Sina skrifaði:
Hello, is it possible to knit this with stripes? Thanks in advance :)
23.10.2024 - 09:34DROPS Design svaraði:
Liebe Sina, sicher, hier finden Sie Pullover mit Streifen und einer ähnlichen Maschenprobe - es kann Ihnen vielleicht helfen bzw inspirieren. Viel Spaß beim Stricken!
23.10.2024 - 13:05
Åse skrifaði:
Er mål på ermer korrekt? 47 cm på str S og 39 på str XXXL?
26.04.2024 - 06:32DROPS Design svaraði:
Hei Åse, Vi anbefaler kortere ermer i større størrelse pga bredere skuldervidde og lengre bærestykke. Men du kan selvfølgelig justere ermelengden etter eget ønske. God fornøyelse
26.04.2024 - 06:37
Apolena skrifaði:
Dobrý den, prosím jakou silou jehlic mám plést zkušební vzorek? Velikostí číslo 5 nebo 7? Děkuji, Apolena
12.02.2024 - 11:23DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Apoleno, zkušební vzorek pleteme vždy "hlavní" jehlicí, tj. tou, kterou pleteme tělo svetru - v tomto případě tedy č.7. Hodně zdaru! Hana
16.02.2024 - 20:44
Susann Tångeryd skrifaði:
Hej, på ritningen står det att det är 56 cm (i storlek L) från nederkanten till intagningen för ärmhålet. Men i beskrivningen ska man göra intag för ärmhålet när arbetet mäter 35 cm (återigen storlek L)? Det är en väldig skillnad mellan 35 och 56 cm, hur har ni tänkt?
08.02.2024 - 20:59DROPS Design svaraði:
Hei Susann. Nei, 56 cm på målskissen viser målet på hele genseren. Det står ingen mål fra vrangborden og opp til ermhullet. Når vrangborden måler 12 cm, strikkes det 23 cm i glattstrikk opp til ermhullet = 12+23= 35 cm. Fra ermhullet og til ferdig mål strikkes det 21 cm. Altså 12+23+21 = 56 cm. mvh DROPS Design
09.02.2024 - 07:45
Martine skrifaði:
Hei. Kan jeg strikke denne genseren i garnet brushed alapaca silk?
04.12.2023 - 22:42DROPS Design svaraði:
Hei Martine, Oppskriften er for Melody, som er i garngruppe D. Du kan velge hvem som helst garn fra denne gruppa til bruk i oppskriften uten justeringer. Brushed Alpaca Silk tilhører garngruppe C, så er tynnere. Da må du øke pinnestørrelsen og strikke en prøvelapp fram til du får riktig strikkefasthet. God fornøyelse!
05.12.2023 - 06:43
Paola B skrifaði:
Buongiorno, nei nuovi modelli primaverili ne ho visto uno che mi piace ma non riesco a trovarlo nei cataloghi. È una maglia bianca con scollo a v in Drops Belle, segnato vs-085. Come posso trovarlo? Grazie
07.04.2022 - 11:42DROPS Design svaraði:
Buonasera Paola, il modello vs-085 verrà pubblicato nelle prossime settimane, tenga d'occhio il nostro sito, pubblichiamo nuovi modelli più volte a settimana! Buon lavoro!
07.04.2022 - 20:08
Pia skrifaði:
Under udtagningstips står man skal strikke til der er 2 masker tilbage før mærketråden. Det må være en fejl. Man skal stikke til der er 1 maske tilbage før mærketråden
15.03.2022 - 18:28DROPS Design svaraði:
Hej Pia. Tack för info, detta är nu rättat. Mvh DROPS Design
16.03.2022 - 09:42
Pia skrifaði:
Hvor på arbejdet skal man starte opsamling til halskanten ?
15.03.2022 - 18:16DROPS Design svaraði:
Hej Pia, nederst i opskriften står det DOBBELT HALSKANT, her starter halskanten :)
16.03.2022 - 11:26
Summer Trail#summertrailsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í sléttprjóni og ¾ löngum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-11 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING (á við um mitt undir ermum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Stykkið skiptist við handveg og hvor hluti er prjónaður til loka fram og til baka. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 128-136-150-162-180-198 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Melody. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið). Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 12 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækka á um 12-12-14-14-16-18 lykkjur jafnt yfir = 116-124-136-148-164-180 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, prjónið næstu umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur fyrir handveg, prjónið 56-60-66-72-80-88 lykkjur, fellið af 2 lykkjur fyrir handveg, prjónið 56-60-66-72-80-88 lykkjur. Hvor hluti er nú prjónaður til loka fyrir sig, fram og til baka. Setjið fyrstu 56-60-66-72-80-88 lykkjur á þráð og prjónið síðan yfir síðustu 56-60-66-72-80-88 lykkjur á bakstykki. BAKSTYKKI: = 56-60-66-72-80-88 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af miðju 20-22-22-24-26-26 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 17-18-21-23-26-30 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 56-60-66-72-80-88 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 46-48-49-51-52-54 cm, setjið miðju 14-16-16-18-20-20 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 2 sinnum = 17-18-21-23-26-30 lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. ERMI: Prjónið upp 50-52-54-58-60-62 lykkjur í kringum handveg í ystu lykkjubogana á stuttan hringprjón 7 með DROPS Melody – þ.e.a.s. byrjið þar sem stykkinu var skipt fyrir framstykki og bakstykki, prjónið upp 25-26-27-29-30-31 lykkjur upp að axlasaumi og prjónið upp 25-26-27-29-30-31 lykkjur frá axlasaumi og niður þar sem stykkið skiptist við bakstykki. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 32-31-30-29-26-25 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í öðrum hverjum cm alls 4 sinnum = 58-60-62-66-68-70 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 39-38-37-36-33-31 cm. Prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman þar til eftir eru 2-0-2-2-0-2 lykkjur, prjónið þessar lykkjur slétt = 30-30-32-34-34-36 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5, prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum þegar ermin mælist 47-46-45-44-41-39 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu með stuttan hringprjón 5. Prjónið upp ca 62 til 78 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði og deilanlegur með 2). Prjónið sléttprjón hringinn í 3 cm. Prjónið næstu umferð þannig: 2 lykkjur slétt saman, 1 uppsláttur (= uppábrot). Haldið áfram í sléttprjóni, uppslátturinn frá uppábroti er prjónaður slétt í næstu umferð, það eiga að myndast göt. Prjónið sléttprjón í 3 cm frá uppábroti. Fellið af. Brjótið kantinn niður að innanverðu á stykki. Saumið kantinn þannig að hann verði tvöfaldur í hálsmáli. Til að kanturinn í hálsmáli dragist ekki saman og beygist út, þá er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #summertrailsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.