Mari skrifaði:
Thank you for answering! In Estonian it says 1 knit 1 purl on body rib description.
05.11.2024 - 13:27DROPS Design svaraði:
Tere Mari! Juhendit on parandatud!
05.11.2024 - 19:43
Mimi skrifaði:
Très beau pull. Mais le nombre de mailles à monter entre le L et le XL est identique. Ne devrait-on pas avoir 176 mailles pour le L et 208 pour le XL? Normalement, je tricote le M mais j'aurais aimé faire un pull avec plus d'aisance positive. Mais le saut entre le M et le L est un peu brutal et celui entre L et XL inexistant à part la longueur. Merci pour votre réponse
05.11.2024 - 12:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Mimi, pour ce modèle, la largeur est effectivement la même en L et XL - dans ces 2 tailles, la hauteur de l'empiècement et la longueur des manches seront différentes - retrouvez toutes les mesures finales dans le schéma en bas de page. Pour trouver la taille idéale, mesurez un pull similaire que vous avez et dont vous aimez la taille pour comparez ces mesures à celles du schéma et ainsi déterminer celle qui vous correspond le mieux, retrouvez plus d'infos ici. Bon tricot!
05.11.2024 - 12:46
Mari skrifaði:
Hi! Please specify if bottom hem on body will start with 1x1 rib as in description? I'm confused as sleeve starts with 2x2 rib and on photo bottom hem on body and sleeve look the same. Pattern will also continue 2x2
05.11.2024 - 10:30DROPS Design svaraði:
Dear Mari, bottom edge is worked with rib K2, P2, starting with P1 so that you get from beg of the round: P1, then repeat (K2, P2) until 3 sts remain and finish with K2, P1. Happy knitting!
05.11.2024 - 12:40
Mari skrifaði:
Tere! Kas on õige, et kehaosa algab 1x1 soonikuga? Fotol nii ei tundu. Varrukas hakkab 2x2 soonikuga ja fotol tunduvad kehaosa ja varruka allääred ühesugused. Muster hakkab ka palmikul jooksma 2x2 põhimõttel.
03.11.2024 - 10:23DROPS Design svaraði:
Tere Mari! Teil on õigus! Kehaosa algab 2x2 soonikuga. Juhendit on parandatud! Tänan teatamast!
05.11.2024 - 18:52
Nadine skrifaði:
Est-ce que l’une d’entre vous a tricoté de pull sur 2 aiguilles au lieu d’une circulaire? Auquel cas comment procéder au raglan de la meilleur façon ? Pouvez-vous me fournir l’explication adaptée ? Je fais la taille M En vous remerciant
30.10.2024 - 09:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Nadine, vous pouvez trouver quelques pistes pour vous aider dans cette leçon ou bien demander conseil à votre magasin DROPS (même par mail ou téléphone), ou sur le groupe DROPS Workshop où des tricoteuses du monde entier pourront peut-être vous aider. Bon tricot!
30.10.2024 - 13:35
Cathy Atlija skrifaði:
Could this be knit with two strands of brushed alpaca silk instead of one thread with one thread of Drops Air?
29.10.2024 - 19:58DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Atlija, sure you cas as both yarns belong to same yarn group, just note that the texture will be different as both yarns are different and make sure - as always - to check and keep your tension. Happy knitting!
30.10.2024 - 08:14
Sonata skrifaði:
I don't see ease. With how much ease sweater is designed ?
25.10.2024 - 14:13DROPS Design svaraði:
Dear Sonata, we do not use the notion of "ease" in our patterns, to find your size measure a similar garment you have and like the shape and compare them to the measurements in the chart at the bottom of the page; read more about sizes & measurements here. Happy knitting!
25.10.2024 - 16:10
Mette Groth skrifaði:
Jeg strikker denne opskrift i L. Der er 104 masker for og bag, men mønsterforklaringen giver kun 88 masker pr side. Det forstår jeg ikke er der en fejl? Med venlig hilsen Mette
19.10.2024 - 14:12DROPS Design svaraði:
Hei Mette. Ingen feil, men tipper du har glemt å strikke noen av diagrammene? Du strikker: 1 vrangmaske + 4 masker vrangbord + A.1 (8 masker) + A.2 (over 32 masker) + A.3 (6 masker) + 2 vrang + A.4 (8 masker) + A.5 (over 32 masker) + A.6 (6 masker) + 4 masker vrangbord + 1 vrangmaske = 104 masker. Så gjentas dette 1 gang til 104 + 104 = 208 masker. mvh DROPS Design
23.10.2024 - 09:47
Matilde skrifaði:
Come si fanno gli aumenti con le coste? Trovo difficoltà a rendere il lavoro omogeneo sotto la manica avete delle foto per capire come si fa? Grazie
16.10.2024 - 10:22DROPS Design svaraði:
Buonasera Matilde, purtroppo non ci sono foto di quel passaggio, deve incorporare gli aumenti nella lavorazione a coste come indicato nel suggerimento per gli aumenti. Buon lavoro!
02.11.2024 - 23:55
Matilde skrifaði:
Ciao, non capisco come fare gli aumenti delle maniche in mezzo alle coste e senza modificare il motivo, potrei avere una foto del centro della manica oppure una spiegazione video Grazie
13.10.2024 - 19:31DROPS Design svaraði:
Buonasera Matilde, purtroppo non ci sono foto di quel passaggio, deve incorporare gli aumenti nella lavorazione a coste come indicato nel suggerimento per gli aumenti. Buon lavoro!
02.11.2024 - 23:58
Sand Trails#sandtrailssweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með laskalínu, köðlum og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-3 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR: Ef prjónfestan er of stíf á hæðina, þá verður handvegur of lítill – hægt er að jafna þetta út með því að prjóna nokkrar umferðir fleiri á milli úrtöku. LASKALÍNA: Aukið út lykkum á undan og á eftir merkiþræði. FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR MERKIÞRÆÐI ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN MERKIÞRÆÐI ÞANNIG: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt / brugðið eins og áður (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn – svo ekki myndist gat, síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar jafnóðum inn í stroffprjón (mikilvægt er að lykkjur sem auknar er út passi við stroff sem þegar hefur verið prjónað hvoru megin við A.1, A.2 og A.3, ekki við miðju að neðan/undir). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp að handveg. Ermar eru prjónaðar í hring upp að handvegi. Fram- og bakstykki og ermar er sett saman og berustykkið er prjónað í hring á meðan lykkjum er fækkað fyrir laskalínu. Í lokin er kantur í hálsmáli prjónaður sem brotinn er inn og saumaður niður að röngu. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 160-176-208-208-224-256 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Air og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið hringinn í stroff þannig: Prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju brugðið. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar og 1 merkiþráð eftir 80-88-104-104-112-128 lykkjur, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja brugðið. Prjónið stroff þar til stykkið mælist 8-8-8-9-9-9 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið lykkjur frá framstykki þannig: * Prjónið 1 lykkju brugðið, stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 0-4-4-4-8-8 lykkjur, A.1, A.2 yfir næstu 24-24-32-32-32-40 lykkjur, A.3, 2 lykkjur brugðið (= mitt framan á stykki), A.4, A.5 yfir næstu 24-24-32-32-32-40 lykkjur, A.6, prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 0-4-4-4-8-8 lykkjur og prjónið 1 lykkju brugðið *, merkiþráðurinn situr hér, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar yfir lykkjur á bakstykki. Haldið áfram með þetta mynstur upp úr. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist ca 36-36-37-38-38-38 cm, athugið vel í hvaða umferð í mynstri sem var síðasta prjónaða umferðin. SKIPTING FYRIR HANDVEG: Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki, prjónið umferðina þannig: Fellið af fyrstu 4-4-5-5-7-7 lykkjur í umferð fyrir handveg, prjónið 72-80-94-94-98-114 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 8-8-10-10-14-14 lykkjur fyrir handveg, prjónið 72-80-94-94-98-114 lykkjur eins og áður og fellið af síðustu 4-4-5-5-7-7 lykkjur fyrir handveg. Klippið þráðinn og leggið fram- og bakstykki til hliðar á meðan ermar eru prjónaðar. ERMAR: Fitjið upp 48-48-52-52-56-56 lykkjur á sokkaprjóna 6 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið hringinn í stroffprjóni (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) í 8-8-8-9-9-9 cm. Setjið 1 merkiþráð á milli 2 fyrstu lykkja brugðið í stærð S, M, XXL og XXXL, setjið merkiþráð á milli 2 fyrstu lykkja slétt í stærð L og XL – Nú byrjar umferðin hér. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu, það á að nota hann þegar auka á út mitt undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 8, prjónið mynstur þannig: Prjónið stroff eins og áður yfir næstu 5-5-7-7-9-9 lykkja, A.1, prjónið A.2 yfir næstu 24 lykkjur, A.3, prjónið stroff eins og áður yfir síðustu 5-5-7-7-9-9 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar ermin mælist 10-10-11-12-12-12 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í ca hverjum 4-2½-3-2-2-1½ cm alls 8-12-10-14-12-16 sinnum = 64-72-72-80-80-88 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist ca 45-44-44-44-41-40 cm – stillið af að endað sé í sömu umferð í mynstri eins og á fram- og bakstykki. Fellið af miðju 8-8-10-10-10-10 lykkjur undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 4-4-5-5-5-5 lykkjur hvoru megin við merkiþráðinn) = 56-64-62-70-70-78 lykkjur í umferð. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Haldið áfram með mynstur. Prjónið 1 umferð jafnframt því sem ermar eru settar inn á sama hringprjón og framstykki og bakstykki, ermar eru settar á prjóninn þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handvegi = 256-288-312-328-336-384 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 merkiþræðir, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja). Byrjið umferð við merkiþráð á undan bakstykki. Þegar stykkið mælist 1 cm frá skiptingu byrjar úrtaka við laskalínu við merkiþræðina – lykkjum er fækkað mismunandi við framstykki/bakstykki og ermum – lestu því ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI og ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU ERMAR í kaflanum að neðan, áður en byrjað er á úrtöku fyrir laskalínu. ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI: Lestu útskýringu LASKALÍNA og LEIÐBEININGAR að ofan. Fækkað er alls 22-26-33-33-31-39 sinnum hvoru megin við framstykki/bakstykki jafnt yfir þannig: ÚRTAKA 1: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 7-6-0-2-7-2 sinnum. ÚRTAKA-2: Fækkið lykkjum í hverri umferð alls 15-20-33-31-24-37 sinnum. ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU ERMAR: Lestu útskýringu á LASKALÍNA og LEIÐBEININGAR að ofan. Fækkað er alls 22-26-25-29-29-33 sinnum hvoru megin við ermar jafnt yfir þannig: ÚRTAKA 1: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 7-6-8-6-9-8 sinnum. ÚRTAKA 2: Fækkið lykkjum í hverri umferð alls 15-20-17-23-20-25 sinnum. Á EFTIR SÍÐUSTU ÚRTÖKU: Á eftir síðustu úrtöku eru 80-80-80-80-96-96 lykkjur í umferð. Berustykkið mælist ca 20-22-23-24-26-28 cm frá skiptingunni, peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfitjunarkanti fyrir öxl. Það eru 28-28-28-28-36-36 lykkjur á milli merkiþráða á framstykki/bakstykki og 12 lykkjur á milli merkiþráða á hvorri ermi. KANTUR Í HÁLSMÁLI: = 80-80-80-80-96-96 lykkjur. Prjónið síðan með hringprjón 6, frá merkiþræði á undan bakstykki og prjónið umferð 1 þannig: * Prjónið 1 lykkju slétt, stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) – stroffið á að passa yfir mynstur frá bakstykki/framstykki, endið með 1 lykkju slétt á undan næsta merkiþræði, yfir 12 lykkjur á ermi er prjónað frá merkiþræði þannig: 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið saman 2 sinnum, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið saman 2 sinnum og 1 lykkja slétt (= 4 lykkjur færri, það eru 8 lykkjur á milli merkiþráða á ermi) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Það eru 72-72-72-72-88-88 lykkjur í umferð og stroffið gengur upp í stroff 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið alla leiðina hringinn. Prjónið þar til kantur í hálsmáli mælist 13-13-13-15-15-15 cm. Fellið af aðeins laust og brjótið kant í hálsmáli tvöfaldan að röngu og saumið niður – til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði ekki of stífur er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Kantur í hálsmáli mælist ca 6-6-6-7-7-7 cm uppábrotin. FRÁGANGUR: Saumið 8-8-10-10-10-10 lykkjur sem felldar voru af fyrir miðju undir ermi við 8-8-10-10-14-14 lykkjur sem felldar voru af á fram- og bakstykki. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sandtrailssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.