Oxana skrifaði:
Hallo, ich verstehe das Diagramm nicht. Einen Rapport hat 11 Maschen. Wenn ich in erster Reihe 2 M. abnehme, bleibt nur noch 9 Maschen. Laut Diagramm soll aber 10 Maschen bleiben. Danke
21.05.2024 - 21:19DROPS Design svaraði:
Liebe Oxana, die Maschenanzahl in A.1 wird zwischen 11 und 10 Maschen ändern; bei der 1. sowie 5. Reihe wird man nur 1 Masche abnehmen (die 2 Maschen werden rechts und nicht rechts zusammen gestrickt); so daß es nur noch 10 Maschen sind aber bei der 3. und 7. Reihe strickt man 1 Umschlag, so sind es wieder 11 Maschen. In diesem Video zeigt man, wie man so einen Zopf strickt. Viel Spaß beim Stricken!
22.05.2024 - 08:05
Jane Carstensen skrifaði:
I forklaringen står der at den maske jeg laver ved at slå om i A1 strikkes drejet ret på næste omgang, for at undgå huller. Når jeg ser på billederne af modellen ser det i midlertid ud som om masken er strikket ret og der er et hul. Når jeg strikker drejet ret opstår dette hul ikke.
13.05.2024 - 16:31DROPS Design svaraði:
Hej Jane, omslagene i diagrammet strikkes ifølge diagrammet så det bliver små huller. Omslagene som strikkes i forbindelse med udtagning, strikkes drejet, så der ikke bliver hul :)
14.05.2024 - 13:17
Pia skrifaði:
Hvordan strikkes halsen og ærmegab?
06.05.2024 - 20:35DROPS Design svaraði:
Hej Pia, ærmegabet strikker du samtidig som du strikker for og bagstykke. Fortsæt med de yderste 3 masker i hver side når du har lukket af til ærmegab, hvor du nu også tager 1 m ud som strikkes ind i den retstrikkede kant. Når du lukker af til hals fortsætter du med retstrik mod halsen ifølge opskriften :)
08.05.2024 - 11:42
Barbara skrifaði:
Hallo :-) ... geniale Idee die Größen zu markieren, große Arbeitserleichterung. LG Barbara
29.04.2024 - 13:21
Corina Avram skrifaði:
Hello! I can’t seem to fit the back piece in the difference between the part I cast off for armhole and the part the top is 42cm (size S). I calculated and there are less then 10 cm available to fit 48 rows needed to reach the increase for the shoulders. By the time I am done with the increases my back piece is 48cm. Where I am doing it wrong? Thanks.
21.04.2024 - 15:57DROPS Design svaraði:
Dear Corina, the increases are worked at the same time as the decreases for the neck, so you can still be working the increases for 5 more cm when you start decreasing for the neck at the 42cm mark. There is nothing wrong, you just have to be working both simultaneously. Happy knitting!.
22.04.2024 - 01:00
Corina skrifaði:
Hello. The increase for shoulder in size S is done every 8th row. Does that mean that I count the purl row too, or only the knit ones? In other words are the increases added only on the right side? Thanks
20.04.2024 - 15:40DROPS Design svaraði:
Dear Corina, yes, you count all the rows, unless pattern specifies otherwise (for example "Every row from the RS", but not with this pattern). Here you count all the rows. Happy Knitting!
20.04.2024 - 22:57
Corina skrifaði:
Thank for the explanation. Now if the pattern is worked back and forth, is the diagram followed only from the right side? To my inexperienced eye, it looks like there’s an extra knit row in between the rows in the diagram. Please advise, thank you!
20.04.2024 - 06:48DROPS Design svaraði:
Hi Corine, the diagram shows all rows of your fabric (see from right side). Odd rows (1,3,5..) of the pattern are worked from right side. Even rows (2,4, 6…) are worked from wrong side. You are right: rows 4 and 8 are purled from the wrong side. How to read the knitting diagram you will find HERE. Happy knitting!
20.04.2024 - 08:27
Corina skrifaði:
Hello! I am about half way through the work with this top, but I don’t see (or I missed it completely) the explanations for the armhole sides. There is a rib around thr armhole in the picture. How is that one knitted? Thanks
19.04.2024 - 20:54DROPS Design svaraði:
Dear Corina, The pattern tells you (on the body) "When piece measures 30-31-32-33-34-35 cm, work 2 ridges in GARTER STITCH - read explanation above - over the 20-20-30-30-30-30 stitches in each side (= 10-10-15-15-15-15 stitches in garter stitch on each side of marker thread in each side)" and then later (on the back): "Continue with pattern and 3 stitches in garter stitch in each side. ". Those stitches that knitted with garter stitch for the edge around the armhole. I hope this helps. Happy Knitting!
19.04.2024 - 23:23
Corina Avram skrifaði:
Hi! I slipped both sides on the same 3.5 mm needle, hut how do I join the work? Right now they are just 2 separe parts on the same needle. Thanks for the help.
17.04.2024 - 11:30DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Avram, work the front piece from RS, then do not turn as before, just work the stitches of back piece from WS, then after the last stitch on back piece, join piece in the round and continue working. Happy knitting!
17.04.2024 - 12:42
Kate Joyce skrifaði:
Explanation needed on A1 diagram. The black square within the square has the same explanation as line going through 3 squares. What does line through 3 squares really mean. Thanks
14.04.2024 - 23:12DROPS Design svaraði:
Dear Kate, there is a typo in the chart abbreviations, thank you for the comment; we shall change the online version as soon as possible. It should be: slip 1 as if to knit, knit 2, pass the slipped stitch over the 2 knitted stitches. Happy knitting!
14.04.2024 - 23:59
Rosewater Rain#rosewaterraintop |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með gataköðlum. Stærð XS - XXL.
DROPS 250-15 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið er út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á undan lykkjum í garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru síðan prjónaðar í garðaprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er fyrst prjónað fram og til baka, neðan frá og upp hvort fyrir sig, til að mynda klauf neðst. Síðan eru stykkin sett saman og prjónað er í hring, áður en stykkið skiptist upp fyrir handveg. Hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig. Í lokin eru axlasaumar saumaðir. BAKSTYKKI: Fitjið upp 114-126-138-154-166-178 lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS Safran. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað stroff með byrjun frá réttu þannig: 2 lykkjur í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm, næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 2 lykkjur í garðaprjóni, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, prjónið slétt yfir næstu 94-106-118-134-146-158 lykkjur og fækkið um 15-16-17-22-23-24 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur í garðaprjóni = 99-110-121-132-143-154 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið sléttprjón með 8 lykkjum í stroffi + 2 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 6 cm, endið með eina umferð frá röngu. Geymið stykkið og prjónið framstykkið. FRAMSTYKKI: Fitjið upp jafn margar lykkjur og prjónið á sama hátt og bakstykki. Síðan eru stykkin sett saman eins og útskýrt er að neðan. TOPPUR: Nú eru stykkin sett saman þannig: Prjónið slétt yfir 99-110-121-132-143-154 lykkjur frá framstykki og prjónið slétt yfir 99-110-121-132-143-154 lykkjur frá bakstykki = 198-220-242-264-286-308 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm, prjónið A.1 yfir allar lykkjur (= 18-20-22-24-26-28 mynstureiningar). Setjið 2 merkiþræði í stykkið, eftir 9-10-11-12-13-14 mynstureiningar af A.1 og á eftir síðustu lykkju í umferð. Haldið áfram með A.1 á hæðina. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan – yfir 20-20-30-30-30-30 lykkjur í hvorri hlið (= 10-10-15-15-15-15 lykkjur í garðaprjóni hvoru megin við merkiþráðinn í hvorri hlið) jafnframt því sem í fyrstu umferð er fækkað um 2-2-4-4-4-4 lykkjur jafnt yfir þessar sléttu lykkjur í hvorri hlið (= 18-18-26-26-26-26 lykkjur í garðaprjóni og 194-216-234-256-278-300 lykkjur alls), þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í mynstri eins og áður. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón á hæðina yfir 18-18-26-26-26-26 lykkjur í hvorri hlið, fellið af miðju 12-12-20-20-20-20 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg og hvort stykki er prjónað fyrir sig. BAKSTYKKI: = 85-96-97-108-119-130 lykkjur. Stykkið er prjónað fram og til baka héðan. Haldið áfram með mynstur og 3 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg, aukið út 1 lykkju í hvorri hlið fyrir öxl – lesið ÚTAUKNIGN! Endurtakið útaukningu í hvorri hlið í hverri 6-8-8-12-12-12 umferð alls 7-6-6-5-5-5 sinnum = 99-108-109-118-129-140 lykkjur. JANFRAMT þegar stykkið mælist 40-42-44-46-48-50 cm, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 53-52-63-64-63-64 lykkjur JAFNFRAMT sem í umferð 1 er fækkað um 12-12-16-16-16-16 lykkjur jafnt yfir þessar sléttu lykkjur (= 41-40-47-48-47-48 lykkjur í garðaprjóni), þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í mynstri eins og áður. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón á hæðina yfir 41-40-47-48-47-48 lykkjur í garðaprjóni, fellið af miðju 35-34-41-42-41-42 lykkjur af fyrir hálsmáli og hvort stykkið er prjónað til loka fyrir sig = 26-31-26-30-36-41 lykkjur eftir á hvorri öxl. Haldið áfram með mynstur, 10-9-9-8-8-8 lykkjur í garðaprjóni við handveg og 3 lykkjur í garðaprjóni við hálsmál. Fellið af þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 85-96-97-108-119-130 lykkjur. Prjónið á sama hátt og bakstykki. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rosewaterraintop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 250-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.