Chaima Balil skrifaði:
Raglan decreases I get that for decrease one size L only 8 decreases for raglan but I’m confused about decrease 2 when it says every round 17 times and 33 times ( for front and back ) my question is the decreases for the front and back should be normal? Or I only should decrease as raglan . And how can I do 17 times at once or 33 lol I only know 8 decreases , please help me out
19.01.2025 - 08:47DROPS Design svaraði:
Dear Chaima, you have, on each side of each marker, either a sleeve section or a front/back piece section. Depending on which section of the body you need to decrease in at a specific round you will decrease before or after a marker or on both sides of the marker. For the front and back pieces you will decrease on the corresponding sides of the marker every round 33 times in total (that is, decrease 4 stitches in 33 decrease rounds). For the sleeves decrease 8 times every 2nd round (so sometimes you decrease only on the body = 4 sts; and sometimes in the body and sleeves = 8 sts) and then 17 times every round (so for the body and sleeves at the same time = 8 sts). Happy knitting!
19.01.2025 - 22:36
Isabel skrifaði:
Danke!😍
10.01.2025 - 22:14
Isabel skrifaði:
Hallo, ich verstehe die Reihenfolge der Diagramme nicht. So wie diese in der Anleitung angeordnet werden ist das Muster nicht gespiegelt, richtig? Das Foto von dem Pullover sieht aber gespiegelt aus? Ich habe neben der vorderen Mitte rechts A3 mit 6 Maschen und links A4 mit 8 Maschen. Was stimmt da nicht? Danke, liebe Grüße
04.01.2025 - 16:30DROPS Design svaraði:
Liebe Isabel, so soll es stimmen, A.3 ist nur 6 Maschen dann kommen die 2 linken Maschen, vordere Mitte ist hier, dann stricken Sie A.4 über 8 Maschen (Zopf + 2 li Maschen). Viel Spaß beim Stricken!
06.01.2025 - 09:09
George McDonnell skrifaði:
Hi, Please could you help? Cast on 160-176-208-208-224-256 stitches with circular needle size 6 mm, 1 strand DROPS Air and 1 strand DROPS Brushed Alpaca Silk (= 2 strands). I'm guessing the two strands are worked together, though I am confused! Do the two strands together = 1 stitch? Sorry about this, Kind regards, George
23.12.2024 - 12:08DROPS Design svaraði:
Dear George, yes, you work with both threads together. So each stitch is worked with both threads at the same time. You'd work similarly to this video, but with 1 thread of each yarn instead of 2 threads of the same yarn: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1424&lang=en. Happy knitting!
29.12.2024 - 19:58
Laura skrifaði:
Ya he encontrado el error (mío), muchas gracias igualmente. Me encantan vuestros partrones:)
21.12.2024 - 21:49
Laura skrifaði:
Hola, estoy intentando hacer este jersey en talla XL En la parte de CUERPO no consigo que los números me cuadren. Si hago la suma tal como dice el patrón tendría que ser: 1+4+32+6+2+32+6+4+1=88 y el hilo marcador está aquí, cuando en el inicio del patrón el hilo marcador lo tengo que poner en el punto 104. ¿Entonces que hago con los 16 puntos que me faltan? Muchas gracias.
21.12.2024 - 18:27DROPS Design svaraði:
Hola Laura, entiendo que te faltan por tener en cuenta los diagramas A.1 y A.4, que son 8 puntos cada uno. En ese caso, tendrías: 1 revés, 4 de elástico, 8 puntos de A.1, 32 puntos de A.2, 6 puntos de A.3, 2 reveses en el centro del delantero, 8 puntos de A.4, 32 puntos de A.5, 6 puntos de A.6, 4 puntos del elástico y 1 revés = 104 puntos. Después repites igual en la espalda.
22.12.2024 - 19:03
Felicia skrifaði:
Hej, försöker lista ut vad ni menar med minskning 1 och 2 på raglanminskningen. Har ni någon förklaring? Finner ingen förklaring vad minskning 1alt 2 är för något.
17.12.2024 - 10:33DROPS Design svaraði:
Hej Felicia, du minskar enligt raglan förklaringen, først på vartannat varv 7 ggr (minsk 1) i den minsta storleken och sedan på varje varv 15 ggr (minsk 2) i den minsta storleken... du minskar alltså på samma sätt :)
17.12.2024 - 14:16
Marie skrifaði:
På bærestykket startet jeg gangen før det ene ermet og strikket 1cm før jeg så omgangen skulle startet før bakstykket. Må jeg ta opp, flytte start eller går det fint å fortsette tross det?
06.12.2024 - 16:33DROPS Design svaraði:
Hei Marie. Litt usikker på hva du mener, men uansett, for å få flettene til å stemme overens (bærestykke og ermene) ville jeg ha fulgt oppskriften. Og ikke få en forskyvning på 1 cm. mvh DROPS Design
10.12.2024 - 07:13
Marit skrifaði:
Hej. Jeg har læst opskriften som Mette d. 23.10.2024. Godt med en forklaring her. Mit spørgmål er: Skal mønsteret ikke være symmetrisk omkring de to vrangmasker midt foran? Hvis det er korrekt, hvorfor skal man så ikke strikke mønster A6 lige efter de to midtervrangmasker? På forhånd tak for svar
03.12.2024 - 15:44DROPS Design svaraði:
Hej Marit, jo men det bliver korrekt når du afslutter med de 2 retmasker i A.3 før de 2 midterste masker i vrang og så starter de 2 retmasker i A.4 på den anden side af midtermaskerne :)
04.12.2024 - 14:48
Sophie skrifaði:
Hello! I am struggling with the increases for the sleeves. In the pattern it just says "Then work the new stitches into the rib", how exactly do you do that? (For size L, where the marked stitches are knitted) Do you work both increased stitches as knit stitches or as purl stitches, and do you work cables over them at some point? Thank you in advance :)
07.11.2024 - 13:29DROPS Design svaraði:
Dear Sophie, you will incorporate the new stitches into rib K2, P2 as before, marker thread at the beg of the round is between K2, so that first increase will be ...P2, K1 (increase), K2 with marker thread in between, K1 (increase, P2... 2nd increase will be P2, K1+K1 (2nd increase), K2 with marker thread in between, K1 (increase) + K1, P2 ... purl the next 2 sts increased, purl the next 2 and so on. Happy knitting!
07.11.2024 - 16:32
Sand Trails#sandtrailssweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með laskalínu, köðlum og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-3 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR: Ef prjónfestan er of stíf á hæðina, þá verður handvegur of lítill – hægt er að jafna þetta út með því að prjóna nokkrar umferðir fleiri á milli úrtöku. LASKALÍNA: Aukið út lykkum á undan og á eftir merkiþræði. FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR MERKIÞRÆÐI ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN MERKIÞRÆÐI ÞANNIG: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt / brugðið eins og áður (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn – svo ekki myndist gat, síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar jafnóðum inn í stroffprjón (mikilvægt er að lykkjur sem auknar er út passi við stroff sem þegar hefur verið prjónað hvoru megin við A.1, A.2 og A.3, ekki við miðju að neðan/undir). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp að handveg. Ermar eru prjónaðar í hring upp að handvegi. Fram- og bakstykki og ermar er sett saman og berustykkið er prjónað í hring á meðan lykkjum er fækkað fyrir laskalínu. Í lokin er kantur í hálsmáli prjónaður sem brotinn er inn og saumaður niður að röngu. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 160-176-208-208-224-256 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Air og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið hringinn í stroff þannig: Prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju brugðið. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar og 1 merkiþráð eftir 80-88-104-104-112-128 lykkjur, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja brugðið. Prjónið stroff þar til stykkið mælist 8-8-8-9-9-9 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið lykkjur frá framstykki þannig: * Prjónið 1 lykkju brugðið, stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 0-4-4-4-8-8 lykkjur, A.1, A.2 yfir næstu 24-24-32-32-32-40 lykkjur, A.3, 2 lykkjur brugðið (= mitt framan á stykki), A.4, A.5 yfir næstu 24-24-32-32-32-40 lykkjur, A.6, prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 0-4-4-4-8-8 lykkjur og prjónið 1 lykkju brugðið *, merkiþráðurinn situr hér, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar yfir lykkjur á bakstykki. Haldið áfram með þetta mynstur upp úr. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist ca 36-36-37-38-38-38 cm, athugið vel í hvaða umferð í mynstri sem var síðasta prjónaða umferðin. SKIPTING FYRIR HANDVEG: Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki, prjónið umferðina þannig: Fellið af fyrstu 4-4-5-5-7-7 lykkjur í umferð fyrir handveg, prjónið 72-80-94-94-98-114 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 8-8-10-10-14-14 lykkjur fyrir handveg, prjónið 72-80-94-94-98-114 lykkjur eins og áður og fellið af síðustu 4-4-5-5-7-7 lykkjur fyrir handveg. Klippið þráðinn og leggið fram- og bakstykki til hliðar á meðan ermar eru prjónaðar. ERMAR: Fitjið upp 48-48-52-52-56-56 lykkjur á sokkaprjóna 6 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið hringinn í stroffprjóni (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) í 8-8-8-9-9-9 cm. Setjið 1 merkiþráð á milli 2 fyrstu lykkja brugðið í stærð S, M, XXL og XXXL, setjið merkiþráð á milli 2 fyrstu lykkja slétt í stærð L og XL – Nú byrjar umferðin hér. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu, það á að nota hann þegar auka á út mitt undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 8, prjónið mynstur þannig: Prjónið stroff eins og áður yfir næstu 5-5-7-7-9-9 lykkja, A.1, prjónið A.2 yfir næstu 24 lykkjur, A.3, prjónið stroff eins og áður yfir síðustu 5-5-7-7-9-9 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar ermin mælist 10-10-11-12-12-12 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í ca hverjum 4-2½-3-2-2-1½ cm alls 8-12-10-14-12-16 sinnum = 64-72-72-80-80-88 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist ca 45-44-44-44-41-40 cm – stillið af að endað sé í sömu umferð í mynstri eins og á fram- og bakstykki. Fellið af miðju 8-8-10-10-10-10 lykkjur undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 4-4-5-5-5-5 lykkjur hvoru megin við merkiþráðinn) = 56-64-62-70-70-78 lykkjur í umferð. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Haldið áfram með mynstur. Prjónið 1 umferð jafnframt því sem ermar eru settar inn á sama hringprjón og framstykki og bakstykki, ermar eru settar á prjóninn þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handvegi = 256-288-312-328-336-384 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 merkiþræðir, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja). Byrjið umferð við merkiþráð á undan bakstykki. Þegar stykkið mælist 1 cm frá skiptingu byrjar úrtaka við laskalínu við merkiþræðina – lykkjum er fækkað mismunandi við framstykki/bakstykki og ermum – lestu því ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI og ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU ERMAR í kaflanum að neðan, áður en byrjað er á úrtöku fyrir laskalínu. ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI: Lestu útskýringu LASKALÍNA og LEIÐBEININGAR að ofan. Fækkað er alls 22-26-33-33-31-39 sinnum hvoru megin við framstykki/bakstykki jafnt yfir þannig: ÚRTAKA 1: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 7-6-0-2-7-2 sinnum. ÚRTAKA-2: Fækkið lykkjum í hverri umferð alls 15-20-33-31-24-37 sinnum. ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU ERMAR: Lestu útskýringu á LASKALÍNA og LEIÐBEININGAR að ofan. Fækkað er alls 22-26-25-29-29-33 sinnum hvoru megin við ermar jafnt yfir þannig: ÚRTAKA 1: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 7-6-8-6-9-8 sinnum. ÚRTAKA 2: Fækkið lykkjum í hverri umferð alls 15-20-17-23-20-25 sinnum. Á EFTIR SÍÐUSTU ÚRTÖKU: Á eftir síðustu úrtöku eru 80-80-80-80-96-96 lykkjur í umferð. Berustykkið mælist ca 20-22-23-24-26-28 cm frá skiptingunni, peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfitjunarkanti fyrir öxl. Það eru 28-28-28-28-36-36 lykkjur á milli merkiþráða á framstykki/bakstykki og 12 lykkjur á milli merkiþráða á hvorri ermi. KANTUR Í HÁLSMÁLI: = 80-80-80-80-96-96 lykkjur. Prjónið síðan með hringprjón 6, frá merkiþræði á undan bakstykki og prjónið umferð 1 þannig: * Prjónið 1 lykkju slétt, stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) – stroffið á að passa yfir mynstur frá bakstykki/framstykki, endið með 1 lykkju slétt á undan næsta merkiþræði, yfir 12 lykkjur á ermi er prjónað frá merkiþræði þannig: 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið saman 2 sinnum, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið saman 2 sinnum og 1 lykkja slétt (= 4 lykkjur færri, það eru 8 lykkjur á milli merkiþráða á ermi) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Það eru 72-72-72-72-88-88 lykkjur í umferð og stroffið gengur upp í stroff 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið alla leiðina hringinn. Prjónið þar til kantur í hálsmáli mælist 13-13-13-15-15-15 cm. Fellið af aðeins laust og brjótið kant í hálsmáli tvöfaldan að röngu og saumið niður – til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði ekki of stífur er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Kantur í hálsmáli mælist ca 6-6-6-7-7-7 cm uppábrotin. FRÁGANGUR: Saumið 8-8-10-10-10-10 lykkjur sem felldar voru af fyrir miðju undir ermi við 8-8-10-10-14-14 lykkjur sem felldar voru af á fram- og bakstykki. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sandtrailssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.