Thekla Rost skrifaði:
Was bedeutet es recht am Beginn des Vorderteils mit der Aussage, dass ich die zugenommenen neuen Maschen „verschränkt“ ins Muster einarbeiten soll? Liebe Grüße Thekla
14.12.2024 - 22:54DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Rost, für die Breite wird man 1 Masche beidseitig zunehmen, dafür wird man 1 Umschlag machen und diesen Umschlag verschränkt bei der nächsten Reihe stricken. In diesem Video zeigen wir, wie man mit 1 Umschlag zunimmt. Viel Spaß beim Stricken!
16.12.2024 - 10:35
Tina skrifaði:
To make sure the pattern is equal on both front and back, especially the transition on the sides, I used the round stick.
19.03.2024 - 18:43
Sofia skrifaði:
Hello! When doing the right shoulder for the front piece, I start with around 40 stitches. Then the pattern says to decrease for the armholes and the V-neck a total of 14 times for size M and I should end up with 23 stitches. If I do the decreases for 14 times, I\'d be decreasing a total of 28 stitches (2 stitches for each row), which adds up to way less than 23 stitches. Am I reading the pattern correctly? Thank you so much!!
12.05.2022 - 16:30DROPS Design svaraði:
Dear Sofia, you should have 23 sts left, you had 90 sts, then you will divide into 2 pieces = 45 sts each, cast off for armhole 3 sts x 1 + 2 sts x 1 + 1 st x 3 (= total 8 sts), then decrease for V-neck 1 st x 14 = 45-8-14= 23 sts remain. Hope it will help. Happy knitting!
12.05.2022 - 16:49
Kasia skrifaði:
Witam, czy jeśli ścieg strukturalny zastąpiłabym dżersejem to wymiary kamizelki uległyby zmianie? Pozdrawiam!
29.12.2021 - 22:59DROPS Design svaraði:
Witaj Kasiu, zgodnie z podaną we wzorze próbką wychodzi nam, że np. w rozmiarze L szerokość swetra zaraz za ściągaczem wynosi ok. 53 cm (90/17=ok. 5,3), czyli to by się zgadzało z wymiarami podanymi na schematycznym rysunku na dole. To sugeruje że jak zmienisz ścieg A.1 na dżersej to wymiary kamizelki będą się zgadzać. O ile oczywiście Twoja próbka będzie zgodna z tą we wzorze. Powodzenia!
30.12.2021 - 09:13
Mariette Robitaille skrifaði:
En lisant le patron, je ne vois nulle part l’utilisation d’aiguilles doubles pointes 4 ou 5 . Est-ce que je me trompe?
22.09.2021 - 22:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Mariette, tu as raison. Nos avons deja corrige le patrin. Merci de l'avoir signalé. Bon tricot!
07.10.2021 - 09:11
Blue River Slipover#blueriverslipover |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónað vesti / slipover fyrir herra úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með áferðamynstri, v-hálsmáli og köntum í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-12 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 90 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 12) = 7,3. Í þessu dæmi eru prjónaðar ca 6. og 7. hver lykkja slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um v-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni = 1 lykkja færri. Fækkið lykkjum í byrjun á umferð þannig: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna = 1 lykkja færri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er prjónað hvort fyrir sig, fram og til baka á hringprjóna, síðan eru stykkin saumuð saman. Kantur í hálsmáli er prjónaður upp í kringum hálsmál, prjónað er fram og til baka á hringprjóna. Kantar í handvegi eru prjónaðir upp í kringum handveg, prjónað er á stuttan hringprjón / sokkaprjóna. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 90-98-102-110-122-134 lykkjur á hringprjóna 4 með DROPS Air. Prjónið stroff fram og til baka þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið stroffið svona í 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið næstu umferð þannig, frá réttu: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið sléttprjón og fækkið jafnframt um 12 lykkjur jafnt yfir næstu 88-96-100-108-120-132 lykkjur – sjá ÚRTAKA-1 og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni = 78-86-90-98-110-122 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju á stykki, látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, prjónamerkið er notað þegar fækka á lykkjum fyrir v-hálsmáli síðar. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni). Prjónið mynstur A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10 cm frá uppfitjunarkanti er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – aukið út með uppslætti sem prjónaður er snúinn inn í mynstur í næstu umferð. Endurtakið útaukningu með 10-14-7-8-15-15 cm millibili þar til aukið hefur verið út alls 3-2-4-4-2-2 sinnum í hvorri hlið. Nú eru 84-90-98-106-114-126 lykkjur í umferð. Prjónið þar til stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm frá uppfitjunarkanti. Nú á að fækka lykkjum fyrir handveg og v-hálsmáli, lestu allan kaflann áður en þú prjónar: Haldið áfram með mynstur A.1 og fellið af lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1-1-2-2-3-4 sinnum og 1 lykkju 3-3-4-6-6-9 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 40-42-43-45-46-48 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli frá réttu þannig: Prjónið eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman og 1 lykkju í garðaprjóni (prjónamerkið situr hér). Setjið lykkjurnar á hægri prjóni á þráð fyrir vinstri öxl. Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið yfir síðustu lykkjurnar eins og áður. Prjónið síðan axlirnar til loka hvora fyrir sig. HÆGRI ÖXL (framstykki): Sjá ÚRTAKA. ATH! Fyrsta úrtaka fyrir v-hálsmáli er gerð þegar stykkinu er skipt. Haldið áfram með A.1 eins og áður, haldið áfram með úrtöku í hlið fyrir handveg eins og útskýrt er að ofan og fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli þannig: Fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá réttu alls 13-14-15-16-16-17 sinnum – sjá ÚRTAKA-2 (ATH! Fyrsta úrtaka fyrir v-hálsmáli er gerð þegar stykkinu er skipt fyrir miðju). Þegar allar úrtökurnar fyrir v-hálsmáli hafa verið gerðar og handvegur hefur verið gerður til loka eru 21-23-23-24-26-26 lykkjur í umferð. Prjónið mynstur A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfitjunarkanti. VINSTRI ÖXL (framstykki): Setjið til baka lykkjur af þræði á hringprjón 5. Haldið áfram með A.1 eins og áður, haldið áfram með úrtöku í hlið fyrir handveg eins og útskýrt er að ofan og fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli í lok hverrar umferðar frá réttu alls 13-14-15-16-16-17 sinnum – sjá ÚRTAKA-2 (ATH! Fyrsta úrtaka fyrir v-hálsmáli er gerð þegar stykkinu er skipt fyrir miðju). Þegar öll úrtaka fyrir v-hálsmáli hafa verið gerðar og handvegur hefur verið gerður til loka eru 21-23-23-24-26-26 lykkjur í umferð. Prjónið mynstur A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfitjunarkanti. BAKSTYKKI: Fitjið upp 90-98-102-110-122-134 lykkjur á hringprjóna 4 með DROPS Air. Prjónið stroff fram og til baka þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið stroffið svona í 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið næstu umferð þannig, frá réttu: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið sléttprjón og fækkið jafnframt um 12 lykkjur jafnt yfir næstu 88-96-100-108-120-132 lykkjur – sjá ÚRTAKA-1 og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni = 78-86-90-98-110-122 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni). Prjónið mynstur A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 10 cm frá uppfitjunarkanti er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – aukið út með uppslætti sem prjónaður er snúinn inn í mynstur í næstu umferð. Endurtakið útaukningu með 10-14-7-8-15-15 cm millibili þar til aukið hefur verið út alls 3-2-4-4-2-2 sinnum í hvorri hlið. Nú eru 84-90-98-106-114-126 lykkjur í umferð. Prjónið þar til stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm frá uppfitjunarkanti. Nú á að fækka lykkjum fyrir handveg og v-hálsmáli, lestu allan kaflann áður en þú prjónar: Haldið áfram með mynstur A.1 og fellið af lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1-1-2-2-3-4 sinnum og 1 lykkju 3-3-4-6-6-9 sinnum = 68-74-76-80-84-86 lykkjur. Prjónið mynstur A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm og næsta umferð er frá réttu. Fellið nú af lykkjur fyrir hálsmáli þannig: Prjónið yfir fyrstu 22-24-24-25-27-27 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 24-26-28-30-30-32 lykkjur fyrir hálsmáli og prjónið síðustu 22-24-24-25-27-27 lykkjur í umferð. Prjónið síðan hvora öxl til loka fyrir sig. HÆGRI ÖXL (bakstykki): = 22-24-24-25-27-27 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 21-23-23-24-26-26 lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfitjunarkanti. VINSTRI ÖXL (bakstykki): Setjið til baka 22-24-24-25-27-27 lykkjur af þræði á hringprjón 5. Prjónið mynstur eins og áður og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 21-23-23-24-26-26 lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfitjunarkanti. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma kant í kant svo saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju frá uppfitjunarkanti og upp að byrjun á handveg. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 4 og DROPS Air. Byrjið frá réttu, mitt að framan þar sem stykkinu var skipt fyrir v-hálsmál. Prjónið upp lykkjur innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni upp að öxl (ca 43-44-45-46-46-47 lykkjur), prjónið síðan upp lykkjur innan við affellingu meðfram hálsi á bakstykki (ca 30-32-34-36-36-38 lykkjur) og síðan er prjónaðu upp frá öxl og niður þar sem stykkið skiptist fyrir v-hálsmáli (ca 43-44-45-46-46-47 lykkjur). Alls hafa verið prjónaðar upp ca 116-120-124-128-132-132 lykkjur (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff fram og til baka með byrjun frá röngu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið garðaprjón yfir garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stroffið mælist ca 3 til 3½ cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Leggið hægri hlutann á kanti í hálsmáli mitt að framan yfir vinstri hluta, þannig að þeir liggi utan um hvorn annan. Saumið fallega niður í ystu kantlykkjuna við hálsmál. Endurtakið alveg eins að innanverðu þannig að vinstri hlutinn sé saumaður niður við þann hægri innan á stykkinu. KANTUR Í HANDVEGI: Notið hringprjón 4 og DROPS Air. Byrjið frá réttu, við hliðarsaum. Prjónið upp ca 96-100-104-108-116-120 lykkjur innan við 1 lykkju í kringum allan handveginn (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist ca 3 til 3½ cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #blueriverslipover eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.