Noé skrifaði:
Bonjour, J'aimerais savoir de combien de pelotes j'ai besoin pour ce modèle de chaussettes.
22.11.2024 - 15:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Noé, vous trouverez la quantité nécessaire pour chaque taille dans l'en-tête sous l'onglet "Explications" en haut de page; il vous faudra par ex 50 g dans la 1ère taille ou 100 g dans les 2 grandes tailles DROPS Fabel/50 g la pelote = 1 pelote pour la 1ère taille et 2 pour les 2 autres tailles. Bon tricot!
22.11.2024 - 15:58
Anya skrifaði:
Is the amount of yarn recommended for one or two socks?
28.03.2024 - 22:16DROPS Design svaraði:
Dear Anya, for two socks. A pair of socks. Happy Knitting!
29.03.2024 - 08:09
Paula skrifaði:
I made these, but it feels as if the needle size is wrong. Socks turned out way too big, while I nornally have no issues with size and knitting tension. Made size 38-40 for my girlfriend but they were too big even for my size 42 feet. Tried to shrink them in the wash but that just ruined them :(
28.03.2023 - 21:54DROPS Design svaraði:
Dear Paula, just remember to always check your tension - you should have here 24 stitches x 32 rows = 10 x 10 cm, they are worked with needle size 3,5 ie somewhat looser as other socks knitted with smaller needles. Hapy knitting!
29.03.2023 - 10:30
Diana skrifaði:
Det står att man ska använda strumpstickor. Kan man istället använda 25cm rundsticka och strumpstickor till häl och tå?
13.03.2023 - 13:58DROPS Design svaraði:
Hei Diana. Det kan du så lenge du får plass til alle maskene. Vi har ikke rundpinne str 25 cm i vårt sortiment. Så da blir ikke det et alternativ vi kan ha i våre oppskrifter. mvh DROPS Design
13.03.2023 - 14:14
Diana skrifaði:
Det står att man ska använda strumpstickor. Kan man istället använda 25cm rundstickor och strumpstickor till häl och tå?
13.03.2023 - 13:56
Winter Festival Socks#winterfestivalsocks |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðir sokkar úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni. Stærð 35 - 43.
DROPS 234-69 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÆLLYKKJUR PRJÓNAÐAR SAMAN: Allar umferðir eru prjónaðar frá röngu. Snúið og prjónið fyrstu 13-14-15 lykkjur brugðið frá röngu. Passið uppá að þráðurinn sé á bakhlið á stykki (= liggi að réttu á stykki) og prjónið þannig: VINSTRI PRJÓNN: Prjónið 2 lykkjur snúið slétt saman, lyftið síðan til baka lykkjum sem prjónaðar voru saman yfir á vinstri prjón og herðið þráðinn. Ekki snúa stykkinu. HÆGRI PRJÓNN: Stingið inn vinstri prjóni í 2 næstu lykkjur á hægri prjóni (stingið prjóninum inn frá vinstri til hægri og passið uppá að prjóninn liggi að bakhlið á hægri prjóni), sækið þráðinn og leggið hann utan um vinstri prjón, dragið síðan þráðinn í gegnum þessar 2 lykkjur (frá hægri til vinstri) og sleppið síðan 2 lykkjum af hægri prjóni. Lyftið síðan til baka lykkju sem var prjónuð saman yfir á hægri prjón og herðið að þræði. Ekki snúa stykkinu. Endurtakið VINSTRI og HÆGRI PRJÓNN svona þar til 2 lykkjur eru eftir. Nú hafa hællykkjurnar verið prjónaðar saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. SOKKUR: Fitjið upp 64-68-72 lykkjur á sokkaprjóna 3 með DROPS Fabel. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10 lykkjur jafnt yfir = 54-58-62 lykkjur. Prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 11-13-15 cm, haldið eftir fyrstu 26-28-30 lykkjum á prjóni fyrir hæl og síðustu 28-30-32 lykkjur eru settar á þráð (= mitt ofan á fæti). Prjónið nú sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjurnar, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir = 30-32-34 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni þar til hællinn mælist ca 6-6-6½ cm, setjið 1 prjónamerki mitt í síðustu umferð sem var prjónuð, prjónamerkið er notað síðar til að mæla frá. Í næstu umferð frá réttu eru prjónað þannig: Prjónið 11-12-13 lykkjur slétt, prjónið næstu 8 lykkjur slétt saman 2 og 2, prjónið síðustu 11-12-13 lykkjur slétt = 26-28-30 lykkjur. Snúið og prjónið brugðnar lykkjur til baka. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Nú er prjónað fram og til baka frá röngu til að prjóna hællykkjurnar saman – sjá HÆLLYKKJUR PRJÓNAÐAR SAMAN í útskýringu að ofan. Þegar hællykkjurnar hafa verið prjónaðar saman eru 2 lykkjur sem eftir eru settar yfir á hægri prjón, snúið stykkinu að réttu. Prjónið upp 14-14-16 lykkjur meðfram fyrri hlið á hælnum, setjið til baka 28-30-32 lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið yfir þær, prjónið upp 14-14-16 lykkjur meðfram seinni hlið á hælnum = 58-60-66 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 6-4-6 lykkjur jafnt yfir = 52-56-60 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 18-19-21 cm frá prjónamerki á hæl (4-5-6 cm eftir að loka máli). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, þannig að það verða 26-28-30 lykkjur bæði ofan á og undir fæti. Haldið áfram í sléttprjóni, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við prjónamerki þannig: Á undan prjónamerki: 2 lykkjur slétt saman. Á eftir prjónamerki: 2 lykkjur snúið slétt saman. Endurtakið úrtöku í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 4-7-9 sinnum og síðan í hverri umferð 6-3-2 sinnum = 12-16-16 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2. Klippið þráðinn. Þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterfestivalsocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 234-69
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.