Nathalie Joubert skrifaði:
Bonjour. Je ne comprends pas comment terminer l'encolure dos. Auriez vous plus d'explications sur "RABATTRE AVEC BORDURE I-CORD". Sur combien de rang fait il faire ça? Que signifie " remettre les 3 mailles sur l'aiguille gauche"?. Merci de bien vouloir m'aider. Cordialement. Nathalie Joubert
19.01.2025 - 23:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Joubert, vous montez d'abord 2 mailles puis vous relevez les mailles de l'encolure dos, puis vous coupez le fil. Vous allez maintenant rabattre avec bordure i-cord: vous tricotez sur l'endroit les 2 mailles montées, puis les 2 mailles suivantes ensemble à l'endroit, remettez ces 3 mailles de nouveau sur l'aiguille gauche et tricotez de nouveau 2 m endroit, 2 m ens à l'endroit et continuez ainsi tout du long jusqu'à ce qu'il ne reste que ces 3 m. Retrouvez cette technique en vidéo ici. Bon tricot!
20.01.2025 - 08:51
Ramaa skrifaði:
Hej team Tak for jeres fantastiske opskrifter. Har strikket mange af jeres opskrifter. Jeg har et spørgsmål til denne her Slipover “Halskant bagstykke: Brug rundpind 4, start fra retsiden. Slå 2 masker op på pinden, strik ca 28 til 32 masker op langs med halskanten. “ Hvordan skal jeg lave kanten? Har brug for lidt hjælp. På forhånd tak!
10.01.2025 - 10:02DROPS Design svaraði:
Hei Ramaa. Halskanten med I-cord avfelling er forklart øverst i oppskriften under I-CORD AFLUKNING (gælder halskant på bagstykke). Om du tar en titt på videoen: Hvordan strikkes en i-cord aflukning. Så ser du en lignende teknikk og da er det kanskje lettere å forstå hva det menes med det som står i oppskriften. mvh DROPS Design.
13.01.2025 - 14:00
Anita Silve Baltzer skrifaði:
Kan man sticka denna på vanliga stickor?
14.12.2024 - 16:44DROPS Design svaraði:
Hei Anita. Det kommer an på hva du mener er vanlige pinner. Oppskriften er skrevet med rundpinner, selv om det strikkes frem og tilbake. Om du ønsker å strikke med lange parpinner, kan du fint gjøre det. mvh DROPS Design
16.12.2024 - 11:21
Lieve Vanwambeke skrifaði:
Ik heb drops air gekocht en wil graag drops 252-28 breien maar ik begrijp niet hoe ik die biezen met punnikrand moet breien. Ik bekeek al een filmpje van drops maar geraak er niet aan uit bij de start van mijn breiwerk, met boordsteek.
18.11.2024 - 20:18
Emma Ardin-Laguilhemie skrifaði:
Bonjour, les devants épaule gauche et épaule droite, pour la taille M, si l'on diminue 10 fois de 2 mailles (1 au début et 1 en fin de rang), on obtient 20 mailles et non 30 comme vous l'indiquez. Par ailleurs si on diminue 5 mailles avant la fin du rang, on diminue la bordure au point mousse, est ce normal? Merci de votre réponse sur ces 2 points
11.11.2024 - 23:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Ardin-Laguilhemie, pour les épaules vous avez 38 mailles, vous montez 2 mailles pour la bordure I-cord = 40 m et vous diminuez pour l'encolure V 10 fois 1 m = 30 m. Pour l'encolure V vous ne diminuez que côté encolure autrement dit, en début de rang sur l'endroit pour le devant droit (en fin de rang sur l'endroit pour le devant gauche). Pour former le biais des épaules, on va rabattre les mailles en début de rang à partir de l'épaule donc en commençant par la bordure point mousse, ainsi, le côté encolure de l'épaule sera plus haut que le côté emmanchure/bordure point mousse. Bon tricot!
12.11.2024 - 09:19
Marlene skrifaði:
Forstår heller ikke indtagning 2. V hals højre står 12 gange men som jeg læser er det to masker hver gang man tager ind så er der eller skal man kun tage ind sidst på pinden?
23.10.2024 - 20:40DROPS Design svaraði:
Hej Marlene, når du strikker højre forstykke og tager ind til V-hals, så følger du forklaringen til KANTMASKER MED I-CORD (gælder V-hals) STARTEN AF PINDEN. Når du strikker venstre forstykke så følger du SLUTNINGEN AF PINDEN
24.10.2024 - 08:59
Marlene skrifaði:
Forstykke🙈
23.10.2024 - 20:09DROPS Design svaraði:
Hej Marlene, det må være 43 masker på tråden, vi skal få lavet en rettelse :)
24.10.2024 - 08:53
Marlene skrifaði:
Til slut i forstille skal man sidde 44 masker på tråd og så skriver i til højre skuler er der 43 masker men der er kun 42 skal jeg så slå 3 masker op istedet for 2\r\nMvh Marlene
23.10.2024 - 20:08
Colleen skrifaði:
How many skeins do I need for this project? Thank you!
21.10.2024 - 21:30DROPS Design svaraði:
Hi Colleen, Drops Air comes in skeins of 50 g. So if you are working size M, for example, you will need 5 skeins. Happy crafting!
22.10.2024 - 06:49
Sonja LundhTjärnkvist skrifaði:
Avmaskning på bakstyckets halskant är helt obegripligt förklarat i mönstret. Ska avmaskningen göras före eller efter man stickar axeln? \r\nI-CORD AVMASKNING (gäller halskant på bakstycket):\r\nVARV 1 (rätsidan):\r\nSticka 2 maskor rätt, sticka de 2 nästa maskorna vridet räta tillsammans.\r\nVARV 2 (rätsidan):Lyft tillbaka de 3 maskorna från höger sticka till vänster sticka, sticka 2 maskor rätt, sticka de 2 nästa maskorna vridet räta tillsammans?????? Jag förstår
21.10.2024 - 13:25DROPS Design svaraði:
Hej Sonja. Du gör det efter att du stickat SNED AXEL. Du kan se denna video, det är ett annat antal maskor än i detta mönster, men principen är densamma så jag tror den hjälper dig att förstå hur du ska göra. Mvh DROPS Design
23.10.2024 - 14:40
November Novelty Vest#novembernoveltyvest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti úr DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með v-hálsmáli, skáhallandi öxl og klauf í hliðum. Stærð XS - XXL.
DROPS 252-28 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 5 lykkjur í garðaprjóni. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Prjónið þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. KANTLYKKJUR MEÐ I-CORD (á við um v-hálsmál): Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um handveg): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 9 lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 11 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og prjónið út umferðina eins og áður. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 3 lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og prjónið 3 lykkjur eins og áður. I-CORD AFFELLING (á við um kant í hálsmáli á bakstykki): UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið næstu 2 lykkjur snúnar slétt saman. UMFERÐ 2 (rétta): Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið næstu 2 lykkjur snúnar slétt saman. EFTIR UMFERÐ 2: Endurtakið UMFERÐ 2 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp. Framstykkið og bakstykkið er prjónað hvort fyrir sig. Stykkin eru saumuð saman á öxlum og saumaðar eru tölur til skrauts í hvorri hlið. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 96-100-108-116-128-140 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið stroff með byrjun frá röngu þannig: Prjónið 7 KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD, prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 7 KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD. Prjónið þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið 1 umferð sléttprjón með 7 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eins og áður jafnframt sem fækkað er um 10-8-10-10-12-14 lykkjur jafnt yfir lykkjur í stroffprjóni = 86-92-98-106-116-126 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og kantlykkjur að framan í hvorri hlið. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm, prjónið að auki 7-7-8-8-9-9 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið (þ.e.a.s. að kantur að framan er nú prjónaður yfir ystu 14-14-15-15-16-16 lykkjur í hvorri hlið). Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm byrjar úrtaka fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. Fellið af 7-7-8-8-9-9 lykkjur í hvorri hlið. Síðan er kantur að framan prjónaður eins og áður yfir ystu 7 lykkjur í hvorri hlið og lykkjum er fækkað fyrir handveg – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum í hverri 4-4-4-2-2-2 umferð þannig: 1 lykkja 1-2-3-5-7-11 sinnum í hvorri hlið = 70-74-76-80-84-86 lykkjur. Þegar stykkið mælist 42-44-45-47-48-50 cm og næsta umferð er prjónuð frá réttu, fléttið 2 miðjulykkjurnar þannig: Prjónið 34-36-37-39-41-42 lykkjur, setjið næstu lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 1 lykkju og prjónið síðan 1 lykkju af kaðlaprjóni, prjónið út umferðina eins og áður. Setjið fyrstu 35-37-38-40-42-43 lykkjur á þráð eða á hjálparprjón fyrir vinstri öxl og prjónið hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. HÆGRI ÖXL: = 35-37-38-40-42-43 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar (= að v-hálsmáli) = 37-39-40-42-44-45 lykkjur. Nú eru prjónaðar 2 KANTLYKKJUR MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan, að v-hálsmáli og 7 kantlykkjur að framan að handvegi eins og áður, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir v-hálsmáli – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 og fækkið lykkjum í hverjum cm 9-9-10-10-11-12 sinnum = 28-30-30-32-33-33 lykkjur. Þegar stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm (það eru eftir ca 3 cm að loka máli) fellið af fyrir skáhallandi öxl í byrjun hverrar umferðar frá röngu: Fellið af 5-5-5-6-6-6 lykkjur 3 sinnum, fellið síðan af síðustu 13-15-15-14-15-15 lykkjur. Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm. VINSTRI ÖXL: Fitjið upp 2 nýjar lykkjur í umferð (= að v-hálsmáli) og prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður yfir 35-37-38-40-42-43 lykkjur af þræði/hjálparprjóni 37-39-40-42-44-45 lykkjur. Nú er prjónað sléttprjón með 2 KANTLYKKJUR MEÐ I-CORD að v-hálsmáli og 7 kantlykkjur að framan að handvegi eins og áður, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir v-hálsmáli – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 og fækkið lykkjum í hverjum cm 9-9-10-10-11-12 sinnum = 28-30-30-32-33-33 lykkjur. Þegar stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm (það eru eftir ca 3 cm að loka máli) fellið af fyrir skáhallandi öxl í byrjun hverrar umferðar frá réttu: Fellið af 5-5-5-6-6-6 lykkjur 3 sinnum, fellið síðan af síðustu 13-15-15-14-15-15 lykkjur. Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm. BAKSTYKKI: Fitjið upp 96-100-108-116-128-140 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið stroff með byrjun frá röngu þannig: Prjónið 7 lykkjur KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD, prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 7 KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD. Prjónið þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið 1 umferð sléttprjón með 7 kantlykkjur að framan í hvorri hlið JAFNFRAMT sem fækkað er um 10-8-10-10-12-14 lykkjur jafnt yfir lykkjur í stroffprjóni = 86-92-98-106-116-126 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og kantlykkjur að framan í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm, prjónið að auki 7-7-8-8-9-9 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið (þ.e.a.s. að kantur að framan er nú prjónaður yfir ystu 14-14-15-15-16-16 lykkjur í hvorri hlið). Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm byrjar úrtaka fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. Fellið af 7-7-8-8-9-9 lykkjur í hvorri hlið. Síðan er kantur að framan prjónaður eins og áður yfir ystu 7 lykkjur í hvorri hlið og lykkjum er fækkað fyrir handveg – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum í hverri 4-4-4-2-2-2 umferð þannig: 1 lykkja 1-2-3-5-7-11 sinnum í hvorri hlið = 70-74-76-80-84-86 lykkjur. Þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm eru felldar af miðju 18-18-20-20-22-24 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. SKÁHALLANDI ÖXL: = 26-28-28-30-31-31 lykkjur. Prjónið eins og áður þar til stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm. Nú byrjar úrtaka fyrir skáhallandi öxl. Fellið af 5-5-5-6-6-6 lykkjur í hverri umferð frá hlið 3 sinnum, fellið síðan af síðustu 11-13-13-12-13-13 lykkjur (það eru 2 lykkjur færri á öxlum á bakstykki en á framstykki). Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm. KANTUR Í HÁLSMÁLI Á BAKSTYKKI: Notið hringprjón 4, byrjið frá réttu. Fitjið upp 2 lykkjur í umferð, prjónið upp ca 28 til 32 lykkjur meðfram kanti í hálsmáli. Klippið þráðinn þannig að einnig sé hægt að fækka lykkjum frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 5 og fellið af með I-CORD AFFELLING – lesið útskýringu að ofan. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma, passið uppá að kantlykkjur við v-hálsmál á framstykki séu saumaðar fallega í i-cord affellingu frá bakstykki. Saumið nokkur spor í botninn á v-hálsmáli þannig að 2 kantlykkjurnar sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið dragist aðeins saman. Saumið 2 tölur til skrauts í hvora hlið á vestinu, kantlykkjur frá framstykki eru lagðar yfir kantlykkjur frá bakstykki, síðan eru tölurnar festar í gegnum bæði lögin. Staðsetjið töluna ca 1 cm frá handvegi. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #novembernoveltyvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 252-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.