-268-284-300-316-344 stuðlar. Stykkið mælist ca 19-20-21-23-24-26 cm miðja að aftan (= við byrjun umferðar). Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Jafnframt sem næsta umferð er hekluð, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 38-41-43-46-49-54 stuðla (= hálft bakstykki), hoppið yfir 50-52-56-58-60-64 stuðla (= ermi), heklið 4-4-6-8-12-12 loftlykkjur (= í hlið undir ermi), heklið 1 stuðul í hvern af næstu 76-82-86-92-98-108 stuðla (= framstykki), hoppið yfir 50-52-56-58-60-64 stuðla (= ermi), heklið 4-4-6-8-12-12 loftlykkjur (= í hlið undir ermi), heklið 1 stuðul í hvern af næstu 38-41-43-46-49-54 stuðla (= hálft bakstykki). Nú er fram- og bakstykkið heklað til loka á meðan ermar eru látnar bíða. Klippið þráðinn, nú byrjar umferðin fyrir miðju undir annarri erminni. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 160-172-184-200-220-240 lykkjur. Stillið byrjun umferðar af eftir réttu eða röngu þannig að áferðin sem er á berustykki haldi áfram á fram- og bakstykki. Byrjið með 1 keðjulykkju í 3-3-4-5-7-7 loftlykkju sem fitjaðar voru upp í hlið undir annarri erminni á fram- og bakstykki (= ca fyrir miðju undir ermi) – nú byrjar umferðin hér, heklið 3 loftlykkjur (= jafngildir fyrsta stuðli), heklið 1 stuðul í hverja af 1-1-2-3-5-5 næstu loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum, heklið 1 stuðul í hverja af 4-4-6-8-12-12 loftlykkjum, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að næstu loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af 2-2-3-4-6-6 síðustu loftlykkjur = 160-172-184-200-220-240 stuðlar. Heklið hringinn til skiptis frá réttu og röngu með stuðlum eins og áður þar til peysan mælist ca 47-49-50-52-54-56 cm frá miðju að aftan. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá efst á öxl. ERMAR: Stillið umferðin af frá réttu eða röngu þannig að áferðin sem er á berustykki haldi áfram eins og áður á ermum. Byrjið með 1 keðjulykkju í 3-3-4-5-7-7 loftlykkju sem fitjuð var upp í hlið undir ermi á fram- og bakstykki (= ca fyrir miðju undir ermi), heklið 3 loftlykkjur (= jafngilda fyrsta stuðli), heklið 1 stuðul í hverja af 0-0-1-2-4-4 næstu loftlykkjur, heklið 2 stuðla saman í síðustu loftlykkju, heklið 1 stuðul í hvern 50-52-56-58-60-64 stuðlum sem hoppað var yfir á ermi, heklið 2 stuðla saman í fyrstu loftlykkju og heklið 1 stuðul í hverja af síðustu 1-1-2-3-5-5 loftlykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-56-62-66-72-76 stuðlar. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Setjið eitt merki í byrjun á stykki (= fyrir miðju undir ermi). Heklið hringinn til skiptis frá réttu og frá röngu í stuðlum eins og áður. Þegar ermin mælist ca 2 cm er fækkað um 1 stuðul hvoru megin við merki fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í ca hverjum 8-8-0-0-0-0 cm alls 2-2-1-1-1-1 sinnum = 50-52-60-64-70-74 stuðlar. Heklið þar til ermin mælist ca 16-16-16-14-14-12 cm frá skiptingunni Klippið frá og festið þráðinn. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið heklunál 4,5 og heklið 1 keðjulykkju í loftlykkju á milli bakstykki og hægri ermi. Heklið 1 loftlykkju, * hoppið yfir 1 loftlykkju frá uppfitjunarkanti og heklið 1 fastalykkju í næstu loftlykkju, heklið 1 loftlykkju *, heklið frá *-* hringinn á öllu hálsmálinu, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu keðjulykkju í byrjun umferðar. Klippið og festið þráðinn. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluecoastsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 259-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.