Auður Bjarnadóttir skrifaði:
Það vantar í kaflann þar sem sett er niður prjónamerkin um 3 prjónamerkið og lykkjurnar þar á milli. Hoppað beint í 4 merkið. Vona að þið skiljið þetta. Kv. Auður
30.11.2022 - 22:46DROPS Design svaraði:
Blessuð Auður. Takk fyrir ábendinguna, þetta hefur verið lagfært.
01.12.2022 - 16:25
Noora skrifaði:
Kuinka monta lankakerää kaulurin kutomiseen tarvitaan?
21.11.2021 - 18:54DROPS Design svaraði:
Kauluriin tarvitset kaksi kerää DROPS Melody-lankaa.
06.12.2021 - 13:48
Anne Vikkelsø Rasmussen skrifaði:
Jeg mangler lige sådan en her til vinter.
09.11.2021 - 06:08
Scenic Snow Neck Warmer#scenicsnowneckwarmer |
|
![]() |
![]() |
Prjónað hálsskjól með axlarsæti úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í stroffprjóni. Stærð S - XL.
DROPS 225-10 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING (á við um útaukningu fyrir axlarsæti á hálsskjóli): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður og aukið er út fyrir axlarsæti. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvor öxl er prjónuð til loka fram og til baka á hringprjóna. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 68-76-84 lykkjur á hringprjón 5,5 með DROPS Melody. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) – byrun á umferð er á hægri öxl að aftan þegar hálsskjólið er mátað. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist 12 cm frá uppfitjunarkanti. Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið, hvert prjónamerki er sett í slétta lykkju og prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar: Setjið 1. prjónamerki í fyrstu lykkju slétt í umferð, hoppið yfir 13-15-17 lykkjur (= öxl), setjið 2. prjónamerki í næstu slétta lykkju, hoppið yfir 19-21-23 lykkjur (= framstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju slétt, hoppið yfir 13-15-17 lykkjur (= öxl) og setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju slétt. Það eru 19-21-23 lykkjur eftir á bakstykki á eftir 4. prjónamerki. ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Í næstu umferð er aukið út fyrir axlarsæti JAFNFRAMT er prjónað stroffprjón á milli 1. og 2. prjónamerkis og á milli 3. og 4. prjónamerkis, aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og aukið út á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri – útauknar lykkjur tilheyra framstykki og bakstykki og eru prjónaðar í sléttprjóni, lykkjufjöldinn á hvorri öxl verður áfram sá sami). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 6-7-8 sinnum = 92-104-116 lykkjur. Í næstu umferð eru lykkjur felldar af fyrir öxl og stykkið skiptist fyrir framstykki og bakstykki, byrjið við 1. prjónamerki og prjónið þannig: Prjónið lykkju með 1. prjónamerki slétt, fellið af næstu 13-15-17 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur til og með lykkju með 3. prjónamerki, fellið af næstu 13-15-17 lykkjur og prjónið sléttar lykkjur til og með lykkju með 1. prjónamerki. Prjónið nú framstykki og bakstykki áfram hvort fyrir sig, setjið lykkjur fyrir framstykki á þráð og prjónið bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Það eru 33-37-41 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón með 3 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Prjónið þar til stykkið mælist ca 8-10-12 cm (mælt frá þar sem stykkið skiptist). Prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður og aukið út jafnt yfir 4-4-4 lykkjur yfir lykkjur í sléttprjóni = 37-41-45 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram með 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið og prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið þar til stroffið mælist ca 4 cm. Fellið af í næstu umferð frá réttu - sjá AFFELLING. Klippið þráðinn og festið. FRAMSTYKKI: Setjið til baka 33-37-41 lykkjur af þræði á prjóninn. Prjónið sléttprjón með 3 kantlykkjur í garðaprjóni, í hvorri hlið. Prjónið þar til stykkið mælist ca 10-12-14 cm (mælt frá þar sem stykkið skiptist). Prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður og aukið út jafnt yfir 4-4-4 lykkjur yfir lykkjur í sléttprjóni = 37-41-45 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram með 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið og prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið þar til stroffið mælist ca 4 cm. Fellið af í næstu umferð frá réttu - sjá AFFELLING. Klippið þráðinn og festið. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #scenicsnowneckwarmer eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 225-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.