Marina Pezzotti skrifaði:
From the picture the sleeve seems to have a sort of a bell, but nothing is mentioned in the instructions. Could you please clarify?
30.11.2022 - 00:06DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Pezzoti, the jumper on the picture has been worked following the written pattern, on both front and back piece, you will cast on new stitches for shoulders, and sleeves are worked without sleeve cap (like a "drop" sleeve). Hope I didn't misunderstood your question. Happy knitting!
30.11.2022 - 08:53
Hilde skrifaði:
Kan ik dit breien met soft tweed en kid silk ?
19.11.2022 - 17:15DROPS Design svaraði:
Dag Hilde,
Soft Tweed valt onder garencategorie B en Kid Silk onder garencategorie A. Je hebt dan A + B en in het patroon staat A + A aangegeven, waardoor de stekenverhouding van jouw combinatie anders kan zijn. Je zou een proeflapje kunnen maken om te kijken of je op dezelfde stekenverhouding komt. Dan zou het wel kunnen.
20.11.2022 - 17:14
Anna skrifaði:
I need clarification for this pattern. For a size small it requires 7x50gm balls (350gm total) of Drops Nord and 5x25gm (125gm total) of Drops Kid-Silk. I don' t see anywhere in the pattern where Drops Kid-Silk is not used. I'm confused because if I'm using Kid-Silk for all the pieces, I have 225gms less than Drops Nord. Shouldn't the yarn requirements be the same for both types of yarn?
23.09.2022 - 16:48DROPS Design svaraði:
Dear Anna, the important part is not the weight but the yardage. DROPS Nord has 170 meters in each ball of 50gr, while Kid-Silk has 210 meters in each ball of 25 gr. So, 7 balls of Nord have 1190 meters in total, while 5 balls of Kid-Silk has 1050 meters in total. So the yardage is pretty similar and there will be some leftovers of DROPS Nord. Happy knitting!
25.09.2022 - 20:52
Flo skrifaði:
Could I make this with 1 strand Safran 1 strand kid silk? I'm struggling to find non-itchy yarns for these beautiful patterns! Or could you recommend a C yarn that would work? The colour ranges are not so full in some non-itchy yarns (so many discontinued in baby alpaca silk for example). Can you offer any hope?
22.09.2022 - 15:53DROPS Design svaraði:
Dear Flo, you can replace Nord with any other yarn group A, ie Safran for example would work - or you can also use any yarn group C, just remember the texture will be different depending on the yarn chosen - and always check tension as usual. Contact your DROPS Store for any individual assistance choosing the best matching combination, they will help you even per mail or telephone. Happy knitting!
23.09.2022 - 08:04
Woodland Pixie#woodlandpixiehoodie |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa með hettu úr DROPS Nord og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í garðaprjóni með klauf í hálsmáli og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 237-5 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. MÁL: Vegna áferðarmynsturs, eru öll mál tekin þegar flíkinni er haldið uppi. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan meðfram klauf í hálsmáli – frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar klauf í hálsmáli mælist: S - M: 2, 6, 10 og 14 cm. L - XL: 3, 7, 11 og 15 cm XXL - XXXL: 1, 6, 11 og 16 cm ÚRTAKA (á við um efst á hettu): Byrjið 4 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er prjónað fram og til baka, neðan frá og upp. Framstykkið skiptist fyrir klauf í hálsmáli, hvort stykkið er prjónað til loka fyrir sig. Stykkið er saumað saman á öxlum. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar. Ermar eru prjónaðar fram og til baka, ofan frá og niður. Stykkið er saumað saman í hliðum og undir ermum. Að lokum eru prjónaðar upp lykkjur í kringum hálsmál og prjónið er hetta. BAKSTYKKI: Fitjið aðeins laust upp 81-89-95-103-113-123 lykkjur á prjón 5 með 2 þráðum úr DROPS Nord og 1 þræði DROPS Kid-Silk (3 þræði). Takið frá 1 þráð DROPS Nord – afgangur af bakstykki er prjónað með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræði). Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 35-36-37-38-39-40 cm – sjá MÆLING, fitjið upp 3 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 87-95-101-109-119-129 lykkjur. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af miðju 21-21-23-23-25-25 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram í garðaprjóni og fellið af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 1 lykkju 2 sinnum = 31-35-37-41-45-50 lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm – munið eftir MÆLING. Fellið af aðeins laust með 2 þráðum DROPS Nord og 1 þræði DROPS Kid-Silk (3 þræðir). FRAMSTYKKI: Fitjið upp jafn margar lykkjur og á bakstykki og prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 33-35-35-37-37-39 cm. HÁLSMÁL: Nú skiptist stykkið mitt að framan fyrir klauf í hálsmáli og næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 38-42-45-49-54-59 lykkjur slétt, setjið síðan lykkjur á þráð (vinstra framstykki). Prjónið 5 næstu lykkjur slétt, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið sléttar lykkjur út umferðina = 43-47-50-54-59-64 lykkjur á prjóni (hægra framstykki). Prjónið síðan hægra framstykki eins og útskýrt er að neðan: HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið garðaprjón fram og til baka, en 6. lykkja frá miðju að framan er prjónuð brugðið frá röngu/brugðið frá réttu í hverri umferð (gagnstætt garðaprjón = merktur kantur). Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 35-36-37-38-39-40 cm, fitjið upp 3 nýjar lykkjur í lok umferðar að hlið = 46-50-53-57-62-67 lykkjur. Þegar stykkið mælist 48-50-51-53-54-56 cm (1 cm eftir síðasta hnappagatið), setjið ystu 8-8-9-9-9-9 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli í næstu umferð frá réttu, en til að koma í veg fyrir að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráð. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 3-3-3-3-4-4 sinnum = 31-35-37-41-45-50 lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm – munið eftir MÆLING. Fellið aðeins laust af með 2 þráðum DROPS Nord og 1 þræði DROPS Kid-Silk (3 þræðir). VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka 38-42-45-49-54-59 lykkjur af þræði frá vinstra framstykki á prjón 5 (án þess að prjóna lykkjurnar), prjónið síðan upp 1 lykkju í hverja og eina af 5 kantlykkjum að framan á hægra framstykki, en prjónið upp á bakhlið á 5 kantlykkjum að framan þannig að vinstra framstykkið liggi aftan við hægra framstykki = 43-47-50-54-59-64 lykkjur. Prjónið síðan alveg eins og hægra framstykki, nema spegilmynd (ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstri kanti að framan). Þegar stykkið mælist 48-50-51-53-54-56 cm og síðasta umferðin er prjónuð frá réttu, klippið þráðinn frá. Snúið stykkinu, setjið fyrstu 8-8-9-9-9-9 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli, prjónið síðan áfram eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru. JAFNFRAMT er fellt af fyrir hálsmáli í byrjun á hverir umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 3-3-3-3-4-4 sinnum = 31-35-37-41-45-50 lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm – munið eftir MÆLING. Fellið af aðeins laust með 2 þráðum DROPS Nord og 1 þræði DROPS Kid-Silk (3 þræðir). FRÁGANGUR-1: Saumið axlasauma. ERMI: Prjónið upp frá réttu innan við 1 lykkju, 64-68-72-74-78-82 lykkjur meðfram öðrum handveginum á prjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Setjið 1 prjónamerki í fyrstu umferð – ermin er nú mæld frá þessu prjónamerki. Prjónið garðaprjón fram og til baka. Þegar ermin mælist 3-3-3-3-2-2 cm frá prjónamerki, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið (fækkið um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman innan við ystu lykkju í garðaprjóni). Fellið svona af með 3-2½-2½-2-2-1½ cm millibili alls 11-12-13-13-14-15 sinnum í hvorri hlið = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 36-34-34-30-28-26 cm frá prjónamerki – munið eftir MÆLING. Prjónið nú A.1. Eftir A.1 er prjónað garðaprjón að loknu máli. Prjónið þar til ermin mælist 48-46-46-44-42-40 cm frá prjónamerki (eða að óskaðri lengd). Fellið af aðeins laust með 2 þráðum DROPS Nord og 1 þræði DROPS Kid-Silk. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR-2: Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt – saumið í ystu lykkjubogana, en endið sauminn þegar ca 8 cm eru eftir neðst í hvorri hlið á framstykki/bakstykki (klauf). Saumið tölur í vinstri kant að framan meðfram klauf í hálsmáli. HETTA: Fitjið upp 5 lykkjur á prjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir), prjónið síðan upp frá réttu ca 62 til 72 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þráðum að framan), fitjið að lokum upp 5 lykkjur í lok umferðar = ca 72 til 82 lykkjur. Prjónið garðaprjón fram og til baka, en 6. lykkja inn frá hvorri hlið er prjónuð brugðið frá röngu/brugðið frá réttu í hverri umferð. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón, aukið út jafnt yfir til 94-98-102-106-108-112 lykkjur (ekki er aukið út yfir ystu 6 lykkjur í hvorri hlið). Haldið áfram í garðaprjóni og 6. lykkja inn frá hvorri hlið í gagnstæðu garðaprjóni. Þegar hettan mælist 31-32-33-34-35-36 cm, setjið 1 prjónamerki mitt í stykkið. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 5 sinnum = 84-88-92-96-98-102 lykkjur. Fellið síðan af allar lykkjur með 2 þráðum DROPS Nord og 1 þræði DROPS Kid-Silk (3 þræðir). Hettan mælist ca 34-35-36-37-38-39 cm. Leggið hettuna saman tvöfalda og saumið hana saman á toppnum. Brjótið út ystu 5 lykkjurnar meðfram kanti á hettu að röngu og saumið kantinn fallega niður neðst í hvorri hlið. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #woodlandpixiehoodie eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.