Swan’s Embrace Shawl#swansembraceshawl |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónað sjal úr DROPS Air. Stykkið er prjónað frá hlið að hlið í garðaprjóni, köðlum og i-cord.
DROPS 253-28 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- 2 KANTLYKKJUR Í I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn – svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá hlið að hlið. BYRJUN Á SJALI: Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan fram og til baka í sléttprjóni jafnframt því sem aukið er út, prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 KANTLYKKJUR I-CORD – lesið útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 1 lykkja fleiri), prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið uppsláttinn snúinn brugðið og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. Prjónið eins og UMFERÐ 1 og 2 þar til 20 lykkjur eru eftir. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Frá réttu er settur 1 merkiþráður eftir 3. lykkju, þannig að það séu 17 lykkjur á eftir merkiþræðinum, látið síðan merkiþráðinn fylgja með í stykkinu – það eru alltaf 17 lykkjur á eftir merkiþræðinum í vinstri hlið á stykki séð frá réttu. HLUTI 1: Nú er prjónað MYNSTUR og GARÐAPRJÓN jafnframt því sem aukið er út – lesið útskýringu að ofan og prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, sláið 1 sinni uppá prjóninn – munið eftir ÚTAUKNING (= 1 lykkja fleiri), prjónið garðaprjón fram að merkiþræði, prjónið A.1 yfir 15 lykkjur og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið A.1, prjónið garðaprjón (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt) þar til 2 lykkjur eru eftir og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið garðaprjón fram að merkiþræði, prjónið A.1 yfir 15 lykkjur og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið A.1, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið garðaprjón fram að merkiþræði, snúið stykkinu, þetta er stutt umferð – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. Prjónið eins og UMFERÐ 1 til 6 þar til það eru alls 60 lykkjur í umferð. MIÐJUHLUTI: Nú er prjónað mynstur og garðaprjón án þess að auka út lykkjur, prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið garðaprjón fram að merkiþræði, prjónið A.1 og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið A.1, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið garðaprjón fram að merkiþræði, prjónið A.1 og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið A.1, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið garðaprjón fram að merkiþræði, snúið stykkinu, þetta er stutt umferð – munið eftir LEIÐBEININGAR PRJÓN. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. Stykkið mælist ca 82 cm frá uppfitjunarkanti (= helmingur af breiddinni) og ca 30 cm á hæðina. Prjónið eins og UMFERÐ 1 til 6 alls 2 sinnum. HLUTI 2: Nú er prjónað mynstur og garðaprjón JAFNFRAMT því sem lykkjum er fækkað, prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið garðaprjón fram að merkiþræði, prjónið A.1 yfir 15 lykkjur og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið A.1, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið garðaprjón fram að merkiþræði, prjónið A.1 yfir 15 lykkjur og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið A.1, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið garðaprjón fram að merkiþræði, snúið stykkinu, þetta er stutt umferð – munið eftir LEIÐBEININGAR. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 til 6 þar til það eru alls 20 lykkjur í umferð. Síðan er prjónað fram og til baka í sléttprjóni eins og útskýrt er að neðan, takið frá merkiþráðinn – ekki er lengur prjónað mynstur A.1 í hliðinni. LOKIN Á SJALI: Nú er prjónað sléttprjón JAFNFRAMT því sem lykkjum er fækkað þannig, prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir og prjónið 2 kantlykkjur eins og áður. Prjónið eins og UMFERÐ 1 og 2 þar til 7 lykkjur eru í umferð. Fellið af. Stykkið mælist ca 64 cm frá uppfitjunarkanti. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #swansembraceshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 253-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.