Jenny skrifaði:
Hello, can you please help me understand the last bit. do I have to move the stitch marker to the new center on the last part of the foot in each right side row? And how do I knit the other rows?
22.09.2025 - 14:05
Ronja skrifaði:
Hello, do I have to move the stitch marker back to the new center on the last part of the foot in each right side row? And how do I knit the wrong side rows?
20.09.2025 - 14:47
Isa skrifaði:
Como hacerlo con agujas rectas?,no se utilizar las circulares
18.09.2025 - 12:45DROPS Design svaraði:
Hola Isa, los patucos se hacen de ida y vuelta, puedes tejerlos con agujas rectas. Buen trabajo!
18.09.2025 - 21:48
Ronja skrifaði:
Hallo, muss ich beim letzten Part des Fußes den Maschenmarkierer in jeder Hinreihe wieder in die neue Mitte setzen? Und wie stricke ich die Rückreihen?
08.09.2025 - 21:37DROPS Design svaraði:
Liebe Ronja, der Markierer bleibt ja von selbst in der Mitte zwischen den 2 Maschen. Für die 2 Abnahmen in der Mitte stricken Sie ja bis 3 Maschen vor dem Markierer, dann stricken Sie 2 Maschen zusammen, dann kommen 2 Maschen (zwischen denen sitzt der Markierer) und Sie stricken dann wieder 2 Maschen zusammen (verschränkt). Dadurch bleibt der Markierer einfach in der Mitte zwischen den 2 Maschen sitzen. Die Rück-Reihen stricken Sie ganz einfach kraus rechts ohne Abnahmen. Die Abnahmen wiederholen Sie am Anfang und am Ende sowie in der Mitte jeder Hin-Reihe (d.h. es werden 4 Maschen pro Reihe abgenommen).
25.10.2025 - 22:18
Desiree Kort skrifaði:
Voor de maat staat er lengte voet maar dit lijkt er groot voor een pasgeboren baby. Hoe meet ik de maat van de voet om te kijken welke maat ik moet nemen.
02.06.2025 - 06:58DROPS Design svaraði:
Dag Desiree,
De lengte van de voet is van de teen tot de hak.
03.06.2025 - 21:25
Françoise skrifaði:
Comment adapter les explications de ce modèle à des aiguilles doublé pointe Je n'ai pas d'aiguille circulaire mais des doublé pointe Merci pour votre reponse
31.05.2025 - 15:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Françoise, ces chaussons peuvent également se tricoter sur aiguilles droites, car on les tricote entièrement en allers et retours. Bon tricot!
02.06.2025 - 07:49
Sylvie skrifaði:
On demande de faire 3 côtes mousse sur toutes les mailles? Est-ce que ce sont des cotes 1 end 1 envers?
30.12.2024 - 03:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylvie, 1 côte mousse correspond à 2 rangs endroit (1 rang endroit sur l'endroit + 1 rang endroit sur l'envers - cf POINT MOUSSE au début des explications, autrement dit, quand on doit tricoter 3 côtes mousse, on tricote 6 rangs endroit. Bon tricot!
02.01.2025 - 14:35
Patricia skrifaði:
Bonjour je ne comprends pas d'où commence la couture pour la tige tout va bien mais pour le pied je ne comprends pas Merci pour votre aide
06.12.2024 - 19:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Patricia, dans cette vidéo, nous montrons comment assembler un modèle de chausson similaire, en commençant par la couture sous le pied, cela devrait vous aider. Bon tricot!
09.12.2024 - 09:44
Marion skrifaði:
Mea culpa, J’ai finalement trouvé les explications pour la maille lisière dans l’onglet vidéo (mais je n’arrive pas à supprimer mon commentaire précédent). Bonne journée encore
02.12.2024 - 12:12
Marion skrifaði:
Bonjour, dans les techniques employées, il manque la maille lisière au point mousse à laquelle il est fait référence dans les instructions. Merci pour le patron et bonne journée, Marion
02.12.2024 - 11:57
Orange Muffin Slippers#orangemuffinslippers |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðar tátiljur fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í garðaprjóni. Stærð 0 – 4 ára.
DROPS Baby 45-20 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður að tá. Tátiljan er saumuð saman eins og útskýrt er í uppskrift. STROFF / LEGGUR: Fitjið upp 47-51-55-55 (59-59) lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Baby Merino. Prjónið stroff með byrjun frá réttu þannig: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 lykkju slétt í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 5-5-6-6 (7-8) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem fækkað er um 17 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 30-34-38-38 (42-42) lykkjur. Í næstu umferð er prjónuð gataumferð þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 lykkju slétt. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Klippið þráðinn frá. FÓTUR: Setjið ystu 11-12-13-13 (15-15) lykkjur í hvorri hlið á þráð. Byrjið frá réttu og prjónið garðaprjón í 3½-4-4½-5½ (6½-8) cm yfir miðju 8-10-12-12 (12-12) lykkjur – endið eftir umferð frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 11-12-13-13 (15-15) lykkjur frá þræði í annarri hliðinni slétt, prjónið upp 11-11-12-15 (18-23) lykkjur meðfram hlið á miðjustykki, prjónið 8-10-12-12 (12-12) lykkjur á prjóni slétt (framan), prjónið upp 11-11-12-15 (18-23) lykkjur meðfram hinni hliðinni á miðjustykki og prjónið síðustu 11-12-13-13 (15-15) lykkjur frá hinum þræðinum slétt = 52-56-62-68 (78-88) lykkjur í umferð. Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 1½-1½-2-3 (3-3) cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt saman og 1 lykkja slétt. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu að loknu máli. Fellið af þegar stykkið mælist 3-3-4-5 (5-5) cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Saumið sauminn undir fæti og upp meðfram miðju að aftan – saumið í ystu lykkjubogana svo saumurinn verði ekki þykkur. Prjónið aðra tátilju á sama hátt. SNÚRA: Klippið 2 þræði, ca 1 meter hvor. Tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút í hvorn enda. Þræðið snúruna upp og niður í gegnum gataumferð á tátiljunni (byrjið og endið fyrir miðju framan á tátiljunni). Hnýtið slaufu. Gerið aðra snúru á sama hátt fyrir hina tátiljuna. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #orangemuffinslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 45-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.