Janine skrifaði:
Ich muss meine vorherige Frage konkretisieren: Wie stricke ich das Muster der Ärmel, nachdem ich die Ärmel abgeteilt habe? Wie stricke ich das Muster in Runden? Vielen Dank!
05.12.2025 - 10:34DROPS Design svaraði:
Liebe Janine, lesen Sie dann jetzt das Diagram immer bei den Hinreihen, dh 1. Reihe A.1 = alle Maschen rechts, 2. Reihe A.1 (1 Masche glatt rechts = 1. Masche A.1, 1 Masche krausrechts = 2. Masche A.1)). Beachten Sie nur, daß das Muster der Passe forsetzt, damit das Rippenmuster auch wie zuvor forsetzt. Viel Spaß beim Stricken!
05.12.2025 - 13:25
Janine skrifaði:
Hallo, ich möchte wissen, wie das Muster bei den Ärmeln fortgesetzt wird. Stricke ich eine Runde rechts und die nächste Runde in A1? Die Ärmel werden ja in Runden gestrickt.
05.12.2025 - 08:08DROPS Design svaraði:
Liebe Janine, das Muster soll sich zwischen den Raglanmaschen forsetzen, so vor Raglanmaschen stricken Sie die neue Masche wie die vorige Masche im Diagram (lesen Sie das Diagram rechts nach links) - nach Raglanmaschen stricken Sie die neue masche wie die nächste Masche im Diagram. So haben Sie Immer noch Rippenmuster (1 M glatt rechts, 1 M krausrechts) in A.1 z.B. Viel Spaß beim Stricken!
05.12.2025 - 09:52
Janine skrifaði:
Hallo, ich möchte die Passe stricken. In der Hinreihe stricke ich nur rechte Maschen. Muss ich in der Hinreihe die Musterreihenfolge umkehren, also mit A3 beginnen? Ich habe es so gemacht, aber es entsteht kein Rippenmuster.
22.11.2025 - 06:37DROPS Design svaraði:
Liebe Janine, Sie stricken in der Hin-Reihe nur rechte Maschen, in der Rück-Reihe stricken Sie abwechselnd 1 M links, 1 M rechts. Dadurch ergibt sich ein Rippenmuster aus 1 M glatt rechts/1 M kraus rechts. An den Übergängen zu A.2 stoßen jeweils 2 glatt rechte M aneinander. Am besten kennzeichnen Sie sich die Rapporte von A.2 mit Markierungsfäden, sodass in der Rück-R besser sichtbar ist, wo Sie 2 glatt rechte Maschen (d.h. 2 Maschen links in der Rück-Reihe) hintereinander stricken (hier werden kurz danach die Raglanzunahmen gemacht). In der Rück-Reihe stricken Sie die Musterfolge umgekehrt, d.h. 7 Blenden-Maschen, dann A.3. Viel Spaß beim Stricken!
22.11.2025 - 10:29
Anna skrifaði:
Buona sera, vorrei realizzare il cardigan desert mirage. Non capisco come lavorare le maglie che aumento nello sprone. Li viene detto di lavorare le nuove maglie con A3/A1. Quando aumento la prima maglia come la lavoro? E la seconda? E così via. Grazie per la vostra risposta
20.10.2025 - 21:00DROPS Design svaraði:
Buonasera Anna, gli aumenti per il raglan sono ai lati di A.2, quindi ai lati dei motivi A.1 e A.3, con cui andrà a lavorare gli aumenti. Buon lavoro!
23.10.2025 - 00:36
Hanne Olsen skrifaði:
Hvis jeg følger opskriften får jeg 28 masker til overs når mønstret er strikket. 141 masker, 7 kant, A1 over 20, A2,A3 over 9, A2, A3 over 41, A2,A3 over 9, A2,A3 over 20, 7 kant = 113 masker. Dvs jeg har 28 masker for meget. Mønstret burde skrives mere udførligt/nemmere forståeligt.
08.09.2025 - 15:58DROPS Design svaraði:
Hej Hanne. Du har missat att ta med maskorna i A2. Du stickar såhär: 7 kant, A1 over 20, A2 = 7 m ,A3 over 9, A2 =7 m, A3 over 41, A2 = 7 m,A3 over 9, A2 = 7 m ,A3 over 20, 7 kant. 7+20+7+9+7+41+7+9+7+20+7= 141. Mvh DROPS Design
09.09.2025 - 06:49
SANDRINE skrifaði:
Bonjour, J'ai commencé le modèle en taille M. J'ai monté 133 mailles et au moment de l'empiècement on me fait travailler sur 7m+18+9+37+9+18+7 = 105 mailles. J'ai donc 28 mailles en trop. Pourriez-vous m'expliquer d'où vient le problème ? Merci
29.07.2025 - 13:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Sandrine, il semble que vous avez oublié toutes les mailles de A.2, autrement dit les mailles des 4 raglans, vous devez tricoter ainsi: 7 m de bordure devant, 18 m de A.1, 7 m de A.2, 9 m de A.3, 7 m de A.2, 37 m de A.3, 7 m de A.2, 9 m de A.3, 7 m de A.2, 18 m de A.3, 7 m de bordure devant= 7+18+7+9+7+37+7+9+7+18+7=133. Bon tricot!
30.07.2025 - 08:18
Marianne skrifaði:
Hvor skal raglanmaskerne være, når det deles ?
10.07.2025 - 13:31DROPS Design svaraði:
Hei Marianne. Det kommer an på hvilken str. du strikker, men som regler havner de på for - og bakstykket. Man "tar" til av erm maskene til for - og bakstykket, slik at passformen blir bedre. Følg maskeantallet i den str. du strikker, så skal det bli riktig. mvh DROPS Design
11.07.2025 - 12:00
Gunilla Billström Axelsson skrifaði:
Efter att resåren stickas är det 141 maskor på min storlek. Jag får inte ihop det med mönstret. Jag utgår från att de 20 maskorna på var sida om framkanterna (7 maskor +7 maskor) är framstycken och 41 maskor är ryggen. 9 maskor+9 maskor mellan fram och bakstycke är axlarna. Men var ska övriga 1 maskor vara? Hälsningar Gunilla
24.06.2025 - 21:22DROPS Design svaraði:
Hej Gunilla. Om du läser lite längre ner i mönstret under OK så ser du hur uppdelningen mellan delarna är (A.2 stickas mellan ärmar och fram/bakstycken). Mvh DROPS Design
25.06.2025 - 07:50
Hanne Olsen skrifaði:
Til stribet cardigan 232/15 kan farve 21 rød mursten som bundfarve og 07 lys beige til striber, passe sammen?
23.06.2025 - 17:06DROPS Design svaraði:
Hej Hanne, ja helt sikkert :)
26.06.2025 - 12:19
Solveig skrifaði:
Ser det er en jakke som er strikket i glattstrikk ( iza- poland ) . Kan en bruke samme maskeantall som i den opprinnlige oppskriften for lage den glattstrikket ?
17.06.2025 - 17:53DROPS Design svaraði:
Hei Solveig. LItt usikker på hva du mener med iza- poland? Vi har ingen plagg med det navnet. Mener du en person ved navn Iza fra Poland og som ikke har noen tilknyttning til DROPS Design`s jakker? Og er det det, har vi ingen opplysninger om andres desigeres opprinnelige oppskrifter. mvh DROPS Design
23.06.2025 - 09:39
Desert Mirage Cardigan#desertmiragecardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-15 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR: * Prjónið 7-7-7-8-8-8 cm með litnum ljós beige, prjónið 3 cm með litnum púður bleikur *, prjónið frá *-*. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið 2 síðustu lykkjur slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist 3 cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-4-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 10-10-10-9½-9½-10 cm millibili. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 7 lykkjur (= A.2) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur jafnóðum inn í mynstur A.3/A.1. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 133-133-141-141-149-149 á hringprjóna 2,5 með litnum ljós beige með DROPS Nord. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu og mitt að framan: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið svona þar til stroffið mælist 4 cm. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan, í byrjun á umferð mitt að framan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Prjónið RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Þessir 4 cm í kanti í hálsi er ekki talinn með í röndum (þ.e.a.s. prjónað er alls 11-11-11-12-12-12 cm með litnum ljós beige á undan fyrstu rönd með litnum púðurbleikur). BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið þannig – frá réttu: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 18-18-20-20-22-22 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 9 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 37-37-41-41-45-45 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 9 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 18-18-20-20-22-22 lykkjur og endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur, í næstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur fleiri). Aukið út í annarri hverri umferð (= hverri umferð frá réttu), alls 26-32-34-40-44-50 sinnum = 341-389-413-461-501-549 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið án útaukning þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar: Prjónið fyrstu 55-61-65-71-77-83 lykkjur eins og áður (vinstra framstykki), setjið næstu 67-79-83-95-103-115 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 9-9-11-11-13-13 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 97-109-117-129-141-153 lykkjur eins og áður (bakstykki), setjið næstu 67-79-83-95-103-115 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 9-9-11-11-13-13 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið þær 55-61-65-71-77-83 lykkjur sem eftir eru eins og áður (hægra framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 225-249-269-293-321-345 lykkjur. Prjónið A.1 fram og til baka með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Haldið áfram með rendur, en þegar prjónaðar hafa verið alls 4 rendur með litnum púðurbleikur, prjónið til loka með litnum ljós beige. Prjónið þar til stykkið mælist 24 cm frá skiptingu – endið eftir eina umferð frá röngu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 46-50-54-58-64-70 lykkjur jafnt yfir, ekki er aukið út yfir kantlykkjur að framan = 271-299-323-351-385-415 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 67-79-83-95-103-115 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 9-9-11-11-13-13 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-88-94-106-116-128 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður og haldið áfram með rendur. Þegar prjónaðar hafa verið alls 5 rendur með litnum púðurbleikur, prjónið til loka með litnum ljós beige. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3-3-3-2-2-3 cm, fækkið um 2 lykkjum undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 6-3-2½-2-1½-1 cm millibili alls 6-10-10-14-18-22 sinnum = 64-68-74-78-80-84 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 35-34-31-31-29-28 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 39-38-35-35-33-32 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #desertmiragecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.