Caroline skrifaði:
I didn't read it correctly, I see it now...
05.07.2025 - 18:11
Caroline skrifaði:
Hi, after the rib for size M it says to decrease 3 stitches over 33 stitches and then decrease 2 stitches over 72 stitches. That doesn't seem logic. It is not decreasing evenly over the total stitches. Is it correct?
05.07.2025 - 13:11DROPS Design svaraði:
Dear Caroline, the pattern is correct; we are adjusting the number of stitches from the rib and accounting for the cable shaping, so that both sides now will have the same number of stitches on the front piece and back piece. So we adjust the stitches in both front pieces (from 33 to 30) + the mid-front chart (10 stitches) and the back piece (from 72 to 70) and now we have 70 stitches in the front and back pieces. Happy knitting!
06.07.2025 - 22:35
Camilla skrifaði:
Hi! I'm about to start the right front piece but I don't really understand how I should go about doing it. On the pattern it says I should cast on 5 stitches. Are we talking about new stitches? on the video it shows 5 stitches as if they were picked up from the TOP part, but I don't seem to understand from where.
28.06.2025 - 23:26DROPS Design svaraði:
Dear Camilla, yes, you cast on 5 new stitches, not the previous stitches from the top, which form the edge of the armhole. Later on, pick up the stitches from the armhole from the TOP section and then work over the front piece stitches, with A.2 over the 5 stitches on the neck edge. In this video we work a very similar technique. Happy knitting!
29.06.2025 - 20:26
Marilyn S skrifaði:
Can sleeves be added to the “Tangerine Twist Top” pattern?
12.05.2025 - 13:55DROPS Design svaraði:
Dear Marilyn, you could add sleeves, but the cable in the straps and the top shape doesn't let you add the sleeves directly. You could work a sweater, like this one instead, but with DROPS Paris, and adjusting the sleeve length to your desired length. Happy knitting!
18.05.2025 - 14:05
Patrycja skrifaði:
Dzień dobry, jaka jest ostateczna długość szelki dla rozmiaru S? Chciałabym zrobić szelkę w 1 kawałku bez łączenia ale nie mogę wyczytać z wymiarów na obrazku jaka jest długość ramiączek. Dziękuję, pozdrawiam!
29.12.2024 - 10:48DROPS Design svaraði:
Witaj Patrycjo, w rozmiarze S długość szelki wynosi 14 cm (8 cm na przodzie i 6 na tyle). Oczywiście możesz dopasować długość szelek do swoich potrzeb. Pozdrawiamy!
30.12.2024 - 09:12
Isabelle Van Tittelboom skrifaði:
Hey Ik ben aan het begin voor linkerkant en rechter kan te splitsen. Ik kan er niet tellen hoeveel steken ik tesamen heb En de achter kan ik niets van maakten. Hoeveel steken heb je daar? Moet het in een stuk gebreide worden of ook in twee stukken. Kan ik en foto van de achterkant eens zien? Sorry voor de stomme vraagen. Beginner Gr Isabelle van Tittelboom
21.08.2024 - 09:31DROPS Design svaraði:
Dag Isabelle,
Het achterpand brei je apart heen en weer en de beide voorpanden ook. Maar eerst brei je het deel van de rand voor langs het armsgat, waarbij je de steken van het armsgat samen breit met de steken van de rand. Daarna brei je ook weer verder over de steken van de panden. In een van de video's (volgens mij staat die bovenaan bij de video's wordt uitgelegd hoe je de rand langs het armsgat maakt. Deze video is voor een ander patroon, maar is ook toe te passen op dit patroon. Volg wel steeds het aantal steken en naalden in het patroon dat je aan het breien bent.
21.08.2024 - 18:12
Nettan skrifaði:
Frågar igen! Varför kan ni inte ta mer ingående bilder så som tex under ärm, bakifrån mm Istället tar ni på modellen framifrån med olika sätt att hålla huvudet? Jag och säkert många med mig vill se mer av själva plagget Och gärna storleken som modellen har på sig vore toppen! Mvh
14.07.2024 - 10:00
Nettan skrifaði:
Tror ni skrivit fel i mönstret där man ska lägga maskor på tråd och sedan sticka vidare med 5maskor och plocka upp 2maskor i taget När alla maskor är upplockade står det att man ska sticka från avigsidan över de 28 maskorna som sitter på tråd, men dessa maskor ligger ju kvar på stickan!! Blev lite förbryllande ett tag!! Trodde jag gjort fel någonstans, men det hade jag inte utan det står fel i mönstret vad jag kan se!?
10.07.2024 - 22:14DROPS Design svaraði:
Hei Nettan. Takk for din tilbakemelding, men fint om du kan opplyse litt mer nøyaktig hvor du mener det er feil i oppskriften (og gjerne hvilken str. du strikker), så skal vi ta en titt. mvh DROPS Design
11.07.2024 - 09:29
Lorella skrifaði:
Dopo il primo giro a diritto, dopo le prime 33 maglie a coste 2/2, credo debba esserci un rovescio prima dei tre diritti. Le spiegazioni riportano un diritto, tre diritti. Mi potete confermare se si tratta di un errore di stampa o se sto sbagliando io? Grazie!
22.06.2024 - 12:29DROPS Design svaraði:
Buongiorno Lorella, grazie per la segnalazione: abbiamo corretto il testo. Buon lavoro!
23.06.2024 - 11:21
Jo skrifaði:
Bij het einde van het achterpand ben ik op het punt om de bandjes te maken. Bij welke naald van patroon A4 en A5 moet je inspringen?
29.05.2024 - 17:53DROPS Design svaraði:
Dag Jo,
Wat bedoel je met inspringen? Op het het moment dat je met A4 en A5 begint, dan kan je ook het stuk er tussenin af.
30.05.2024 - 18:42
Tangerine Twist Top#tangerinetwisttop |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum og V-hálsmáli. Stærð XS - XXL.
DROPS 240-19 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA: Fækkið lykkjum á eftir A.3 þannig: 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á undan A.2 þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna neðan frá og upp að V-hálsmáli og handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir bakstykki og hægra- og vinstra framstykki og hvert stykki er prjónað til loka fyrir sig. TOPPUR: Fitjið upp 120-132-148-152-168-192 lykkjur á hringprjón 4,5 með DROPS Paris. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* yfir næstu 24-28-32-32-36-40 lykkjur, 1 lykkja brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju slétt. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið næstu umferð þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 25-29-33-33-37-41 lykkjur og fækkið um 1-2-3-0-0-1 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.1 (A.1 á að prjónast yfir 1 lykkju brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkju brugðið frá stroffi), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 25-29-33-33-37-41 lykkjur og fækkið um 1-2-3-0-0-1 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, setjið 1 prjónamerki hér, prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 60-64-72-76-84-96 lykkjur og fækkið um 2-0-2-0-0-2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur = 116-128-140-152-168-188 lykkjur. Nú er 1 prjónamerki í hvorri hlið á stykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – þau eru notuð síðar. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-34 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af að næsta umferð sé umferð með kaðli í A.1, prjónið A.1B yfir lykkjur í A.1. Prjónið A.1B 1 sinni á hæðina. Klippið þráðinn. Nú eru lykkjur settar á þráð, það er gert án þess að prjóna lykkjurnar. Setjið fyrstu 8-8-8-10-10-12 lykkjur í byrjun á umferð á þráð fyrir handveg, setjið næstu 21-24-27-28-32-35 lykkjur á annan þráð fyrir vinstra framstykki, haldið eftir næstu 21-24-27-28-32-35 lykkjum á prjóni fyrir hægra framstykki, setjið næstu 8-8-8-10-10-12 lykkjur á þráð fyrir handveg, setjið næstu 8-8-8-10-10-12 lykkjur á þráð fyrir handveg, setjið næstu 42-48-54-56-64-70 lykkjur á annan þráð fyrir bakstykki og setjið síðustu 8-8-8-10-10-12 lykkjur á annan þráð fyrir handveg. Hvert stykki er síðan prjónað fyrir sig. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 5,5 með nýrri dokku af DROPS Paris. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið A.2 yfir þessar 5 lykkjur, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið A.2 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju slétt saman með 1. og 2. lykkju á eftir prjónamerki í hlið (þ.e.a.s. af 8-8-8-10-10-12 lykkjum af þræði), þannig að 5 lykkjur í A.2 eru prjónaðar saman með lykkjum af þræði fyrir handveg, snúið. UMFERÐ 3: Prjónið A.2 yfir 5 lykkjur, snúið. UMFERÐ 4: Prjónið A.2 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju slétt saman með 3. og 4. lykkju á eftir prjónamerki, þannig að 5 lykkjur í A.2 eru prjónaðar saman með lykkjum af þræði fyrir handveg, snúið. Haldið svona áfram fram og til baka að prjóna síðustu lykkju í A.2 saman með næstu 2 lykkjum meðfram handvegi þar til allar 8-8-8-10-10-12 lykkjur meðfram handvegi hafa verið prjónaðar saman með A.2. Endið eftir umferð frá röngu og prjónið áfram eins og áður (frá röngu) yfir 21-24-27-28-32-35 lykkjur af þræði fyrir hægra framstykki (þ.e.a.s. prjónað er frá handvegi og fram að miðju á kaðli = mitt í A.1B) = 26-29-32-33-37-40 lykkjur í umferð. Nú er mynstur prjónað frá réttu og lykkjum er fækkað fyrir V-hálsmáli og handveg þannig: Prjónið A.3 yfir fyrstu 5 lykkjur, sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir, A.2 yfir síðustu 5 lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka, JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir V-hálsmáli og handveg eins og útskýrt er að neðan – sjá ÚRTAKA. V-HÁLSMÁL: Fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli í annarri hverri umferð alls 9-10-11-11-12-13 sinnum. HANDVEGUR: Fækkið lykkjum fyrir handveg í annarri hverri umferð 0-2-5-7-12-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 4-4-3-2-0-0 sinnum. Eftir alla úrtöku eru 13 lykkjur á prjóni. Nú er prjónað A.4 yfir síðustu 13 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 10 lykkjur eftir á prjóni. Endurtakið síðustu 8 umferðir í mynsturteikningu (frá umferð með ör) þar til stykkið mælist 17-18-19-20-21-23 cm frá fyrstu úrtöku fyrir V-hálsmáli – stillið af að endað sé eftir umferð með kaðli. Fellið af frá röngu með brugðnum lykkjum, jafnframt þar sem 2 og 2 lykkjur eru prjónaðar brugðið saman. Toppurinn mælist alls ca 48-50-52-54-56-58 cm frá uppfitjunarkanti. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 5,5 með DROPS Paris. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið A.3 yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju brugðið saman með 1. og 2. lykkju á eftir prjónamerki í hlið (þ.e.a.s. af 8-8-8-10-10-12 lykkjum af þræði), þannig að 5 lykkjur í A.3 eru prjónaðar saman með lykkjum af þræði fyrir handvegi, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið A.3 yfir 5 lykkjur, snúið. UMFERÐ 3: Prjónið A.3 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju brugðið saman með 3. og 4. lykkju á eftir prjónamerki, þannig að 5 lykkjur í A.3 eru prjónaðar saman með lykkjum af þræði fyrir handveg, snúið. Haldið svona áfram fram og til baka og prjónið síðustu lykkju í A.3 saman með næstu 2 lykkjum meðfram handvegi þar til allar 8-8-8-10-10-12 lykkjur meðfram handveg hafa verið prjónaðar saman með A.3. Endið eftir umferð frá röngu. Nú er mynstur prjónað frá réttu og lykkjum er fækkað fyrir V-hálsmáli og handveg þannig: Prjónið A.3 yfir fyrstu 5 lykkjur, sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir, A.2 yfir síðustu 5 lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka, JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir V-hálsmáli og handveg eins og útskýrt er að neðan – sjá ÚRTAKA. V-HÁLSMÁL: Fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli í annarri hverri umferð alls 9-10-11-11-12-13 sinnum. HANDVEGUR: Fækkið lykkjum fyrir handveg í annarri hverri umferð 0-2-5-7-12-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 4-4-3-2-0-0 sinnum. Eftir alla úrtöku eru 13 lykkjur á prjóni. Nú er prjónað A.5 yfir síðustu 13 lykkjur. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 10 lykkjur eftir á prjóni. Endurtakið síðustu 8 umferðir í mynsturteikningu (frá umferð með ör) þar til stykkið mælist 17-18-19-20-21-23 cm frá fyrstu úrtöku fyrir hálsmáli – stillið af að endað sé eftir umferð með kaðli. Fellið af frá röngu með brugðnum lykkjum, jafnframt þar sem 2 og 2 lykkjur eru prjónaðar brugðið saman. Toppurinn mælist alls ca 48-50-52-54-56-58 cm. BAKSTYKKI: Kantur vinstri handvegur: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 5,5 með nýrri dokku DROPS Paris. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið A.2 yfir allar lykkjur, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið A.2 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju slétt saman með 1. og 2. lykkju á eftir prjónamerki í hlið (þ.e.a.s. af 8-8-8-10-10-12 lykkjum af þræði), þannig að 5 lykkjur í A.2 eru prjónaðar saman með lykkjum af þræði fyrir handveg, snúið. UMFERÐ 3: Prjónið A.2 yfir 5 lykkjur, snúið. UMFERÐ 4: Prjónið A.2 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju slétt saman með 3. og 4. lykkju á eftir prjónamerki, þannig að 5 lykkjur í A.2 eru prjónaðar saman með bakstykki, snúið. Haldið svona áfram fram og til baka að prjóna síðustu lykkju í A.2 saman með næstu 2 lykkjum meðfram handvegi þar til allar 8-8-8-10-10-12 lykkjur meðfram handvegi hafa verið prjónaðar saman með A.2. Endið eftir umferð frá röngu. Geymið stykkið. Kantur hægri handvegur: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 5,5 með DROPS Paris. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið A.3 yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju brugðið saman með 1. og 2. lykkju á eftir prjónamerki í hlið (þ.e.a.s. 8-8-8-10-10-12 lykkjur af þræði), þannig að 5 lykkjur í A.3 eru prjónaðar saman með bakstykki, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið A.3 yfir 5 lykkjur, snúið. UMFERÐ 3: Prjónið A.3 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju brugðið saman með 3. og 4. lykkju á eftir prjónamerki, þannig að 5 lykkjur í A.3 eru prjónaðar saman með lykkjum af þræði fyrir handveg, snúið. Haldið svona áfram fram og til baka að prjóna síðustu lykkju í A.3 saman með næstu 2 lykkjum meðfram handvegi þar til allar 8-8-8-10-10-12 lykkjur meðfram handvegi hafa verið prjónaðar saman með A.3. Endið eftir umferð frá röngu. Nú eru lykkjur frá þræði fyrir bakstykki prjónaðar saman með 5 lykkjum fyrir kant meðfram handvegi frá réttu þannig: Prjónið A.3 yfir fyrstu 5 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir 42-48-54-56-64-70 lykkjur af þræði fyrir bakstykki, prjónið A.2 yfir síðustu 5 lykkjur (= 52-58-64-66-74-80 lykkjur í umferð), jafnframt byrjar úrtaka fyrir handveg – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum fyrir handveg í hvorri hlið í annarri hverri umferð 1-2-5-7-12-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 4-4-3-2-0-0 sinnum = 42-46-48-48-50-52 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 9-10-11-11-12-14 cm frá fyrstu úrtöku fyrir handveg. Prjónið 1 umferð frá réttu með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og aukið út 0-0-2-2-0-2 lykkjur jafnt yfir (en ekki yfir ystu 5 lykkjur í hvorri hlið) = 42-46-50-50-50-54 lykkjur. Prjónið 1 umferð í mynstri til baka frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Nú er prjónað stroff þannig: Prjónið 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 10 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 2 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, prjónið frá næst síðustu umferð í A.5 yfir fyrstu 10 lykkjur áður en þessar lykkjur eru settar á þráð (= band / hlýri á öxl), fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 22-26-30-30-30-34 lykkjur, prjónið frá næst síðustu umferð í A.4 yfir síðustu 10 lykkjur í umferð (= band / hlýri). Endurtakið mynstur frá umferð með ör, fram og til baka yfir þessar 10 lykkjur þar til band / hlýri mælist ca 6-6-6-7-7-7 cm – stillið af að endað sé eftir næst síðustu umferð í mynsturteikningu. Fellið af frá röngu með brugðnum lykkjum, jafnframt því sem 2 og 2 lykkjur eru prjónaðar brugðið saman. Setjið til baka 10 lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið síðustu umferð í A.5 (= frá röngu). Endurtakið síðan mynstur frá umferð með ör þar til band / hlýri á öxl mælist ca 6-6-6-7-7-7 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með kaðli. Fellið af frá röngu með brugðnum lykkjum, jafnframt því sem 2 og 2 lykkjur eru prjónaðar brugðið saman. FRÁGANGUR: Saumið böndin / hlýra á öxlum saman með lykkjuspori. Saumið saman uppfitjunarkanta í hliðum þar sem fitjaðar voru upp 5 nýjar lykkjur (A.3/A.2). Saumið með lykkjuspori til að koma í veg fyrir að saumurinn verði of þykkur. Klippið þræðina og festið. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #tangerinetwisttop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.