Cecilie skrifaði:
Jeg er igang med ærmet og jeg strikker m. Jeg har lige sat en maskemarkør mellem de første vrangmasker. Jeg har strikket de første 7 og ender med at de sidste to masker af dem er retmasker. Det vil sige at når jeg skal lave den første A1, så strikker jeg ret over vrang. Dette virker forkert?
21.03.2025 - 20:23
Marianne skrifaði:
Hvordan ved man hvilken størrelse man skal strikke
11.03.2025 - 18:09DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, LÆS FAQ: Synes du det er svært at vælge hvilken størrelse du skal lave, så kan det være en god ide at måle et stykke tøj hvor du synes om størrelsen og synes om at have på. Sammenlign målene med målene i måleskitsen og vælg den størrelse som passer dig bedst. Du finder måleskitsen nederst i opskriften. Se DROPS lektionenHvordan læser man måleskitsen
14.03.2025 - 12:22
Marika skrifaði:
Jag undrar om mönstret är korrekt. När man börjar första varvet efter resåren, st L då har man 104 maskor fram och bak. Man stickar en avig och 4 resår, sedan 32 maskor A1 och A2 sedan 6 maskor A3. Näst kommer två aviga som skall vara mitt på framstycket. Det blir ju bara 45 maskor, borde vara 52 om man skall vara mitt på.
09.03.2025 - 21:35DROPS Design svaraði:
Hei Marika. Du strikker 1 vrang + vrangbord over 4 masker + A.1 (= 8 masker) + A.2 over 32 masker + A.3 (=6 masker) = 1+4+8+32+6 = 51 masker, så strikkes det 2 vrangmasker og midt mellom disse er midt foran. Da har du strikket 52 masker før midt foran. mvh DROPS Design
11.03.2025 - 09:08
Debora skrifaði:
Hallo! Kan ik dit patroon ook maken met alleen Drops Air? In dit patroon staat dat het garen groep C+C is, maar Kid Silk is toch garen groep A?
13.02.2025 - 19:45DROPS Design svaraði:
Dag Debora,
Ja, dan heb je 2 draden DROPS Air nodig, dus de dubbele hoeveelheid van wat er staat. Kid-Silk is inderdaad garengroep A. Brushed Alpaca Silk valt wel in garengroep C.
15.02.2025 - 10:45
Cf skrifaði:
Bonjour Il me semble qu'il y a une erreur dans le début du modèle, après avoir tricoté A6 il semble plus logique de faire 2 mailles envers puis 2 mailles endroit au lieu de l'inverse, sinon on a 3 mailles envers successives à cet endroit (sous le bras, en fin de 1/2 rang et de rang)
10.02.2025 - 12:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Cf, après A.6, on va effectivement tricoter 2 m env, 2 m end, la correction a été faite, merci pour votre retour. Bonne continuation!
10.02.2025 - 16:53
Bente Nygaard skrifaði:
Skal man strikke snoninger, når der bliver masker nok efter udtagning på ærmet.
08.02.2025 - 11:03DROPS Design svaraði:
Hej Bente, de nye masker strikkes ind i ribben, så de stemmer med det øvrige mønster, de vil ikke stemme midt under ærmet :)
12.02.2025 - 13:03
Ann skrifaði:
Marker 1 Knit 2 together before marker and slip over after marker. Continue marker 2,3and 4?? Next round Market 1 Knit 2 together on sleeves and nothing on body Marker 2 Knit 2 together on body and nothing on sleeve.??? Is this correct
05.02.2025 - 10:47DROPS Design svaraði:
Dear Ann, you start with back piece so when decreasing 8 sts: dec after 1st marker (= slip 1, k1, psso) at the beg of round + before 2nd marker (= K2 tog) = end of back piece; then after 2nd marker (= slip 1, K1, psso) + before 3rd marker (= K2 tog) for 1st sleeve; then after 3rd marker (= slip 1, K1, psso) and before 4th marker (= K2 tog) for front piece; then after 4th marker (= slip 1, k1, psso) + before 1st marker (K2 tog) (at the end of the round) for 2nd sleeve. Happy knitting!
05.02.2025 - 13:19
Ann skrifaði:
DECREASE AFTER MARKER-THREAD: Is this decrease 2???? Slip 1 stitch knit-wise, knit 1, pass slipped stitch over knitted stitch (= 1 stitch decreased). DECREASE BEFORE MARKER-THREAD : Is this decrease 1???? Knit 2 together (= 1 stitch decreased). Please tell me what to do before marker and after marker. Does the same thing happen at each marker? I don't understand
05.02.2025 - 10:15DROPS Design svaraði:
Dear Ann, this explains how to dec for raglan before and after marker thread, DECREASE 1 are worked on every other round, so when all these decreases are done you will use DECREASE 2, ie decrease on every round. But note that the decrease will be worked on a different rythme on body & sleeves, different in each size. So when you should decrease on both body & sleeve with decrease 1 = decrease 8 sts before/after each marker, but then when you have to decrease on every round on body (when decrease 1 are done) but still on every other round on sleeves then you will decrase only for sleeves: after marker at the beg sleeve + before marker at the end of sleeve. Happy knitting!
05.02.2025 - 13:16
Ann skrifaði:
Hi, I know how many times to decrease on the raglan. But WHAT is decrease 1 and decrease 2. Where must the decrease be? First marker sleeve /back? Do I decrease sleeve 1and back 2 and then Back 2 sleeve 1????
05.02.2025 - 08:46DROPS Design svaraði:
Dear Ann, you should decrease after and (when decreasing for both body and sleeves = 8 sts) / or (when decreasing only on body or sleeves = 4 sts) before the marker thread just as explained under RAGLAN at the beginning of the pattern, so decrease for sleeve after the marker thread at the beg of sleeve + before the marker thread at the end of sleeve and increase for front/back piece after the marker thread at the beg of front/back piece and before the marker thread at the end of front/back piece. Happy knitting!
05.02.2025 - 09:56
Ann skrifaði:
What is decrease 1 and what is decrease 2 at the Raglan? Where and when to use it at the sleeves and front / back pieces
05.02.2025 - 01:03DROPS Design svaraði:
Hi Ann, Decrease 1 is every 2nd round (the correct number of times), after which you work Decrease 2, which is every round (the correct number of times). Note: these decreases are different on the body and on the sleeves. Happy knitting!
05.02.2025 - 06:39
Sand Trails#sandtrailssweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með laskalínu, köðlum og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-3 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR: Ef prjónfestan er of stíf á hæðina, þá verður handvegur of lítill – hægt er að jafna þetta út með því að prjóna nokkrar umferðir fleiri á milli úrtöku. LASKALÍNA: Aukið út lykkum á undan og á eftir merkiþræði. FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR MERKIÞRÆÐI ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN MERKIÞRÆÐI ÞANNIG: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt / brugðið eins og áður (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn – svo ekki myndist gat, síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar jafnóðum inn í stroffprjón (mikilvægt er að lykkjur sem auknar er út passi við stroff sem þegar hefur verið prjónað hvoru megin við A.1, A.2 og A.3, ekki við miðju að neðan/undir). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp að handveg. Ermar eru prjónaðar í hring upp að handvegi. Fram- og bakstykki og ermar er sett saman og berustykkið er prjónað í hring á meðan lykkjum er fækkað fyrir laskalínu. Í lokin er kantur í hálsmáli prjónaður sem brotinn er inn og saumaður niður að röngu. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 160-176-208-208-224-256 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Air og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið hringinn í stroff þannig: Prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju brugðið. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar og 1 merkiþráð eftir 80-88-104-104-112-128 lykkjur, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja brugðið. Prjónið stroff þar til stykkið mælist 8-8-8-9-9-9 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið lykkjur frá framstykki þannig: * Prjónið 1 lykkju brugðið, stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 0-4-4-4-8-8 lykkjur, A.1, A.2 yfir næstu 24-24-32-32-32-40 lykkjur, A.3, 2 lykkjur brugðið (= mitt framan á stykki), A.4, A.5 yfir næstu 24-24-32-32-32-40 lykkjur, A.6, prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 0-4-4-4-8-8 lykkjur og prjónið 1 lykkju brugðið *, merkiþráðurinn situr hér, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar yfir lykkjur á bakstykki. Haldið áfram með þetta mynstur upp úr. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist ca 36-36-37-38-38-38 cm, athugið vel í hvaða umferð í mynstri sem var síðasta prjónaða umferðin. SKIPTING FYRIR HANDVEG: Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki, prjónið umferðina þannig: Fellið af fyrstu 4-4-5-5-7-7 lykkjur í umferð fyrir handveg, prjónið 72-80-94-94-98-114 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 8-8-10-10-14-14 lykkjur fyrir handveg, prjónið 72-80-94-94-98-114 lykkjur eins og áður og fellið af síðustu 4-4-5-5-7-7 lykkjur fyrir handveg. Klippið þráðinn og leggið fram- og bakstykki til hliðar á meðan ermar eru prjónaðar. ERMAR: Fitjið upp 48-48-52-52-56-56 lykkjur á sokkaprjóna 6 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið hringinn í stroffprjóni (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) í 8-8-8-9-9-9 cm. Setjið 1 merkiþráð á milli 2 fyrstu lykkja brugðið í stærð S, M, XXL og XXXL, setjið merkiþráð á milli 2 fyrstu lykkja slétt í stærð L og XL – Nú byrjar umferðin hér. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu, það á að nota hann þegar auka á út mitt undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 8, prjónið mynstur þannig: Prjónið stroff eins og áður yfir næstu 5-5-7-7-9-9 lykkja, A.1, prjónið A.2 yfir næstu 24 lykkjur, A.3, prjónið stroff eins og áður yfir síðustu 5-5-7-7-9-9 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar ermin mælist 10-10-11-12-12-12 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í ca hverjum 4-2½-3-2-2-1½ cm alls 8-12-10-14-12-16 sinnum = 64-72-72-80-80-88 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist ca 45-44-44-44-41-40 cm – stillið af að endað sé í sömu umferð í mynstri eins og á fram- og bakstykki. Fellið af miðju 8-8-10-10-10-10 lykkjur undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 4-4-5-5-5-5 lykkjur hvoru megin við merkiþráðinn) = 56-64-62-70-70-78 lykkjur í umferð. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Haldið áfram með mynstur. Prjónið 1 umferð jafnframt því sem ermar eru settar inn á sama hringprjón og framstykki og bakstykki, ermar eru settar á prjóninn þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handvegi = 256-288-312-328-336-384 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 merkiþræðir, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja). Byrjið umferð við merkiþráð á undan bakstykki. Þegar stykkið mælist 1 cm frá skiptingu byrjar úrtaka við laskalínu við merkiþræðina – lykkjum er fækkað mismunandi við framstykki/bakstykki og ermum – lestu því ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI og ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU ERMAR í kaflanum að neðan, áður en byrjað er á úrtöku fyrir laskalínu. ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI: Lestu útskýringu LASKALÍNA og LEIÐBEININGAR að ofan. Fækkað er alls 22-26-33-33-31-39 sinnum hvoru megin við framstykki/bakstykki jafnt yfir þannig: ÚRTAKA 1: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 7-6-0-2-7-2 sinnum. ÚRTAKA-2: Fækkið lykkjum í hverri umferð alls 15-20-33-31-24-37 sinnum. ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU ERMAR: Lestu útskýringu á LASKALÍNA og LEIÐBEININGAR að ofan. Fækkað er alls 22-26-25-29-29-33 sinnum hvoru megin við ermar jafnt yfir þannig: ÚRTAKA 1: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 7-6-8-6-9-8 sinnum. ÚRTAKA 2: Fækkið lykkjum í hverri umferð alls 15-20-17-23-20-25 sinnum. Á EFTIR SÍÐUSTU ÚRTÖKU: Á eftir síðustu úrtöku eru 80-80-80-80-96-96 lykkjur í umferð. Berustykkið mælist ca 20-22-23-24-26-28 cm frá skiptingunni, peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfitjunarkanti fyrir öxl. Það eru 28-28-28-28-36-36 lykkjur á milli merkiþráða á framstykki/bakstykki og 12 lykkjur á milli merkiþráða á hvorri ermi. KANTUR Í HÁLSMÁLI: = 80-80-80-80-96-96 lykkjur. Prjónið síðan með hringprjón 6, frá merkiþræði á undan bakstykki og prjónið umferð 1 þannig: * Prjónið 1 lykkju slétt, stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) – stroffið á að passa yfir mynstur frá bakstykki/framstykki, endið með 1 lykkju slétt á undan næsta merkiþræði, yfir 12 lykkjur á ermi er prjónað frá merkiþræði þannig: 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið saman 2 sinnum, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið saman 2 sinnum og 1 lykkja slétt (= 4 lykkjur færri, það eru 8 lykkjur á milli merkiþráða á ermi) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Það eru 72-72-72-72-88-88 lykkjur í umferð og stroffið gengur upp í stroff 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið alla leiðina hringinn. Prjónið þar til kantur í hálsmáli mælist 13-13-13-15-15-15 cm. Fellið af aðeins laust og brjótið kant í hálsmáli tvöfaldan að röngu og saumið niður – til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði ekki of stífur er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Kantur í hálsmáli mælist ca 6-6-6-7-7-7 cm uppábrotin. FRÁGANGUR: Saumið 8-8-10-10-10-10 lykkjur sem felldar voru af fyrir miðju undir ermi við 8-8-10-10-14-14 lykkjur sem felldar voru af á fram- og bakstykki. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sandtrailssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.