Zoe Mason-Chard skrifaði:
Please disregard my last question about the first row of pattern after 33 cm have been worked but on this row is the garter stitch in the round started with a knit or purl row please , on the right side
25.08.2024 - 16:12DROPS Design svaraði:
Dear Zoe, the garter stitch starts with a knit row. Happy knitting!
25.08.2024 - 23:53
Zoe Mason-Chard skrifaði:
Hi , I am working the first row after it measures 33 cm on an even row (row 8) , when working the next row I have the increased stitches for the cable , how do I work the garter stitch over these stitches ? Do I knit 2 together on the cable to knit 15 over 17 sts or work the extra yarn over stitches included in the 15 stitches. For the rest of this row do I count the 3 sts of the cable as 2 sts when working this row please ?
25.08.2024 - 15:23
Leentje Buckens skrifaði:
Bij een hoogte van 33-33-35 cm, brei de volgende naald als volgt (er is ongeveer 1 cm over tot het werk wordt verdeeld midden voor en geminderd wordt voor de armsgaten): LET OP! Pas zo aan dat volgende naald een even naald in het patroon is, dit is belangrijk zodat de kabelnaald aan de goede kant zit als het werk heen en weer wordt gebreid. WAT WORDT BEDOELD MET EEN EVEN NAALD ? DIT SNAP IK NIET
05.06.2024 - 02:05DROPS Design svaraði:
Dag Leentje,
Als je bij de telpatronen kijkt dan is steeds de naald waar je mee begint een oneven naald, de tweede naald is een even naald, enzovoort.
12.06.2024 - 16:58
Annelise skrifaði:
Jeg forstår ikke strikkeanvisningen i diagram 2: tag 1 maske løs af pinden som om den skulle strikkes ret, strik 2 masker, løft den løse maske over masken som blev strikket. Hvilken maske? Jeg har jo strikket to masker, så hvilken strikket maske skal den løse maske løftes over?
13.05.2024 - 21:48DROPS Design svaraði:
Hej Annelise, der skal stå, løft den løse maske over maskerne som blev strikket (så du har 2 ud af de 3 på højre pind). Tak for info - det er rettet :)
14.05.2024 - 14:53
Krisztina skrifaði:
Hej Jag undrar hur man ska minska på baksidan... Det står innanför 7 maskor... Så ska man sticka ihop 2 maskor avig efter 5 kantmaskor eller? Mvh Krisztina
11.05.2024 - 11:14DROPS Design svaraði:
Hei Krisztina. Ja, det felles innenfor 7 masker i hver side. Fell ved å strikke 2 masker vrang sammen. På begynnelsen av pinnen strikkes det 5 kantmasker i riller før de 2 neste maskene strikkes vrang sammen (det er felt innenfor 7 masker i siden). På slutten av pinnen når det gjenstår 7 masker, strikk 2 masker vrang sammen og deretter 5 kantmasker i riller (det er felt innenfor 7 masker i siden). mvh DROPS Design
13.05.2024 - 14:24
Lotte Vils skrifaði:
Har stillet spørgsmål og fået svar, men jeg må spørge igen, da jeg IKKE har 40x8 = 320 masker på omgangen. Jeg har 40x9 = 360. Der står et sted, at a2 hele tiden tælles som 8, men der er stadig 9, altså alt for mange masker. Betyder det, jeg har gjort noget galt tidligere i arbejdet. A2 har hele vejen været med 9 masker (undtagen den pind, hvor jeg løfter en løs over indtagning, og denne er en lige omgang i mønsteret), og set er den også nu. Mvh Lotte
03.05.2024 - 17:14DROPS Design svaraði:
Hei Lotte. Usikker på hvor det har blitt feil hos deg, men pass på at du har/hadde 320 masker når du var ferdig med A.1, slik at når du skal strikke A.2 får du 40 rapporter av A.2. (A.2 = 8 masker x 40 rapporter = 320). Sett maskemarkører / merketråd mellom hver rapport, så ha du en bedre oversikt. Når du strikker 1., 5. og 9. omgang av A.2 vil du har 8 masker + 1 kast for hver gang A.2 strikkes. Når du strikker 4., 8. og 12. omgang av A.2 vil du ha 8 masker hver gang A.2 strikkes. Når du strikker 2.+3., 6.+7. og 10. +11. omgang av A.2 vil du har 9 masker hver gang A.2 strikkes (= 360 masker). mvh DROPS Design
06.05.2024 - 09:52
Lotte Vils skrifaði:
Hej. Jeg er IKKE så erfaren i at læse en opskrift, men jeg er stødt på noget, jeg ikke forstår. Jeg er der, hvor der står, arbejdet måler 33-33-35. Strikker L/XL. Antallet af masker på næste pind er 15+58+14+58+15 (x2)=160. Men jeg har jo 20 x A2 på hhv for- og bagstykke. Hver har 9 masker (der står tælles som 8) = 180, men hvor mange masker er da 15? 58? 14? Jeg fatter det simpelthen ikke? Mon spørgsmålet er til at forstå? Håber virkelig, I kan hjælpe mig. Mvh Lotte
29.04.2024 - 17:32DROPS Design svaraði:
Hej Lotte, ja du strikker 15+58+14+58+30+130+15=320m Men du har taget 4 masker ind så du kun har 10 masker (istedet for 14) midt på forstykket. Alle masker som ikke er forklaret som retstrik, strikkes ifølge det mønster du allerede strikker :)
02.05.2024 - 14:44
Pia Thorn skrifaði:
Hvordan skal indtagningstips 1 forstås? Skal man tage ind i de 5 retstrikmasker og så lave 2 nye retstrikmasker ind i mønsteret? Mvh Pia
04.10.2023 - 20:22DROPS Design svaraði:
Hei Pia. Nei, du skal felle innenfor 7 masker i hver side, ikke lage 2 nye masker. Fell ved å strikke 2 masker vrang sammen. mvh DROPS Design
16.10.2023 - 13:07
Luna Estrella García Sánchez skrifaði:
Como se hace la puntada de grafting o punto de colchoneta
25.08.2023 - 10:54
MARGHERITA PETAZZO skrifaði:
LE DIMINUZIONI 1 (PER IL DIETRO) VANNO FATTE PRENDENDO 2 MAGLIE INSIEME DOPO LE 5 MAGLIE DI VIVAGNO OPPURE DOPO 7 MAGLIE (5 MAGLIE DI VIVAGNO + 2) QUINDI PRENDENDO L'8^ E LA 9^ MAGLIA INSIEME?
07.06.2022 - 21:46DROPS Design svaraði:
Buonasera Margherita, deve diminuire dopo 7 maglie. Si ricordi di scrivere in minuscolo la prossima volta. Buon lavoro!
07.06.2022 - 22:49
Blue Cove#bluecovetop |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 221-13 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ATH! Lykkjur í A.2 eru alltaf taldar sem 8 lykkjur, jafnvel þó fjöldi lykkja í kaðli skiptast á milli 2 og 3 lykkjur. Lykkjur í A.3 eru alltaf taldar sem 12 lykkjur í S/M og 16 lykkjur í L/XL og XXL/XXXL. Sjá mynsturteikningu í þinni stærð í A.3. ÚRTAKA-1 (á við um bakstykki): Lykkjum er fækkað innan við 7 lykkjur í hvorri hlið. Fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman. ÚRTAKA-2 (á við um framstykki): Lykkjum er fækkað hvoru megin við kaðal + 1 lykkja brugðið í hvorri hlið. Öll úrtaka er gerð frá réttu. FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU HVORU MEGIN VIÐ KAÐAL ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan kaðli, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið kaðal, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 2 lykkjur brugðið saman = 2 lykkjur færri. FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR HVORU MEGIN VIÐ KAÐAL ÞANNIG: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir á undan kaðli, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið kaðal, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið saman = 4 lykkjur færri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handveg. Síðan er bakstykkið og framstykkin 2 prjónuð hvert fyrir sig fram og til baka á hringprjón til loka máls. Band á öxl á framstykki er saumað niður á bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 512-640-768 lykkjur á hringprjón 3 með Safran. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur (= 64-80-96 mynstureiningar með 8 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 256-320-384 lykkjur í umferð. Prjónið A.2 yfir allar lykkjur (= 32-40-48 mynstureiningar með 8 lykkjum). ATH! Lykkjur í A.2 eru alltaf taldar sem 8 lykkjur, jafnvel þó fjöldi lykkja í kaðli skiptast á milli 2 og 3 lykkjur. Prjónið A.2 hringinn – setjið jafnframt 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= vinstri hlið þegar flíkin er mátuð) og 1 prjónamerki eftir 128-160-192 lykkjur (= hægri hlið þegar flíkin er mátuð). Bæði prjónamerkin sitja á milli 2 lykkja slétt. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 33-33-35 cm, prjónið næstu umferð þannig (nú er eftir ca 1 cm þar til stykkið skiptist mitt að framan og fellt er af fyrir handveg): ATH! Stillið af að næsta umferð sem er prjónuð sé slétt tala í umferð í mynstri, þetta er mikilvægt til að umferð þar sem kaðli er snúið sé frá réttu þegar stykkið er prjónað fram og til baka. Prjónið GARÐAPRJÓN yfir fyrstu 15-15-15 lykkjur – sjá útskýringu að ofan, prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 42-58-74 lykkjur, prjónið garðaprjón yfir næstu 14 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 10 lykkjur mitt að framan), prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 42-58-74 lykkjur, prjónið garðaprjón yfir næstu 30-30-30 lykkjur, prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 98-130-162 lykkjur (= bakstykki) og prjónið garðaprjón yfir síðustu 15-15-15 lykkjur. Nú eru 128-160-192 lykkjur á bakstykki og 124-156-188 lykkjur á framstykki. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 6 umferðir garðaprjón yfir lykkjur í hlið. Í næstu umferð eru lykkjur felldar af fyrir handveg, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 10-10-10 lykkjur fyrir handveg, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, haldið áfram með mynstur eins og áður yfir næstu 42-58-74 lykkjur, prjónið 10 lykkjur í garðaprjóni (= mitt að framan), haldið áfram með mynstur eins og áður yfir næstu 42-58-74 lykkjur, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, haldið áfram með mynstur eins og áður yfir næstu 98-130-162 lykkjur, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni og fellið af þær 10-10-10 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg. Klippið þráðinn frá. Bakstykkið og framstykkið er nú prjónað hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 108-140-172 lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið 1 umferð mynstur eins og áður með 5 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Haldið áfram með A.2 og garðaprjón, jafnframt er lykkjum fækkað fyrir handveg í hvorri hlið í hverri umferð frá réttu – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum alls 17-19-23 sinnum = 74-102-126 lykkjur eftir. Prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið af, en passið uppá að affellingarkanturinn dragi ekki stykkið saman. Bakstykkið mælist ca 12-14-16 cm frá þar sem stykkið skiptist fyrir framstykki og bakstykki. FRAMSTYKKI: = 104-136-168 lykkjur. Skiptið stykkinu mitt að framan og setjið helming af lykkjum á þráð eða hjálparprjón. Prjónið síðan fyrri hluta eins og útskýrt er að neðan. HLUTI-1: = 52-68-84 lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið 1 umferð mynstur eins og áður með 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Setjið 1 prjónamerki á milli 2 miðju lykkja í umferð (= mitt í miðju kaðal). Prjónamerkið merkir miðju. Prjónið síðan mynstur eins og áður með 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið, jafnframt er lykkjum fækkað hvoru megin við miðju í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við miðju kaðal alls 20-18-18 sinnum, síðan er fækkað um 2 lykkjur hvoru megin við miðju kaðal alls 0-4-8 sinnum = 12-16-16 lykkjur eftir á prjóni fyrir band á öxl og framstykkið mælist ca 12-14-16 cm frá þar sem stykkið skiptist fyrir framstykki og bakstykki. Prjónið bandið eins og útskýrt er að neðan. BAND Á ÖXL: = 12-16-16 lykkjur. Prjónið A.3 (= 12-16-16 lykkjur) – sjá mynsturteikningu fyrir þína stærð. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið mynstur fram og til baka þar til bandið mælist ca 9-13-13 cm – mátið e.t.v. toppinn og prjónið að óskaðri lengd, bandið á að halda áfram yfir öxl og niður að bakstykki. Fellið af. HLUTI-2: Setjið til baka 52-68-84 lykkjur af þræði eða hjálparprjóni á hringprjón 3 og prjónið hluti-2 alveg eins og hluti-1. Prjónið síðan band á öxl alveg eins og hluti-1. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið band á öxl á bakstykki – byrjið yst í hvorri hlið og saumið með 1 spori í hverja lykkju. Klippið þráðinn frá og festið . |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluecovetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 221-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.