Mary & Gunnar Scherrebeck skrifaði:
Hvordan strikkes vrangpinden, der stå i diagrammet at det er ret pindene der vises?
22.04.2025 - 21:29DROPS Design svaraði:
Hej Mary, hver 2.pind i diagrammet strikkes fra vrangen, så da strikker du 1 r, 1 vrang :)
30.04.2025 - 13:20
Beverley Bell skrifaði:
I am an experienced knitter, but I am very confused about the yoke instructions. I am trying to knit this pattern for size XL (cast on 149 stitches). A2. and A3 together are 9 stitches so how do I do A2 and A3 over 22 stitches? When I'm starting out on the yoke, where are the transitions between the body and the sleeves (where do I do the increases)? Thanks for your help!
06.04.2025 - 19:35DROPS Design svaraði:
Dear Beverley, the sections to be repeated are usually separed by commas. For size XXL (cast on 149 sts; for size XL you cast on 141), it should be So work: 7 band stitches in garter stitch, A.1 over 22 stitches, A.2 once, A.3 over the next 9 stitches, A.2 once, A.3 over the next 45 stitches, A.2 once, A.3 over the next 9 stitches, A.2 once, A.3 over the next 22 stitches, and finish with 7 band stitches in garter stitch. The raglan increases are explained in the RAGLAN section at the top; A.2 are the transition stitches and the raglan increases are on each side of A.2. Happy knitting!
06.04.2025 - 23:51
Gunnel Persson skrifaði:
Jag ska börja på oket men får inte det att stämma det är något jag inte förstår eller fattar!? Jag har 133 m och det står 7m kantmaska, 18m, 9m, 37m,9m,18m, och 7kantm. Då har jag 28 m kvar vad gör jag med dem???? Kan inte fråga i butiken hellre för detta garnet har legat länge i min "atelje". Tacksam för hjälp!!!! då har jag 28 m kvar. Vad gör jag för fel???
17.03.2025 - 19:47DROPS Design svaraði:
Hej Gunnel. Du missar maskorna i A.2. Du stickar såhär: 7 m framkant, A.1 över 18 m, A.2 (=7 m), A.3 över 9 maskor osv. Det blir alltså: 7+18+7+9+7+37+7+9+7+18+7= 133 m. Mvh DROPS Design
18.03.2025 - 07:21
Gabriela skrifaði:
Hola buenas tardes. Mi nombre es Gabriela Quiero hacer el patrón Desért Mirage Cárdigan 232-15- Acabo de tejer la tira del cuello, quiero hacer el canesú pero no entiendo bien la distribución de los puntos cómo se hace. Podrían explicármela o decirme algún vídeo que la explique ?? Muchas gracias
15.03.2025 - 17:03DROPS Design svaraði:
Hola Gabriela, después de la cenefa del escote comienzas a trabajar los diagramas para el canesú: 7 puntos de la cenefa en punto musgo, el diagrama A.1 sobre 18-18-20-20-22-22 puntos, A.2 (= 7 pts) 1 vez, A.3 sobre 9 puntos, A.2 (= 7 pts) 1 vez , A.3 sobre 37-37-41-41-45-45 puntos, A.2 (= 7 pts) 1 vez, A.3 sobre 9 puntos, A.2 (= 7 pts) 1 vez, A.3 sobre 18-18-20-20-22-22 puntos, y finalizar con 7 puntos de la cenefa en punto musgo. Los aumentos para el raglán se trabajan a cada lado del diagrama A.2.
16.03.2025 - 20:43
Ruth Moore skrifaði:
Hi ,I need help with the diagram Drops 232-15 The yoke the stitches doesn't add back to 149
12.03.2025 - 17:09
Chantal skrifaði:
Est-ce que ce modèle peut se tricoter en jersey en changeant seulement le point tricot
11.03.2025 - 16:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Chantal, il peut être plus sage de choisir un modèle tricoté en jersey, avec la tension que vous souhaitez - retrouvez ici nos gilets & vestes tricotées de haut en bas; en jersey. Affinez les résultats en sélectionnant la tension souhaitée (sous "Échantillon", colonne de gauche). Bon tricot!
12.03.2025 - 09:27
Silva Kuivanen skrifaði:
Tere! Arvan,et varrukate ja esiosa/tagaosa silmad valesti Teil arvutatud juhises.Kui jagab ära ennem raglaanikasvatamisi,siis 14 silma jääb üle,teisisönu:20 kahele esitûkil=40, selg 41, 2×9 =18 kuhu need asetatakse,2,×7=14 ripskude,kraele loodi 141 silma,14 jääb üle???Palju siis varruka osale silmi jääb,tänan!
15.02.2025 - 22:38
Wenche Søgaard skrifaði:
Jeg strikker DROPS 232-15 og har begynt å felle undrer ermet. Når vrange masker inngår i fellingen er det vel ikke til å unngå at det blir flere rette masker ved siden av hverandre? Det ser ikke så fint ut, men jeg ser ingen måte å unngå det på.
14.01.2025 - 14:01DROPS Design svaraði:
Hej Wenche, det stemmer, det kan du ikke undgå - men det bliver ret fint når du har gjort det nogle gange :)
16.01.2025 - 14:15
Zofia skrifaði:
Dziękuję bardzo.
10.01.2025 - 18:00
Zofia skrifaði:
Proszę o informację czy dobrze podzieliłam początkowe oczka karczku w rozmiarze M t.j.: 7 o. obszycia przodu ściegiem francuskim, schemat A1ponad 22 następnymi o. , A2, A.3 ponad 15 następnymi o. , A.2, A.3 ponad 45 ponad następnymi o., A.2,A.3 ponad 15 następnymi o. , A.2,A.3 ponad 22 następnymi o.i 7 o. przodu ściegiem francuskim.
07.01.2025 - 13:30DROPS Design svaraði:
Witaj Zofio, dla rozmiaru M odczytujesz 2-gą cyfrę w każdym ciągu cyfr. W rozmiarze M powinno być następująco: 7 o. obszycia przodu ściegiem francuskim, schemat A1ponad 18 następnymi o. , A2, A.3 ponad 9 następnymi o. , A.2, A.3 ponad 37 następnymi o., A.2, A.3 ponad 9 następnymi o. , A.2, A.3 ponad 18 następnymi o. i 7 o. przodu ściegiem francuskim. Pozdrawiamy!
08.01.2025 - 08:41
Desert Mirage Cardigan#desertmiragecardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-15 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR: * Prjónið 7-7-7-8-8-8 cm með litnum ljós beige, prjónið 3 cm með litnum púður bleikur *, prjónið frá *-*. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið 2 síðustu lykkjur slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist 3 cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-4-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 10-10-10-9½-9½-10 cm millibili. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 7 lykkjur (= A.2) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur jafnóðum inn í mynstur A.3/A.1. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 133-133-141-141-149-149 á hringprjóna 2,5 með litnum ljós beige með DROPS Nord. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu og mitt að framan: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið svona þar til stroffið mælist 4 cm. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan, í byrjun á umferð mitt að framan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Prjónið RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Þessir 4 cm í kanti í hálsi er ekki talinn með í röndum (þ.e.a.s. prjónað er alls 11-11-11-12-12-12 cm með litnum ljós beige á undan fyrstu rönd með litnum púðurbleikur). BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið þannig – frá réttu: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 18-18-20-20-22-22 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 9 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 37-37-41-41-45-45 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 9 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 18-18-20-20-22-22 lykkjur og endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur, í næstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur fleiri). Aukið út í annarri hverri umferð (= hverri umferð frá réttu), alls 26-32-34-40-44-50 sinnum = 341-389-413-461-501-549 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið án útaukning þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar: Prjónið fyrstu 55-61-65-71-77-83 lykkjur eins og áður (vinstra framstykki), setjið næstu 67-79-83-95-103-115 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 9-9-11-11-13-13 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 97-109-117-129-141-153 lykkjur eins og áður (bakstykki), setjið næstu 67-79-83-95-103-115 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 9-9-11-11-13-13 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið þær 55-61-65-71-77-83 lykkjur sem eftir eru eins og áður (hægra framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 225-249-269-293-321-345 lykkjur. Prjónið A.1 fram og til baka með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Haldið áfram með rendur, en þegar prjónaðar hafa verið alls 4 rendur með litnum púðurbleikur, prjónið til loka með litnum ljós beige. Prjónið þar til stykkið mælist 24 cm frá skiptingu – endið eftir eina umferð frá röngu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 46-50-54-58-64-70 lykkjur jafnt yfir, ekki er aukið út yfir kantlykkjur að framan = 271-299-323-351-385-415 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 67-79-83-95-103-115 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 9-9-11-11-13-13 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-88-94-106-116-128 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður og haldið áfram með rendur. Þegar prjónaðar hafa verið alls 5 rendur með litnum púðurbleikur, prjónið til loka með litnum ljós beige. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3-3-3-2-2-3 cm, fækkið um 2 lykkjum undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 6-3-2½-2-1½-1 cm millibili alls 6-10-10-14-18-22 sinnum = 64-68-74-78-80-84 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 35-34-31-31-29-28 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 39-38-35-35-33-32 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #desertmiragecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.