Elizabeth Cortés skrifaði:
EN DÓNDE ESTÁ EL PATRÓN DEL CALADO?
21.02.2025 - 23:04DROPS Design svaraði:
Hola Elizabeth, el patrón de calados se explica en las 4 filas en punto arroz al inicio de la labor; no tiene diagrama ni explicación aparte.
23.02.2025 - 21:35
Marie Wustingerová skrifaði:
Kde najdu návod na pikotkový kraj ? děkuji
02.02.2025 - 13:19DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Marie, návod naleznete na našich stránkách. Podívejte se, prosím, na tuto video-ukázku. Ať se vám dobře plete!
02.02.2025 - 13:31
Jeanne skrifaði:
Bonjour, Le fil marqueur doit-il toujours être placé 4 mailles à gauche du châle, vu sur l'endroit, et ce tout au long de l'ouvrage ? Pour les augmentations, on les fait tous les 5 rangs, c'est à dire à chaque fois qu'on répète le premier rang ? Pourquoi et comment augmenter alternativement sur l'endroit et l'envers de l'ouvrage. A quel moment augmenter t on sur l'envers ? Merci de votre aide !
14.12.2024 - 00:17
Melanie skrifaði:
Hallo, kann man die Zunahmen auch alle 4 Reihen machen? Liebe Grüße, Melanie
24.08.2024 - 14:43DROPS Design svaraði:
Liebe Melanie, wahrscheinlich aber dann werden die Zunahmen öfter gestrickt, das wird die Breite bzw Länge der Arbeit ändern, dann sollen Sie anpassen, wie Sie es wünschen. Viel Spaß beim Stricken!
26.08.2024 - 07:50
Sucheta skrifaði:
Has the edge been completed with crochet scallop? thanks in advance.
04.03.2024 - 19:07DROPS Design svaraði:
Hi Sucheta, The pattern and scalloped edge are produced by the first 4 rows, which are worked twice. Happy knitting!
05.03.2024 - 08:14
Brianne B skrifaði:
Such a great and well written pattern! This was the most intricate pattern I’ve done yet but the videos really helped! The only thing I didn’t understand was the “5th row” increases. I took it mean to increase on every new “1st” row of the repeat. This meant that I alternated between a classic moss stitch and a striped moss stitch. But it gave a great texture to the shawl that I ended up loving anyway!
18.12.2023 - 21:07
Helga skrifaði:
A magyar fordításban a 2. sor végén a két szélszem előtt van egy rh írva, gondolom ráhajtást jelent, de az nem kell oda szerintem. Azzal mindkét oldalon szélesedne a kendő, kipróbáltam, túl sok a rizsminta úgy.
09.09.2023 - 18:12
Sarune skrifaði:
Is the yarn Drops Alpaca held single or double when knitting this pattern? Thank you in advance!
08.09.2023 - 08:12DROPS Design svaraði:
Dear Sarune, this shawl is worked with only 1 strand Alpaca - and a tension of 24 ss x 40 rows moss stitch = 10 x 10 cm. Happy knitting!
08.09.2023 - 08:17
Carolin skrifaði:
Hallo, superschönes Tuch!! Kann man es auch größer stricken? Im Voraus schon Danke für eine Antwort!
30.08.2023 - 17:20DROPS Design svaraði:
Liebe Carolin, wahrscheinlich ja, aber die Zunhamen/Abnahmen sollten Sie dann vielleicht anpassen, damit das Tuch maßstabsgerecht bleibt. Viel Spaß beim stricken!
31.08.2023 - 08:59
Else Nielsen skrifaði:
Hvor er opskriften ?
30.08.2023 - 11:15DROPS Design svaraði:
Hej. Nu finns opskriften på danska. Mvh DROPS Design
30.08.2023 - 11:38
Notions of Spring#notionsofspringshawl |
|
![]() |
![]() |
Prjónað sjal úr DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað frá hlið í perluprjóni og picotkanti.
DROPS 242-2 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KANTLYKKJUR: Í byrjun umferðar frá réttu eru prjónaðar 2 kantlykkjur þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. Í lok umferðar frá röngueru prjónaðar 2 kantlykkjur þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt. PERLUPRJÓN (prjónað fram og til baka): UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið síðan umferð 2. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, frá hlið að hlið í perluprjóni með gatamynstri meðfram kanti. SJAL: Fitjið upp 8 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Alpaca. Lesið KANTLYKKJUR og PERLUPRJÓN í útskýringu að ofan og prjónið þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur, prjónið perluprjón þar til 4 lykkjur eru eftir, setjið einn merkiþráð hér (látið merkiþráðinn fylgja með upp úr innan við ystu 4 lykkjur í vinstri hlið séð frá réttu) og prjónið sléttar lykkjur út umferðina. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið sléttar lykkjur að merkiþræði, prjónið perluprjón þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð og prjónið 2 kantlykkjur. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur, prjónið perluprjón fram að merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 2 sinnum uppá prjóninn og prjónið 2 lykkjur í hvora af 2 síðustu lykkjum í umferð (prjónið bæði í fremri og aftari lykkjubogann á lykkjunum). Það eru 5 lykkjur og 2 uppslættir á eftir merkiþræði. UMFERÐ 4: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið öftustu lykkjunni á hægri prjóni yfir fremstu lykkjuna (2 lykkjur færri), prjónið 1 lykkju slétt, sleppið öðrum uppslættinum, prjónið hinn uppsláttinn slétt, prjónið 1 lykkju slétt (merkiþráðurinn situr hér) og prjónið perluprjón þar til 2 lykkjur eru eftir og prjónið 2 kantlykkjur. Prjónið umferð 1 til 4 einu sinni til viðbótar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram að prjóna umferð 1 til 4 jafnframt því sem í fyrstu umferð er aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn strax á undan merkiþræði. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn í perluprjóni – það á ekki að myndast gat. Endurtakið útaukningu í 5. hverri umferð sem er prjónuð, það er aukið út til skiptis frá réttu og frá röngu – aukið út á eftir merkiþræði frá röngu og á undan merkiþræði frá réttu þannig að það vera fleiri og fleiri lykkjur í perluprjóni í annarri hlið á stykkinu. Prjónið og aukið svona út þar til stykkið mælist ca 57 cm á lengd, það eru ca 52 lykkjur á prjóni og stykkið mælist ca 22 cm mælt á breiddina. Prjónið 8 umferðir í mynstri eins og áður án útaukninga. Haldið áfram að prjóna umferð 1 til 4 jafnframt því sem í fyrstu umferð fækkar um 1 lykkju – fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman á undan merkiþræði frá réttu eða 2 lykkjur brugðið saman á eftir merkiþræði frá röngu. Endurtakið úrtöku í 5. hverri umferð, til skiptis frá réttu og frá röngu þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni. Prjónið 8 umferðir mynstur eins og áður án úrtöku og fellið af með sléttum lykkjum. Stykkið mælist ca 116 cm. Klippið þráðinn og festið. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #notionsofspringshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 242-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.