BLASER skrifaði:
Merci beaucoup pour la vidéo qui va m aider pour la compréhension de ce modèle . Je vais persister. Avec quelques doutes tout de même sur le fait que le chausson corresponde à une taille 38/40. A voir. Bonne journée
11.02.2025 - 13:42
BLASER skrifaði:
Bonjour, Un dessus de pied de 8 5 cm de hauteur pour un 38/40 me semble erroné. Pour moi, nous devrions avoir au moins 13 cm. Peut être que je n ai pas bien saisi les explications. En résumé, je vous remercie de bien vouloir me guider à partir du pied. Cordialement
11.02.2025 - 01:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Blaser, pour vous aider, je vous invite à regarder cette vidéo, le modèle de chausson est très semblable même s'il se tricote sur la base d'un autre échantillon, le dessus du pied en taille 38/40 est également de 8,5 cm - dans la vidéo, nous tricotons la taille en-dessous, mais vous devriez ainsi comprendre la façon de procéder. Bon tricot!
11.02.2025 - 10:01
Ginette Rousseau skrifaði:
J'aimerais avoir ce patron en français Merci
16.11.2024 - 15:55
Brigitte skrifaði:
Hallo Drops-Team, ist es möglich, Fragen/Antworten aus anderen Ländern/ in anderen Sprachen zu übersetzen ( in meinem Fall in deutsche Sprache) ? Beste Grüße! Brigitte
30.09.2024 - 07:57DROPS Design svaraði:
Liebe Brigitte, leider können wir nicht jede Frage/jede Antwort in jeder Sprache übersetzen, vielleicht können Sie ein Online-Übersetzer benutzen, aber gerne können Sie auch Ihre Frage hier stellen, damit man Ihnen weiterhelfen kann. Viel Spaß beim Stricken!
30.09.2024 - 10:13
Gerdien skrifaði:
Hoeveel garen heb je nodig, dit staat er niet bij????
03.04.2024 - 00:01DROPS Design svaraði:
Dag Gerdien,
Het stond er inderdaad niet bij, maar het is nu aangepast. Bovenaan staat nu de bedodigde hoeveelheid garen.
03.04.2024 - 20:02
HannyWerkman skrifaði:
Hoeveel garen is nodig voor sloffen prixie prances ik zie het niet in het patroon staan
09.01.2024 - 16:07DROPS Design svaraði:
Dag Hanny,
Bovenaan het patroon staat bij materialen aangegeven hoeveel gram je nodig hebt voor iedere maat, in dit geval is dat dus 50 gram. Een bol Fabel weegt 50 gram.
10.01.2024 - 10:17
Titia skrifaði:
In de Nederlandse omschrijving mist de hoeveelheid en het gebruikte materiaal. Wel te vinden in oorspronkelijk patroon.
01.09.2023 - 12:16
Joyce skrifaði:
Bonjour, Modèle "Pixie planchers": pour l'échantillon dois-je prendre les aiguilles no. 4 ou no. 5? Merci.
12.12.2021 - 23:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Joyce, utilisez les aiguilles 5 pour l'échantillon, les plus petites sont utilisées pour les côtes seulement. Bon tricot!
13.12.2021 - 10:17
Lisbeth Myhrvold skrifaði:
Jeg synes dette er kjempemorsom "tøffel". Har tenkt å strikke til hele familien som julepresang. Når blir oppskriften lagt ut?
21.10.2021 - 12:15
Elena PAVIN skrifaði:
Fantastici questi calzini/pantofola...così li definirei. Pratici e confortevoli meglio ancora potendoci applicare una suoletta di pelle o feltro. GRAZIE!
05.08.2021 - 15:58
Pixie Prancers#pixieprancersslippers |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðar tátiljur úr 2 þráðum DROPS Fabel. Stykkið er prjónað í stroffprjóni og garðaprjóni. Stærð 35 - 43.
DROPS 227-59 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Allt stykkið er prjónað með 2 þráðum. Stroffið er prjónað í hring á sokkaprjóna ofan frá og niður, síðan skiptist stykkið og miðjustykkið á fæti er prjónað fram og til baka. Þegar miðjustykkið hefur verið prjónað til loka, prjónið upp lykkjur meðfram hliðum á miðjustykki og fóturinn er prjónaður í hring á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón. STROFF: Fitjið upp 44-46-48 lykkjur á sokkaprjóna 4 með 1 þræði í hvorum lit í DROPS Fabel (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og látið það fylgja með í stykkinu. Síðan er prjónað stroff með 1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið þar til stykkið mælist 8 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Setjið fyrstu 16-16-16 lykkjur og 17-17-17 síðustu lykkjur á sitt hvorn þráðinn. Nú eru 11-13-15 lykkjur eftir á prjóni fyrir miðjustykki. Klippið þráðinn. MIÐJUSTYKKI: Notið prjón 4 og byrjið frá réttu, fitjið upp 1 nýja lykkju í byrjun á umferð og prjónið 11-13-15 lykkjur stroff eins og áður yfir lykkjur á prjóni, fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar = 13-15-17 lykkjur. Prjónið stroff eins og áður með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Prjónið þar til stykkið mælist ca 7-8½-10 cm frá þar sem stykkið skiptist. Í næstu umferð frá réttu er kantlykkjum fækkað með því að prjóna þær saman með lykkjunni við hliðina = 11-13-15 lykkjur. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð. FÓTUR: Nú á að prjóna áfram í hring frá réttu. Byrjið umferð við prjónamerki, setjið til baka fyrstu 16-16-16 lykkjur af öðrum þræðinum á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 og prjónið sléttar lykkjur yfir þessar lykkjur, prjónið upp 12-14-16 lykkjur innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni meðfram hlið á miðjustykki, setjið til baka 11-13-15 lykkjur frá miðjustykki á prjóninn og prjónið þessar lykkjur slétt, prjónið upp 12-14-16 lykkjur innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni meðfram hinni hlið á miðjustykki, setjið til baka 17-17-17 lykkjur af hinum þræðinum á prjóninn og prjónið sléttar lykkjur yfir þessar lykkjur = 68-74-80 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! Setjið 1 nýtt prjónamerki í stykkið mitt í lykkjur frá miðjustykki þannig að það verði 2 prjónamerki í stykkinu (1 að aftan og 1 að framan). Prjónið hringinn í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan þar til stykkið mælist 4 cm. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 4 lykkjur með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við hvort prjónamerki. Endurtakið úrtöku í hverri umferð með sléttum lykkjum þar til stykkið mælist 7-7-8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið aðra tátilju á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið tátiljuna að prjónamerki þannig að hún liggi með langhlið að langhlið. Saumið saman undir fæti, saumið í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði ekki þykkur. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pixieprancersslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 227-59
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.