Elena skrifaði:
Can I have another description on how to follow the diagram? I do not understand how to do the "= purl from right side, knit from wrong side = knit from right side, purl from wrong side"
31.05.2022 - 18:51DROPS Design svaraði:
Hi Elena, When working from the right side the open squares are knitted, when working back from the wrong side they are purled. When working from the right side the squares with black circles are purled and then knitted when you work back from the wrong side. Happy knitting!
01.06.2022 - 06:53
Winter Rapids Slipover#winterrapidsslipover |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónað vesti / slipover fyrir herra úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með áferðamynstri og köntum í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-16 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 90 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 12) = 7,3. Í þessu dæmi eru prjónaðar ca 6. og 7. hver lykkja slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er prjónað hvort fyrir sig, fram og til baka á hringprjóna, síðan eru stykkin saumuð saman. Kantur í hálsmáli er prjónaður upp í kringum hálsmál, prjónað er í hring á hringprjóna. Kantar í handvegi eru prjónaðir upp í kringum handveg, prjónað er á stuttan hringprjón / sokkaprjóna. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 90-98-102-110-122-134 lykkjur á hringprjóna 4 með DROPS Air. Prjónið stroff fram og til baka þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið stroffið svona í 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið næstu umferð þannig, frá réttu: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið sléttprjón og fækkið jafnframt um 12 lykkjur jafnt yfir næstu 88-96-100-108-120-132 lykkjur – sjá ÚRTAKA og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni = 78-86-90-98-110-122 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni). Prjónið mynstur A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 10 cm frá uppfitjunarkanti er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – aukið út með uppslætti sem prjónaður er snúinn inn í mynstur í næstu umferð. Endurtakið útaukningu með 10-14-7-8-15-15 cm millibili þar til aukið hefur verið út alls 3-2-4-4-2-2 sinnum í hvorri hlið. Nú eru 84-90-98-106-114-126 lykkjur í umferð. Prjónið þar til stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm frá uppfitjunarkanti. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með mynstur A.1 og fellið af lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1-1-2-2-3-4 sinnum og 1 lykkju 3-3-4-6-6-9 sinnum = 68-74-76-80-84-86 lykkjur. Prjónið mynstur A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 51-53-54-55-56-57 cm og næsta umferð er frá réttu. Nú á að fella lykkjur af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið yfir fyrstu 28-30-31-32-34-34 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 12-14-14-16-16-18 lykkjur fyrir hálsmáli og prjónið síðustu 28-30-31-32-34-34 lykkjur í umferð. Setjið fyrstu 28-30-31-32-34-34 lykkjur á þráð fyrir öxl. HÆGRI ÖXL (framstykki): = 28-30-31-32-34-34 lykkjur. Prjónið áfram eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá réttu þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 2-2-3-3-3-3 sinnum = 21-23-23-24-26-26 lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfitjunarkanti. VINSTRI ÖXL (framstykki): Setjið til baka 28-30-31-32-34-34 lykkjur af þræði á hringprjón 5. Prjónið áfram eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá röngu þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 2-2-3-3-3-3 sinnum = 21-23-23-24-26-26 lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfitjunarkanti. BAKSTYKKI: Fitjið upp 90-98-102-110-122-134 lykkjur á hringprjóna 4 með DROPS Air. Prjónið stroff fram og til baka þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið stroffið svona í 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið næstu umferð þannig, frá réttu: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið sléttprjón og fækkið jafnframt um 12 lykkjur jafnt yfir næstu 88-96-100-108-120-132 lykkjur – sjá ÚRTAKA og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni = 78-86-90-98-110-122 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni). Prjónið mynstur A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 10 cm frá uppfitjunarkanti er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – aukið út með uppslætti sem prjónaður er snúinn inn í mynstur í næstu umferð. Endurtakið útaukningu með 10-14-7-8-15-15 cm millibili þar til aukið hefur verið út alls 3-2-4-4-2-2 sinnum í hvorri hlið. Nú eru 84-90-98-106-114-126 lykkjur í umferð. Prjónið þar til stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm frá uppfitjunarkanti. Haldið áfram með mynstur A.1 og fellið af lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1-1-2-2-3-4 sinnum og 1 lykkju 3-3-4-6-6-9 sinnum = 68-74-76-80-84-86 lykkjur. Prjónið mynstur A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm og næsta umferð er frá réttu. Nú á að fella lykkjur af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið yfir fyrstu 22-24-24-25-27-27 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 24-26-28-30-30-32 lykkjur fyrir hálsmáli og prjónið síðustu 22-24-24-25-27-27 lykkjur í umferð. Prjónið síðan hvora öxl til loka fyrir sig. HÆGRI ÖXL (bakstykki): = 22-24-24-25-27-27 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 21-23-23-24-26-26 lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfijunarkanti. VINSTRI ÖXL (bakstykki): Setjið til baka 22-24-24-25-27-27 lykkjur af þræði á hringprjón 5. Prjónið mynstur eins og áður og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 21-23-23-24-26-26 lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfijunarkanti. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma kant í kant svo saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju frá uppfitjunarkanti og upp að byrjun á handveg. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 4 og DROPS Air. Byrjið frá réttu, við axlasaum í annarri hlið, prjónið upp ca 76-80-88-92-96-100 lykkjur í kringum allt hálsmálið (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið þar til kantur í hálsmáli mælist ca 3 til 3½ cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. KANTUR Í HANDVEGI: Notið hringprjón 4 og DROPS Air. Byrjið frá réttu, við hliðarsaum. Prjónið upp ca 96-100-104-108-116-120 lykkjur innan við 1 lykkju í kringum allan handveginn (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist ca 3 til 3½ cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið í kringum hinn handveginn á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterrapidsslipover eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.