Camilla skrifaði:
Min klap bliver meget løs i højre side. Hvordan kan det være? o:
22.11.2025 - 18:59DROPS Design svaraði:
Hei Camilla. Usikker på hvorfor. Er både høyre og venstre klapp strikket helt likt / samme strikkefasthet. Hadde de samme størrelse før de ble tovet: Er de tovet samtidig? mvh DROPS Design
01.12.2025 - 13:14
Jessi skrifaði:
Wie bekommt man die Hausschuhe nach dem Filzen so schön glatt? Bei mir sieht das immer schrecklich aus
22.10.2023 - 18:05DROPS Design svaraði:
Liebe Jessi, sofort nach dem Waschvorgang ziehen Sie das Filzstück in die richtige Form, während es noch nass ist. Ihr DROPS Händler hat vielleicht auch noch Tipp für Sie. Viel Spaß beim stricken!
23.10.2023 - 10:08
Lucyfly skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas bien le démarrage du "DESSOUS DU CHAUSSON" pour faire le point lisière est-ce qu'on doit tricoter en allers/retours? L'augmentation se fait avant ou après la maille lisière?
01.02.2022 - 13:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Lucyfly, vous avez maintenant entre 22 et 30 mailles sur l'aiguille en fonction de la taille, (les mailles de la languette sont en attente sur un fil), vous tricotez maintenant en rangs, en jersey avec 1 m lis de chaque côté en augmentant de chaque côté à 1 maille lisière du bord (= après la maille lisère au début du rang + avant la maille lisière à la fin du rang). Bon tricot!
01.02.2022 - 16:20
Mossy Dance#mossydanceslippers |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónaðar og þæfðar tátiljur fyrir börn úr DROPS Alaska. Stærð 26-43.
DROPS Children 41-30 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Prjónið 1 lykkju fram hjá 1. merki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan 2. merki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur (2. merki situr á milli þessa 2), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan 1. merki, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 1 lykkju = 4 lykkjur fleiri. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 - mynsturteikning sýnir hvernig tátiljan er saumuð saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tátiljurnar eru prjónaðar frá tá og upp. Fyrst er prjónað í hring á sokkaprjóna, stykkið skiptist síðan ofan á rist og prjónað er fram og til baka á hringprjóna að loka máli. Hællinn er saumaður saman mitt að aftan og stykkið er síðan þæft. TÁTILJA: Fitjið upp 8 lykkjur á sokkaprjóna 5,5 með DROPS Alaska. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 2 merki í stykkið án þess að prjóna, setjið 1. merki í byrjun á umferð og 2. merki eftir 4 lykkjur – látið merkin fylgja með í stykkinu. Nú er prjónað sléttprjón hringinn og aukið er út um 4 lykkjur í næstu umferð – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNNG. Aukið svona út í hverri umferð alls 6-6-7-7-8-9 sinnum = 32-32-36-36-40-44 lykkjur í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 6-7-8-10-12½-15½ cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 0-2-0-2-2-2 lykkjur jafnt yfir lykkjur á milli 1. og 2. merkis (þ.e.a.s. frá byrjun á umferð og fram að 2. merki) = 32-34-36-38-42-46 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 12-12-13½-15-18-22 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið 3-3-2-2-3-4 lykkjur slétt, fellið af 1 lykkju, prjónið 8-10-12-14-14-14 lykkjur slétt og setjið þessar lykkjur á þráð (= tunga), fellið af 1 lykkju, prjónið 19-19-20-20-23-26 lykkjur slétt og prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 3-3-2-2-3-4 lykkjur einu sinni til viðbótar = 22-22-22-22-26-30 lykkjur í umferð. NEÐRI HLIÐ: Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við kantlykkju í hvorri hlið. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið – svo ekki myndist gat. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 5-5-6-6-7-6 sinnum í hvorri hlið = 32-32-34-34-40-42 lykkjur. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist alls 21-22-25-28-30-34 cm og næsta umferð er frá réttu og lykkjum er fækkað fyrir miðju á stykki til að gera rúnaðan hæl: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 14-14-15-15-18-19 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 sinnum og prjónið 14-14-15-15-18-19 lykkjur = 30-30-32-32-38-40 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið eins og áður frá röngu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 13-13-14-14-17-18 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman 2 sinnum og prjónið 13-13-14-14-17-18 lykkjur = 28-28-30-30-36-38 lykkjur. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið eins og áður frá röngu. Fellið af allar lykkjur með sléttum lykkjum í næstu umferð. Stykkið mælist alls 23-24-27-30-32-36 cm frá uppfitjunarkanti. TUNGA: Setjið til baka 8-10-12-14-14-14 lykkjur af þræði á sokkaprjóna 5,5. Prjónið fram og til baka í garðaprjóni og fækkið lykkjum í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 ystu lykkjur í hvorri hlið slétt saman. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 2 sinnum = 4-6-8-10-10-10 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá réttu og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð frá röngu. Prjónið aðra tátilju á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stykkið saman þannig að affellingarkanturinn aftan á hæl liggi kant í kant. Saumið saman í ystu lykkjubogana þannig að það myndist ekki þykkur saumur. Þræðið þráði í gegnum lykkjur frá uppfitjunarkanti, herðið að þræði og festið vel. ÞÆFING: Verkið má þæfa í þvottavél eða þurrkara – lesið útskýringarnar hér að neðan. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og hver önnur ullarflík Í ÞVOTTAVÉL: Þvottavélar þæfa mismunandi. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt GERIÐ ÞANNIG: Settu stykkið í þvottavélina, notaðu þvottakerfi sem tekur um 40 mínútur (ekki ullarþvottakerfi). Þvoðu við 40°C án forþvottar - sápa er valfrjáls. Eftir þvott skaltu móta stykkið á meðan það er enn blautt. Í ÞURRKARA: Að þæfa stykki í þurrkara gefur góða stjórn á því hversu mikið stykkið þæfist. Hægt er að opna þurrkarann á meðan á ferlinu stendur til að athuga stærð verksins. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt. GERIÐ ÞANNIG: Leggið stykkið allt í bleyti í vatn. Setjið stykkið síðan í þurrkara og byrjið að þurrka. Þurrkið þar til stykkið er í þeirri stærð sem óskað er eftir - athugið á meðan á ferlinu stendur. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mossydanceslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 41-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.