Karin skrifaði:
Antalet maskor kan väl inte stämma??
15.06.2021 - 09:09DROPS Design svaraði:
Hej Karin, jo for du starter med en volangkant nederst, du ser maskeantallet når du er klar med A.1 :)
16.06.2021 - 12:36
Sally skrifaði:
In A.2, what is meant by work 2 stitches? Thank you....love this pattern!
13.06.2021 - 01:13DROPS Design svaraði:
Dear Sally, it means knit two stitches, as they would come in the pattern (knit stitches knitted, purl stitches purled, etc. Happy Stitching!
13.06.2021 - 09:43
Margarita skrifaði:
Er zit een foutje in A1 naald 14
11.06.2021 - 20:33
Irena skrifaði:
Czy w schemacie A1 nie wkradł się błąd? Przerabiam rząd 14 i wychodzi mi, że do przerobienia mam 1 oczko prawe, 4 oczka lewe, 1 oczko prawe. Wg schematu natomiast jest 1 oczko prawe, 2 oczka lewe, 1 oczko prawe.
30.05.2021 - 15:20DROPS Design svaraði:
Witaj Ireno, zgadza się, już głosiłam korektę. Info pojawi się na stronie. Dziękujemy za zwrócenie uwagi i pozdrawiamy!
31.05.2021 - 16:38
Anna skrifaði:
Sprawdzam codziennie, czy już jest opis. Czy jest szansa, źe wkrótce będzie? Lato tuż, tuż....
03.05.2021 - 15:22
Shaling Myer skrifaði:
Would love to knit one
22.04.2021 - 20:16
Irena skrifaði:
Z utęsknieniem czekam na opis!!!!
11.04.2021 - 08:42
Linda skrifaði:
Lily blue
23.03.2021 - 13:14
Liina skrifaði:
Could you please tell me, when the pattern will be available.
22.03.2021 - 16:00
Corrie skrifaði:
Can't wait till the pattern will be available. Love this top
03.03.2021 - 21:12
Blue Cove#bluecovetop |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 221-13 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ATH! Lykkjur í A.2 eru alltaf taldar sem 8 lykkjur, jafnvel þó fjöldi lykkja í kaðli skiptast á milli 2 og 3 lykkjur. Lykkjur í A.3 eru alltaf taldar sem 12 lykkjur í S/M og 16 lykkjur í L/XL og XXL/XXXL. Sjá mynsturteikningu í þinni stærð í A.3. ÚRTAKA-1 (á við um bakstykki): Lykkjum er fækkað innan við 7 lykkjur í hvorri hlið. Fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman. ÚRTAKA-2 (á við um framstykki): Lykkjum er fækkað hvoru megin við kaðal + 1 lykkja brugðið í hvorri hlið. Öll úrtaka er gerð frá réttu. FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU HVORU MEGIN VIÐ KAÐAL ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan kaðli, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið kaðal, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 2 lykkjur brugðið saman = 2 lykkjur færri. FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR HVORU MEGIN VIÐ KAÐAL ÞANNIG: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir á undan kaðli, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið kaðal, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið saman = 4 lykkjur færri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handveg. Síðan er bakstykkið og framstykkin 2 prjónuð hvert fyrir sig fram og til baka á hringprjón til loka máls. Band á öxl á framstykki er saumað niður á bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 512-640-768 lykkjur á hringprjón 3 með Safran. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur (= 64-80-96 mynstureiningar með 8 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 256-320-384 lykkjur í umferð. Prjónið A.2 yfir allar lykkjur (= 32-40-48 mynstureiningar með 8 lykkjum). ATH! Lykkjur í A.2 eru alltaf taldar sem 8 lykkjur, jafnvel þó fjöldi lykkja í kaðli skiptast á milli 2 og 3 lykkjur. Prjónið A.2 hringinn – setjið jafnframt 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= vinstri hlið þegar flíkin er mátuð) og 1 prjónamerki eftir 128-160-192 lykkjur (= hægri hlið þegar flíkin er mátuð). Bæði prjónamerkin sitja á milli 2 lykkja slétt. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 33-33-35 cm, prjónið næstu umferð þannig (nú er eftir ca 1 cm þar til stykkið skiptist mitt að framan og fellt er af fyrir handveg): ATH! Stillið af að næsta umferð sem er prjónuð sé slétt tala í umferð í mynstri, þetta er mikilvægt til að umferð þar sem kaðli er snúið sé frá réttu þegar stykkið er prjónað fram og til baka. Prjónið GARÐAPRJÓN yfir fyrstu 15-15-15 lykkjur – sjá útskýringu að ofan, prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 42-58-74 lykkjur, prjónið garðaprjón yfir næstu 14 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 10 lykkjur mitt að framan), prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 42-58-74 lykkjur, prjónið garðaprjón yfir næstu 30-30-30 lykkjur, prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 98-130-162 lykkjur (= bakstykki) og prjónið garðaprjón yfir síðustu 15-15-15 lykkjur. Nú eru 128-160-192 lykkjur á bakstykki og 124-156-188 lykkjur á framstykki. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 6 umferðir garðaprjón yfir lykkjur í hlið. Í næstu umferð eru lykkjur felldar af fyrir handveg, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 10-10-10 lykkjur fyrir handveg, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, haldið áfram með mynstur eins og áður yfir næstu 42-58-74 lykkjur, prjónið 10 lykkjur í garðaprjóni (= mitt að framan), haldið áfram með mynstur eins og áður yfir næstu 42-58-74 lykkjur, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, haldið áfram með mynstur eins og áður yfir næstu 98-130-162 lykkjur, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni og fellið af þær 10-10-10 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg. Klippið þráðinn frá. Bakstykkið og framstykkið er nú prjónað hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 108-140-172 lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið 1 umferð mynstur eins og áður með 5 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Haldið áfram með A.2 og garðaprjón, jafnframt er lykkjum fækkað fyrir handveg í hvorri hlið í hverri umferð frá réttu – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum alls 17-19-23 sinnum = 74-102-126 lykkjur eftir. Prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið af, en passið uppá að affellingarkanturinn dragi ekki stykkið saman. Bakstykkið mælist ca 12-14-16 cm frá þar sem stykkið skiptist fyrir framstykki og bakstykki. FRAMSTYKKI: = 104-136-168 lykkjur. Skiptið stykkinu mitt að framan og setjið helming af lykkjum á þráð eða hjálparprjón. Prjónið síðan fyrri hluta eins og útskýrt er að neðan. HLUTI-1: = 52-68-84 lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið 1 umferð mynstur eins og áður með 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Setjið 1 prjónamerki á milli 2 miðju lykkja í umferð (= mitt í miðju kaðal). Prjónamerkið merkir miðju. Prjónið síðan mynstur eins og áður með 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið, jafnframt er lykkjum fækkað hvoru megin við miðju í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við miðju kaðal alls 20-18-18 sinnum, síðan er fækkað um 2 lykkjur hvoru megin við miðju kaðal alls 0-4-8 sinnum = 12-16-16 lykkjur eftir á prjóni fyrir band á öxl og framstykkið mælist ca 12-14-16 cm frá þar sem stykkið skiptist fyrir framstykki og bakstykki. Prjónið bandið eins og útskýrt er að neðan. BAND Á ÖXL: = 12-16-16 lykkjur. Prjónið A.3 (= 12-16-16 lykkjur) – sjá mynsturteikningu fyrir þína stærð. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið mynstur fram og til baka þar til bandið mælist ca 9-13-13 cm – mátið e.t.v. toppinn og prjónið að óskaðri lengd, bandið á að halda áfram yfir öxl og niður að bakstykki. Fellið af. HLUTI-2: Setjið til baka 52-68-84 lykkjur af þræði eða hjálparprjóni á hringprjón 3 og prjónið hluti-2 alveg eins og hluti-1. Prjónið síðan band á öxl alveg eins og hluti-1. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið band á öxl á bakstykki – byrjið yst í hvorri hlið og saumið með 1 spori í hverja lykkju. Klippið þráðinn frá og festið . |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluecovetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 221-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.