Suze Kuiper skrifaði:
Ik begrijp niet wat er bedoeld wordt met ' zet de volgende 9-11 steken op (duimsteken)' Dit staat in de beschrijving van de want na het meerderen. Kunnen jullie dit toelichten? Vriendelijke groet Suze Kuiper
12.12.2024 - 18:34DROPS Design svaraði:
Dag Suze,
Oeps... er stond een vertaalfoutje in. Er moest staan 'sla de volgende 9-11 steken over'. Het is nu aangepast. Hopelijk kun je nu verder.
21.01.2025 - 19:59
Hannah Mattsson skrifaði:
Hej, jag förstår inte hur jag ska hopa över maskorna vid tummen?? Tack för hjälp! 🙏🏼🙏🏼🙏🏼
29.10.2023 - 21:26DROPS Design svaraði:
Hei Hannah. Jo, du har 37-41 masker og du har økt til tommelkilen og når votten måler 12 cm fra mansjetten, skal du kun hekle selve votten. Tommelen hekler du etterpå, men du må hoppe over 9 -11 masker (som senere skal hekles til tommelen). Så hekle de første 14-15 maskene, hopp over de neste 9-11 maskene (= tommelmasker), hekle 1 luftmaske (denne blir bak tommelen), hekle de siste 14-15 maskene på omgangen. Du har nå 29-31 masker. Hekle ferdig votten etter oppskriften, klipp tråden. Nå skal du hekle tommel på de 9-11 maskene du hoppet over + 1 luftmaske. Les under TOMMEL i oppskriften. mvh DROPS Design
30.10.2023 - 13:57
Christina skrifaði:
Hej jeg forstår ikke hvad der menes med at hækle 1 lm bag tommelfingeren?
31.01.2023 - 13:46DROPS Design svaraði:
Hej Christine, jo du hækler 1 ekstra maske imellem de andre masker indenfor tommelfingeren :)
31.01.2023 - 15:11
Tess skrifaði:
När det ska ökas för tumkil på vantarna, hur ska det ökas? Står att det ska ökas på varje sida av de ökade maskorna, menas det att det kommer bli fler och fler maskor mellan ökningsmaskorna för varje varv? Eller ska avståndet mellan ökningsmaskorna vara samma?
11.11.2022 - 14:54DROPS Design svaraði:
Hei Tess. Øk på hver side av masken med merket i, da vil det på hver øke omgang bli: hekle 2 halvstaver i en 1 maske, hekle maske med merket og hekle 2 halvstaver i neste maske. mvh DROPS Design
14.11.2022 - 11:55
Sara skrifaði:
Salve, ho visto i vostri modelli e sono davvero bellissimi tutti. Li vorrei creare tutti piano piano però ho un problema nel capire la spiegazione scritta... non capisco i diagrammi quando c è scritto A1 A2 Potrebbe aiutarmi? Grazie in anticipo
16.03.2022 - 11:50DROPS Design svaraði:
Buonasera Sara, i diagrammi si leggono dal basso verso l'alto e da destra a sinistra per i ferri di andata e da sinistra a destra per quelli di ritorno, oppure sempre da destra verso sinistra durante la lavorazione in tondo. Buon lavoro!
16.03.2022 - 22:51
Snorre skrifaði:
... "sys sammen slik at de danner en tube" - TUBE ?? En tube ser da helt annerledes ut! Det engelske 'tube' heter på norsk 'rør'. Det der står overalt i drops' oppskrifter og ser dumt ut. Sendes som spørsmål, for ellers leser dere det ikke, tror jeg ...
17.12.2021 - 10:38DROPS Design svaraði:
Hei Snorre. Dumt for noen, men helt normal for andre. Ordet tubestrikk er også mye brukt i strikketermologien, slik at tube kan være enklere å skjønne enn rør i håndarbeids verden. Vi mener det er helt innenfor å bruke det ordet. Både Spørsmål og Kommentarer som blir sendt til oss blir lest, men kun Spørsmål blir besvart. mvh DROPS Design
21.12.2021 - 10:04
Avely skrifaði:
Gingerbread mittens
04.08.2021 - 10:04
Frosted Chocolate#frostedchocolateset |
|
![]() |
![]() |
Heklað eyrnaband og vettlingar úr DROPS Alaska. Stærð S – L.
DROPS 225-19 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR(á við um eyrnaband): Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/hálfur stuðull/stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Þegar heklað er fram og til baka: Í byrjun á hverri umferð með hálfum stuðlum, heklið 2 loftlykkjur. Þessar loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta hálfa stuðulinni. Þegar heklað er í hring: Í byrjun á hverri umferð með hálfum stuðlum eru heklaðar 2 loftlykkjur. Þessar loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta hálfa stuðulinn. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í umferð. 2 HÁLFIR STUÐLAR Í EINA LYKKJU: Heklið 2 hálfa stuðla saman í síðustu lykkju í umferð þannig: * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum lykkjuna, sækið þráðinn *, heklið frá *-* alls 2 sinnum í síðustu lykkju í umferð, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni. HEKLIÐ 2 HÁLFA STUÐLA SAMAN: * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunália og dragið uppsláttinn í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 29 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 5) = 5,8. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að hekla ca 5. og 6. hverja lykkju slétt saman – lesið HEKLIÐ 2 HÁLFA STUÐLA SAMAN. ÚTAUKNING (á við um vettling): Aukið út um 1 lykkju með því að hekla 2 lykkjur í eina lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka frá miðju að framan. Endarnir eru síðan saumaðir saman þannig að það myndist kaðall mitt framan á eyrnabandinu. EYRNABAND: Heklið 21-23 loftlykkjur – sjá LOFTLYKKJA, með heklunál 4,5 með litnum natur í DROPS Alaska. Snúið og heklið 1 hálfan stuðul í 2. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 hálfan stuðul í hverja loftlykkju þar til 1 loftlykkja er eftir, heklið 2 HÁLFA STUÐLA Í EINA LYKKJU – sjá útskýringu að ofan = 20-22 hálfir stuðlar + 2 loftlykkjur til að snúa við með – sjá HEKLLEIÐBEININGAR. Heklið fram og til baka með 1 hálfan stuðul í hvern hálfan stuðul og heklið 2 hálfa stuðla saman í síðasta hálfa stuðulinn í hverri umferð þar til stykkið mælist 49-51 cm. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Klippið þráðinn og festið. FRÁGANGUR: Stykkið er nú flatur rétthyrningur, brjótið rétthyrninginn saman á lengdina þannig að hann liggi tvöfaldur og með réttun úr – sjá mynsturteikningu A.1. Nú á að leggja löngu hliðarnar á eyrnabandinu inn í hvora aðra í lögum án þess að snúa stykkinu – sjá mynsturteikningu A.2. Endarnir á eyrnabandinu liggja nú til skiptis innan í og utan á hvorum öðrum og endarnir liggja kant í kant – sjá mynsturteikningu A.3. Nú á að sauma í gegnum öll lögin þannig: Saumið meðfram strikuðu línunni í mynsturteikningu A.4 (þ.e.a.s. yfir endana á stykkinu), saumið með þéttu spori með 1 spori í hverja lykkju – það er mikilvægt að sauma í gegnum öll lögin þannig að saumurinn sjáist ekki þegar stykkinu er snúið við. Klippið þráðinn frá og festið. Snúið stykkinu þannig að saumurinn sé að innanverðu á eyrnabandinu. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst er stroffið heklað fram og til baka og saumað saman þannig að það myndi hólk. Síðan eru lykkjur teknar upp meðfram hlið á stroffi og afgangur af vettlingnum er heklaður í hring. STROFF: Heklið 18 loftlykkjur – sjá LOFTLYKKJA, með heklunál 4,5 með litnum natur í DROPS Alaska. Heklið fram og til baka þannig: Heklið 1 hálfan stuðul í 2. loftlykkju frá heklunálinni, 1 hálfan stuðul í hverja af næstu 16 lykkjum = 17 hálfir stuðlar + 2 loftlykkjur í byrjun á umferð – sjá HEKLLEIÐBEININGAR. Heklið nú hálfa stuðla fram og til baka í aftari lykkjubogana þannig að það myndist svona stroff uppbygging. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar stykkið mælist 24-25 cm, klippið þráðinn frá, en skiljið eftir ca 20 cm fyrir frágang. Saumið stroffið saman í lykkjurnar eina og eina yfir síðustu umferð sem var hekluð og loftlykkjuröðin í byrjun á umferð, þannig að það myndist hólkur. VETTLINGUR: Heklið nú með litnum ljós brúnn. Heklið 29-31 hálfa stuðla jafnt yfir hringinn við annað opið á hólknum – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR. Heklið 1 hálfan stuðul í hvern hálfan stuðul. Þegar stykkið mælist 4 cm frá stroffi, setjið eitt prjónamerki í 15.-16. lykkju í umferð. Aukið út fyrir opi fyrir þumal hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – sjá ÚTAUKNING. Aukið síðan út hvoru megin við útauknar lykkjur í annarri hverri umferð alls 4-5 sinnum = 34-41 hálfur stuðull (= 9-11 lykkjur fyrir þumal). Heklið áfram þar til vettlingurinn mælist 12 cm frá stroffi. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið fyrstu 14-15 lykkjur, hoppið yfir næstu 9-11 lykkjur (= þumallykkjur), heklið 1 loftlykkju aftan við þumal, heklið síðustu 14-15 lykkjur í umferð = 29-31 lykkjur. Haldið áfram hringinn með 1 hálfum stuðli í hverja lykkju þar til stykkið mælist 20-21 cm frá stroffi – mátið e.t.v. vettlinginn og heklið að óskaðri lengd (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli). Nú byrjar úrtaka í toppi á vettlingnum. UMFERÐ 1: Heklið 1 umferð með hálfum stuðlum þar sem fækkað er um 5-7 hálfa stuðla jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 24 lykkjur. UMFERÐ 2: Heklið * 1 hálfan stuðul í hvorn af af næstu 2 hálfum stuðlum, HEKLIÐ 2 HÁLFA STUÐLA SAMAN – sjá útskýringu að ofan *, heklið frá *-* alls 6 sinnum = 18 hálfir stuðlar. UMFERÐ 3: Heklið * 1 hálfan stuðul í næsta hálfa stuðul, heklið 2 hálfa stuðla saman *, heklið frá *-* alls 6 sinnum = 12 hálfir stuðlar. UMFERÐ 4: Heklið * 2 hálfa stuðla saman *, heklið frá *-* alls 6 sinnum = 6 hálfir stuðlar. Klippið þráðinn, þræðið upp og niður í gegnum lykkjur, herðið að og festið þráðinn vel. Vettlingurinn mælist ca 34-35 cm meðtalið stroff. Brjótið uppá stroffið ca 8 cm. ÞUMALL: UMFERÐ 1: Heklið 1 keðjulykkju í fyrstu af 9-11 þumallykkjum, 3 loftlykkjur, síðan er heklaður 1 hálfur stuðull í hvern af næstu 8-10 hálfum stuðlum, síðan eru heklaðir 2 hálfir stuðlar um loftlykkju aftan við þumal = 10-12 hálfir stuðlar. Heklið hálfa stuðla þar til þumallinn mælist ca 4½-5 cm. Mátið e.t.v. vettlinginn og heklið að óskaðri lengd (nú er eftir ca 1 cm að loka máli). Fækkið nú lykkjum þannig: UMFERÐ 1: Heklið 2 og 2 hálfa stuðla saman út umferðina = 5-6 hálfir stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1-0 hálfa stuðla, heklið 2 og 2 hálfa stuðla saman út umferðina = 3-3 hálfir stuðlar. Klippið þráðinn, þræðið upp og niður í gegnum lykkjurnar, herðið að og festið vel. Heklið annan vettling á sama hátt. |
|
![]() |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #frostedchocolateset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 225-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.