Marie skrifaði:
Hallo. Ich würde gerne den Rumpf ohne Naht und vor allen Dingen auch die rechte und linke Blende in einem stricken um die hintere Naht zu vermeiden. Spricht da was dagegen? Außer natürlich, dass man sehr viel Maschen auf der Nadel hat ;-). Viele Grüße
18.07.2024 - 08:35DROPS Design svaraði:
Liebe Marie, Sie können das Rumpfteil auch in einem Stück stricken. Die Seitennähte können noch zu etwas mehr Formstabilität von Kleidungsstücken führen, aber grundsätzlich spricht nichts - außer den vielen Maschen auf der Nadel und dem damit auch einhergehenden Gewicht - dagegen, die Jacke ohne die Nähte zu stricken. Die Blende können Sie ebenfalls in einem Stück stricken, wenn Sie die vielen Maschen auf der Nadel nicht stören. Auch hier gilt aber: Die Naht kann etwas mehr Stabilität bieten. Viel Spaß beim Stricken!
23.07.2024 - 09:35
Mary skrifaði:
This pattern of drops design could be explained more clearly without mentioning the garter stitch every line. Also explain that you are working the V neck and cast off for sleeve at same time. Not an easy pattern to follow. Sorry but that is my opinion . Have been knitting over 50 years.
04.04.2024 - 04:59
Anna skrifaði:
Die Zunahmen der Blenden soll man beide Male ab Beginn des V-Ausschnittes stricken. Dann würden sie aber bei der linken Blende oberhalb und bei der rechten unterhalb des Beginns zu liegen kommen, da man die 1. Reihe der linken Blende von unten nach oben und der rechten von oben nach unten strickt.
11.01.2024 - 12:56DROPS Design svaraði:
Liebe Anna, die Zunahmen werden bei der 1. Reihe für jede Blende genau bei der 1. Reihe von dem V-Halsauschnitt gestrickt, da die Jacke von unten nach oben gestrickt ward, werden die Zunahmen für die beiden Blenden bei der 1. Abnahmen gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
11.01.2024 - 15:43
Chritine skrifaði:
Je ne trouve pas le diagramme A1 pouvez-vous me l'expliquer. Merci
17.11.2023 - 13:04
Anna skrifaði:
Wäre es möglich diese Jacke mit einer doppelten Blende zu stricken oder wäre das zu d ick?
29.07.2023 - 16:44DROPS Design svaraði:
Liebe Anna, es wäre wahrscheinlich möglich, und natürlich anders aussehen - beachten Sie, daß die Blende hier 6 cm misst. Viel Spaß beim stricken!
31.07.2023 - 10:19
Tina skrifaði:
Hello where can I find the A.1 diagram for this pattern? It’s not appearing on my end
21.06.2023 - 01:53DROPS Design svaraði:
Dear Tina, you will find diagram A.1 on the right side of the body next to measurement chart, under the sleeve, it's a small diagram worked over 2 sts and 4 rows. Happy knitting!
21.06.2023 - 08:10
Moreau Nathalie skrifaði:
Pourquoi augmenter des mailles a partir du v en tricotant la bande de boutonnage je ne comprends pas
04.01.2023 - 11:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Moreau, on augmente au niveau de l'encolure V pour que la bordure devant soit plus jolie - ces augmentations ne se font qu'au tout premier rang, ainsi la bordure reste bien plate, en suivant l'encolure V. Bon tricot!
04.01.2023 - 14:04
Lisa Engman skrifaði:
Vid stickning av framkant, ökar man 4 maskor varje varv i fortsättningen?
03.11.2022 - 14:08DROPS Design svaraði:
Hej Lisa, du öker bara på första varvet. Vi har gjort ett förtydligande i mönstret. Tack för info :)
04.11.2022 - 13:27
Rebecca skrifaði:
Hallo, ich kann kein Diagramm A.1 finden. Wurde es vielleicht vergessen? In den Fotos sieht es nach Rippenmuster (1 rechts, 1 links) aus. Wie sollte ich hier stricken? Vielen Dank Rebecca
30.05.2022 - 23:19DROPS Design svaraði:
Liebe Rebecca, das Diagram A.1 finden Sie neben der Maßskizze, unter der Ärmel, es wird über 2 Maschen und 4 Reihen gestrickt, es handelt sich um Bündchen (1 Masche rechts verschränkt, 1 Masche links) - von der Vorderseite gesehen. Viel Spaß beim stricken!
31.05.2022 - 08:36
Rebecca skrifaði:
Thanks for your reply. Do you think it’s possible to adapt this particular pattern to straight needles, I read somewhere that some patterns are more difficult? Thanks Rebecca
26.04.2022 - 09:39DROPS Design svaraði:
Dear Rebecca, back and front pieces are worked here back and forth on circular needles to have enough room for all stitches; front bands are also worked back and forth on needle - only sleeves are worked here in the round and this lesson will help you to adapt them on to straight needles. Happy knitting!
26.04.2022 - 10:08
Shy Daisy Cardigan#shydaisycardigan |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í sléttprjóni með útsaumuðum blómum. Stærð S - XXXL.
DROPS 231-33 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 129 lykkjur), mínus kantlykkjur (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim 127 lykkjum sem eftir eru með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 33) = 3,8. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 3. og 4. hverja lykkju slétt saman og lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkin eru prjónuð fram og til baka í stykkjum. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón upp að handveg, síðan er ermakúpan prjónuð fram og til baka á hringprjóna. Frágangur á stykkinu er útskýrður í uppskrift. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir kanta við miðju að framan. Að lokum eru blóm saumuð út á framstykkin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 129-139-149-163-179-195 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 3,5 með litnum ljós brúnn í DROPS Merino Extra Fine. Prjónið stroff þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1, þannig að stroffið byrji alveg eins í hvorri hlið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 6 cm. Prjónið nú 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 33-35-37-41-45-49 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 96-104-112-122-134-146 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Prjónið nú sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm, fellið af 3-3-4-5-6-7 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum fyrir handveg = 90-98-104-112-122-132 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu, heldur úrtakan áfram fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 3-3-3-4-4-4 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið þar til eftir eru 6-6-6-7-7-7 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 3-3-3-4-4-4 lykkjur slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið 1 umferð brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (= í hverri umferð frá réttu) alls 3-5-6-8-10-12 sinnum = 84-88-92-96-102-108 lykkjur. Prjónið sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af miðju 38-38-40-40-42-42 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 22-24-25-27-29-32 lykkjur fyrir öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 65-69-75-81-89-97 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 3,5 með litnum ljós brúnn DROPS Merino Extra Fine. Prjónið stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1, þannig að stroffið verði alveg eins í hvorri hlið, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 6 cm. Nú er prjónuð 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 16-16-18-19-21-23 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA = 49-53-57-62-68-74 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Prjónið nú sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, jafnframt er lykkjum fækkað fyrir V-hálsmáli og handvegi – lestu því allan næsta kafla áður en þú prjónar áfram. V-HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 3-3-3-4-4-4 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið út umferðina eins og áður. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 1 sinni, síðan í annarri hverri umferð 19-18-18-17-17-16 sinnum og í 4. hverri umferð 2-3-4-5-6-7 sinnum. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm, fellið af 3-3-4-5-6-7 lykkjur í byrjun á næstu umferð frá röngu. Í næstu umferð frá réttu, fækkið lykkjum fyrir handveg í hlið þannig: Prjónið þar til eftir eru 6-6-6-7-7-7 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 3-3-3-4-4-4 lykkjur slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið 1 umferð brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (= í hverri umferð frá réttu) alls 3-5-6-8-10-12 sinnum. Þegar öll úrtaka fyrir V-hálsmáli og handveg hefur verið gerð til loka eru 21-23-24-26-28-31 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 65-69-75-81-89-97 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 3,5 með litnum ljós brúnn DROPS Merino Extra Fine. Prjónið stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1, þannig að stroffið verði alveg eins í hvorri hlið, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 6 cm. Nú er prjónuð 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 16-16-18-19-21-23 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA = 49-53-57-62-68-74 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Prjónið nú sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, jafnframt er lykkjum fækkað fyrir V-hálsmáli og handvegi – lestu því allan næsta kafla áður en þú prjónar áfram. V-HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið þar til 6-6-6-7-7-7 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 3-3-3-4-4-4 lykkjur slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 1 sinni, síðan í annarri hverri umferð 19-18-18-17-17-16 sinnum og í 4. hverri umferð 2-3-4-5-6-7 sinnum. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm, fellið af 3-3-4-5-6-7 lykkjur í byrjun á næstu umferð frá réttu. Fækkið lykkjum fyrir handveg þannig: prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 3-3-3-4-4-4 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið út umferðina. Prjónið 1 umferð brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (= í hverri umferð frá réttu) alls 3-5-6-8-10-12 sinnum. Þegar öll úrtaka fyrir V-hálsmáli og handveg hefur verið gerð til loka eru 21-23-24-26-28-31 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Fellið af. ERMI: Fitjið upp 70-72-74-76-80-82 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með litnum ljós brúnn í DROPS Merino Extra Fine. Prjónið A.1 umferðina hringinn í 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 18-18-18-18-20-20 lykkjur jafnt yfir = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 10-10-10-9-9-7 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 3½-3-2½-2½-2-2 cm millibili alls 10-11-13-14-16-17 sinnum = 72-76-82-86-92-96 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 46-45-45-44-42-41 cm. Í næstu umferð eru felldar af 6-6-8-10-12-14 lykkjur mitt undir ermi (þ.e.a.s. 3-3-4-5-6-7 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 66-70-74-76-80-82 lykkjur. Prjónið síðan ermakúpu í sléttprjóni fram og til baka, jafnframt eru lykkjur felldar af í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 6-5-4-8-8-9 sinnum, 1 lykkja 0-1-1-2-3-4 sinnum og 3 lykkjur 3-4-5-2-2-1 sinnum = 24-24-26-28-30-32 lykkjur eftir. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Ermin mælist alls 53-53-53-53-52-52 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermakúpu við fram- og bakstykki innan við affellingarkantinn á ermi og innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á fram- og bakstykki. Saumið hliðarsaum frá handveg og niður – skiljið e.t.v. eftir smá klauf 6 cm (jafn langa og stroffið neðst). HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Setjið eitt prjónamerki mitt aftan í hnakkann. Byrjið frá réttu með DROPS Merino Extra Fine og hringprjón 3,5 og prjónið upp ca 173 til 203 lykkjur innan við 1 kantlykkju garðaprjón frá neðst á fram- og bakstykki og upp að prjónamerki í hnakka. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 + 1. Snúið og prjónið stroff fram og til baka þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, prjónið síðustu lykkju í A.1, A.1 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón, jafnframt er aukið út nákvæmlega þar sem V-hálsmál byrjar með því að prjóna þannig: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum (= 4 lykkjur fleiri). Haldið svona áfram fram og til baka (útaukningin er einungis gerð í fyrstu umferð). Þegar kantur að framan mælist 3 cm, fellið af fyrir 4 hnappagötum í hægri kanti að framan. Efsta hnappagatið á að vera staðsett ca 1 cm fyrir neðan þar sem úrtaka fyrir v-hálsmáli byrjaði og neðsta hnappagatið á að vera staðsett ca 6 cm frá neðri kanti. 1 HNAPPAGAT = Fellið af 1 lykkju brugðið í brugðinni einingu frá réttu (fellið af aðeins fast) og fitjið síðan upp 1 nýja lykkju yfir lykkjuna sem var felld af í næstu umferð. Prjónið síðan stroff þar til stroffið mælist alls 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Byrjið frá réttu með DROPS Merino Extra Fine og hringprjón 3,5 og prjónið upp jafnmargar lykkjur og á hægri kanti að framan innan við 1 kantlykkju garðaprjón frá prjónamerki aftan í hnakka og niður neðst á fram- og bakstykki. Snúið og prjónið stroff fram og til baka þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, prjónið síðustu lykkju í A.1, A.1 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón, jafnframt er aukið út nákvæmlega þar sem V-hálsmál byrjar með því að prjóna þannig: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum (= 4 lykkjur fleiri). Haldið svona áfram fram og til baka þar til kantur að framan mælist 6 cm (útaukning er einungis gerð í fyrstu umferð). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Saumið saman kanta að framan innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni aftan í hnakka. Saumið tölur í vinstri kant að framan. ÚTSAUMUR: Nú eru saumuð út 4 blóm á hvort framstykki. Saumið blómin út í röð / línu ca 4 til 5 cm frá skiptingunni á milli framstykkis og kant að framan. BLÓM: Byrjið á að sauma út leggsaumshnút með litnum natur – sjá mynsturteikningu A og útskýringu á mynsturtexta – hnúturinn er saumaður þannig að hann verði ca 0,5 til 1 cm að þvermáli. Þetta er miðjan á blóminu. Síðan eru saumaður keðjusaumur í kringum miðju á blómi með litnum ljós bleikur – sjá mynsturteikningu B og útskýringu á mynsturtexta, það á að sauma út 5 spor í kringum miðju og hvert spor er ca 1-1,5 cm langt. Klippið þræðina og festið. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #shydaisycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 37 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.